Þjóðviljinn - 12.01.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.01.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 12. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Engin lög um ofbeldismyndir „Mál tengd vídeóvæðingunni hafa ekki komið inn á borð hjá okkur, önnur en hið svokallaða Vídeósón- mál, þar sem starfsemi þess fyrir- tækis þótti brjóta í bága við út- varpslögin. Engar rannsóknir á því sem vídeómarkaðurinn hefur uppá að bjóða hafa farið fram af okkar hálfu, né heldur höfum við fengið kærur vegna ólöglegra spólna inná borð. Ef við fáum kærur vegna dreifingar á klámi, þá ber okkur að rannsaka það. Um það eru skýr ákvæði í 210. grein hegningarlag- anna. Hinsvegar eru engin lög sem ná yfir ofbeldismyndir,“ sagði Arn- ar Guðmundsson deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í sam- tali við Þjóðviljann. Arnar kvaðst ekki hafa fengið neinar kvartanir vegna þeirrar til- teknu spólu sem sagt er frá hér í blaðinu. Hann kvaðst hinsvegar hafa fylgst með umfjöllun um spól- ur af þessu tagi í sjónvarpi og blöðum. -hól. Leiðrétting: Þrátt fyrir en ekki vegna... í samtali við Ragnar Arnalds fjármálaráðherra í Þjóðviljanum í gær, varð blaðamanni á meinleg villa. Haft var eftir Ragnari að meginskýringin á hinni hagstæðu greiðslustöðu ríkissjóðs um sl. áramót væri sú að sjóður- inn hefði greitt meira niður af lánum en sem nam lántökum á sl. ári. Það er alveg rétt að ríkissjóður greiddi mun meira niður af lánum á sl. ári en sem nemur nýjum lántökum, en síðan eru höfð endaskipti á hlut- unum. Fjármálaráðherra tók auðvitað fram að þrátt fyrir hinar miklu greiðslur lána væri greiðslustaðan viðunandi um áramótin, en alls ekki vegna þeirrar staðreyndar. Blaðamaður biðst afsökunar. -v. Leiðrétting áættfræði í ættfræðiþætti í Sunnudagsblaði var sagt að Páll Jónsson, sonur Jó- hönnu Pálsdóttur, væri giftur Ingibjörgu Eyþórsdóttur. Þau er hins vegar skilin fyrir þremur árum. Heimildin sem farið var eftir, Frændgarður, var röng að þessu leyti. Á morgun, fimmtudaginn 13. janúar, verður Hannibal Valdimarsson, fyrrum forseti Alþýðusambands íslands, áttræður. í tilefni þess hefur Alþýðusamband Islands haft forgöngu um útgáfu bókar með efni eftir Hannibal sem hann hefur valið sjálfur og búið til prentunar. Ólafur Björnsson prófessor ritar inngang og Ásmundur Stefáns- son forseti ASI formála. ÁSKRIFTARKJÖR Bókin mun aðeins fást i áskrift og verður verð hennar með söluskatti kr. 494,00. Meðfylgjandi er áskriftarmiöi sem væntanlegir kaupendur eru beðnir að fylla út og senda til Alþýðusambands Islands fyrir 15. marz nk. í pósthólf 5076 Reykjavík. TABULA GRATULATORIA (HEILLAÓSKASKRÁ) Nöfn áskrifenda verða skráð fremst í bókina í sérstaka heillaóskaskrá, TABULA GRATULATORIA, og því er nauðsynlegt að þeir sem vilja gerast áskrifendur og fá nöfn sín skráð geri það sem allra fyrst. | I j I I ASKRIFTARMIÐI Ég undirrit.... óska hér með eftir að fá senda í póstkröfu samkvæmt tilboði Alþýðusambands Islands bók þá er það hefur haft forgöngu um að gefin verði út i tilefni áttræðisafmælis Hannibals Valdimarssonar: (NAFN) (HEIMILISFANG OG PÓSTNÚMER) EINTAK/EINTÖK Ef þér óskið eftir fleiru en einu eintaki, þá vinsamlegast setjið viðeigandi tölu ofan viö orðin EINTAK/ EINTÖK. f.h. Alþýðusambands Islands Ásmundur Stefánsson, forseti Blaðamaður Þjóðviljans horfði á kvikmyndina Cannibal Holocaust: / Ohugnaður Kvikmyndin Cannibal Holocaust er ekki beint mann- bætandi. Losti, óhugnaður og höfðun til lægstu hvata mannanna er það sem eftir stendur, þó að hún sé færð í búning einhvers konar leiðangurs inn í frumskóga Suður-Ameríku. Blaðamanni Þjóðviljans gafst kostur á að sjá þessa mynd í gær en hún hefur verið gerð upptækr í Noregi og Svíþjóð, en grunur leikur á að raunverulegt morð sé framið í henni. Leiðangur hvítra manna fer inn í frumskóga Suður- Ameríku og kemst þar í tæri við indjána sem nota eiturörvar og éta mannakjöt. Er óspart sýnt manndráp með tilheyrandi kynfýsnum og mannakjötsáti á eftir. Inn í þetta er fléttað nauðgunum, öðrum samfarasen- um, dýrablóti, snákum, krókudílum og risaköngulóm. Til þess að réttlæta gerð myndarinnar er hún færð í þann búning að opinber nefnd sé að skoða kvikmyndir af frumskógaleiðangrinum og er uinræðum blandað inn í. Eru allir í nefndinni að sjálfsögðu ákaflega hneykslaðir á því sem þeir sjá. Eins og fleiri myndir af þessari gerð er hún tilbreyt- ingalítil og kostar þolinmæði að horfa á hana til enda. Ekki er þó að efa að hún festi börnin við skerminn. Senan þar sem fullyrt hefur verið að indjánakonan sé í raun og veru myrt er þannig að indjáni kemur að landi og dregur konu upp úr fljótsleðjuna. Hún er bundin á fótum og í leðjunni nauðgar hann henni. Síðan treður hann leir upp í kynfæri hennar og lemur síðan stein hvað eftir annað í höfuð hennar þar til hún hreyfir sig ekki lengur. Að þessu búnu setur hann líkið um borð í bátinn á ný og ýtir honum frá landi. Svona hroðamyndir eru að sjálfsögðu mannskemm- andi og ættu yfirvöld a.m.k. að vernda börn gegn þeim. þeim. -GFr Hinn frjálsi vídeómarkaður: Hér er myndrammi úr filmunni „Cannibal Holocaust", sem sýnir aðdrag- anann að morðinu sem fullyrt er að sé raunverulegt. Myndin var tekin er blm. skoðaði óhugnaðinn í gær. Ljósm. aa. hHHI BOÐSBRÉF

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.