Þjóðviljinn - 11.12.1982, Page 2

Þjóðviljinn - 11.12.1982, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN 'Helgin 11.-12. desember 1982 Krossinn í Skollhólahelli Hermann og Björn tylla sér á bekk rétt framan við þann hluta hellisins sem sem þeir voru úr einu samhangandi bjargi og búnir næsta víðum gluggum en inni voru snagar, borð, sæti, skemlar, fáguð rúmstæði og legubekkir.“3) Gísli segir að hellar þessir hafi hlotið nafnið „paradís“ því þar sé skjól fyrir stormum, byljum og snjóum. Hann nefnir einn hellinn með nafni og kallar hann Sóttar- helli. Hann mun skreyttur steinkrossum og kertum. Ekkert segir Gísli um það hvar þessi hellir sé.“ Þegar komið er að Ási í grenj- andi rigningu tekur á móti okkur Hermann Guðjónsson, og býður hann okkur í eldhús upp á rjúkandi kaffi. Síðan er ekið í snatri að hell- unum, því birta fer dvínandi. Fyrst eru skoðaðir svokallaðir Stekkja- túnshellar sem eru í túninu, og eru nokkrir þeirra enn í notkun. Allir þessir hellar eru taldir gerðir af mannahöndum. Það er dimmt og rakt niðri í hell- unum, en með hjálp vasaljósanna komumst við klakklaust niður. Við skoðum stærsta hellinn, sem not- aður er sem fjárhús. Þetta eru ágætis hýbýli með góðum strompi. Inn af er heyhellir, svo stutt er í fóðrið fyrir féð, sem geymt er í hell- inum. Þarna er hægt að ganga beint inn frá túninu svo auðvelt er að reka féð í „hús“. Eftir að þessir hellar hafa verið skoðaðir er ekið að Skollhólahell- inum, sem geymir risturnar. Hann er nokkru fjær og talsvert frá veg- inum. Þegar komið er ofan í hann sjá- um við fljótlega margskyns veggja- ristur. Eftir því sem innar dregur verða þær skýrari uns komið er að krossristu. Krossar voru gjarnan ristir á hellisveggi til heilla, en þeir gefa ákveðna vísbendingu um tíma- tal og uppruna hellisbúa. Flestir þeir krossar sem fundist hafa í hell- um á Suðurlandi eru einfaldir í gerð sinni og gætu því verið frá nánast hvaða tíma sem er, en tveir krossar sem fundist hafa skera sig verulega úr. Um þá segir í bæklingi Antons og Guðmundar: „Tveir krossanna skera sig úr hvað þetta varðar þ.e.a.s. krossinn á Ægissíðu og á Efri- Gegnishólum. Krossinn á Ægis- síðu sker sig úr hvað það varðar að hann.er upphleyptur, en að öðru leyti er hann af venjulegri latneskri gerð, og ekkert er vitað um þennan kross sem gæti hjálpað til við at- hugun á honum. Krossarnir á Efri-Gegnishólum bera af hvað stærð snertir, einnig hafa þeir ýmiss þau sérkenni, sem hægt er að vinna útfrá. Stóri kross- inn er í grundvallar atriðum latn- eskur að gerð en hökin á örmunum valda strax nokkrum heilabrotum. 3) Undur Islands bls. 121-122. I athugun á nokkrum þeirra bóka sem fjalla um kirkjubúnað á Norð- urlöndum og á Bretlandseyjum fundum við aðeins eitt dæmi um kro§s af þessari gerð frá Birtley á Norðimbraland(sjá mynd nr. 12)4) Krossar af svipaðri tegund koma líka fyrir á peningum frá Aust- Rómverskaríkinu, t.d. á peningum frá Heracliusi 610-641. Litju krossarnir tveir eru af gerð sem er upprunnin í Róm og Gallíu og var algeng um allar Bretlands- eyjar og víðar 500-100 e.k. og jafn- vel lengur,S)en það sem er athyglis- verðast við þessa krossa er upp- stilling þeirra, (sjá mynd nr. 13). í þessari uppstillingu táknar stóri krossinn kross Krists en litlu krossarnir krossa ræningj- ana. Þessi uppstilling var mjög al- geng í list þeirri sem kennd er við valdatíma Mervíkingaættarinnar í Frakklandi, og mun hafa borist þaðan til írlands. Alls finnast 12 dæmi um þessa uppstillingu á leg- síeinum frá írlandi, þar af eru 6 frá sama stað Innismurry.6’ Eitt dæmi vitum við um frá Eng- landi, nánar tiltekið frá Whithorn á 4) Northumbrian C.’rosscs... bis 13 5j Proceedings og the Royal Irish Academy bls. 102. 6) Proccedings of the Royal Irish Academy b)s. 105. Guðmundur sýnir okkur krot á veggnum í Skollhólahelli Krossinn á Efri-Gegnishólum. Ljósm. Hjálmar Bárðarson Sandsteinshellamir á Suðurlandi em merkilegt rann- sóknarefni, en liggja núflestir undir skemmdum. — Hverjir gerðu krossmörkin í hellisveggina? Norðimbralandi.’J (Sjá mynd nr. 14).. Ekki höfum við fundið eitt ein- asta dæmi um þessa uppstillingu á steinristum eða fornum myndum frá neinu Norðurlandanna nema íslandi. Fleiri dæmi eru einnig til um krossa höggna í kletta á íslandi. Sagnir eru til um krossa í Dyrhóla- ey en engar nánari upplýsingar höf- um við um þá. í Heimakletti er kross höggvinn í bergið skammt frá uppgönguleiðinni á klettinn. Krossinn mun vera um tveggja feta hár (sjá mynd no. 15). Mjög svip- aður kross hefur fundist á Ard a Mhorain í Norður Ulster.81 Auðvitað verður að fara varlega í að draga ályktanir af þeim upplýs- ingum sem hér eru dregnar saman, þótt krossarnir á Efri- Gegnishólum bendi í ákveðna átt og á ákveðið tímabil þ.e.a.s. 500- 1000 e.k.5) þá er ekki hægt að útiloka að hér sé um tilviljun að ræða og krossarnir séu síðari tíma mannvirki.“ Þegar við skoðum þennan kross í Skollhólahellinum sjáum við fljót- lega að honum svipar nokkuð til hinna latnesku krossa, þar sem greinileg hök eru á örmunum, þótt þau séu grennri en hökin í Gegnis- hólakrossinum. Við skoðum þetta gaumgæfilega og myndum. Þarna getur að líta mörg ártöl og er 1783 það elsta. Letur er við hlið krossins sem er sambland af rúnaletri og latneskum stöfum. Við mjög lauslegan lestur gætu þessar ristu þýtt eitthvað á þessa leið: Átta kusur hirði ég í Ás. G.T. Við sjáum einnig nafn Her- manns á einum veggnum og segir hann okkur að það hafi hann rist strákur, fyrir um 60 árum, þegar hann sat þarna yfir fé. Nafnið lítur út eins og það hafi verið rist í gær, en aðrar ristur eru máðar og ljóslega miklu eldri. Krossinn sjálfur er mjög máður, en ekki vildu fræðimennirnir Björn og Guðmundur fyllyrða neitt um aldur hans. Við skriðum upp úr hellinum og var þá orðið alldimmt og rigningin hafði aukist. Enn fengum við heitt kaffi að Ási áður en haldið var til Reykjavíkur. Hellunum hefur tekist að geyma leyndardóma sína í aldaraðir. Þessi ferð sannfærði okkur öll frekar um nauðsyn þess að rannsaka þá bet- ur. Hvað leynist í kringum þá í gólf- unum? Er hægt að tímasetja rist- urnar? Hvers vegna er svo lítið rit- að um hellana í fornum ritum ís- lendinga? Voru hellarnir hýbýli á landnámsöld, sem ekki þótti á- stæða til að státa af? Eða voru þeir hýbýli írskra munka fyrir landnám? Ef til vill verður aldrei hægt að svara þessum spurningum, en það er löngu tímabært að fara að glíma við þær. - þ.s. Það á að gefa börnum brjóst Út er komin hjá Almenna bóka- félaginu bókin Brjóstagjöf og barnamatur eftir Sigrúnu Da- víðsdóttur höfund vinsælla mat- reiðslubóka sem komið hafa út hjá sama forlagi. Höfundurinn segir í aðfara- orðum bókarinnar: „Þegar ég hafði börnin mín á brjósti var ég svo heppin að hafa aðeins kynnzt því hversu vel konu etur gengið að hafa barn á brjósti. einfeldni minni hvarflaði því aldrei að mér, að þetta gæti reynzt konum jafn erfitt og raun ber vitni. Eftir þennan indæla tíma langaði mig til að safna því saman sem helzt er vert að hafa í huga við brjósta- gjöf og barnamat, -til að stuðla að því að sem flestar konur geti notið brjóstagjafarinnar sem allra bezt og mest.” 7) Northumbrian Crosses...bls.3 8) Herdsmen and Hermits bls. 84 9) Proceedings...bls. 101-105

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.