Þjóðviljinn - 11.02.1983, Blaðsíða 4
4 StÐA' L’ ÞJóÐVILjÍnn Fös'túdágiir li.' febrúar Í983’
DJOmiUINN
Málgagn sósíalisma, yerkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Utgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
■Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigrlður H. Sigurbjörnsdðtlir!
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds-
son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Útiit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar
AugTýsingarT Áslaug Jóhannesdóttir,' Ólafur Þ. Jónsson
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bíistjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Frentun: Blaðaprent h.f.
Hvenœr og um hvað
geta risarnir samið?
• Það liggur nærri að þriðja hver grein sem um þessar
mundir er skrifuð um alþjóðamál í blöð fjalli um eld-
flaugar stórveldanna og leiðir til að koma í veg fyrir að
þeim fjölgi. Margar þessara greina eru mjög gagnrýnar
á Sovétríkin og Bandaríkin fyrir þær sakir, að ráða-
menn þessara stórvelda hafi klúðrað mjög afvopnun-
armálum - þó svo sitt sýnist hverjum um það hvernig
skipta megi með þeim ábyrgð á því, að kjarnorkuvíg-
búnaðarkapphlaupið heldur áfram.
• Eins og fyrri daginn er Morgunblaðið sjaldan í vafa
um það hvernig afgreiða á þessi mál. Hafi forseti
Bandaríkjanna eða varamenn hansopnað munninn er
því slegið upp með fögnuði á forsíðu að Bandaríkja-
menn séu „reiðubúnir til samninga hvenær sem er“. Ef
að Sovétmenn hafa látið eitthvað frá sér skal ekki
bregðast að uppslátturinn verður „Áróðurskeimur af
tillögum Rússa“ eða eitthvað í þá veru.
• Þetta er sannast sagna nokkuð spaugileg meðferð á
fréttum. Vitanlega er áróðurskeimur af öllum yfirlýs-
ingum oddvita stórveldanna um eldflaugamálin - um
þau stendur hatrammt áróðursstríð, eins og flestum
ætti að vera ljóst. En þótt „áróðurskeim“ megi víða
finna, þá þýðir það ekki sjálfkrafa, að það sé einskis
virði og ekki að marka sem yfirstjórar kjarnorkuvopna-
birgða segja. Á hinn bóginn er það svo alls engin frétt,
að þeir segjast vera reiðubúnir til samninga. Við
skulum gera ráð fyrir því, að það séu þeir reyndar alltaf.
Hitt skiptir svo máli: um hvað eru menn reiðubúnir að i
semja? j
• Um alllangt árabil var gengið út frá því sem gefnu, að,
það væri forsenda fyrir árangursríkum viðræðum um
eftirlit með og niðurskurð á kjarnorkuvígbúnaði ef
stórveldin bæði teldu sig standa nokkurnveginn jafnt að
vígi. Því, eins og Gerard C. Smith, sem var formaður
bandarísku viðræðunefndarinnar sem fjallaði um
SALT-I, segir í Newsweek nýlega - ef annar aðilinn er
greinilega sterkari, þá er vafasamt að hann semji sig í
lakari (þ.e. jafnari) stöðu.
• Sovétmenn, margir óháðir hernaðarsérfræðingar og
jaJ&ivel bandaríska hermálaráðvmeytið telja reyndar, að
þrátt fyrir ýmsa erfiðleika á að bera saman vopnakerfi,
þá ríki um þessar mundir nokkuð jafnræði með risun-
um tveim í kjarnorkuvopnabúnaði. í skýrslu banda-
rísku varnarmálanefndarinnar fyrir árið 1982 segir:
„tími bandarískra yfirburða er löngu liðinn, en í staðinn
hefur komið jafnræði - en ekki veikari staða Bandaríkj-
anna“. Hitt er svo meiriháttar áhyggjuefni fjölmargra
manna, að stjórn Reagans leggur mikið kapp á að sýna
fram á að þetta sé ekki rétt, að Bandaríkjamenn séu
ekki eins sterkir og Sovétmenn, að Bandaríkin séu
„annars flokks“ kjarnorkuveldi. En það er einmitt á
slíkum forsendum sem viðleitni Reagans og manna
hans til að koma upp nýju kerfi langdrægra eldflauga
heimafyrir, og nýjum kerfum meðaldrægra eldflauga í
Evrópu byggist. Það er á slíkum forsendum, að nýskip-
aður yfirmaður afvopnunarstofnunar Bandaríkjanna,
Kenneth Adelman, hefur ítrekað heimtað „nýrri og
betri atómsóknarvopn“ - til að gera „hættujafnvægið“
svonefnda raunverulegt, eins og það heitir.
• Það er af þessum ástæðum, að vaxandi ágreiningur er
á milli Bandaríkjanna og sessunauta þeirra í Nató frá
Evrópu, sem eiga erfitt með að kyngja þeirri kenningu
að það sé vænleg leið til árangurs í afvopnun að byrja á
að bæta við nýjum vopnum. Og það er af þessum sök-
um, sem sósíaldemókrataforingjar eins og núna síðast
Gro Harlem Brundtland fyrrum forsætisráðherra Nor-
egs efast opinskátt um samningsvilja Reagans og hans
manna.
klippt
„Öflugt og viti
borið mið-
stjórnarvald“
Svanur Kristjánsson prófessor
skrifar í síðasta tímarit Sögu,
grein um þrjú rit um Sjálfstæðis-
flokkinn (Valdatafl í Valhöll,
Ólafur Thors. Ævi og störf og
Gunnar Thoroddsen). Ýmislegt
athyglisvert kemur fram í þessari
grein Svans um Sjálfstæðisflokk-
inn. Þar bendir hann t.d. á að
fyrrverandi forystumenn Sálf-
stæðisflokksins séu ekki taldir
vera frjálshyggjumenn, hvorki af
Sjálfstæðismönnum eða öðrum
sem um þá hafa skrifað. Eftir
Matthíasi Johannesen hefur
Svanur um Ólaf Thors:
„En jafnframt því sem Ólafur
Thors taldi útþenslu ríkisvalds-
ins, báknsins eða kerfisins, mikið
böl, var hann óhræddur um að
nýta alla kosti öflugs og viti bor-
uns miðstjórnarvalds, ef svo
mætti segja, án þess að ríkisvald-
ið mylji allt undir sig og drepi
athafnaþrá fólksins í dróma með
bönnum, höftum og skattpín-
ingu. En það hefur ekki verið tal-
ið einfalt mál á íslandi að minnka
ríkisumsvifin frá því velferðar-
stefnan varð pólitískt leiðarljós
fyrir og um miðja þessa öld. (II.
bindi, bls 418).“
Frjálshyggjan
fráhvarf
Þá segir Svanur Kristjánsson:
„Gunnar Thoroddsen fullyrðir
raunar að „frjálshyggjan" sé frá-
hvarf frá grundvallarsteefnu
Sjálfstæðisflokksins, „að áhrifa-
menn í flokknum hafi viljað víkja
frá þessari stefnu yfir í kalda
markaðshyggju, þar sem lögmál
hinnar óheftu samkeppni -
lögmál frumskógarins, eins og
það er stundumkallað - réði ríkj-
um.Sumir hafa talið, að til þess
að hafa jafnvægi í efnahagslífi,
yrði að stefna til „hæfilegs"
atvinnuleysis. Þeir eru jafnvel til,
er líta sem fyrirmynd þá efna-
hagsstefnu, sem nú er fylgt í Bret-
Iandi með þungbærum afleiðing-
um“ (bls. 256-257).“
Einnig er haft eftir Gunnari
Thoroddsen:
„Þeir, sem íhaldsamastir voru í
flokknum, töldu mig of frjáls-
lyndan, - of langt til vinstri, sem
kallað var. Þeir töldu baráttu
mína frá upphafi fyrir margvís-
legum umbótum jaðra við sósíal-
isma og kommúnisma" (bls.
134).“
Afstaða til
leiftursóknar
Svanur Kristjánsson bendir á,
að leiftursóknarstefnan hafi verið
mjög umdeild innan Sjáifstæðis-
flokksins en mál hafi einfaldlega
ekki þróast þannig að afstaða
manna til hennar hafi ráðið hvort
Sjálfstæðismenn styddu núver-
andi ríkisstjórn eða ekki. Vitnað
er til ummæla Guðmundar H.
Garðarssonar, sem skeleggur
prédikaði gegn leiftursókn - en
gerðist ekki stuðningsmaður
ríkisstjórnarinnar að heldur:
„Flokkur Bjarna Benedikts-
sonar, Jóhannes Hafstein og
Ólafs Thors, sannanlega
frjálslyndur flokkur allra stétta,
er ekki lengur til. Sjálfstæðis-
flokkurinn í núverandi mynd er
ekta evrópskur íhaldsflokkur.
Áhrifavaldar flokksins í dag eru
íhaldsmenn, sem trúa á ótak-
markaða markaðshyggju og próf-
kjör, sem leiða af sér annarlega
valdabaráttu.... Það er rangt að
reyna að fela það, að hin nýja
stefna Sjálfstæðisflokksins er
íhaldsstefna, sem féll ekki í
góðan jarðveg hjá þjóðinni.
Þetta er meginástæða kosninga-
ósigursins miðað við spár og von-
ir flokkanna. (Morgunblaðið 15.
des. 1979.)“
Flokkadrœttir
og
klíkustarfsemi
Þá segir Svanur: „Frásögnin af
innra starfi Sjálfstæðisflokksins í
Valdatafli vekur óneitanlega
nokkurn ugg hjá lesandanum.
Tilboð foringja flokksins um að
nota kennaraembætti við Há-
skólann eða fjölga dómurum í
Hæstarétti (bls. 99-100) er t.d.
ekki fagur vitnisburður um
stjórnmálaflokk, a.m.k. ekki um
flokk, sem í orði aðhyllist aka-
demiskt frelsi og sjálfstæða
dómstóla. Lýsingar á ýmsum
flokksmönnum eru einnig heldur
dapurlegur le stur svo ekki sé
meira sagt: valdabrölt, frama-
girni og græðgi virðast skipa
„öndvegi“ í Sjálfstæðisflokknum,
ef marka má þessa bók“.
Prófessors-
embœttið
Svanur segir frá því að Gunnar
Thoroddsen staðfesti raunar
sumt af því sem sagt er í Valda-
tafli um stöðuveitingar og átökin
í Sjálfstæðisflokknum:
„Já, sú hugmynd að sækja um
bankastjórastarfið hafði ekki ein-
ungis komið upp hjá mér, heldur
höfðu vinir mínir heima hvatt mig
til að sækja. Ég skrifaði Bjarna
Benediktssyni, sem þá var fors-
ætisráðherra, og tjáði honum, að
ég hefði áhuga á þessu starfi.
Hvernig var þessu tekið?
Niðurstaðan varð neikvæð.
Voru þér boðin einhvr önnur
störf?
Já, það var boðið að stofna
prófessorsembætti við lagadeild
Háskólans mér til handa. Því
hafnaði ég“ (bls. 152).“
-óg
og skorið
Óhugnanleg
fréttamynd
Síðdegisblaðið DV glennir á
forsíðu í fyrradag mynd af lög-
reglumönnum sem eru að hand-
taka barn á Laugaveginum degin-
um áður. Þetta blað sem lýtur
einungis lögmálum markaðarins
telur sig þurfa að troða á fólki til
að ná markmiðum meiri sölu. Og
það þarf ekki meira en algeng-
ustu bernskubrek til að þessi
fjölmiðill velti sér uppúr þeim.
Bara ef þau seljasst.
Hitt virðist skipta blaðið minna
máli, hvaða „refsing“ er fólgin í
svona fréttamennsku fyrir barnið
sem verður fórnarlamb blaðsins
og aðstandendur þess. Slíkur
uppsláttur er því miður ekki eins-
dæmi í þessu blaði, heldur er hér
um „aðferð" í blaðamennsku að
ræða, aðferð sem er talin skila
árangri á markaðstorginu.
Lítilsvirðing
við börn
Á hátíðis og tyllidögum þegar
blaðið nennir ekki að prédika
fækkun bænda, ber við að fjallað
sé um mannréttindi, einstaklings-
frelsi og þvíumlík hugtök í leiðu-
rum síðdegisblaðsins.
En er „fréttamynd" af því tagi
sem hér er gerð að umtalsefni
ekki einmitt dæmi um brenglaða
siðgæðisvitund, um átroðslu á
mannréttindum og upphafningu
alls hins lágkúrulegasta í frétta-
mennsku? Börn og unglingar
eiga ekki mörg málgögn til að
verja sig árásum af þessu tagi.
Það er líka hægt að benda á þá
hliðstæðu, að annars vegar verð-
ur barni það á að ætla hugsanlega
að hagnast á því að fremja strák-
apör. Hins vegar er fullorðið fólk
að reyna að græða á bernsku-
brekum sama barns.
-óg
-áb.