Þjóðviljinn - 07.12.1982, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 07.12.1982, Qupperneq 1
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Meðaiefnis: Evrópukeppni í handknattleik, Johan Cruyff. Kostu- legt mark Johan Cruyff, maðurinn á bak- við velgengni Hollendinga á knattspyrnusviðinu á áttunda árat- ugnum, var í sviðsljósinu með liði sínu, Ajax, í hollcnsku I. dcildinni á sunnudag. Ajax lék við nýliða Helmond Sports og hafði talsverða yfirburði. Liðið fékk vítaspyrnu sem Cruyff var falið að taka. Hann stillit kncttinum upp en í stað þess að skjóta, ætlaði hann að láta sem hann hitti ekki knöttinn til að setja markvörðinn úr jafnvægi. Fótur Cruyff straukst við knöttinn sem valt af stað og hjálpsamur mark- vörðurinn kom hlaupandi og stillti honum á sinn stað á ný. Cruyff þakkaði fyrir þcssi barnalegu mis- tök markvarðarins með því að senda knöttinn rakleiðis í autt markið. Cruyff skoraði tvö og Wim Kieft tvö í 5-0 sigri. Ajax er efst en I’SV Eindhoven er stigi á eftir. vs. Bailey rekinn Mike Bailey, fyrrum leikmaður með Wolves, var rekinn sem fram- kvæmdastjóri l.deildarliðs Brig- hton í ensku knattspyrnunni í gær. Bailey tók við liðinu í júní 1981 og í fyrra náði það sínum besta árangri l'rá upphati, 13. sæti í l.deild. Nú gengur hins vegar allt á afturfótun- um, fjórir tapleikir í röð í 1 .deild og fallbarátta og þá er gripið til gamla góða ráðsins, stjórinn látinn fjúka. 4.deildarlið Tranmere Rovers verður ekki lýst gjaldþrota og leyst upp eins og til stóðað gera í þessum mánuði. Félagið hefur fengið lán frá borgarráði Birkenhead, heima- borgarinnar, og loforð fyrir vinátt- uleikjum ' gegn nágrönnunum stóru, Liverpool, Everton og Manchester United, til að fá krón- ur í kassann. -VS Wat- erschei skoraði 7 úti Waterschei, lið Lárusar Guðmundssonar í belgísku knatt- spyrnunni, hefur gengið mjög vel það sem af er kcppnistímabilinu og á sunnudag vann það glæsilegan útisigur, 7-0, á nýliðum Seraing. Standard Liege heldur þó efsta sæt- inu, hefur betri markatölu en jafn- mörg stig og Waterschei. í Frakklandi komst Bordeaux upp að hlið Nantes á toppnum með 26 stig eftir 3-2 sigur á botnliði Ro- uen. Nantesgerðiámeðanjafntefli gegn Nancy á útivelli, 2-2. Lens, lið Teits Pórðarsonar, er áfram í þriðja sæti. -VS ....— Umsión: ViðirSigurðsson Víkingur-Dukla Prag Atta marka tap í slagsmálaleik „Þetta var ægilegur slagsmálaleikur. Tékkarnir sá'u strax hve fáliðaðir við vorum og lögðu greinilega allt upp ýr því að berja sem mest á okkur. Dómararnir voru ungverskir og höfðu engin tök á leiknum. Það grátlega við þetta tap er að allt þar til 10 minútur voru til leiksloka munaði aðeins tveimur til þremur mörkum, Dukla Prag t hag. Á venjulegum degi eigum við að geta sigrað þetta lið“, sagði Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri íslandsmeistara Víkings í handknattleik, í samtali við Þjóðviljann í gær, rétt eftir leik Dukla Prag og Víkings í Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór í gær. Dukla sigraði 23-15. Víkingar urðu fyrir miklu áfalli strax á 5. mínútu þegar Þorbergur Aðalsteinsson, sem þá hafði skoraö tvö mörk, varð að yfirgefa völlinn tognaður á fingri og kom ekki meira inná í leiknum. Munur- inn var lítill á liðunum í fyrri hálf- leik en Tékkar leiddu 10-8 i leikhléi eftir að ungversku dómar- arnir höfðu dæmt ógilt mark sem Víkingur skoraði á síðustu sekúnd- unni, ranglega að siign Guöjóns. lVÍunurinn hélst tvi) til þrjú mörk lengi vel en undir lokiö fóru Vík- ingártiir að keyra upp hraöa sem þeir réöu ekki við. Leikurinn levstist upp í slagsmál og Steinar Birgisson var útilokaður þegar 7 mínútur voru eftir. Viggó Sigurðsson var marka- hæstur í íslenska liðinu meö 4 mörk. Hörður Harðarson skoraði 3,Steinar3, I>orbergur2, Árni lnd- riðason, Guðmundur Guðmunds- son og llilmar Sigurgíslason eitt Itver. Skemmtilegur hornamaður, Toma, skoraði 8 marka Dukla Prag og Salivar 6. Síðari leikur liðanna verður í Laugardalshöll næsta sunnudag og Víkingar gera sér vonir um að tefla þar fram sínu sterkasta liði en i gær vantaði þá Sigurð Gunnarsson og Pál Björ- gvinsson í lið íslandsmeislaranna. -VS Síðari leikur KR og Zeljeznicar Nis: „Þurfum 2500 manns“ „Við þurfum um 2500 manns á lcikinn í kvöld til að standa sléttir Ijárhagslega. Eftir þennan stórleik hjá KR-liðinu er ég nánast öruggur um að slíkur fjöldi mætir", sagði Gunnar Hjaltalín formaður hand- knaltleiksdeildar KK í samtali við Þjóðviljann. Tæplega tvö þúsund manns borguðu sig inn í Laugardalshöl- lina á fyrri leik KRxog /æljeznicar NLs í Evrópukeppni bikarhafa í fyrra- kvöld og urðu vitni að frábærri frammistöðu KR-inga sem eiga alla möguleika á að slá júgóslavncska liðið út úr keppninni. Sjá nánar á bls. 10 og II. Spennan eykst Þróttarar, liðið sem fyrr á þessu ári komst í undanúrslit Evrópu- keppni bikarhafa í handknattleik, er komið í hullandi fallhættu í 1. deild karla. I gærkvöldi lék liðið við Fram í Laugardalshöll og mátti þola tap, 23-20, í spennandi en ekki að sama skapi vel leiknum leik. Þessi úrslit færa gífurlega spennu í fallbaráttu deildarinnar en eins og kunnugt er taka liðin fjögur, sem í mars berjast við fallið, stigin úr forkeppninni með sér í þá baráttu. Leikurinn var hnífjafn lengst af en með því að skora fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks náðu Þróttarar tveggja marka forystu fyrir lcikhlé, 12-10. Fram jafnaði strax í síðari hálfleiknum og síðan var jafnt á flestum tölum þar til Fram komst tveimur mörkum yfir, 21-19. Páll Ólafsson svaraði, 21-20, en Hann- es Leifsson jók forystu Fram á ný, 22-20. I>á upphófst einn mesti darr- aðardans og taugaspennu-faraldur sem um getur og næstu mínútuna héldu liðin knettinum í að meðal- Staðan: Staðan í 1. deild karla í hand- knattleik er þá þessi: KR...............10 7 0 3 246-190 14 FH.............. 10 7 0 3 262-218 14 Víkingur.........10 6 2 2 205-194 14 Stjarnan........ 10 6 0 4 210-205 12 Valur............11 5 1 5 227-208 11 Þróttur..........11 5 0 6 225-233 10 Fram............ 11 4 1 6 239-251 9 ÍR.............. 11 0 0 11 194-309 0 Fram vann Fram vann góðan sigur, 16-11, á IR í l.deild kvenna í handknattlcik í gærkvöldi. Um helgina sigraði I ram Víking 15-7, Valur og FH skildu jöfn, 13-13, og ÍR sigraði KR 17-15. tali 5 sekúndur í senn. Sú vitleysa tók örlagaríka stefnu 20 sekúnduni fyrir leikslok þegar Hermann Björnsson skoraði fyrir Fram, 23- 20, og sigurinn var tryggður. Egill Jóhannesson og Ragnar markvörður Kristinsson voru best- ir í liði Fram. Egill skoraöi 7 mörk, Hermann 4, Hinrik Ólafsson 4, Hannes 3, Sigurður Svavarsson 3, Erlendur Davíðsson og Björn Eiríksson eitt hvor. Páll Ólafsson bar af í slöku liði Þróttar og þá varði Ólafur Bene- diktsson ágætlega. Páll skoraði 6 mörk, Gísli Óskarsson 5, Jens Jénsson 2, Magnús Margeirsson 2, Ólafur H. Jónsson 2, Einar Sveins- son, L-árus Karl Ingason og Lárus Lárusson eitt hver. Með slíku á- framhaldi bfður Þróttara ekkert annað en fall í 2. deild. Jón Hermannsson og Ólafur Steingrímsson dæmdu þokkalega. - VS. körfuknattleikur, enska knattspyrnan, o.fl. Glenn Hoddle er kominn í enska landsliðshópinn á ný en þessi snjalli miðvallarspilari hefur verið afar óheppinn með mciðsli að undan- lörnu og misst af síðustu lands- leikjum Englcndinga. Hoddle aftur í lands- liðiö Glenn Hoddle, Tottenham, er kominn í enska landsliðshópinn í knattspyrnu á ný eftir langvarandi mciðsli í haust og vetur. England mætir Luxemburg á Wembley þann 15. desentber og nái Iloddle að leika verður það hans fyrsti' leikur undir stjórn Bobby Robson sem tók við landsliðinu í sumar. Robson hefur oft látið hafa eftir sér að hann myndi byggja enska lands- liðið í kringum lloddle og því er sennilegt að hann fari beint í byrjunarliðið. Ungu leikmennirnir Mark Chamberlain, Stoke, og Tommy Caton, Manchester City, eru einu leikmennirnir í hópnuni sem ekki eiga landsleik að baki. Sammy Lee, Liverpool, heldur sæti sínu eftir góða frammistöðu í Grikk- landi á dögunum og fjórir leik- menn, aðrir en Hoddle, sem hafa átt viö meiðsli að stríða eru í hópn- um; þeir Graharn Rix, Arsenal, Alan Devonshere, West Ham, Ste- ve Coppell, Manchester United,, ogTerry Butcher, Ipswich. Athygli vekur að Coppell skuli vera valinn en hann hefur ekkert getað æft með United að undanförnu, aðeins leikið á laugardögum. Enginn leikmaður frá Aston Villa er í hópnum vegna leiks Villa og Penarol í Tokyo þann 12. des- ember urn heimsmeistaratitil félagsliða. Walesbúar eiga í miklum vand- ræðum en þeir mæta Júgóslövum sania dag, einnig í Evrópukeppni landsliða. Alan Curtis, Neville So- uthall og Gordon Davies eru allir meiddir en Mike England, landsliðseinvaldur, vonast til að markaskorarinn Davis verði tilbú- inn í slaginn. Einn nýliði er í lands- liðshópi Wales, Nigel Vaughan frá 3. deildarliði Newport, en hann hefur leikið mjög vel í vetur, sem og lið hans sem er í hópi efstu liða deildarinnar. - VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.