Þjóðviljinn - 11.12.1982, Side 6
6 StÐA — ÞJOÐVILJINN Helgin 11.-12. desember 1982
„Þeir segja á forlaginu
að þetta sé hörku-
spennandi ástarsaga”
Anton Helgi Jónsson: Söguhetjan í Vinur vors og blóma gefst upp á því að
ráða lífi sínu og þá eru það örlögin sem taka við. Ljósm.: Atli
Rithöfundurinn Anton Helgi
Jónsson og kötturinn hans tóku á
móti mér í anddyrinu á steinhúsi
vestur í bæ og mér var boðið að
setjast inn í eldhús og fá mér kaffi-
bolia. Tilefni heimsóknarinnar er
ný skáldsaga sem út er komin eftir
Anton Helga og heitir Vinur vors
og blóma. Pað er Iðunn sem gefur
út. Anton Helgi hefur áður gefið út
ljóðabækur en þetta er fyrsta
ianga skáldsagan sem kemur frá
honum. Ég ætla aðeins að fá að
forvitnast um þessa frumsmíð og
höfund hennar.
- Ég sé að undirtitill á bókar-
|kápu er Saga um ástir og örlög. Er
þetta hefðbundin ástarsaga eða
kannski kerlingarbókmenntir? Þú
fyrirgefur spurninguna.
- Það má segja að þessi undirtit-
í ill sé sóttur í keriingarbókmenntir
en sá er munurinn að þar eru orðin
merkingarlaus en í minni bók hafa
þau merkingu. Aðalsöguhetjan
ræður voðalega litlu um líf sitt.
Hann stjórnar því eiginlega ekki og
lendir í alls konar „krísum“.
A.m.k. gefst hann sjálfur upp á því
að ráða því og þá eru það örlögin
sem taka við.
- Hver er þessi söguhetja?
- Söguhetjan heitir Magnús
Magnússon og er líklega kynjaður
einhvers staðar austan úr sveitum
og sagan gerist á síðustu árum.
Annars heita flestir í sögunni
Magnús.
- Er þetta venjulegur eða óvenj-
ulegur maður?
- Mér hefur verið sagt að hann
eti verið nútímamaðurinn sjálfur.
bókinni set ég fram lykilspurn-
ingu. Hún er svona:
„Eins og aðrar manneskjur var
hann útaf fyrir sig, einangraður,
eyja í hafinu. Hann var eyja í haf-
inu og á þessari eyju bjó róbinson-
inn sem gáði daglega til skipa. Á
þessari éyju bjó róbínson og kvart-
aði ekki meðan eitthvað rak á fjör-
ur hans; þráði samband við um-
Viötal við
Anton Helga
Jónsson
rithöfund sem
sendir nú frá
sér sína fyrstu
skáldsögu
heiminn, beið djúpskreiðra orða af
hafi, beið og veifaði stundum þegar
tillitin sigldu hjá. Eyja í hafinu, já
eyj a í hafinu og róbinson átti bókað
far - þrátt fyrir allt“.
- Er þetta nýstárleg bók?
- Það er svo sem ekkert nýtt sem
ég er að fást við í henni. Það eina
sem er nýtt er að ég skuli vera að
fást við það, og eru gleðileg tíðindi
út af fyrir sig.
- Er Magnús Magnússon
kannski þú sjálfur?
- Skrásetjarinn heitir Anton
Helgi Jónsson og hann kemur inn í
söguna. Það kemur í ljós að hann
hefur heyrt hana frá fyrstu hendi.
Söguhetjan Magnús Magnússon,
hefur verið stýrimaður og síðan
verkstjóri við Höfnina en þá frá-
sögn má reyndar draga stórlega í
efa. Hann var kannski bara að
Ijúga.
- Hvaðan ert þú sjálfur?
- Ég fæddist í Hafnarfirði árið
1955 og ólst þar upp þar til ég var á
12. ári. Síðan hef ég að mestu leyti
verið í Reykjavík.
- Byrjaðirðu snemma við að fást
við skáldskap?
- Það er hagmælska í ættinni.
Þegar ég var að setja saman vísur
sem barn var sagt: „Þetta er eins og
hjá honum Þorsteini afa þínum“.
- Hver var hann?
- Uppflosnaður bóndi.
- Og svo hefurðu gefið þig al-
gjörlega að þessu?
- Já, þegar ég var 14-15 ára
gamall var þetta orðin ansi mikil
klikkun. Og það var aðallega ég
sjálfur sem tók mig svona hátíð-
lega.
- Þú ortir fyrst og fremst ljóð
framan af?
- Ég skrifaði líka prósa og það
hafa birst eftir mig nokkrar smá-
sögur. Eftir 1978 hef ég nær ein-
göngu gefið mig að prósa og ekkert
unnið annað. Ljóð getur maður ort
í frítímum, t.d. í strætisvagninum,
en það er miklu meiri viðvera við
að skrifa prósa. Á þessari bók byrj-
aði ég í janúar 1980 og ég vona að
hún sé einhvers konar útskrift hjá
mér, verði skóli til að komast. af
stað.
- Hvaða rithöfundur heldurðu
að hafi mótað þig mest?
- Ég veit að ekki. Ætli maður
verði ekki helst að nefna Guðberg.
- Hefurðu lagt stund á bók-
menntanám?
- Ekki nema af sjálfsdáðum,
undir leiðsögn vina og kunningja.
- Hvernig líst þér á skáldskapinn
núna?
- Ég veit ekki hvort ég les það
mikið að ég geti sagt um það. En
það er gleðilegt og gaman hversu
margir eru að skrifa.
- Ertu af hippakynslóðinni?
- Já, hún hefur haft áhrif á mig.
Ég er alinn upp við sjónvarp og
poppmúsik.
- Ertu að flytja einhvern boð-
skap með bókinni, eða er hún lýs-
ing eða bara skemmtun?
- Eg vona að hún sé allt þetta.
Einn vina minn sagði að hún fjall-
aði um „indentificeringu" karl-
mannsins. Það fer dálítill tími sögu-
hetjunnar í að leita sér að sjálfs-
mynd.
- Er þetta kannski karlrembu-
bók?
- Já líka, vonandi. Annars er ég
ekki rétti maðurinn til að úttala
mig um það.
- Hvað felst í titlinum: Vinur
vors og blóma?
- Maður segir þetta við þann
sem maður vill láta gera eitthvað
fyrir sig.
- Á það kannski við um
Magnús?
- Já. Og fyrir utan það finnst
mér þetta fallegt nafn á ástarsögu.
- Ér sagan mikil ástarsaga?
- Þeir segja á forlaginu að þetta
sé hörkuspennandi ástarsaga.
-GFr
rz----------7------------
I œvintýra-
leik meö
GylfaÆgis
Hljómplötuútgáfan Geimsteinn
hf. hefur nýlega sett á markaðinn
hljómplötuna í ævintýraleit með
Tuma Þumal og Jóa og bauna-
grasinu. Öll lög og allir textar eru
eftir Gylfa Ægisson og er þetta
þriðja plata Gylfa í þessum plötu-
flokki (áður hafa komið út Hans og
Gréta, Rauðhetta og Eldfærin)
Ýmsir þjóðkunnir skemmtikraft-
ar sjá um leik og söng á þessari
plötu, m.a. Þorhallur Sigurðsson
(Laddi), Magnús Ólafsson, Þórir
Baldursson, Hermann Gunnars-
son, Gylfi sjálfur o.fl. o.fl. Sögu-
menn eru Þorgeir Ástvaldsson og
Hermann Gunnarsson. Um útsetn-
ingar og hljóðfæraleik sáu Þórir
Baldursson og G. Rúnar Júlíusson.
Upptökur fóru fram í upptöku-
heimili Geimsteins hf. í Keflavík í
okt. 1982.
Stærðfræði-
handbókin
endurbætt
Út er komin aukin og endurbætt
útgáfa af Stærðfræðihandbókinni,
sem Árni Hólm hefur tekið saman
og samið. Meðal nýmæla í þessari
útgáfu er kafli um notkun vasat-
ölvu, margföldunartaflan er stór-
aukin og bætt er við nýjum
stærðfræðiþrautum.
Stærðfræðiformúlur eru stærstur
hluti bókarinnar, þar eru og kaflar
um notkun reiknistokka,töflur alls-
konar og leiðbeiningar um það
„hvernig á að reikna“.
Staðalútgáfan gefur út bókina,
sem ætluð er jafnt sérfræðingum,
nemendum sem almenningi.
\ú sknl öllu
irfrægðina
SuJ
Skáldsagíi eftir Jón Óttar Ragnarsson.
ýj&agan gerist^ á örlagastundu
ffævi bandarískrar óperusöngkonu
og vísindamanns sem hún er gift.
Hvað gerist í heimi þessa
metnaðarfulla fólks þegar öllu skal
fórnað fyrir eigin frama.... ?
(jdgofell
Veghúsastíg 5, Reykjavík.
Sími: 16837.