Þjóðviljinn - 12.01.1983, Síða 16
MOÐVIUINN
Miðvikudagur 12. janúar 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess
tíma er hægt að ná í bladamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessuni
sínum: Ritstjórn 81382,81482og81527. umbrot 81285, Ijósmyndir 81257.
Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663.
Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll
kvöld.
Aðalsími
81333
Kvöldsími
81348
Helgarsími
afgreiðslu
81663
Margelr og
Karl í efstu
sætunum
Margeir Pétursson tapaði í
fjórðu umferð alþjóðlega skák-
mótsins í Gausdal í Noregi í gær
kveldi fyrir bandaríska alþjóða-
meistaranum Kudrin. Áður hafði
Margeir unnið tvær biðskákir sín-
ar frá því deginum áður og var því
með 3 vinninga fyrir umferðina.
Kudrin er því í efsta sæti með yli
vinning.
Karl Þorsteins vann Englending-
inn King og er einnig með 3 vinn-
inga. Guðmundur Sigurjónsson
vann Donaldsson frá Bandaríkjun-
um og er einnig í námunda við
toppsætin með 2'U vinning.
Guðmundur varð að láta sér nægja
jafntefli úr hagstæðri biðskák við
Englendinginn Hawkson úr 3. um-
ferð. Fjórði íslendingurinn sem
tekur þátt í mótinu í Gausdal, Sæ-
var Bjarnason tapaði fyrir Helmers
frá Noregi. - hól.
Flugvélar sóttu
slasaðan marni
frá Stokksnesi
í gær sóttu flugvélar frá banda-
ríska hernum slasaðan mann á
Höfn í Hornafirði en maðurinn
hafði slasast í herstöðinni á Stokks-
nesi.
Hercules flugvél frá Keflavíkur-
flugvelli reyndi að lenda á Höfn til
að sækja manninn en það tókst
ekki. Þá var þyrla send af stað, og
fékk eldsneyti frá Hercules-
flugvélinni. Maðurinn mun vera
kjálkabrotinn og líður eftir atvik-
um. í gærdag var hringt frá Höfn og
spurst fyrir hjá blaðinu um þessar
flugvélaferðir. Mike Magnússon
blaðafulltrúi bandaríska hersins
veitti upplýsingarnar. -óg
Mitt úr öllu kreppusönglinu stíga ánægjulegir tónar um níutíu prósent hækkun til dagvistunarmála.
Framlög til dagvistarmála á fjárlögum ríkisins
Hækka um 90%
Fjárlögin hafa verið kölluð kreppufjárlög, þar
sem margir framkvæmdaliðir hafa verið skornir
niður, svo þeir halda vart í við verðbólguna hvað
þá meir. Þannig má taka framlög til skólamála
sem dæmi; þau hækka aðeins um rúmlega 40
prósent - en öll vitum við að verðbólgan verður
talsvert meiri en þetta.
En einn liður hækkar þó mikið, og það eru
framlög til stofnkostnaðar dagheimila. Þau
hækka um hvorki meira né minna en níutíu
prósent.
Þessi framlög voru 14,1 milljónir króna á
ríkisreikningi síðasta árs, en á fjárlögum ársins
1983 verða þau 27 milljónir króna. Fjárveiting-
anefndir Alþingis höfðu lagt til, að veitt yrði 22
milljónum króna til þessara hluta, en vegna
þrýstings frá verkalýðshreyfingunni var þessi
upphæð hækkuð um 5 milljónir. Verkalýðshreyf-
ingin hefur haft vakandi auga með þessu máli,
enda um að ræða „félagsmálapakka“ í samning-
unum árið 1980, en þá gaf ríkisstjórnin fyrirheit
um að fullnægt yrði dagvistarþörfinni á næstu tíu
árum.
Ánægjuleg tilbreyting frá krepputali.
ast
Þjóðleikhúsið
fastræður höfunda
lónas og
Atli á
höfunda-
samning
Jónas Arnason leikritahöfundur
og Atli Heimir Seinsson tónskáld
hafa verið ráðnir á höfundasamn-
ing Þjóðleikhússins í ár.
Jónas er á samningi fyrstu sex
mánuði ársins, en Atli síðari hluta
þess. Þeir voru valdir úr hópi tíu
umsækjenda.
Áður hafa þeir verið á samningi
hjá Þjóðleikhúsinu þeir Guðmund-
ur Steinsson, Oddur Björnsson og
Birgir Sigurðsson og segir í frétt frá
Þjóðleikhúsinu að góð reynsla sé
þegar komin á það fyrirkomulag að
fastráða höfunda til leikhússins.
-ekh
Lögbannsmáliö
dómtekið i gœr:
Frestur
í viku
í gær var dómtekið hjá borg-
arfógetanum í Reykjavík lög-
bannsmál, sem Verðlagsstofn-
un hefur höfðað á hendur
Strætisvögnum Reykjavíkur
vegna 50% hækkunar á far-
gjöldum s.l. föstudag.
Málflutningsmaður Reykja-
víkurborgar, Magnús Óskars-
son, óskaði eftir viku fresti í
málinu og var hann veittur.-v.
Reykjavíkurborg lækkar styrk Leigjendasamtakanna:
Hlýtur að hefta
starf semi okkar
1 19 borgum Evrópu 1971-1979:
— segir formaður samtakanna, Jón frá Pálmholti
Fargjöld úr 78%
í 53% af rekstrí!
100% hækkun í London þýddi
20% færri farþega!
Á árabilinu 1971-1979 lækkaði
meðaltalshlutfall fargjalda í rekstr-
arkostnaði almenningsvagna í
19 borgum Evrópu úr 78% í 53%.
A sama tíma stóðu fargjöld Strætis-
vagna Reykjavíkur undir 65%
rekstrarkostnaðar árið 1971 og
61% árið 1979. Þetta kemur m.a.
fram í riti Skipulagsstofu höfuð-
borgarsvæðisins um almennings-
samgöngur, sem gefið var út í ágúst
á liðnu ári. Á þessu ári eiga far-
gjöldin að standa undir 78%
rekstrarkostnaðar. .
í yfirliti Skipulagsstofnunnar er
bent á að bæta þurfi rekstrargrund-
völl almenningsvagna og að gera
megi það með öðru en hækkun far-
gjalda einni saman.Bent er á að
raunhækkun fargjalda geti orkað
tvímælis; þegar strætisvagnafar-
gjöld í Lundúnum voru hækkuð
um 100% fyrir nokkru fækkaði
farþegum um 20%! Fargjaldatekj-
ur jukust því aðeins um 60% í stað
100% eins og stefnt var að með
hækkuninni.
Bendir Skipulagsstofnun á aðrar
leiðir, m.a. niðurfellingu skatta og
tolla af nýjum vögnum, varahlut-
um og viðgerðarefni og olíustyrk.
Þannig mætti minnka kostnað
bæði við rekstur og endurnýjun
almenningsvagna um 15% að mati
stofunnar.
„Það er auðvitað alveg ljóst
að þessi stórfellda rýrnun
styrksins frá Reykjavíkurborg
takmarkar mjög okkar starfs-
getu og dregur úr því starfi se m
við ætluðum að leysa af hendi“,
sagði formaður Leigjendasam-
takanna. Jón frá Pálmholti I
samtali í gær.
A sl. ári fengu Leigjenda-
samtökin 21.000 krónur í styrk
frá borgarsjóði. Við afgreiðslu
fjárhagsáætlunar fyrir nýbyrjað
ár lá fyrir tillaga frá Álþýðu-
bandalaginu um að styrkurinn
hækkaði á milli ára sem næmi
verðlagsþróun og yrði 35.000
krónur. Sú tillaga var felld gegn
atkvæðum minnihlutans í borg-
arstjórn Reykjavíkur og verður
því styrkurinn í ár óbreyttur að
krónutölu frá fyrra ári.
„Við forseti Alþýðusam-
bands íslands, Ásmundur Stef-
ánsson gengum á fund borgar-
stjóra og fjármálaráðherra og
Jón frá Pálmholti: Styrkur Reykja-
víkurborgar lækkar á milli ára
1982 og 1983 en framlag ríkissjóðs
stórhækkaði.
ítrekuðum þarfir Leigjenda-
samtakanna fyrir aukið fjár
magn frá ríki og borg, m.a. til
að kynna lögin um húsaleigu.
Fjármálaráðherra brást vel við
okkar málaleitan og fá samtök-
in 100.000 krónur í styrk frá rík-
inu samkvæmt fjárlögum, sem
er veruleg hækkun frá fyrri
árum. Við gengum hins vegar
bónleiðir til búðar hvað borgar-
stjóra varðar", sagði Jón enn-
fremur.
Jón kvað Leigjendasamtökin
verulega háð þessum opinberu
styrkjum þar sem innheimta fé-
lagsgjalda gengi illa vegna þess
hve leigjendur væru breytilegur
hópur. Flann kvað þá í
Leigjendasamtökunum hafa
verið með tilbúið efni í málgagn
samtakanna þar sem m.a. hefði
verið ætlunin að kynna ræki-
lega húsaleigulögin nýju, en
fjárskortur hefði tafið útgáfu
fram til þessa. -v.