Þjóðviljinn - 12.01.1983, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN, Miðvikudagur 12. janúar 1983
MOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóöfrelsis
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
'Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús
H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson.
Iþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóitir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
'Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Frentun: Blaðaprent h.f.
Fyrst Davíð svo Geir?
•Hvernig litist mönnum á flokk, sem kæmi fram í kosning-
um með þá kröfu efst á sinni stefnuskrá að hækka skatta á
lágtekjufólkinu í landinu svo hægt sé að Iækka skattana að
sama skapi á stóreignamönnum með háar tekjur?
• Halda menn ekki að slíkur flokkur myndi sópa að sér
atkvæðum, og þá máske fyrst og fremst aðkvæðum lágtekj-
ufólksins?
• Sjálfstæðisflokkurinn vann drjúgan sigur í borgarstjórn-
arkosningum í Reykjavík í vor með Davíð Oddsson í fyrsta
sæti. Flokkurinn boðaði að vísu ekki opinskátt fyrir kosning-
ar þá stefnu, sem lýst var hér að ofan, en við afgreiðslu fyrstu
fjárhagsáætlunar Davíðs Oddssonar og félaga hans í borgar-
stjórn Reykjavíkur þá er einmitt þessi stefna tekin upp með
óvenjulega grófum og harkalegum hætti.
• Davíð Oddsson lætur lækka fasteignagjöldin um 20 milj-
ónir króna og færir þannig hverjum þeim, sem á stórt einbýl-
ishús í borginni, um 2000,- krónur og þaðan af meira úr
borgarsjóði, - og mest fá þeir sem mestar eiga eignirnar.
• Þessi sami Davíð Oddsson hækkar hins vegar strætis-
vagnafargjöldin um nær 50%. Þannig tekur hann liðlega
4000,- krónur á ári af sérhverjum þeim hjónum, sem nota
þurfa strætisvagn einu sinni á dag, fram og til baka fimm
daga vikunnar. Þessa peninga tekur Davíð nær alla í borgar-
sjóð til að hygla stóreignamönnum. En til að breiða yfir
skömmina, þá borgar hann fjölskyldunni sem býr í blokkarí-
búð og notar strætisvagnana samt 5 - 700 krónur til baka.
Yfir 3000,- krónur frá sérhverri slíkri fjölskyldu, eru hins
vegar færðar beint til stóreignamanna.
• Svona er skömmtunarkerfi Sjálfstæðisflokksins.
• Og Davíð Oddsson stóð ekki einn að þessu verki. Allir 12
borgarfulltrúar íhaldsins réttu glaðir upp hendurnar fyrir
misréttishugsjón Sjálfstæðisflokksins. Líka Albert Guð-
mundsson, sem stundum heyrist hvíslað að sé sérstakur gæsl-
umaður hagsmuna hinna lakast settu! Verkin sína merkin.
• Verðlagsstofnun telur 50% hækkun strætisvagnafar-
gjaldanna lögleysu og hefur krafist lögbanns. Úrskurður í
því máli verður ekki felldur fyrr en í næstu viku. Á hvorn
veginn sem sá úrskurður fellur þá stendur athæfi Davíðs
Oddssonar og félaga sem lýsandi dæmi um valdhroka og
ósvífni þeirra misréttispostula, sem telja það vera sitt pólit-
íska hlutverk að gera fátæka fátækari en þá ríku ríkari. í
málsvörn talsmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir fjárflutninga
borgarstjórnaríhaldsins, heitir hækkun strætisvagnafar-
gjaldanna um 50% „valddreifing“! Með því að hækka strætis-
vagnafargjöldin úr öllu hófi segjast þeir vera að berjast
gegn „miðstýringu"! Fetta er m.a. boðskapur Ellerts
Schram, þingmannsefnis Sjálfstæðisflokksins í síðdegis-
blaðinu í fyrradag. Aumari ogfráleitari málsvörn getur vart.
-Eða væri það til marks um valddreifingu, ef gróðalögmálið
eitt ætti að skera úr um þjónustu við þegnana á öllum svið-
um? Slíkt væri ekki valddreifing heldur valdníðsla.
• Það þekkist hvergi í nálægum löndum, að rekstri almenn-
ingsvagna sé gert að „bera sig“, enda þótt Morgunblaðið státi
í gær af einum breskum dómara (líklega frá 17. öld), sem
sagður er hafa kveðið upp þann dómsúrskurð að svo skyldi
vera. I tímaritinu Skipulagsmál í höfuðborgarsvæðinu, 2.
hefti 1982 er birt fróðleg skrá um fargjaldatekjur sem hlutfall
af rekstrarkostnaði almenningsvagna í 19 borgum Evrópu
árin 1971 og 1979. Þar kemur í Ijós, að þetta hlutfall var að
jafnaði 53% á árinu 1979 og hafði alls staðar farið lækkandi
frá 1971. Lægst var þetta hlutfall 28% í Rotterdam en hæst
76% í Glasgow. í Reykjavík námu fargjaldatekjurnar 61%
af rekstrarkostnaði árið 1979 og svipað var þetta á síðasta
ári.
• Fái 50% hækkun Davíðs Oddssonar hins vegar að standa,
þá fara fargjaldatekjurnar hér upp í 78% af rekstrarkostn-
aði, og verða þannig hærri en í nokkurri þeirra 19 borga í
Evrópu, sem umrædd skrá nær til.
klippt
Sigurvegararnir í Hamborg, von Donanayi frá Sósíaldemókrötum og
Ebermann frá „grænum va!kostamönnum“.
Kosnihgarnar
í Hamborg
í Vestur-Þýskalandi velta frétt-
askýrendur mikið nú vöngum yfir
úrslitum kosninganna í Hamborg
í desember en þar unnu sósíal-'
demókratar mikinn sigur.
Reyndar hefur Hamborg verið
kölluð „höfuðborg sósíalismans"
(August Bebel) í Pýskalandi.
Kratarnir töpuðu meirihlutanum
í kosningum sl. sumar en endur-
heimtu hann nú í desember. Fékk
flokkurinn 51.3% atkvæða en
hafði 42.7% áður.
Kristilegir demókratar,
flokkur Kohls kanslara, tapaði
4.6%, fékk 38.6% atkvæða og
hinn stjórnarflokkurinn, Frjálsir
demókratar, fékk einungis 2.9%
atkvæða. Græningjarnir sém
staðið hafa í árangurslausum
viðræðum við krata frá því í
sumarkosningunum fengu 6.8%
atkvæða. Þetta er í fyrsta skipti
sem Græningjarnir eru endur-
kosnir á fulltrúaþing í V-
Pýskalandi.
Hvaða áhrif
hafa úrslitin?
Kristilegir demókratar eru í
flokkasambandi við Kristilega
■ sósíal bandalagið, flokk Frans
Jósefs Strauss í Bæjaralandi. Þetta
bandalag hefur nú tekið upp
stjórnarsamstarf við Frjálsa dem-
ókrata sem hafa orðið fyrir ótrú-
legum skakkaföllum á skömmum
tíma í kosningum í Vestur-
Þýskalandi á undanförnum miss-
erum.
Kosningar fyrir Sambands-
lýðveldið allt verða í mars næst-
komandi og þykir næsta lfklegt að
Frjálsir demókratar detti einfald-
Iega út af þinginu. Margjr framá-
manna og félaga í þeim flokki
hafa gengið til liðs við Sósíaldem-
ókrataflokkinn vegna óánægju
með myndun hægri stjórnarinnar
og stjórnarslitin við Sósíaldem-
ókrata.
Eftir kosningarnar í Hamborg
þykir fréttaskýrendum sem
veður hafi nú snúist mjög í lofti.
Kratar hafa verið á undanhaldi,
en virðast nú vera að sækja í sig
veðrið á ný.
Frans Jósef Strauss kennir
Frjálsum demókrötum um ófarir
kristilegra í kosningum í Ham-
borg og sagt er að hann reikni ineð
því að styrkja stöðu sína innan
kristilega flokkbandalagsins ver-
ulega með næstu kosningum.
Vinni kristilegir hreinan meiri-
hluta, yrði hann varakanslari og
utanríkisráðherra í slíkri stjórn
og hefði þau völd sem hann hefur
stefnt að segir Spiegel.
Breytingar hjá
Sósíaldemó-
krötum
Atburðarásin í V-Þýskalandi
hefur hins vegar orðið á þann veg
að Sósíaldemókratar hafa breytt
nokkuð áróðri sínum og þá sér-
staklega gagnvart Græningjun-
um. Aður þóttu þeir ekki koma
til greina sem samstarfsaðilar
nokkurs staðar en nú hefur
reyndin orðið önnur. Samtímis
virðast viðhorf af því tagi sem
„vaikostamenn" einsog Græningj-
arnir eru gjarnan kallaðir sótt á
meðal Sósíaldemókrata. Ef fer
sem horfir, að Græningjarnir
komist inn á Sambandsþingið í
Bonn, þá eru þeir meir en hugs-
anlegir samstarfsaðilar Sósíal-
demókratar. V-þýskir kjósendur
geta tæpast átt von á því að
Frjálsir demókratar komist inn á
þingið og því er kosið um kristi-
lega flokkabandalagið þeirra
Kohls og Strauss annars vegar
eða Sósíaldemókrata og Græn-
ingja hins vegar.
Leiftursókn
hafnað
Úrslitin í Hamborg eru einnig
túlkuð sem viðbrögð við aðför
nýju ríkisstjórnarinnar að félags-
legum réttindum, sem mjög hafa
verið skert þar sem annars staðar
sem hægri stjórnir sitja á valda-
stólum. Sagt er að kjósendur
kunni ekki að meta þann niður-
skurð sem fylgt hefur hægri
stjórninni og því sé ekki ólíklegt
að vænta megi snöggra breytinga
á fylgi flokkanna við kosningarn-
ar í mars.
-óg.!
A móti
framsóknar-
mönnum
Jónas Guðmundsson skrifar
grein í síðdegisblaðið í fyrradag
með þessum varnaðarorðum:
„Þessi grein og aðrar sem birtast
kunna eftir mig í DV, eru ekki
ætlaðar framsóknarmönnum.
Höfundur“. Hverju sætir það, að
maður sem hefur jafn mikinn
áhuga á sauðkindinni og flugmál-
um skuli vera að skattyrðast svo
út í framsóknarmenn?
Höfundurinn er einn. þeirra
happadrátta síðdegisblaðsins,
sem hefur komið auga á samsærið
rnikla: „Flest gekk með venju-
legum hætti, að ég hygg um
þessi áramót. Stalínverðlaun út-
varpsins til rithöfunda voru af-
hent með venjulegum hætti í
skorið
miðaldamyrkrinu á Þjóðminja-
safninu, innan uni aðra ryðgaða
muni og fúin bein. Núna var það
Nína Björk, sem varð að vera
aldeilis hlessa í þessu peningaspili
Alþýðubandalagsins." Nú dettur
engum í hug að jafn ómerkilegar
kenndir og öfund knúi höfundinn
til þessara orða. Hitt er svo annað
mál, hvort ekki sé kominn tími til
að verðlauna Jónas fyrir skrif um
Stalín og aðra framsóknarmenn -
og tylla honum á bekk með Ind-
riða G. Þorsteinssyni í heiðurs-
launaflokk á alþingi?
Vinsœldakosn-
ing hjáframsókn
Vinsældakosning hjá framsókn
um sl. helgi þarsem Ólafur Jó-
hannesson fékk 207 atkvæði til
fyrsta sætis á framboðslista
flokksins við næstu alþingiskosn-
ingar, vakti upp minningar gam-
als nemanda á Laugarvatni um
aðra vinsældakönnun.
Kennari spurði nemendur
hvaða einn maður tæki öðrum
fram í mannkynssögunni. Niður-
staða könnunarinnar var sú að
Jónas frá Hriflu fékk 49 atkvæði
en Jesús Kristur fékk 1.
-óg.
k.