Þjóðviljinn - 12.01.1983, Side 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. janúar 1983
ALÞÝÐU BAN D ALAGIÐ
Alþýðubandalagið á Vesturlandi
Fyrri umferð forvals vegna röðunar á lista flokksins í komandi alþingis-
kosningum skal lokið eigi síðar en 16. janúar næstkomandi. Kjörgögn
hafa verið send formönnum flokksfélaganna í kjördæminu.
Stjórn kjördæmisráðs
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Opinn fundur um húsnæðismál
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til
opins fundar um húsnæðismál fimmtudag-
inn 20. ianúar að Strandgötu 41, kl. 20.30.
Framsaga: Ólafur Jónsson stjórnarfor-
maður Húsnæðismálastofnunar. Almennar
umræður á eftir.
Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið Akranesi
Fyrri umferð forvals fer fram laugardag og sunnudag 15. og 16. janúar
næstkomandi. Allir félagsmenn AB á Akranesi eiga rétt á þátttöku í
forvalinu. Nánari upplýsingar varðandi forvalið verða sendar félags-
mönnum föstudaginn 14. janúar.
Upplýsingar um félagatal gefa þeir Arsæll Valdimarsson s. 1384 og
Guðjón Ölafsson s. 1894 á laugardag, en á sunnudag eru upplýsingar
gefnar í Rein s. 1630.
Kaffiveitingar verða í Rein á sunnudag kl. 15.
Félagar! Takið virkan þátt í forvalinu.
Drekkið síðdegiskaffi í Rein.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Borgarnesi -
nærsveitum
Félagsfundur. Forval.
Almennur félagsfundur fimmtudaginn 13. janúar næstkomandi í Hótel
Borgarnes kl. 20.30.
Fundarefni:
1) Tilnefning í fyrri hluta forvals.
2) Röðull.
3) Héraðsmálefni.
Skorað er á félagsmenn að fjölmenna og taka þátt í forvalinu.
Stjórnin.
Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi
eystra - Fyrri hluti forvals
Fyrri hluti forvals Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra fer
fram í þessari viku. Framkvæmd þess er í höndum uppstillingarnefndar-
manna á hverjum stað með aðstoðarmönnum sem félögin tilnefna.
Forvalið fer fram sem hér segir:
Ólafsfjörður: Að Aðalgötu 1, fimmtudag 13. jan. kl. 20-23.
Dalvík: Að Bergþórshvoli, laugardag 15. jan. kl. 13-17.
Akureyri: í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, föstudag 14. jan. kl. 17-19 og
laugardag 15. jan. kl. 14-18.
S-Þingeyjarsýsla: Þar verður kjörgögnum dreift um eða upp úr helginni 9.
jan. og þeim safnað saman fyrir 14. janúar.
Húsavík: í Snælandi, laugardag 15. jan. kl. 10-12 og 13-16.
Raufarhöfn: í Hnitbjörgum, sunnudaginn 9. jan. kl. 16-19.
Þórshöfn og nágrenni: Að Vesturvegi 5, þriðjudag 11. og miðvikudag 12.
janúar kl. 13-16.
Reykjavík Á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3, mánudag 10.
og fimmtudag 13. jan. kl. 9-17.
Forvalsreglur
Atkvæðisbærir eru fullgildir félagsmenn í Alþýðubandaiaginu, sem eru
skuldlaúsir á forvalsdegi. Hægt er að öðlast þátttökurétt með því að ganga
í flokkinn í síðasta lagi á forvalsdag.
Á kjörseðil fyrri áfanga skal rita nöfn fjögurra manna, og fylgi heimilis-
fang eða sveitarfélag hverju nafni. Nöfnin eru óröðuð en rita skal nöfn úi
fleiri en einni flokksdeild. Kjörseðill er því aðeins gildur að þessum
reglum sé fylgt.
Atkvæði úr fyrri umferð verða talin á Akureyri 16. janúar hafi þau þá
borist alls staðar að. Fyrirhugað er að síðari umferð fari fram fyrstu
dagana í febrúar.
U ppstillingarnefnd
Uppstillingarnefnd skipa Sigríður Stefánsdóttir, Akureyri, Páll
Hlöðversson, Akureyri, Svanfríður Jónasdóttir, Dalvík, Björn Þór.
Ólafsson, Olafsfirði, Sigurður R. Ragnarsson, Mývatnssveit, Örn Jó-
hannsson, Húsavík, Þorsteinn Hallsson, Raufarhöfn, Ragnar Sigfússon,
Þistilfirði.
Alþýðubandalagið í Reykjavík -
Greiðum félagsgjöldin fyrir forval
Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur félagsmenn sem enn
skulda gjaldfallin félagsgjöld til þess að greiða þau fyrir forvalið 14.-16.
janúar. - Stjórn ABR.
Alþýðubandalagið í Kópavogi -
Bæjarmálaráðsfundur
Bæjarmálaráð Alþýðubandalagsins í Kópavogi heldur fund miðvikudag-
inn 12. janúarkl. 20.30 íÞinghóli. Fundarefni: Starfsmannamál, skólamál
og önnur mál.
Utankjörfundarkosningin
Unnt verður að kjósa utan kjörfundar á hverjum stað og ber þeim sem
þess óska að hafa samband við uppstillingarnefndarmann. Þá er einnig
hægt að kjósa hjá því félagi í kjördæminu, þar sem viðkomandi kann að
verða staddur á forvalsdegi þess, auk kosningarinnar í Reykjavík sem
getið er hér að ofan.
Frá Félagi rækjuvinnslustöðva:_
Villandi samanburð
ur á rækjuverðinu
Þjóðviljanum hefur borist eftir-
farandi greinargerð frá Félagi
rækjuvinnslustöðva, sem svar við
fréttum frá Noregi um verð á rækju
þar og hér. Þjóðviljinn harmar
ódrengilegar aðdróttanir að Matt-
híasi Garðarssyni, heimildarmanni
Þjóðviljans um málið, þær koma
því alls ekkert við
í Þjóðviljanum sl. föstudag 7.
janúar er birtu verðsamanburður á
rækju í Noregi og hér á landi,
hafður eftir Matthíasi Garðarssyni,
titluðum sjávarútvegshagfræðingi,
sem sagður er starfa á vegum
norska sjávarútvegsráðuneytisins í
Bodö í Noregi.
Þar sem samanburður Matthías-
ar gefur mjög villandi og ranga
mynd af rækjuverði í Noregi og hér
á landi, telur Félag rækjuvinnslu-
stöðva nauðsynlegt að fram komi
leiðréttingar og viðbótarúpplýsing-
ar, sem skýrlega sýna, hversu
samanburður Matthíasar er út í
hött:
Matthías virðist annars vegar
bera saman norska rækju, sem
soðin er og flokkuð um borð í veiði-
skipi og hins vegar íslenska rækju,
sem landað er til pillunar. Hann
virðist ekki vita, að í þessu tilviki er
norska rækjan nánast fullunnin
vara, og rækja til pillunar í Noregi
er afgreidd á allt öðru og lægra
verði, enda bæði þyngri ósoðin og
smærri. Reyndar kemur fram, að
vikuafli hins norska báts er aðeins
'h tonn, þannig að augljóst er af
þeirri staðreynd, að nánast er um
að ræða fullunna markaðsvöru.
Rækja, sem landað er I Noregi til
pillunar, er verulega stærri, heldur
en íslensk vetrarrækja. Þannig er
skelflett norsk rækja oftast af
stærðinni 200-300 eða 250-350 pr.
lb., en íslensk vetrarrækja er að
meirihluta til af stærðinni 450-600
pr. lb. Verðmunur á markaði er oft
15-20% á milli tilgreindra stærða.
Norsk rækja til pillunar er langt-
um hagstæðara hráefni til vinnslu,
heldur en smáa íslenska vetrar-
rækjan. Bæði kemur hér til stærð-
armunurinn, en þó einkum hve
norska rækjan er skelþynnri og gef-
ur þar af leiðandi meiri fisknýt-
ingu. Algeng nýting í Noregi er 27-
30%, þegar nýting hér á landi er
aðeins 18-21%. Þessi nýting hefur
sl. 2-3 ár verið margsinnis staðfest
með athugunum Rannsóknastofu
fiskiðnaðarins, sem farið hafa fram|
undir stjórn Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins.
Flutningskostnaður frá íslandi
til Bretlands og meginlands Evr-
ópu, sem er helsta markaðssvæðið
er töluvert hærri frá íslandi en frá
Noregi. Einnig má það koma fram
hér, að fragttaxtar frá íslandi eru
um 50% hærri fyrir blokkfrysta
rækju, heldur en fyrir blokkfrystan
fisk með sama rúmmáli og 22%
hærri fyrir lausfrysta rækju heldur
en lausfrystan fisk.
Útflutningsgjöld eru greidd hér á
landi af frystri rækju. Að undan-
förnu 5,5% af útflutningsverði og
áætlanir uppi um hækkun í 9,5%. I
Noregi eru engin slík gjöld greidd.
Hins vegar greiðir norska ríkið
stórkostlega styrki til rækjuvinnsl-
unnar eins og raunar meira og
minna til allrar sjávarafurða-
vinnslu í Noregi.
Hráefnisverð á rækju var ekki
kr. 6,50ásl. ári. Meðalverð sumar-
rækjunnar var um kr. 10,50 á kg.
(Tveir aðalstærðarflokkarnir voru
á kr. 11,01 og kr. 9,60). Nóvemb-
erverðið var kr. 7,55 hjá tveimur
verksmiðjum við Húnaflóa, einni
við Arnarfjörð og fjórum við ísa-
fjarðardjúp (meðalverð allra 7
verksmiðjanna). Síðan var allt fisk-
verð og rækjuverð hækkað 1. des-
ember sl. um 7,72%.
Gengisþróun sl. 2 ára hefur verið
óhagstæð fyrir rækjuveiðar og
vinnslu. Rækjan er svo til eingöngu
seld til Evrópulanda og hefur því
ekki náð dollarahækkun eins og
flestar aðrar tegundir sjávarafla. A
árinu 1981 var gripið til þess að
greiða úr rækjudeild verðjöfnunar-
sjóðs til að halda uppi hráefnis-
verðinu. Var sá sjóður tæmdur í
mars 1982 og því ekki lengur hægt
að halda uppi óraunhæfu hráefnis-
verði með þeim fjármunum. Þetta
er aðalorsök þess, að rækjuverð
hefur á sl. ári ekki alveg náð að
halda í við fiskverð, sem grundvall-
ast á sölu afurðanna í dollurum.
Afkoma rækjusjómanna hefur
eigi að síður verið sæmileg. Al-
gengur hásetahlutur í nóvember sl.
var kr. 35.000,00-45.000,00 og oft
róið 2-4 daga í viku. Síðan kom
hækkunin 1/12 um 7,72% og sjálf-
sagt verður einhver hækkun til við-
bótar frá 1. janúar 1983, og líklega
meiri en þau 2%, sem almenn
launahækkun í landinu nemur.
Það þjónar ekki hagsmunum
rækjusjómanna, útgerðarmanna
né vinnslunnar að blása upp rang-
færslur á opinberum vettvangi.
Rækjusjómenn hafa sem betur fer
haft góða afkomu um mörg undan-
farin ár og ber að samfagna þeim
heils hugar með laun sín. Hins veg-
ar er það öllum til hags að hófs sé
gætt, þannig að atvinnunni á sjó og
í landi verði ekki stefnt í ótímabæra
hættu.
Félag rækjuvinnslustöðva hefur
ekkert að athuga við samanburð á
vinnslu og verðum í Noregi og hér á
landi. Sá samanburður verður
aðeins að taka alla þætti málsins
með í reikninginn á hlutlausan
hátt. Til þess verks er bróðir for-
manns rækjuútgerðarmannafé-
lagsins á Bíldudal lítt heppilegur,
en sá er einmitt áðurgreindur Matt-
hías Garðarsson.
10. janúar 1983,
Félag rækjuvinnslustöðva.
FORVAL ALÞÝÐU-
BANDALAGSINS
í REYKJAVÍK
JANÚAR 1983
Fyrri umferö forvals Alþýöubandalagsins í Reykjavík
fer fram 14.-16. janúar.
Kosning fer fram aö Grettisgötu 3 og verður kjörfundur
opinn sem hér segir:
Föstudaginn 14. janúar kl. 16 - 21
Laugardaginn 15. janúar kl. 10 19
Sunnudaginn 16. janúar kl. 10 - 14
Síðari umferð forvalsins fer fram 28. - 30.
janúar.
Fréttabréf ásamt forvalsreglum hefur verið sent til
félagsmanna. Hafi einhver ekki fengiö sendar forvals-
reglurnar er hann beðinn aö hafa samband viö skrif-
stofu félagsins.
Rétt til þátttöku:
Rétt til þátttöku í forvalinu hafa allir félagsmenn Al-
þýöubandalagsins í Reykjavík sem ekki skulda meira
en eitt gjaldfalliö árgjald og þeir nýir félagar, sem
ganga í félagið í síöasta lagi á kjördag, enda greiöi þeir
a.m.k. 'Á árgjald til félagsins viö inngöngu.
ATH. Fréttabréf og forvalsreglur liggja
frammi á skrifstofu ABR.
Kjörnefnd ABR.