Þjóðviljinn - 11.02.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.02.1983, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Gips-skúlptúr eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Þessi skúlptúr sem fenginn er úr afgöngum og hvers kyns drasli frá Hampiðjunni hangir frá efstu hæð hússins til hinnar neðstu. Þessar myndir eru eftir Tuma Magnússon. „Gott dæmi um nýja málverk- ið“, sagði Daði. Fyrir miðju sjást að leik James Joyce og Guðmundur rammaskalli. Dagskráin Nú eru aðeins tveir dagar eftir á dagskrá Gullstrandarinnar. í gær var ýmislegt sér til gamans gert. Ljóðskáldin Þorri Jóhannsson og Didda lásu úr verkum sínum, Sigríður Guðjónsdóttir var með performance og sýnd var athyglisverð kvikmynd. Asa og Búi fluttu spuna og ungt leiklistarfólk v.ar með það sem . kallað er ,rspuna“. Þá komu fram leynigestir. í kvöld munu a.m.k. fjórir myndlistarmenn flytja hver sinn performance, Finnbogi Pétursson, Helgi Friðjónsson, Gerla og Kristinn Harðarson. Þá mun Kristrún Gunnars lesa ljóð, auk þess sem Jóhann Sigurðsson og Arnaldur Arnarson gítarleikari flytja „Platero og ég“. Hljómsveitin Grjótagaul sem leikur með steinaspil að afrískum hætti kemur fram, Bubbi Morthens tekur lagið og Haraldur Arngrímsson leikur á klassískan gítar. Þess má geta að tvö rit sem gefin hafa verið út í tilefni listahátíðarinnar „Gullströndin andar“, myndlistarblaðið Brunninn og ljóðahefti skáldanna, verða á boðstólum fyrir gesti hátíðarinnar. Það skal áréttað að hátíðin fer fram að Hringbraut 119. -hól. MYNDBÖND OG OFBELDI Myndbandaleiga kvikmyndahusanna við hliðina á Regnboganum í Reykjavík hefur mikið úrval myndbanda í boði. Þar á meðal eru ofbeldismyndir. - (Ljósm. AH). Mikill f jöldi ofbeldismyiida er í umferð Barnaverndarnefnd Reykjavíkur samþykkti nýlegaaö skoraá Alþingismenn aö samþykkja hiö fyrsta frumvarp þaö til laga, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram um bann viö ofbeldiskvikmyndum. Frumvarp þettavarsamiö í kjölfar þeirrar umræöu um myndböndin, sem verið hefur í gangi hér á landi undanfarið 11/2 ár eöa svo. Eins og lesendum Þjóðvilj- ans mun kunnugt lagði Þjóð- viljinn fram kæru á hendur myndbandaleigu í Kópavogi fyrir það að leigja út riryndina „Cannibal Holocaust", en að því er kunnugir segja er hún samsafn alls hins viðbjóðsleg- asta, sem mönnum er boðið upp á í kvikmyndum. Ríkissaksókn- ari hefur haft málið undir hönd- um og svarar ætíð þegar hann er inntur eftir gangi málsins, að það hafi bara engan forgang. En meðan við bíðum eftir niðurstöðu ríkissaksóknara er ekki úr vegi að athuea markað- inn aðeins nánar. I stjórnar- frumvarpinu er dálítill listi yfir kvikmyndir, sem bannaðar eru í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Við gerðum smá könnun í nokkrum myndbandaleigum í borginni, og fer afraksturinn hér á eftir. Það skal tekið fram, að framboðið virðist miklu meira en nokkurn skyldi óra fyrir. Yfirvöld halda að sér höndum í nafni þess að lög vanti til framkvæmda! - og munu gera þar til ríkissaksóknari hef- ur „athugað" prófmálið að lyst sinni. Á meðan gefst Reykvík- ingum færi á að ná sér m.a. í þessar myndir, sem bannaðar hafa verið á a.m.k. einu Norð- urlandanna: Nafn kvikmyndar Bann Vídeóleiga The Warriors Finnland My ndbandal. Kvh. Halloween II Noregur.Finnl. Myndbandal. Kvh. The Octagon Finnl. Svíþj. V ídeómar kaðurinn Friday the 13th Finnland V ídeómarkaðurinn Vídeóval The Unseen Finnland Vídeóval Penitentiary Finnland V ídeómar kaður inn Vídeóval Enter the Ninja Noregur Svíþjóð Finnland Vídeómarkaðurinn Day of the Noregur Vídeóval Assassins Finnland Breaker-Breaker Noregur V ídeómarkaðurinn Vídeóval Happy Birthday to me Svíþjóð Vídeóval The Unseen Noregur Finniand Vídeóval The Extermi- Noregur Vídeóval nator Svíþjóð Finnland Love Camp Finnland V ídeómar kaður inn Incubus Svíþjóð Vídeóval Licensed to love and kiil Finnland Vídeómarkaðurinn Scanners Noregur V ídeómar kaður inn Vídeóval Cruising Svíþjóð V ídeómar kaður inn Finniand Vídeóval Það skal tekið fram, að þessari yfirferð Þjóðviljans voru aðeins þessar þrjár leigur athugaðar, en þær eru allar nokkuð stórar. Myndirnar geta því verið annars staðar, þótt ekki sé frá því greint hér. ast, Arnar Hartmannsson og Ólafur Kristinsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.