Þjóðviljinn - 11.12.1982, Síða 13

Þjóðviljinn - 11.12.1982, Síða 13
Helgin 11.-12. desember 1982, ÞJóÐVILJlNN — SiÐA 13 Nína Björk með nýja ljóðabók Hjá Máli og menningu er komin út fimmta ljóðabók Nínu Bjarkar Árnadóttur, Svartur hestur í myrkrinu. Bókin skiptist í tvo kaila: Með kórónu úr skýi og Fugl óttans. í forlagskynningu segir svo um bókina og höfund hennar: „Þegar með fyrstu ljóðabók sinni, Ung ljóð, 1965, komst Nína Björk Árnadóttir í röð efnilegustu ljóð- skálda og síðari verk hennar, bæði ljóð og leikrit hafa vissulega upp- fyllt fyrirheit þeirrar bókar. I þessari nýju bók er að finna bæði myrk ljóð um innri reynslu og opin ljóð um ytri atvik: veruleikinn er umskapaður í skáldskap - í eigin nafni og annarra“. Næturferð Jóns Óskars Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út nýja kvæðabók eftir Jón Óskar. Heitir hún Næturferð og er sjötta ljóðabók skáldsins. Á kápu bókarinnar segir svo um efni hennar: „Jón Óskar nefnir þessa nýju kvæðabók sína Nætur- ferð, en undirfyrirsögn hennar er Ljóð um frelsi. Fyrsti kafli heitir Náttfarabálkur og fjallar um þræl og ambátt Garðars Svavarssonar er verða fyrstu landnemarnir. Annar kafli heitir Frelsi og haf og hefur að geyma ljóðmyndir skáldsins frá uppvaxtarárum þess á Akranesi. Þriðji kafli heitir Horft í skuggsjá og gerist í höfuðstaðnum fyrr og nú. Fjórði kafli heitir Eins og tím- Leikjabókin hans Hemma Komin er út bókin „Allt í gamni með Hemma Gunn“. I bókinni eru getraunaleikir og gátur, útileikir og innileikir, eldspýtnaþrautir, töfra- og bellibrögð. Ennfremur mynd- gátur, völundarhús, heilabrot fyrir „spekinga“, málshættir í léttum dúr og gátur fyrir gamansama. Hermann Gunnarsson, íþrótta- fréttaritari safnaði og valdi efni bókarinnar, sem er 160 blaðsíður, prýdd 120 myndum og teikningum eftir Hörð Haraldsson kennara. Útgefandi er Setberg. Jón Óskar inn í dag og gijeinir frá hinni raun- verulegu nætúrferð sem fellir bók- ina í ramma, bílferð á næturþeli norður í land þar sem minningar og nútími fléttast. Undiralda allra ljóðanna er svo frelsisþráin, eðlis- Íæg og ásækin leit að óbrotnu og óháðu lífi“. HELO-SAUNA Höfum avallt fyrirliggjandi saunaofna og klefa á mjög hag- stæðu verði. Helo I stærð 162x205x201 cm. Innifalið í verði er klefi með ofni, bekkjum, lofti. grindum á gólfi, höfuðpúða, Ijósi og full eingangaður. Verð 24.000.- Helo III. Stærð 205x205x201 cm. Innifalið i verði sama og meö Helo 1. Verð kr. 27.500.- Stakir ofnar 4.5 kw ofn kr., 5.573.- 6,0 kw kw ofn kr. 5.793.- 7.5 kw ofn kr., 6.315,- BEIMCO, Bolholti 4, sími 21945 Blikkiðjan Asgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468 THOMSOIMO Kærkomin nýjung á Islandi: THOMSOINI myndbandatæki - litsjónvörp THDMSDN —TAKMARK HINNA VANDLÁTU thomson er eitt virtasta fyrirtæki heims á sviöi öreinda- ratsjár- og tölvustjórnunartækni. thoivisoim er fyrirtæki sem treyst er fyrir flóknum og hávísindalegum verkefnum þar sem engu má skeika í tæknilegri nákvæmni. thomson er fyrirtæki sem ávallt nýtir til fulls þá tækni sem best reynist hverju sinni og notar því VHS myndbandakerfi. Þaö er því ekki aö ástæöulausu aöthoivisoim sjónvörp og myndbandatæki hafa vakiö heimsathygli fyrir „tæknilega yfirburöi, fjölbreytni og fallega hönnun. mmm mmm

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.