Þjóðviljinn - 11.02.1983, Side 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVÍLJINN Föstudaguí-11:. feíwfdar 1983
Musica Nova:
Tón-
verka-
pöntun
MUSICA NOVA ráðgerir að
gangast fyrir pöntun á fjórum
nýjum tónverkum, en félagið er
að hefja undirbúning vetrar-
starfsins 1983-84. Ætlunin er að
verkin verði frumflutt á tón-
leikum MUSICA NOVA næsta
vetur.
Hljóðfæraleikarar og söngvar-
ar, einstaklingar sem hópar, eiga
þess kost að panta verk hjá á-
kveðnu tónskáldi og mun dóm-
nefnd velja úr þeim pöntunum
sem berast. Mjög æskilegt er að
haft sé samráð við viðkomandi
tónskáld, áður en umsókn er
send inn.
Umsóknareyðublöð fást í
ístóni, Freyjugötu 1, Reykjavík.
Skilafrestur er til 1. mars 1983.
Gætum
tungunnar
Sagt var: Lengi var barist, og
kenndu hvorir hinum um upp-
tökin.
Rétt væri: ....og kenndu hvorir
öðrum (um) upptökin.
Skák
Karpov a& tafli — 95
Sigur Karpov yfir Uhlmann kom honum
á skriö. Hann hlaut 2'lz vinning úr þrem
síöustu skákum sínum og þaö dugöi til sig-
urs. I 13. umferð vann hann fróðlegan
sigur á Spánverjanum Calvo.
abcdefgh
Calvo - Karpov
32. .. f3!
33. Dh2 Rh8!
34. Hc1 Hh6!
35. Rc4 Dc7
- Hvítur gafst upp. Stórkostleg hryggðar-
mynd er staöa hans og þess utan á hann
ekkert svart viö hótuninni 36. - Bxg5.
[ 14. umferð mótsins gerði hann jafntefli
meö hvítu viö Portisch eftir að hafa haft
yfirburðastöðu um tíma. í síöustu umferð
sigraöi hann svo Júgóslavann Planio.
Röð efstu manna varð þessi: 1. Karpov 11
v. 2. Tukmakov 10'/2 v. 3. Furman 10 v.
4.-5. Uhlmann og Hort 9'/z v. hvor. 6.-7.
Portisch og Anderson 9 v. hvor. 8.-9. Lju-
bojevic og Browne 8'/2 v. hvor. 10. Planic
6V2 v. Keppendur voru 16.
Næsta verkefni Karpov var einvígi hans
við Polugajevskí í Askorendakeppninni.
Það hófst í Moskvu mánuði eftir Madrid-
mótið og var mótið liður í undirbúningi hans
undir einvígið.
Þar sem flutningur Latínu-
skólans frá Bessastöðum til
Reykjavíkur hafði nú verið á-
kveðinn lá fyrir að koma upp
húsnæði fyrir skólann á hentug-
um stað í bænum. Var við það
miðað, að bæði Latínu- og
Prestaskólinn væntanlegi yrðu
undir sama þaki.
Uppdráttur af byggingunni
kom frá stjórninni 1842 og var
hann gerður af Jörgen Hansen
Koch ríkishúsameistara. Jafn-
framt tilkynnti stjórnin að hún
mundi, á sumri komanda leita út-
boða á tilhöggnu timburhúsi í
Noregi, samkvæmt teikningu
Kochs og þyrfti nú að hafa hraðar
hendur með að velja skólanum
stað. Um staðarvalið sýndist sitt
hverjum, en loks varð ofan á að
leggja til að húsið yrði reist
neðarlega í Þingholtunum, beint
suður af húsum Stefáns landfó-
geta og stiptamtmanns og Bern-
höftsbakaríi, austan lækjarins.
Var þessi ákvörðun tilkynnt yfir-
mönnum skólamála í Kaup-
mannahöfn og lögðu þeir blessun
sína yfir. Gerðist svo ekkert frek-
ar í skólabyggingarmálum á því
herrans ári 1842.
Aftur á móti reis nú fyrsta hús-
ið á holti því suður undir Skerja-
firði, sem upp frá því nefndist
Grímsstaðaholt, eftir þessu fyrsta
býli, Grímsstöðum, sem byggt
var af Grími Egilssyni. Mun nafn
hans trúlega vel varðveitt, því
trauðla gleymist Grímsstaðaholt-
ið þótt lítið fari nú lengur fyrir
svip þeim er það bar á dögum
Gríms Egilssonar.
-mhg
KARATE-
MEISTARI
Mette Jensen heitir þessi þriflega stúlka og er 16 ára gömul. Hún er
dönsk og vann það afrek nýlega að brjóta með annarri hendinni múr
steinaröð, 71'/2 sentímeters þykka. Slíkt afrek hefur ekki verið áður
unnið af konu.
Hvað skrifa
landsmála-
blöðin
„Eg er persónulega alveg á-
kveðinn í að veita þeim mönnum,
sem tóku ákvörðun um að við-
hafa svona ólýðræðisleg vinnu-
brögð, eins alvarlega áminningu
og ég get“, hefur vestfirska
fréttablaðið eftir Ólafi Kristjáns-
syni sjálfstæðismanni í tilefni þess
að íhaldið býður nú fram klofið í
Vestfj arðakj ördæmi.
Síðan fylgja bollaleggingar
blaðsins og viðtöl við menn sem
bendlaðir hafa verið við klofn-
ingsframboðið. Sigurlaug
Bjarnadóttir sem að öllum líkind-
um kemur til með að sitja í fyrsta
sæti á listanum staðhæfir að li-
stinn verði ekki merktur neinum
armi innan flokksins.
Flugvöllur á Arnarnesi
Ekki Arnarnesi Garðbæinga,
heldur fyrir Vestfirðinga.
Umræður um nýjan flugvöll
hafa farið fram í bæjarstjórn ísa-
fjarðar og hafa komið fram hug-
myndir um að færa flugvöllinn út
Skutulsfjörð, þar sem hægt væri
að gera flugvöll með tveim flug-
brautum. Vestfirska fréttablaðið
reifar þessa hugmynd á forsíðu
þann 3. febrúar, en hugmyndin
mun hafa komið í kjölfar þess, að
1980 skipaði samgöngumálaráð-
herra nefnd sem skyldi gera til-
lögur um samgöngur á Vest-
fjörðum. Ein þessara hugmynda
varðar nýjan flugvöll fyrir Vest-
• firðinga....
Bandalag um ekki neitt
....„Næsta kostuleg flokks-
stofnun hefur nýlega átt sér
stað“, skrifar dálkahöfundur
Norðurlands, Klói, í blað sitt sem
kom út 2. febrúar síðastliðinn.
„Vilmundur Gylfason sjálfur,
ásamt nokkrum tugum karla og
kvenna hafa komið sér saman um
að setjast saman í miðstjórn fyrir
fyrirbæri sem kallar sig Bandalag
jafnaðarmanna... Vilmundur
Gylfason lýsir samtökum sínum
sem einni heljarstórri regnhlíf,
sem væntanlega á að geta hlíft
hinum ólíklegustu aðilum sem
undir henni vilja norpa við
slagviðrum norðursins. Sjálfur
heldur hann svo á regnhlífinni og
rýnir út í hina pólitísku rigningu
og lýsir því yfir að hann hafi stofn-
að samtök um að koma á fram-
tíðarþj óðfélaginu, þar sem
þjóðin getur lifað í pólitísku
góðviðri, fullkomlega laus við
kerfiskalla og möppudýr nútím-
ans.“
ia Ah
QoK. |
mm Woiír
o* veir BKKl
MfK * .
V /O /V /v / r*