Þjóðviljinn - 11.12.1982, Síða 3
Helgin 11.-12. desember 1982 ÞJóÐVILJINN'—' SIÐA 3
William Heinesen
í SVÖRTU-
KÖTLUM
Sjötta bókin í safni
þessa mikla sagna-
meistara á íslensku er
sagan af nornakötlum
stríðsgróða og
Englandssiglinga í
Færeyjum og á íslandi.
Saga sem við eigum enn
eftir að skrá fyrir okkar
leyti. Eins og aðrar
sögur Heinesens í
þessu ritsafni er hún í
frábærri þýðingu
Þorgeirs Þorgeirssonar.
Edward Kennedy,
Mark Hatfield
STÖÐVUN
KJARNORKU-
VÍGBÚNAÐAR
Víðlesnasta bók hinnar
nýju friðarbaráttu.
Tómas Einarsson, Jón
Guðni Kristjánsson og
Þröstur Haraldsson
þýddu. Bókarauki eftir
Garðar Mýrdal sem
tengir bókarefnið ís-
lenskum aðstæðum.
Thomas Mann
FELIX KRULL
Játningar
glæframanns
Síðasta bók hins þýska
Nóbelshöfundar og að
margra dómi kórónan á
ritferli hans. Hann
bregður sér hér í líki
ungs ónytjungs sem
tekst afbragðsvel að
villa á sér heimildir
meðal borgaranna,
vegna þess hve hann
er fríður og aðlaðandi.
Kristján Árnason þýddi
og ritaði eftirmála um
höfundinn og verk hans.
Helgi Hálfdanarson
ERLEND LJÓÐ
FRÁ LIÐNUM
TÍMUM
Einstæð bók með öllum
ljóðaþýðingum þessa
frábæra þýðanda, að
undanskildum japönsk-
um og kínverskum
ljóðum sem nýlega
komu út á bók. Sum
ljóðanna hafa aldrei
birst á prenti áður.
Gabríel García Marquez
HUNDRAÐ ÁRA
EINSEMD
Meistaraverk Nóbels-
verðlaunahöfundarins
1982 — nú komin í nýrri
útgáfu í snjallri þýðingu
Guðbergs Bergssonar.
Ættarsaga Buendía-
fjölskyldunnar í heila
öld, „hugsjónir fjöl-
skyldunnar, afrek og
spaugilegir hættir, litrík
fíflalæti og sárgrætileg
flónska þeytist um
spjöld bókarinnar í
sögulegum harmleik
byltinga, bjargráða
kanans á bananavöllum
og syndaflóði
ástarinnar."
og menning
James Joyce
í DYFLINNI
James Joyce hefur lítið
verið kynntur íslend-
ingum enda ekki auð-
þýddur. Nú birtist
sagnasafnið Dubliners
í þýðingu Sigurðar A.
Magnússonar sem
einnig ritar formála.
Þetta eru listilega
gerðar smásögur um
fólk í hinni fornfrægu
höfuðborg írlands og
trúlega aðgengilegasta
bók höfundar.
Maj Sjöwall og
Per Wahlöö
LUKTAR DYR
Áttunda bókin í safninu
Skáldsaga um glæp
tekur fyrir sígilt og
heillandi verkefni lög-
reglusagna: morð fyrir
luktum dyrum. Til hliðar
fæst sagan við fjölmörg
bankarán og allt um
kring iðar hið fjöl-
skrúðuga mannlíf sem
gerir bækur þessar svo
sérstæðar meðal lög-
reglusagna. Ólafur
Jónsson þýddi.
David Attenborough
LÍFIÐ Á
JÖRÐINNI
Náttúrusöguþættir þeir
sem David Atten-
borough gerði á vegum
BBC undir nafninu
Lífið á jörðinni eru
meðal metnaðarfyllstu
og vinsælustu sjón-
varpsþátta allra tíma.
Úr efniviði þessara
þátta hefur nú verið
tekin saman stórfróðleg
bók, aðgengileg ungum
sem gömlum, prýdd 500
litmyndum sem gera
hana hreint augnayndi.
Þýðandi er Óskar
Ingimarsson.
Knut Hamsun
VIKTORÍA
Viktoría hefur lengi
verið ein þekktasta og
vinsælasta skáldsaga
Knuts Hamsun. Hún
kom fyrst út á íslensku
árið 1912 og var fyrsta
skáldsagan sem birtist
í snilldarþýðingu Jóns
Sigurðssonar frá
Kaldaðarnesi. Sagan
sýnir ást og auðmýk-
ingu, ástríður og sárs-
auka sem engum hafði
dottið í hug áður að
mætti lýsa með orðum.
Faith McNulty
RÚMIÐ
BRENNUR
Ekki skáldsaga í
venjulegum skilningi
heldur heimildasaga,
umskrifuð frásögn konu
sem grípur til örþrifa-
ráða eftir langvarandi
þjáningar í hjónabandi.
Elísabet Gunnarsdóttir
þýddi.
P. C. Jersild
BARNAEYJAN
Mögnuð skáldsaga um
11 ára dreng sem leggst
út í stórborginni Stokk-
hólmi í stað þess að fara
í sumarbúðir eins og
ætlast var til. Sagan er
stórskemmtileg og
fyndin, en lýsir líka vel
sársaukanum sem fylgir
því að verða fullorðinn
og hæfir því ekki síður
þroskuðum unglingum
en fullorðnum. Guðrún
Bachmann þýddi.