Þjóðviljinn - 11.12.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. desember 1982
bókmcnntir
Fögnuður og
römmust raun
Þorsteinn frá Hamri
Spjótalög á spegil.
Iðunn 1982
Það eru vetrarmyndir úr lífi
skálds sem festar eru á blað í þess-
ari bók. Leiðir eru fenntar, það
vetrar á sumri, þungiyndið hvíta
frystir vor sem bjóst til að vakna.
Hugurinn, rétt eins og aldarfarið
„er að snúast í norðankul". Og
verður fátt til gteði í
hjartafrostinu - eins þótt veturinn
sé á einum stað vitur kallaður og
beðinn að gæta draums í kyrrþey
(Nótt).
Árni
Bergmann
skrifar
í kvöld
raular hann fyrir einskis
manns eyra
út áflóa
og kjökrar á morgun
við fornan fjörustein
að dul-málið skuli hér lastað, það
er kærkomin ögrun á þeim tíma
þegar hið auðvelda og sjálfsagða er
í tísku og veðjað á upptalninguna.
Og því skal heldur ekki gleymt, að
einmitt í þessum kvæðum í Sturl-
ungukvæðum til dæmis minnir
Þorsteinn á óskeikula vígfimi sína
með stuðla og rím. Engu að síður
sæta meiri tíðindum hugarins nátt-
úrureisur, festar á blað í örfáum
dráttum, íslenskum og kannski um
leið kínverskum eða japönskum:
Friðsama haustlauf
sem felur þig af ótta við storminn
en gœlir við goluna
veiztu
veiztu hvaðan hvessir
Fáir eða engir kunna betur en
Þorsteinn frá Hamri að kveikja
saman náttúrunnar ferli og tíðindi
af innlöndum á þann veg að ekki
verður framar að skilið. Fuglar
sungu skáldinu heimsmynd, snjór
er á öllum okkar aðþrengdu stíg-
um, þessi „sýngjandi lækur er
fjarskinn“:
einsog séu þar móðurdyr -
sár, einn
sjálfur fjarskinn.
Eins og fyrr hefur Þorsteinn í
kvæðúm sínum viðkomu eftir-
minnilega í sögu og sögnum og eru
þær tilvísanir reyndar myrkar
nokkuð sumar. Ekki svo að skilja,
Þannig er kvæði sem heitir Líf II:
tilvistarspurning hverfist í hvers-
dagslegustu tíðindi af gróðri, vind-
um og hausti og rísa þessir fáu þætt-
ir upp til nýs lífs, allir sem einn.
Eins og fyrr segir er fátt um upp-
örvandi staðhæfingar í ljóðum þess-
um og þótt því sé haldið fram í
kvæðinu Líf I að við „rísum upp í
Þorsteinn frá Hamri.
regni og sól / endurborin til undra“
þá gengur það ekki fram af
kvæðinu hvernig svo megi verða,
því miður. Leiti menn huggunar í
þessum vetrarkvæðum, þá mundi
hana líkast til vera að finna í sjálfri
skáldskaparíþróttinni: guð gaf mér
orð að segja frá minni raun, segir
annað skáld á öðrum tíma. Og Þor-
steinn segir:
Sótugan sálarlampa
set ég á stofuþil
og vona að kvœði mín kveiki
blekkingu rökkursins burt
En einnig sú von um skáld-
skapinn er strax í næsta kvæði farin
allrar veraldar veg. Kvæðið heitir
Dísin og er frábærlega vel gjört,
gengur það þegar í stað í flokk með
bestu ljóðum um fögnuð ljóðsins
og myrkar efasemdir um skáldsins
iðju:
Flaug ég um fold og víði,
fögnuði laust i drúngað skap;
stafur minn, steinbúasmíði,
stjörnur úr köldum sálum drap
og grœddi geðsmunakaunin.
Brotinn er sprotinn blái
bregðast mér dverganna hamarsgrip
líka er sem ég sjái
sundruð í naustum þeirra skip -
og sú er mér römmust raunin.
Svo mikið er víst að sú hin ramma
raun sneiðir enn um hríð hjá
ljóðavinum íslenskum - ekki síst
vegna þess að dverganna hamars-
grip hafa ekki brugðist Þorsteini
frá Hamri. ÁB.
Þar tók Bólu-Hjálmar andvörpin
Hannes Pétursson:
Misskipt er mannalánið
Heimildaþættir 1
Iðunn 1982.
Bók þessi geymir fimm æviþætti
úr Skagafirði. Hinn fyrsti segir frá
„gleymdri konu“, Sigríði Gunn-
laugsdóttur, sem lenti í straffi seint
á öldinni átjándu fyrir sauðaþjófn-
að manns hennar, sem hún seinna
ávarpaði svo í ljóðabréfi:
/Eruskerrtum illskumanni af aulakyni
minum eklamaka og vini
monsér Gísla Gíslasyni.
- en hún var virkur þátttakandi í
Hannes Pétursson
hefðbundnum og oft skemmtileg-
um kveðskaparillindum þar nyrðra
Einn þáttur segir frá Pétri
þeim Eyjólfssyni, sem lenti í klóm
breskra víkinga og öðru herskip-
astússi á tímum Jörundar Hunda-
dagakonungs. í þriðja þætti hefur
Hannes safnað saman sem mestum
fróðleik um móður Bólu-
Hjálmars, Marsibil, sem átti sér
sérkennilegan feril, og sýnist les-
anda að þar séu öll kurl komin til
grafar. Þá er nákvæm frásögn af
Brekkuhúsum, „síðasta hæli Bólu-
Hjálmars“, fólkinu sem þar bjó og
aðstæðum þess. Lokaþátturinn er
um sérlundað fólk og skemmtilegt
sem í Teigakoti bjó í Tungusveit
upp úr aldamótum.
Efni af þessu tagi hefur orðið
ýmsum höfundum tilefni til eins-
konar heimildaskáldskapar þar sem
farið er nokkuð frjálslega með og
gerð tilhlaup til skáldlegra vanga-
veltna um persónur, ákvarðanir
þeirra og hlutskipti. Hannes Pét-
ursson fer mjög spart með skálda-
leyfin. Hann er nákvæmismaður í
meðferð staðreynda og vill hafa af
þeim sem mest not. Textarnir eru
svo bornir upp af vönduðum vinnu-
brögðum og prýðisgóðu málfari að
viðbættum dágóðum skilningi á
aldarfari.
Stundum veltir Hannes Péturs-
son því fyrir sér hvort það sé í raun-
inni ómaksins vert að skrifa þætti af
þessu tagi. Þegar hann ætlar sér að
draga saman á einn stað það
fróðleikssmælki sem til er um
Brekkuhús segir hann: „Slíkt hefur
að vísu lítið almennt gildi og á sér
vart aðra réttlætingu en þá, að þar
undir þaki tók Hjálmar skáld síð-
ustu andvörpin og hóf Brekkuhús
um leið til nafnfrægðar“. Þetta er
greinargerð fyrir takmörkunum
þáttagerðar af þessu tagi sem sjálf-
sagt er að fallast á: hafirðu áhuga á
tilefni þáttanna og sé samvisku-
samlega unnið þá mega allir vel
við una. En „almennt gildi“ þeirra
getur svo verið í minna lagi.
ÁB
Hver var Einar
Benediktsson?
Seld Norðurljós.
Björn Th. Björnsson
ræðir við fjórtán fornvini
Einars Benediktssonar.
Mál og menning
1982.
Björn Th. Björnsson segir svo
frá í formála, að viðtöl þau sem í
bókirmi birtast hafi verið tekin í
sambandi við útvarpsdagskrá um
Einar Benediktsson á aldarafmæli
hans 1964. Þá hafi og verið ákveðið
að geyma viðtölin og birta þau síð-
an í fyllingu tímans meðal annars
vegna þess hve opinská þau væru
um „bresti og auðnuleysi þessa
stórbrotna manns".
Björn segir ennfremur, að þegar
hann vann að gerð dagskrárinnar
hefði hann haft áhuga á að fylla í
eyður þær sem hann fann í rituðu
efni um ævi skáldsins. Hann hafi
haft áhuga á umbrotatímunum
miklu í London, Kaupmannahafn-
arárunum, auðnuleysi skáldsins
rétt fyrir 1930, ævikvöldinu í Her-
dísarvík, Títanfélaginu og fleiru.
Bókin ber því vitni sem menn
ættu vel að muna, að Björn Th. er
ágætur til slíkra verka, hann spyr
vel og skynsamlega. Sá sem þessar
línur skrifar er ekki svo fróður um
það sem skrifað hefur verið um
Einar Benediktsson, að hann viti í
hverjum mæli Birni hefur með
samtölunum tekist að fylla í eyður.
En það þykir lítt fróðum líklegt, að
hafi tekist í vissum greinum: til
dæmis að taka skal nefnt viðtal við
Ragnar Jónsson um uppgjör foss-
afélagsins Títans, sem bendir til
þess að spekúlasjónir Einars hafi
verið miklu raunsærri en margar
þjóðsögur segja. í annan stað er
mjög fróðlegt að lesa viðtalið við
Sigfús Blöndahl, sem lýsir Einari af
mikilli aðdáum en dregur í raun
ekki fjöður yfir það að skáldið
greip á stundum til afar hæpinna
ráða í hinni listrænu sláttumennsku
sinni. Þar má til dæmis taka, að
Einar vill fá generalkonsúl íslands í
Höfn til að gefa út vottorð um að
nóg væri af kvarzi í Miðdal og borg-
aði sig að hefja þar námuvinnslu.
Það er líka mjög fróðlegt að heyra
af tengslum Einars Benediktssonar
við Christian Science: það var svo
sannarlega hreyfing fyrir fortölu-
meistara einsog Einar, en þessi am-
rískættaði flokkur setur einmitt
traust sitt á að einstaklingurinn geti
af eigin hugarstyrk heilbrigður orð-
ið og læknað aðra. Og er kannski
ekki ýkja stórt stökk frá slíkum
kraftaverkum til kraftaverka
auðsöfnunar mikillar og skjótrar.
Segir Sigfús að Einar hafi fengið
ótrúlega mikið af fjármálasam-
Einar Benediktsson
böndum um Christian Science.
I bókinni er einnig að finn
miklu dauflegri viðtöl. Samferða
menn Einars virðast sumir hverji
hafa dáleiðst af honum gjörsam
lega og rann sú hrifningarvíma ekk
af þeim síðan. Svo mikið er víst, ai
þeir sýnast ekki kunna neitt sér
staklega vel við sig í „opinskáu
tali. Þeir eru á bandi goðsagnarinn-
ar alfarið.
Sá kostur hefur verið valinn að
birta viðtölin í heild, og því er óum-
flýjanlega um ákveðnar endur-
tekningar að ræða í bókinni. En
hafi menn á annað borð áhuga á
efninu má búast við að þeir fyrir-
gefi auðveldlega þann ágalla. Og
það mætti haglega bæta við það
sem að framan segir alllöngum lista
yfir fróðlega hluti sem fram koma í
bókinni. Til dæmis að taka lýsingu
Oscars Clausen á því hvernig Einar
og aðrir áhugamenn um stækkun
íslenska heimsveldisins átu Græn-
land í líki mikillar tertu tilað efla
með sér landvinningaþrótt! Þá er
viðtalið við Gunnfríði Jónsdóttur
mikil freisting þeim sem hafa gam-
an af að lesa milli lína. Heimsókn
til frú Hlínar í Herdísarvík er einn-
ig mjög eftirminnileg og skaði að
hún varð ekki lengri En sá viðmæl-
andi sem kemst næst Einari Bene-
diktssyni, stórbrotnum manni á
forbrekkisgöngu, er Aðalbjörg
Sigurðardóttir. Hún er hefur til að
bera hreinskilni, skynsamlega
kurteisi og góðan hug bæði til
skáldsins og frú Hlínar.
Myndakostur er í bókinni mikill
og góður og er hún hinn virðuleg-
asti gripur.
ÁB