Þjóðviljinn - 26.11.1982, Page 3

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Page 3
Igina tónlist Aðrir tónleikar Islensku hljóm- sveitarinnar Á morgun laugardag, þann 27 nóvember, verða 2. tónleikar ís- lensku hljómsveitarinnar. Verða þessir tónleikar haldnir í Gamla bí- ói klukkan 14.00. Að þessu sinni eru tónleikar hljómsveitarinnar til- einkaðir tónskáldinu Franz Joseph Haydn, en nú í ár eru tvöhundruð ár liðin frá fæðingu hans. Hefjast þessir tónleikar á því að frumflutt verða tilbrigði um stef úr 94. sinfóníu Haydns, „Surprise“- sinfóníunni. Þessi tilbrigði eru samin af sex tónskáldum að beiðni íslensku hljómsveitarinnar, þeim Herberti H. Ágústssyni, John Speight, Leifi Þórarinssyni, Hauki íslenska hljómsveitin. Tómassyni, Atla Heimi Sveinssyni og Þorkeli Sigurbjörnssyni. Því næst flytur Jón Þórarinsson tónskáld ávarp í minningu Haydns. Síðan verður fluttur óbókonsert í C-dúr, en einleikari með hljóm- sveitinni verður Kristján Þ. Steph- ensen óbóleikari. Að lokum flytur hljómsveitin eitt af öndvegis- verkum Haydns, sinfóníu í D-dúr nr. 104, „Lundúnarsinfóníuna.“ Stjómandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Emilsson. Þá má geta þess, að unnt er að fá miða á þessa tónleika í miðasölu Gamla bíós. Krautze á Kjarvalsstöðum í kvöld í kvöld verða tónleikar að Kjarvalsstöðum, en þar leikur Zygmunt Krautze á píanó verk eftir nokkur nútímatónskáld. Hann hefur komið tvisar til íslands áður, en hann starfar hjá tónlistar- deild Pompidou-stofnunarinnar. Hann er einnig afkastamikið tón- skáld og hefur hlotið mörg alþjóð- leg verólaun og viðurkenningar. Um þessar mundir kennir hann við Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Á efnisskránni á tónleikunum í kvöld era verk eftir Stockhausen, Messiaen, John Cage og fleiri auk verka eftir hann sjálfan. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30. „Upp ogofan” í Hafnarbíói í kvöld í kvöld föstudag mun félagið Upp og Ofan standa fyrir stórkons- ert í Hafnarbíói. Mun konsertinn vera tileinkaður loftköstulum félagsmanna. Meðal annars munu fram koma: Hjörtur Geirsson /trú- bator, Jói á Hakanum /rétt stilltur, Hin konunglega flugeldarokksveit, stórhljómsveitin Vonbrigði, Þeyr / endumærðir. Athöfnin mun hefjast kl. 10. og standa eitthvað fram yfir miðnætti. Aðganseyrir mun að þessu sinni verða 100 kr. Ferðasjóður hreyfi- og þroska- heftra, sem hugsar sér til hreyfings, Þeyr mun eignast þær prósentur sem sögðu fá félagsmenn að vanda 20% annars færu í ríkissjóð. Að sjálf- afslátt af aðgangseyri. „Rimlarokkið” þrjú kvöld í röð Rúnar Þór kynnir „rimlarokk" af samnefndri plötu í Fellahelli og Þróttheimum í kvöld, á Hvoli í Rangárvallasýslu laugardags- kvöld, þar sem Rætur leika fyrir dansi, og kemur Rúnar aftur fram í Hollywood á sunnudagskvöld. Plötuna Rimlarokk verður hægt að fá keypta á kynningarverði þar sem Rúnar kemur fram, en ágóði renn- ur til fangahjálparinnar Verndar. Rúnar Þór Pétursson. Ljósm. Pét- ur Arthúrsson. Það er fangahljómsveitin Fjötrar á Litla-Hrauni sem flytur og semur alla hljómlist á plötunni. ýmislegt Bikarmót TK hefst í kvöld Bikarmót Taflfélags Kópavogs hefst í kvöld föstudaginn 26. nó- vember, og er teflt að Hamraborg 1. Teflt verður á föstudags- og mánudagskvöldum, og falla menn út eftir 5 töp á mótinu, en jafntefli gildir 'h tap. Þórir Sæmundsson varð sigur- vegari á Haustmóti Taflfélags Kóp- avogs, sem nýlokið er. Hann hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum, leyfði aðeins tvö jafntefli. Þess má til gamans geta að Þórir hefur ekki tekið þátt í skákmóti síðan 1961, en þá tefldi hann í landsliðsflokki Skákþings íslands. Þórir hefur lagt stund á bréfskák hin síðari ár. í mótslok var síðan haldið hrað- skákmót, og sigraði þar Þröstur Einarsson, með 10 vinninga af 12 mögulegum. myndlist Súmarar sýna í Listmunahúsinu Á morgun, laugardaginn 27. nó- vember kl. 14.00, verður opnuð í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, sýningin „NÓVEMBER 1982“. Nú eru nokkur ár liðin síðan Súm-félagsskapnum var opinber- lega slitið eftir áratugar fjörlegt og gifturíkt starf að gagnkvæmri menningar- og listamiðlun milli ís- lands og umheimsins. Ekki skal fjölyrt hér um áhrif þeirrar starf- semi, enda engan veginn séð fyrir endann á þeirri uppskeru sem sáð var til á blómaskeiði Gallerí Súm. Þeir sem þátt taka í sýningunni eru: Gylfi Gíslason, Haukur Dór, Jón Gunnar Árnason, Kristján Guðmundsson, Magnús Tómas- son, Sigurjón Jóhannsson, Tryggvi Ólafsson og Vilhjálmur Bergsson. Sýningin sem er sölusýning stendur til 19. desember. , Föstudagur 26. nóvember 1982 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 11 FÖSTUDAGUR: Opiðfrá kl. 19 á Skálafelli, Haukur Morthens og félagar. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 19 á Skálafelli. Á Esjubergi höf- um við fjölskyldutilboð föstu- dag, laugardag og sunnudag. Þríréttuð máltíð á vægu verði og börnin borða frítt. Ttskusýn- ing á vegum verslunarinnar Hagkaup verður alla dagana. FÖSTUDAGUR: Þórskabarett 1 LAUGARDAGUR: Þórskaba- rett 2 SUNNUDAGUR: Þórskabarett 3 Opnað fyrir matargesti kl. 19. Dansað til kl. 03. Dansbandið leikur fyrir dansi á efri hæðinni en diskótekið í fullum gangi á neðri hæðinni. ótel Loftleiðir sími 22322 BLÓMASALUR: Opið frá kl. 12-14.30 og kl. 19-23.30 alla daga. Alls konar villibráð á boð- stólum föstudag og laugardag. VÍNLANDSBAR: Opið alla daga vikunnar frá kl. 19-23 nema um helgar, en þá er opið til kl. 00.30. í hádeginu er opið milli kl. 12 og 14.30 á laugar- dögum og sunnudögum. VEITiNGABÚÐIN: Opið alla daga vikunnar frá kl. 05-20. Um helgina verður boðið upp á mexíkanska rétti. LEIFSBÚÐ: Á laugardag og næstu þrjá laugardaga verður kynning á Sharp- örbylgjuofnum millikl. 14og 16. Y\ eitingahúsið Borg SUNNUDAGUR: Opið frá kl. 18-03. Diskótekið Dísa. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 18-03. Matur framreiddur frá kl. 18. Diskótekið Dísa. SUNNUDAGUR: Gömlu dans- arnir kl. 21-01. M ótel Saga sími 20221 austið sími 17759 Opið allan daginn alla daga. Fjölskylduhátíð á sunnudag. í baðstofunni eru leiktæki, ví- deótæki með teiknimyndum, blöð o.fl. fyrir börnin. Þar fá þau pylsur, hamborgara, gos o.fl. og fóstran okkar gætir þeirra á meðan fullorðna fólkið gæðir sér á góðmetinu í aðalsalnum. lúbburinn sími 35355 FÖSTUDAGUR: Opið frá kl. 22.30-03. Hljómsveitin Galdra- karlar leikur. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 22.30-03. Hljómsveitin Galdra- karlar leikur. læsibær sími 86220 FÖSTUDAGUR: Opið frá kl. 22-03. Hljómsveitin Glæsir og Hicknfpk LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 22-03. Hljómsveitin Glæsir og diskótek. SUNNUDAGUR: Opið frá kl. 21-01. Hljómsveitin Glæsir og diskótek. Oft nefndur heimsins djarfasti dansflokkur sýnir öll kvöldin. FÖSTUDAGUR: Súlnasalur opinn eins og venjulega. Fjöl- breyttur matseðill. Munið ensku krána í Bláa salnum. Hljóm- sveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Mímisbar og Grillið opið. LAUGARDAGUR: Laugar- dagskvöld í Súlnasal. Mímisbar og Grillið opið. SUNNUDAGUR: Sama og á föstudagskvöld. ii Irtún sími 85090 FÖSTUDAGUR: Gömlu dans- arnir. LAUGARDAGUR: Einkasam- kvæmi. SUNNUDAGUR: Danskeppn- ,in heldur áfram og hefst hún á sama tíma og síðasta sunnu- dag. ótel Esja Skálafell sími 82200 órscafé sími 23333

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.