Þjóðviljinn - 03.12.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.12.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. desember 1982 um hclgina Föstudagur 3. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 11 MUSICA ANTIQUA tóralist Passíukórinn á Akureyri: „Petite messe solennelle” frum- flutt í Aðaldal leiklist Stúdentaleikhúsiö frumsýnir Bent Stúdentaleikhúsið frumsýnir á sunnudaginn í Tjarnarbíó leikritið Bent í leikstjórn Ingu Bjarnason. Með aðalhlutverkið fara Andrés Sigurvinsson, Árni Pálsson og Magnús Ragnarsson. Verkið, sem er eftir Martin Sherman, hefur vakið mikla athygli og verið sýnt víða um heim, en það fjallar um örlög fólks í fangabúðum nasista. Sýningin hefst kl. 23.00. Frönsk kvikmyndahelgi á Akureyri Menningardeild franska sendi- ráðsins og Borgarbíó standa fyrir franskri kvikmyndahelgi á Akur- eyri helgina 3. til 5. desember næst- komandi. Sýndar verða í Borgarbí- ói fjórar af þeim sjö myndum sem sýndar voru á 7. Frönsku kvik- myndavikunni í Reykjavík. Þær myndir, sem hér er um að ræða, eru: Moliere, Stórsöngkonan (Di- va), Surtur (Anthracite) og Undar- legt ferðalag (Un étrange voyage). Dagskrá helgarinnar er svo- hljóðandi: í kvöld, föstudaginn 3. desember kl. 9 Moliere (fyrri hluti); 4. desember kl. 6 Undarlegt ferðalag, kl. 9 Surtur; 5. desember kl. 5 Moliere (síðari hluti), kl. 9 Stórsöngkonan. Þetta er í fyrsta skipti sem Menn- ingardeildin gerir tilraun til að fara með út á landsbyggðina einhverja af þeim menningarviðburðum sem Reykjavík hefur hingað til verið ein um að njóta. Ef vel tekst til má ætla að framhald verði hér á. Þjoosogur i Leikbrúðulandi Á sunnudag kl. 3 verður sýning fyrir alla fjölskylduna í Leikbrúðu- landi. Það eru 3 þjóðsögur: Sagan af Gípu, 18 barna faðir í álfheimum og sögur af Sæmundi fróða. Leikbrúðuland er til húsa að Frí- kirkjuvegi 11. Miðasalan eropnuð kl. 1 og þá eru líka teknar pantanir í síma 15937. ymislegt Bókmenntakynn- ing á Akranesi Bókmenntaklúbburinn á Akra- nesi gengst fyrir bókmenntakynn- ingu á sal Fjölbrautaskólans laugardaginn 4. desember kl. 14.00. Þar munu hjóna Jóna Sig- urðardóttir og Sigurður Hjartarson kynna bók sína, Undir Mexíkó- mána. Þau munu lesa upp úr bók- inni og einnig sýna litskyggnur frá Mexíkó, en þar dvöldust þau um tveggja ára skeið. Þá mun og Þorsteinn Jónsson kynna bók sína, Ættarbókina, en sú bók er rit fyrir alla þá sem áhuga hafa á ættfræði og skrá vilja ættar- tölu sína. Flóamarkaður og basar Kvenfélag Karlakórs Reykjavík- ur heldur flóamarkað og basar í fé lagsheimili kórsins að Freyjugötu 14 laugardaginn 4. desember kl. 13. Margir eigulegir munir bæði notaðir og nýir. Úr írlandskortinu Leikfélag Reykjavíkur: Síðasta sýning á írlandskortinu Á laugardagskvöld verður síð- asta síýning á írska verðlauna- leikritinu írlandskortinu eftir Bri- an Friel, sem Leikfélagið frum- sýndi í haust. Athygli er vakin á því, að aðgöngumiðar, sem seldir voru á sýninguna, sem átti að vera sunnudaginn 28. þ.m., en féll niður vegna veðurs, gilda á sýninguna á laugardagskvöld. írlandskortið hefur vakið mikla athygli alls staðar þar sem það hef- ur verið sýnt. Það gerist í írskri sveit á síðustu öld og lýsir sam- skiptum sveitafólks við breska her- menn, meðal annars ást írskrar stúlku og bresks hermanns. Karl Guðmundsson hefur þýtt verkið og leikur hann jafnframt eitt aðalhlut- verkið. Steinþór Sigurðsson gerir leikmynd og búninga og leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. I öðrum stærstu hlutverkum eru Ása Sva- varsdóttir og Pálmi Gestsson, sem bæði þreyta hér frumraun sína, Steindór Hjörleifsson, Karl Ágúst Úlfsson, Emil Gunnar Guðmunds- son, Ragnheiður Steindórsdóttir, Harald G. Haraldsson, Hanna María Karlsdóttir og Kjartan Ragnarsson. Aðrar sýningar LR um helgina verða sem hér segir: í kvöld er Skilnaður, Hassið hennar mömmu verður sýnt á miðnætursýningu í Austurbæjarbíói á laugardags- kvöldið og Jói verður sýndur á sunnudag. Þjóðleikhúsið: Næstsíðasta sýning á Garðveislu Úr Garðveislu, sem sýnd verður í næst síðasta sinn um helgina. Dagleiðin langa inn í nótt, meistaraverk Eugene O’Neill í þýðingu Thors Vilhjálmssonar, verður sýnt í 5. skipti í kvöld og skal enn vakin athygli á því að sýn- ingar á þessu leikriti hefjast hálf- tímanum fyrr en venja er í Þjóðleikhúsinu, eða kl. 19.30. Leikstjórinn Kent Paul er amerísk- ur og leikmynd, búningar og lýsing eru verk Quentins Thomas. Rúrik Haraldsson og Þóra Friðriksdóttir leika Tyrone-hjónin, Arnar Jóns- son og Júlíus Hjörleifsson leika syni þeirra, en Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir leikur vinnukonuna. Hjálparkokkarnir, gaman- leikurinn eftir George Furth, verð- ur sýndur á laugardagskvöldið. Garðveisla eftir Guðmund Steinsson verður á fjölunum á sunnudagskvöld. Þetta er næst síð- asta sýning leiksins fyrir jól. Tvíleikur eftir Tom Kempinski er á dagskrá á Litla sviðinu á sunn- udagskvöld kl. 20.30 og er það síð- asta sýning fyrir jól. í hlutverkum eru Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Guðmundur Pálsson í Ásmundarsal myndlist Guðmundur Pálsson opnar málverkasýningu í Ásmundarsal á morgun, laugardaginn 4. des. og stendurhún til 12. desember. Þetta er önnur einkasýning hans, en hann sýnir 20 verk máluð í akrýl á striga. Signý Pálsdóttir, höfundur „Sigga”. Nýtt íslenskt barnaleikrit hjá LA: Meistarar barokktímans Þriðju tónleikar Musica Antiqua á þessum vetri verða haldnir í Þjóðminjasafninu laugardaginn 4. desember kÍ. 17.00. Á efnisskránni eru verk eftir þrjá meistara barokk tímabilsins, þá Johann Sebastian Bach, Georg Philipp Telemann og Georg Friedrich Hándel. Að vanda er leikið á eftirlíkingar af hljóðfærum frá barokktímabilinu- alt-blokkflautu, barokkfiðlu, sembai og viola da gamba. Flytjendur eru Camilla Söder- berg, Michael Shelton, Helga Ing- ólfsdóttir óg Ólöf Sesselja Óskars- dóttir. Hlustendum er velkomið að skoða hljóðfærin og bera fram spurningar að tónleikum loknum. Norræna húsið: Finnskar listakonur flytja þjóðlög á sunnudag Sunnudaginn 5. des. kl. 20.30 halda finnsku listakonurnar Raita Karpo, söngkona, og Eeva-Leena Sariola, kanteleleikari, tónleika í Norræna húsinu. Á efnisskrá eru finnsk þjóðlög. Listakonurnar eru til íslands komnar á vegum Nor- ræna hússins og Suomifélagsins í tilefni af þjóðhátíðardegi Finna 6. des. og koma þær einnig fram á skemmtun Suomifélagsins að kvöldi 6. des. Kantele, brettissítar, er ævafomt alþýðuhljóðfæri, upphaflega 5 strengja, en nútímakantele getur haft allt að 30 strengi. Eeva-Leena hefur frá blautu barnsbeini flutt finnsk þjóðlög. Hún kennir tónlist- arfræði og þjóðlagatónlist, en hún hefur lokið kennaraprófi frá Síbelí- usarakademiunni. Þar stundaði Raita einnig nám, en sérsvið henn- ar er finnsk þjóðlög. Hún hefur sungið í finnsku óperunni, í sjón- varpi og útvarpi og inn á plötur. Þær hafa komið fram saman frá því árið 1978 og fóru m.a. til Banda- ríkjanna s.I. vor og kynntu hefð- bundna þjóðlagatónlist frá Finn- landi. Háskólakórinn Háskólakórinn efnir til tvennra hljómleika á morgun, laugardag- inn 4. desember, kl. 17.00 og 20.00, í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Flutt verða verk eftir HjálmarH. Ragnarsson. Flytjend- ureru Kór Dómkirkjunnar, Marti- nal Nardeu á flautu, Óskar Ingólfs- son á klarinett og Snorri Sigfús Birgisson á píanó, auk Háskóla- kórsins. Úr Töfraflautunni Töfraflautan: Levine tekin við stjórninni aftur Sú bréyting verður á sýningum íslensku óperunnar á Töfra- flautunni eftir Mozart, að frá og með föstudeginum 3. desember mun Gilbert Livine taka við stjórn- inni af Mark Tardue. Gilbert Le- vine stjórnaði sem kunnugt er fyrstu þremur sýningum Töfra- flautunnar nú fyrr í haust. Gilbert Levine mun stjórna fram til jóla, en sýningar fram til jóla verða sem hér segir: 3., 4., 5. og 11. og 12. desember en þá er síðasta sýning fyrir jól. Kór Langholtskirkju: Tónleikar í heilan sólarhring „Hitatónleikar” verða í Lang- holtskirkju um helgina. Þeir hefj- ast klukkan 19.00 í kvöld, föstu- dagskvöld, og standa til jafnlengd- ar á laugardagskvöld - heilan sólar- hring! Það er Kór Langholtskirkju sem stendur fyrir tónleikurnum en fjöl- margir tónlistarmenn leggja kórn- um lið í sjálfboðavinnu. Flytjendur verða um 250; einsöngvarar, kór- ar, blásara- og strengjasveitir og einleikarar. Það verður klassísk músík, djass og popp. Hljóm- sveitin Hafrót mun til dæmis leika aðfararnótt laugardags í um tvo tíma. Tilgangurinn með „Hitatón- leikum” er að safna fé til að koma hita í nýja kirkjuskipið. Ekkert kostar inn en frjáls framlög eru vel þegin. Hér er ekki aðeins verið að reisa kirkju. Þetta verður eitt besta tón- leikahús landsins. Þess vegna vill allt tónlistarfólk og unnendur tón- listar yfirleitt fá húsið í gagnið sem fyrst. Passíukórinn á Akureyri er nú að æfa Petite Messe Solennelle eftir Rossini og mun flytja verkið tvisvar nú í byrjun desember. Fvrri tón- leikarnir verða að Ýdölum í Aðal dal í kvöld föstudaginn 3. des. kl. 21.00 og hinir síðari í Akureyrark- irkjusunnudaginn5. des. kl. 21.00. Stjórnandi Passíukórsins er nú sem fyrr Roar Kvam. Flytjendur með kórnum að þessu sin it eru allír utan einn búsettir hér fynr norðan, en þeir eru: Signý Sæinundsdóttir, Paula Parker, Þuríður Baldursdóttir, Úlrik Ola- son. Viktor Guðlaugsson og Mic- hael J. Clarke. Petite Messe Solennelle (stutt, hátíðleg messa) (1864) er síðasta stórverk Rossinis og hefur lent í þeirri einkennilegu aðstöðu að vera betur þekkt fyrir það sem hún er ekki, heldur en það sem hún er. Messan er í raun ekki stutt heldur lengri í flutningi en flestar messur og hátíðleikinn er vart nema hæfi- legur. Rossini taldi að helgitónlist þyrfti ekki endilega að vera guðhrædd og iðrandi „ásjóna” er væri úr tengslum við verald- leikann. Messan ber keim af óper- ustíl en gengur þó ekki jafn langt í því efni og eitt eldri verka hans, Stabat Mater. Bergþóra og Rúnar í Eyjum Bergþóra Árnadóttir og Rúnar Þór Pétursson verða í Vestmanna- eyjum um helgina þar sem þau munu kynna sína plötuna hvort. Bergþóra kynnir sitt ágæta Berg- mál, sem út kom í sumar, og Rúnar Rimlarokk, f.h. fangahljóm- sveitarinnar Fjötra á Litla Hrauni. Báðar plöturnar munu þau hafa með í farangrinum og hafa til sölu á kynningarverði. Bergþóra og Rúnar hafa að undanförnu kynnt plötur sínar hér og þar um landið, ýmist saman eða sitt í hvoru lagi, við mjög góðar undirtektir. Abventu- og jólasöngvar í Háteigskirkju Á sunnudagskvöldið 5. des. kl. 20.30 flytur kór Háteigskirkju undir stjórn dr. Orthulf Prunner aðventu- og jólasöngva úr „Litlu orgelbókinni” (Orgelbúchlein) eftir J.S. Bach. Jafnframt leikur organistinn sálmaforleikina, sem Bach samdi við þessa söngva. Langflestir þessara aðventu- og jólasálma hafa verið sungnir á ís- landi áður fyrr og allmargir allt til þessa dags, þótt nokkrir þeirra séu nú tengdir öðrum tímum og at- höfnum. Þetta eru aðrir tónleik- arnir í Háteigskirkju nú á aðvent- unni og hugsaðir sem íhugunarefni fyrir hátíðina sem fer að höndum. Siggi var úti Sunnudaginn 5. desember frum- sýnir Leikfélag Akureyrar barna- leikritið ,^>iggi var úti“ eftir Signýju Pálsdóttur leikhússtjóra L.A. sem er jafnframl leikstjóri. Tónlistin í leikritinu er eftir Ásgeir Jónsson, söngvara Baraflokksins og hann flytur hana ásamt Jóni Arnari Freyssyni hljómborðsleikara og Sigfúsi Erni Ottarssyni trommu- leikara. Leikritið gerist að mestu í ís- lensku hrauni, þar sem líffræðing- urinn Siggi hefur búið um sig í helli, sem hann notar sem rann- sóknarstöð til að kanna atferli ís- lenska refsins. Hjón með 2 börn tjalda í hrauninu ásamt afa barn- anna, sem var fræg grenjaskytta. Þetta fólk lendir í miklum ævintýr- um og mannraunum í hrauninu, en drýgstan þátt í því eiga tískudrottn- ingin Stella, sem ætlar sér að hagnast á loðfeldasölu og hjálpar- kokkur hennar Úlfur, sem er „tveggja þjónn“ - hann þykist líka vinna fyrir líffræðinginn. Lítil tófa er á stöðugri ferð um hraunið og á sinn þátt í því að hlutir hverfa og birtast aftur á dularfullan hátt. Sýningin er unnin í mikilli sam- vinnu fastra starfsmann leikhússins - innanhússverk. Þráinn Karlsson hefur hannað og stjórnað smíði og leikmyndinni, Viðar Garðarsson annaðist lýsinguna og Freygerður Magnúsdóttir búningana. Leikarar eru 9, þar af 3 börn. Líffræðinginn Sigga leikur Bjarni Ingvarsson, refaskyttuna Marinó Þorsteinsson, foreldrana Ragnheiður Tryggvadóttir og Jón- steinn Aðalsteinsson, börnin Mel- korka Óiafsdóttir og Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, skinnasal- ana Sunna Borg og Theodór Júl- íus og tófuna Jóhann Sara Kristjánsdóttir. Frumsýning verður 5. desember kl. 5 og næstu sýningar helgina á eftir. Þetta verður jólasýning Leikfélags Akureyrar en í desem- ber hefjast æfingar á Bréfberanum frá Arles eftir Ernst Bruun Olsen í þýðingu Úlfs Hjörvar og leikstjórn Hauks Gunnarssonar. Mótel Loftleiðir sími 22322 BLÓMASALUR: Opið frá kl. 12-14.30 og kl. 19-23.30 alla daga. BLÓMASALUR: Danskt- íslenskt jólaborð í hádeginu frá kl. 11-14.30 alla daga. Tískusýning föstudag kl. 12.30 Aðventukvöld sunnudag, jólamatseðill, tískusýning jólastemmning. VÍNLANDSBAR: Opið alla daga vikunnar frá kl. 19-23 nema um helgar, en þá er opið til kl. 00.30. í hádeginu er opið milli kl. 12 og 14.30 á laugar- dögum og sunnudöqum. VEITINGABUÐIN: Opið alla daga vikunnarfrá kl. 05-20. LEIFSBÚÐ: Á laugardag og næstu tvö kvöld verður kynning á Sharp-örbylgju- ofnum milli kl. 14 og 16. Mlúbburinn sími 35355 Maustið sími 17759 Opið allan daginn alla daga. Fjölskylduhátíð á sunnudag. í baðstofunni eru leiktæki, ví- deótæki með teiknimyndum, blöð o.fl. fyrir börnin. Þar fá þau pylsur, hamborgara, gos o.fl. og fóstran okkar gætir þeirra á meðan fullorðna fólkið gæðir sér á góðmetinu í aðalsalnum. w Jzíli ótel Saga sími 20221 FÖSTUDAGUR Opið eins og venjulega. Kynning á fjöl- breyttum jólaréttum. LAUGARDAGUR: Laugar- dagskvöld í Súlnasal. Mímisbar og Grillið opið. SUNNUDAGUR: Lokað í Súlnasal. Mímisbar og Grill- ið opið. læsibær sími 86220 FÖSTUDAGUR: Opið frá kl. 22.30-03. Hljómsveitin Galdra- karlar leikur. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. :22.30-03. Hljómsveitin Galdra- ikarlar leikur. eitingahúsið Borg SUNNUDAGUR: Opið frá kl. 18-03. Diskótekið Dísa. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 18-03. Matur framreiddur frá kl. 18. Diskótekið Dísa. SUNNUDAGUR: Gömlu dans- :arnir kl. 21-01. Mótel Esja Skálafell sími 82200 FÖSTUDAGUR: Opið frá kl. 19 á Skálafelli, Haukur Morthens og félagar. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 19 á Skálafelli. Á Esjubergi höf- um við fjölskyldutilboð föstu- dag, laugardag og sunnudag. Þriréttuð máltíð á vægu verði og börnin borða frítt. SKÁLAFELL: Módelsam- tökin halda tískusýningu. ESJUBERG: Föstudag og laugardag kennir Ringel- berg í Rósinni jólaskreyting- arfrákl. 15-17. Barnagæsla á staðnum. FÖSTUDAGUR: Opið frá kl. 22-03. Hljómsveitin Glæsir og diskótek. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 22-03. Hljómsveitin Glæsir og rli^kófpk SUNNUDAGUR: Opið frá kl. 21-01. Hljómsveitin Glæsir og diskótek. Oft nefndur heimsins djarfasti dansflokkur sýnir öll kvöldin. M' Æ. rtún sími 85090 FÖSTUDAGUR: Gömlu dans- arnir. LAUGARDAGUR: Einkasam- kvæmi. SUNNUDAGUR: Danskeppn- in heldur áfram og hefst hún á sama tíma og síðasta sunnu- dag. órscafé sími 23333 FÖSTUDAGUR: Þórskabarett 1 LAUGARDAGUR: Þórskaba- rett 2 SUNNUDAGUR: Þórskabarett 3 Opnað fyrir matargesti kl. 19. Dansað til kl. 03. Dansbandið leikur fyrir dansi á efri hæðinni en diskótekið í fullum gangi á neðri hæðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.