Þjóðviljinn - 12.01.1983, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. janúar 1983
Fögur bók
og nytsöm
í öllu því mikla bókaflóði,
sem út kom nú fyrir jólin, var
að sjálfsögðu að finna ýmsar at-
hyglisverðar bækur, - annað
hvort væri nú líka.
Meðal þeirra bóka, sem á mínar
, fjörur rak, hefur ein algjöra sér-
stöðu um efni og útlit. Það er bókin
„Húsdýrin okkar“ eftir þá Stefán
Aðalsteinsson og Kristján Inga
Einarsson. Hefur Stefán samið
lesmálið en Kristján Ingi tekið
myndirnar sem eru allar í lit - og
séð um uppsetninguna. Bóka-
útgáfan Bjallan,-vönd aðvirðingu
sinni sem ætíð áður, gefur bókina
út.
Ef undirritaður man rétt þá gaf
Bjallan í fyrra út bókina Sauðkind-
in, eftir þá félaga,Stefán og Krist-
ján Inga. Er þessi bók einskonar
framhald af henni og sömu gerðar
um efni og frágang. Sauðkindin
skipar einnig sitt rúm í þessari bók
en auk þess eru þar kaflar um
kúna, geitina, svínið, hestinn,
hundinn, köttinn og hænsnin. Aft-
ast í bókinni er atriðisorðaskrá og
gefur það henni enn aukið gildi.
Sú var tíðin að flest börn á ís-
landi höfðu kynni af húsdýrunum
okkar og áttu meðal þeirra bæði
félaga og vini. Nú er sá tími liðinn
oger verrfarið. Yfirgnæfandi meiri
hluti íslenskra barna elst upp í þétt-
býlinu og fæst þeirra eiga kost á
sumardvöl í sveit því vegna mann-
fæðar á sveitaheimilum er erfiðara
um vik að veita börnum viðtöku en
áður. Kynni þeirra af húsdýrum
verða því lítil sem engin nema helst
hestinum. Hestum hefur farið stór-
fjölgandi í þéttbýlinu undanfarin ár
og notkun þeirra orðið síalmennari
til óblandinnar gleði fyrir yngstu
kynslóðina ekki síður en hina eldri.
Og þannig er það yfirleitt að börn,
sem kynnast húsdýrunum, taka
ástfóstri við þessa félaga okkar,
sem þolað hafa með okkur súrt og
sætt í þessu landi í 1100 ár.
Stefán Aðalsteinsson kann vel
að skrifa fyrir börn. Texti hans er
láflaus og einfaldur en svo skýr að
hverju barni er auðskilinn. Þar er
allt tekið fram um hverja dýrateg-
und, sem mestu máli skiptir.
Góður félagsskapur
Myndir Kristjáns Inga eru
hreinustu gersemar. Eftir lestur
bókarinnar og skoðun myndanna
þekkir hvert barn þessi dýr svo vel
sem unnt er án beinnar umgengni
við þau. Og þau kynni eru hverju
barni holl.
Þegar undirritaður var í barna-'
skóla var þar kennt fag, sem nefn-
dist dýrafræði. Kennslubækurnar
vöru samdar af Jónasi Jónssyni.
Hann hafði lag á að fjalla þannig
um þessi fræði, að þau voru hreinn
skemmtilestur, sem börnin blátt
áfram svelgdu í sig. Ekki veit ég
hvernig háttað er dýrafræði-
kennslu í barnaskólum nú. Sjálf-
sagt hefur hún tekið miklum
breytingum frá því sem áður var
og vel má vera að kennslubækur
Jónasar þyki ekki lengur heppi-
legar. En einhver hlýtur sú kennsla
þó að vera. Og þá hygg ég að vand-
fundin sé bók, sem betur henti til
þess að fræða börn um húsdýr okk-
ar íslendinga en bækur þeirra Stef-
áns Aðalsteinssonar og Kristjáns
Inga.
- mhg
sjónarhorn
„Ég œtla að láta þessumfélögum mín-
umþað eftir að sýna mérframá hver
\ munurinn er áframferði sovéska hern-
f ámsliðsin í Afganistan ogþess banda-
ríska í Víetnam“
Hvers vegna
þegjum við?
Milli jóla og nýárs voru liðin
þrjú ár frá því Rauði herinn hélt
inn fyrir Iandamæri Afganistan
og hóf að mala undir sig það land
allt og íbúa þess. Á þessum þrem-
ur árum hefur Sovétmönnum
tekist að festa sig upp í háls í
stríðsfeninu. Sovéskir hermenn
eru taldir losa 100 þúsund í Af-
ganistan og þeim mun hafa fjölg-
að um 20 þúsund á nýliðnu ári.
Það er dapurlegt fyrir gamla
andófsmenn úr Víetnamstríðinu
að lesa fréttir af stríðsrekstri So-
vétmanna í Afganistan. Það er
eins og sagan sé að endurtaka sig
með öfugum formerkjum. Hryll-
ingurinn er sá sami, réttlætingar
Sovétmanna þær sömu og Banda-
ríkin beittu á sínum tíma nokkru
austar.
Nú segja eflaust einhverjir fé-
laga minna á vinstrikantinum :
„Nei, heyrðu góði, vertu ekki að
skemmta skrattanum. Láttu ekki
eins og þú hafir aldrei litið í
„Heimsvaldastefnuna" eftir Len-
ín.“ Ég ætla að láta þessum fé-
lögum mínum það eftir að sýna
mér fram á hver munurinn er á
framferði sovéska hernáms-
liásins í Afganistan og banda-
ríska hernámsliðsins í Suður-
Víetnam.
Fiskur í vatni
Eftir því sem á þetta stríð í Af-
ganistan hefur liðið og fréttir af
gangi mála orðið skýrari hefur
samlíkingin við Víetnam orðið
nærtækari. Bein hernaðarleg af-
skipti Sovétríkjanna hófust með
hefðbundnum hætti nýlendu-
velda og heimsvaldaríkja: sá sem
sát við völd var ekki lengur nógu
auðsveipur og galt þess með lífi
sínu.
Raunar höfðu valdhafar í Af-
ganistan þegar tekið að hagnýta
sér aðferðir sem Bandaríkja-
menn fullkomnuðu í Víetnam
áður en Rauði herinn marséraði
inn yfir landamærin. Þegar
bændafólk andæfði gegn „land-
búnaðarumbótum“ skriffinn-
anna í Kabúl var því svarað með
napalmsprengjum, leiðtogar þess
voru líflátnir og akrar brenndir.
Svo kom Rauði herinn og
fjórðungur þjóðarinnar „greiddi
atkvæði með fótunum", þe. flúði
land. Aðrir gripu til vopna og
hófu andspyrnu gegn sovéska
innrásarliðinu. „Framvörður
verkalýðsins“ stóð skyndilega
andspænis þess konar hernaði
sem róttækar alþýðuhreyfingar
höfðu tekið upp í Kína, á Kúbu
ogíVíetnam: skæruhernaðinum.
Einn helsti herfræðingur skær-
uhernaðarins, Maó formaður í
Kína, lét eitt sinn svo um mælt að
skæruliðar væru „eins og fiskur í
vatni“. Ef illa gengur að veiða
fiskinn er hægt að eitra vatnið eða
þurrka það upp. Þetta reyndu
Bandaríkjamenn í Víetnam og
allir vita hver árangurinn varð.
Lík og liðhlaupar
Nema Sovétmenn, að því er
ætla mætti. Því þeir beita ná-
kvæmlega sömu aðferðum í Af-
ganistan og bandarískir hermenn
í Víetnam. Þar sem þeir gruna
skæruliða um að dyljast eru heilu
þorpin brennd og fólkið ýmist
rekið á brott eða drepið, oft á
hroðalegasta hátt. Heilu þorpin
eru jöfnuð við jörðu í loftárásum,
akrar brenndir og uppskera eyði-
lögð.
Franskur læknir sem dvaldi
lengi í Afganistan hefur skýrt frá
því að áveitur, mjólkurbú og
kornforðabúr séu kerfisbundið
sprengd í loft upp í þeim tilgangi
að fá mannfólkið til að makka
rétt. Alþýðan fer á vonarvöl, mat-
vælaástandið er geigvænlegt og
svo enn sé vitnað í þennan
franska lækni þá eru þjóðvegir
landsins víða varðaðir líkum
barna sem látist hafa úr hungri
eða kulda.
Efnahagsástandið er ömurlegt.
Verbólgan er yfir 200% og mat-
vælaframleiðslan nemur innan
við helmingi þess sem hún var ár-
ið 1978. Mörg héruð Afganistan
voru miklar matarkistur fyrir inn-
rás. Nú er eitt frjósamasta hér-
aðið í algerri auðn.
Allt minnir þetta á ástandið I
Suður-Víetnam á árunum upp úr
1970, Sömuleiðis þær fréttir sem
berast af ástandinu innan sovéska
hernámsliðsins. Eins og banda-
rískir hermenn á sínum tíma í
Víetnam eru sovéskir hermenn
sagðir vera á kafi í dópinu, liðs-
andinn er enginn og liðhlaup al-
gengt. Sovéskur flóttamaður hef-
ur sagt frá því að honum hafi svo
sem verið sama þótt maturinn
hafi verið lítill og lélegur og her-
búðirnar óvistlegar. Það sem olli
því að hann tók til fótanna „á
nærbuxunum“ var að hann þoldi
ekki þá smán og dagiegu niður-
lægingu sem honum var gert að
þola af hálfu eldri hermanna og
yfirmanna.
Allt ber þetta að sama brunni.
Sovétmenn virðast gersneyddir
hæfileikanum að læra af þeim mis-
tökum sem aðrir gera. Þeim ham-
ast við að endurtaka allt það sem
Bandaríkjamenn fengu að reyna
að var vita tilgangslaust. Eina
leiðin til að beygja þjóð til algerr-
ar undirgefni er að útrýma henni.
Klofín andstaða
Á tveimur sviðum geta Sovét-
menn þó hrósað happi. Annað er
að andstaðan gegn þeim er
margklofin, andspyrnuöflin hafa
ekki megnað að leggja niður inn-
byrðis deilur og sameinast í bar-
áttunni gegn innrásarliðinu.
Hitt er að andstaðan hér á
Vesturlöndum er öll í skötulíki.
Bandaríkjastjórn hamast og rétt-
lætir ýmsar vafasamar aðferðir
með tilvísun til Afganistan, td. að
sýna tregðu í afvopnunarviðræð-
um og koma fyrir meðaldrægum
kjarnorkueldflaugum í Evrópu.
{ þeim kór má líka heyra hjá-
róma raddir Morgunblaðsins og
íhaldsstúdenta. En hver getur
tekið mark á þeim meðan þeir
þegja sem fastast um óhæfuverk
Bandaríkjanna í Mið- og Suður-
Ameríku? Hvað ætli Morgun-
blaðið hafi eytt mörgum dálk-
sentimetrum í að greina frá
liðssafnaði bandarískra málaliða
á landamærum Hondúras og Nic-
aragua?
Nei, það skyldi enginn halda
að áhugi Reagans og hans nóta á
Afganistan sé sprottinn af um-
hyggju fyrir afganskri alþýðu. En
hvar er sú volduga hreyfing sem
átti ósmáan þátt í að gera banda-
ríska hernum ólíft í Víetnam? Af
hverju þegir hún þunnu hljóði
um Áfganistan?
Fylkingin var einn áf buröar- •
ásum andófsins gegn Víetnam-
stríðinu hér á landi. Þegar innrás-
in í Afganistan var um garð geng-
in lýsti Fylkingin því yfir að hún
hefði verið röng, en fyrst Sovét-
menn ösnuðust út í hana væri rétt
að þeir sætu sem fastast! Að vísu
var þessi stefna umdeild og lengi
vel tvístigu samtökin. Það var
ekki fyrr en á síðasta hausti sem
andstaða gegn veru Rauða hers-
ins í Afganistan varð að opinberri
stefnu Fylkingarinnar.
Alþýðubandalagið sýndi Af-
ganistan lengst af tómlæti. Það
var fyrst núna í haust sem virki-
lega var fast að orði kveðið um
framferði Sovétríkjanna í sam-
þykktum flokksins. Ekki hefur
flokkurinn gert mikið að því að
fylgja fordæmingunni eftir, hann
hefur þagað með biskupnum eins
og í öðru máli.
Aðrir hafa heldur ekki haft
hátt. Maóistar eru dauðir úr öll-
um æðum og vinstristúdentar
lítið betur á sig komnir.
Danska blaðið Informatíon
efnir um hver áramót til spásagn-
arsamkeppni meðal lesenda
sinna. Meðal þeirra spurninga
sem lagðar voru fyrir lesendur
um þessi áramót var þessi:
„Verða stofnuð stuðningssamtök
með Afganistan á danska vinstri-
kantinum á nýbyrjuðu ári?“
Ég ætla að láta það verða loka-
orð að umorða þessa spurningu:
Ætlar íslensk vinstrihreyfing að
þegja þunnu hljóði og láta íhalds-
stúdentum eftir að beita sér gegn
innrás Sovétríkjanna í Afganist-
an á því herrans ári 1983?
Þröstur Haraldsson blaðamaður
hefur starfað á Þjóðviljanum, í
Danmörku, síðdegisblaði og víð-
ar að fagi sínu. Þröstur ritstýrir
nú Sæmundi, - Síne-blaðinu.