Þjóðviljinn - 12.01.1983, Side 15
Miðvikudagur 12. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
RUV <9
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í
mund.
7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morg-
unorð. Gréta Bachmann talar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.).
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Líf“ eftir
Else Chappel Gunnvör Braga les þýð-
ingu sína (5). 9.20 Leikfimi.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Sjávarútvegur og siglingar Umsjón-
armaður: Guðmundur Hallvarðsson.
10.45 íslenskt mál. Endurtekinn þáttur
Margrétar Jónsdóttur frá laugard.
11.05 Lag og ljóð Þáttur um vísnatónlist í
umsjá Inga Gunnars Jóhannssonar og
Eyjólfs Kristjánssonar.
11.45 Úr byggðum Umsjónarmaður: Rafn
Jónsson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
Tónleikar.
13.30 Dagstund í dúr og moll - Knútur R.
Magnússon.
14.30 „Leyndarmálið í Engidal” eftir Hug-
rúnu Höfundur les (12).
15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Jór-
unni Viðar Jórunn Viðar leikur á píanó
„Hugleiðingar urn fimm gamlar stemm-
ur“ / Sinfóníuhljómsveit íslands leikur
„Ólaf Liljurós", balletttónlist; Páll P.
Pálsson stj.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn-
ir.
16.20 Útvarpssaga barnanna: „Aladdín og
töfralampinn” Ævintýri úr „Þúsund og
einni nótt“ í þýðingu Steingríms Thor-
steinssonar. Björg Árnadóttir les (1).
16.40 Litli barnatíminn
17.00 Bræðingur Umsjón: Jóhanna
Harðardóttir.
17.55 Snerting Þáttur um málefni blindra
og sjónskertra í urnsjá Gísla og Arnþórs
Helgasona.
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.45 Tilkynningar. Daglegt mál. Árni
Böðvarsson flytur þáttinn. Tónleikar.
20.00 Afangar Umsjónarmen: Ásmundur
Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson.
20.40 Kvöldtónleikar
21.40 Utvarpssagan: „Sonur himins og
jarðar“ eftir Káre Holt Sigurður Gunn-
arsson les þýðingu sína.(4).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 íþróttaþáttur Hermanns Gunnars-
sonar.
23.00 Kammertónlist Leifur Þórarinsson
kynnir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
RUV
18.00 Söguhornið Umsjónarmaður
Guðbjörg Þórisdóttir.
18.10 Stikilsberja-Finnur og vinir hans
Finnur hittir Jim Framhaldsflokkur
gerður eftir sögum Marks Twains. Þýð-
andi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.35 Furðufiskar Bresk náttúrulífsmynd
um vatnafiska á suðurhveli sem klekja
út hrognum sínum í kjaftinum. Þýðandi
og þulur Jón O. Edwald.
19.00 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Garbiel García Márques Sænski
sjónvarpsmaðurinn Lars Helander ræð-
ir við kóiumbíska rithöfundinn García
Márques sem hlaut bókmenntaverð-
laun Nóbels árið 1982. Þýðandi Sonja
Diego. (Nordvision - Sænska sjón-
varpið)
21.15 Dallas Bandarískur framhaldsflokk-
ur um Ewingfjölskylduna í Texas. Þýð-
andi Kristmann Eiðsson.
22.00 Á hraðbergi Viðræðuþáttur í umsjón
Halldórs Halldórssonar og Ingva Hrafns
Jónssonar.
22.55 Dagskrárlok.
frá lesendum
Rfldsstjómin, sem eykur skuldimar, magnar verðbólguna, orsakar aflatregðuna, veldur efnahagskreppunni austan hafs sem vestan
o.s.lrv..
Óábyrg stjórnarandstaða eða...
12 á báti skrifa:
Eða hvað? Eða að hún gerir
sér enga grein fyrir hvað er að
gerast í heiminum í kringum
okkur.
Vita þeir ekki, að það er
alvarleg efnahagskreppa vest-
an hafs sem austan? Ekki er
það ríkisstjórninni að kenna.
En það hlýtur eigi að síður að
bitna á okkur.
Vita þeir ekki, að fiski-
flotinn hefur skilað miklu
minni afla á árinu sem leið en
hinu fyrra? Ekki er það ríkis-
stjórninni að kenna. En það
bitnar á okkur eigi að síður.
Svona má halda áfram að telja
það, sem ekki er ríkisstjórn-
inni að kenna, en búnar samt
á okkur. En svo talar stjómar-
andstaðan, Sjálfstæðismen
og kratar, eins og ailt þetta sé
stjórninni að kenna og reyna
að telja almenningi trú um
það.
Þeir, sem skilja ekki ein-
faldar, alvarlegar staðreyndir
betur en þetta, eru síst líklegir
til að ráða bót á þeim.
Þessir menn, sem hamast
gegn stjórninni eins og allt sé
henni að kenna, sátu 12 ár
samfleytt í ríkisstjórn, í
blómstrandi viðskiptaheimi.
Vill ekki Þjóðviljinn rifja upp
nokkur atriði, sem sýna
stjórnvisku þeirra á árum
engrar kreppu?
Þeir saka ríkisstjórnina um
verðbólgu og vaxandi er-
lendar skuldir. Þó vita þeir að
skuldirnar eru m.a. vegna
þess að miklu rneira er flutt
inn en út. Og það eru Sjálf-
stæðismenn, sem mest flytja
inn.
í stjórnmálaályktun Sjálf-
stæðisflokksins fyrir nokkru
stendur: „Treysta verður
atvinnu landsmanna með því
að leysa atvinnulífið á ný úr
viðjum ríkisafskipta". En
samkvæmt því færu allir út-
gerðarmenn á hausinn ef rétt
er að allir séu að tapa. Og fari
þeir á hausinn þá stöðvast út-
gerðin. Og stöðvist hún verð-
ur atvinnuleysi til lands og
sjávar. Hvernig ætla Sjálf-
stæðismenn að leysa þennan
hnút án ríkisafskipta? Fyrst
fara útgerðarmenn í opinbera
sjóði og fá meginhluta
kaupverðs skipanna. Borga
sáralítið sjálfir. Þegar þeir svo
komast í þrot með reksturinn
þá hafa þessir sömu menn í
hótunum við ríkisvaldið, fái
þeir ekki meira fé. Hve margir
þeSsara manna eru Sjálfstæð-
ismenn? Og hvern þátt eiga
Sjálfstæðismenn í þessu kerfi,
sent þeir vilja nú leysa „úr
viðjum ríkisafskipta?".
Svona innantómar mark-
leysur og blekkingar er að
finna í „stjórnmálaályktun
flokksráðs- og formannafund-
ar sjáifstæðismanna", þeirri
síðustu.
En svo sannarlega á að
leyfa öllum illa reknum fyrir-
tækjum að fara á hausinn í
stað þess að halda þeim uppi
með almannafé. Hinu sama
gegnir með frystihúsin. Hve
mörg frystihús eru t.d. hér á
Suðurnesjum? Væri eitt full-
komið ekki nóg og hagkvæm-
ara hverjum stað?
Sjálfstæðismenn hafa setið
oft og og lengi í ríkisstjórn.
Hversvegna liafa þeir ekki
losað þetta allt „úr viðjum rík-
isvaldsins“?
Nú ætla þeir að „ná efna-
hagslegu jafnvægi með lækk-
un verðbólgu". Hver var
reynslan er þeir fóru með
stjórn? Vill Þjóðviljinn ekki
rifja það upp? Og vill hann
ekki fara yfir þá 17 liði, sem
birtir voru í Mbl. 7. fyrra mán-
aðar?
Sjálfstæðismenn og kratar
hóta að fella bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar, þótt þeim
sé ljóst, að það myndi stór-
auka verðbólgu, sem þeir ætla
samt að lækka. Og þessar
mótsagnir ætla þeir að fram-
kvæma undir slagorðunum:
„Ábyrgð í stað upplausnar".
En með því að fella bráða-
birgðalögin eru þeir einmitt á
fullkomlega ábyrgðarlausan
hátt að skapa upplausn. Og þá
eru þeir búnir að snúa þessurn
áferðarfallegu slagorðum sín-
um í andstæðu sína. Og svo
eru þessir menn að biðla til
kjósenda og lofa að leysa, -
líklega kreppuástandið í
Bandaríkjunum og Evrópu og
afleiðingar þess, sem engin ís-
lensk ríkisstjórn getur leyst.
Sjálfstæðismenn og kratar,
sem heita glundroða hafi þeir
bolmagn til, eru manna ólík-
legastir til að leysa alvarlegan
vanda. Samkvæmt hótunum
sínunt og glamurályktunum
ættu þeir að breyta slagorðum
sínum í: „Ábyrgðarlaus upp-
lausn“. Það er í fullu samræmi
við ábyrgðarlausar hótanir
þeirra, sem á engan hátt er
unnt að verja og vitna um vilja
til að skapa öngþveiti í von um
að eiga þá auðveldari leið í
ráðherrastólana.
Þeir hafa áður setið þá stóla
án þess að leysa rninni vanda
en nú er við að glíma af orsök-
um, sem rangt væri að kenna
neinni ríkisstjórn um. Jafn
blindri, hatursfullri og
ábyrgðarlausri stjórnarand-
‘stöðu á þjóðin ekki að fá neina
stjórntauma í hendur. Forði
hamingjan henni frá því.
Menn, sem afneita
staðreyndum, eiga ekki að
fara með stjórn. Stjórnin hef-
ur átt við meiri vanda að glíma
en nokkur stjórn um áratugi
og tekist svo vel, þrátt fyrir
óábyrga andstöðu, að ástæða
er til að styðja hana. En
leiðinlegt er, að Framsókn
skuli reynast óheil er á reynir.
Og á smánarlegan hátt. -
Vöndum val þingmanna við
næstu kosningar.
rnahorn
Barnahornið fær alltof fáar myndir sendar frá krökkum sent
búa úti á landi. Hér eru þó tvær myndir sem við eigum í fórum
okkar.
Það er heijarmikili leikvöllur fyrir utan húsið sem hann Eiríkur
Ingi frá Laugarvatni teiknaði. Bæði róla og sandkassi þar sem
einhver unir sér hið besta.
Það sigla engar skútur á Möðruvöllum sem er sveitarbýli á
Norðurlandi. Jón Helgi, sem býr á Möðruvöllum, teiknaði
þessa fallegu mynd af skútu sem ber einkennisstafinn 1, en
nafnið á skútunni höfum við ekki.
í dag ætlum við að teikna
annan skrýtinn karl. Hann er
aldeilis mj ór þessi. Ef þið vitið
hvernig tölustafurinn 1 lítur út
sent þið vitið auðvitað öll
söntul, þá ér ekki ntikill vandi
að teikna þenna skrýtna karl,
eins og þið sjáið á inyndinni.