Þjóðviljinn - 11.02.1983, Page 5

Þjóðviljinn - 11.02.1983, Page 5
Föstudagur 11. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Jöfnun kostnaðar við húshitun: Stóriðjan borgi meira, menningur mun minna Það er megintillaga nefndar sem skipuð var fulltrúum allra flokka Svo sem greint var frá hér í Þjóðviljanum í gær þá hefur nefnd skipuð fuiltrúum allra þingflokka nýlega skilað til iðnaðarráðuneytisins tillögum og greinargerð um fjáröflun í því skyni að jafna nokkuð þann gífurlega mun eftir byggðar- lögum, sem hér er fyrir hendi hvað varðar kostnað við hús- hitun. Megintillaga nefndarinnar er sú, að raforkuverð til stóriðju verði hækkað veruiega og að hluta þess fjármagns sem þann- ig yrði aflað, verði varið til að tryggja lægra raforkuverð til húshitunar, þannig að kostn- aður við rafhitun íbúðarnæðis verði hvergi hærri en sem nem- iur um 60% af kyndingarkostn- aði með óniðurgreiddri olíu. Beita verður öllum tiltækum ráðum Nefndin hvetur stjórnvöld til að „beita öllum tiltækum ráðum“ í því skyni að knýja fram hækkun orku- verðs til stóriðjunnar hið allra fyrsta. í fylgiskjölum með áliti nefndar- innar kemur fram að væri orku- verð til álversins í Straumsvík þre- faldað svo sem sanngirnisrök mæla með, þá gæti Landsvirkjun sér að skaðlausu lækkað orkuverð til al- menningsrafveitna í landinu um 50- 60%. - Miðað við verðlag í októ- bermánuði s.l. hefði slík þreföldun orkuverðs til álversins gefið 268m2 miljónir króna á ári. fnefndarálitinu segir orðrétt: „í fylgiskjölum sem nefndarálitinu fylgja, kemur fram, að heildsölu- vcrð á raforku til almenningsraf- veitna í landinu hefur að undan- förnu verið um fimmfalt hærra en verð á raforku til álversins í Straumsvík. Mismunurinn er 400%. í niðurstöðum starfshóps á vegum iðnaðarráðuneytisins, sem gert hefur sérstaka athugun á raf- orkuverði til íslenska álfélagsins h.f. kemur fram að eðlilegur mun- ur þarna á milli væri hins vegar í kringum 50%.“ An niðurgreiðslu yrði rafhitun jafn dýr og olíuhitun Fram kemur ennfremur í nefnd- arálitinu og fylgiskjölum þess að kostnaður við að hita upp íbúðar- húsnæði með rafmagni frá Raf- magnsveitum ríkisins og Orkubúi Vestfjarða hefur í desember s.l. verið fjórum til fimm sinnum hærri en hitunarkostnaður sambærilegs húsnæðis á svæði Hitaveitu Reykjavíkur. Hjá Rafmagnsveitum ríkisins var kostnaður við upphitun íbúðar- húsnæðis talinn nema um 70% af kyndingarkostnaði með óniður- greiddri olíu í desembermánuði 1982, og er þá tekið tillit til þeirra niðurgreiðslna úr ríkissjóði á raf- orkuverðinu, sem hófust þann 1. okt. s.l. - í áliti nefndarinnar er hins vegar bent á, að ef ekki verði tryggt fjármagn til að halda áfram þessum niðurgreiðslum, - og að öðru óbreyttu - þá séu horfur á að kostnaður við rafhitun íbúðar- húsnæðis fari á þessu ári upp í 100% af kyndingarkostnaði með óniðurgreiddri olíu, og verði þann- ig ekki „aðeins“ fjórfalt til fimmfalt hærri en upphitunarkostnaður í Reykjavík eins og nú er, heldur nær sjöfalt hærri. Áætlað er að miðað við verðlag í janúar 1983, þá muni þurfa um 100 miljónir króna á ári til þess að tryggjaþað skref í jöfnunarátt, sem nefndin gerir ráð fyrir, það er að kostnaður við rafhitun verði ekki meiri en 60% af kyndingarkostnaði með óniðurgreiddri olíu. - Auk þess leggur nefndin til að nokkurri fjárupphæð verði einnig varið til að greiða niður stofnkostnað þeirra hitaveitna, sem verst eru settar, og þar gert ráð fyrir 6 miljónum króna. Orkuskattur meðan beðið er hækkunar á orkuverði til stóriðju Aðaltillaga nefndarinnar varð- andi fjáröflun vegna þessara mála er sem áður sagði veruleg hækkun orkuverðs til stóriðju og að hluta þess fjár, sem þannig aflast, verði varið til að tryggja þá lækkun hit- akostnaðar hjá dýrum veitum sem við er miðað í nefndarálitinu. Nefndin gerir enn- fremur þá tillögu að meðan ekki hefur tekist að knýja fram hækkun orkuverðs til stór- iðjunnar þá verði þetta fé til bráða- birgða greitt úr ríkissjóði, ann- að hvort af núverandi tekjum hans að öllu leyti, eða að hálfu af núver- andi tekjum ríkissjóðs og að hálfu með sérstökum orkuskatti, sem legðist á alla notorku, nema orku til fiskiskipa og þá raforku sem nú er verðjöfnunargjaldskyld. - Öll slík skattheimta og greiðslur úr ríkissjóði féllu niður, þegar orku- verð til stóriðjunnar hefði verið hækkað. Sá orkuskattur, sem þarna er tal- að um að lagður yrði á þyrfti að nema 0,75 aurum á kílówattstund, og er honum þá ætlað að standa undir helming þeirra niður- greiðslna, sem tillagan gerir ráð fyrir. Svo dæmi sé tekið þá myndi slíkur orkuskattur til bráðabirgða hafa í för með sér 5% hækkun hit- akostnaðar hjá viðskiptamönnum Hitaveitu Reykjavíkur. Nefnd sú sem þessar tillögur ger- ir var skipuð af iðnaðarráðherra með einum manni frá hverjunt flokki. í henni áttu sæti Guðmund- ur Bjarnason, alþingismaður, Gunnar R. Pétursson, rafvirki, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, al- þingismaður og Kjartan Ólafsson, ritstjóri sem var formaður nefndar- innar. Ritari nefndarinnar og ráðu- nautur var Gylfi ísaksson, verk- fræðingur. Með þreföldun orkuverðs til álversins mætti lækka verð til almennings- rafveitnanna um fullan helming. Þorvaldur Garðar Kristjánsson hafði fyrirvara um einstök atriði í nefndarálitinu en aðrir nefndar- menn skrifuðu undir án fyrirvara. sjónarhorn »> „Þetta eru tvö lítil dœmi um það hvernig blaðamenn Þjóðviljans oft og tíðum virðast gera sér far um að gefa lesendum blaðsins ranga mynd af sjávarútveginum“ Neikvæð skrif Þjóðviljans um sjávarútvegsmál Alþýðubandalagið hefur jafn- an lagt á það áherslu, að flokkur- inn hafi sérstakan áhuga á inn- lendri atvinnustarfsemi. Ekki fæ ég séð að blaðamönnum Þjóðvilj- ans (bl.Þ.) sé kunnugt um þetta áhugamál flokksins. Ég tel og ég held að flestir hljóti að vera á sömu skoðun, að sjávarútvegurinn sé hornsteinn innlendrar atvinnustarfsemi. Þeir blaðamenn, sem vilja efla þenn- an atvinnuveg, segja frá því sem vel hefur tekist og skýra fyrir al- menningi hver staða sjávarút- vegsins er í íslenskum þjóðarbú- skap. Jafnframt er nauðsynlegt að benda á það, sem betur má fara og hverju stefna beri að. Flestir bl.Þ. gera ekkert af þessu. Þeir leita fyrst og fremst að því sem miður fer og blása það út langt um fram það sem eðlilegt má teljast. Alltof mikið er af órökstudd- um fullyrðingum um menn og málefni þegar.sjávarútvegurinn á í hlut. Ég ætla að nefna hér tvennt máli mínu til stuðnings: 1. Erlent verkafólk á Djúpa- baksíðu Þjóðviljans 4. jan. 1983 eru fyrirsagnir eins og: „Svikin loforð og slæmur að- búnaður“, „Lög sett í fyrra, þver- brotin á Vestur-íslendingum", „Munnlegt samkomulag ekki haldið". Þetta eru stór orð. í ákafa sín- um við að koma höggi á atvinnu- rekendur brugðust bl.Þ. þeirri frumskyldu sinni, að kynna sér viðhorf beggja deiluaðila, áður en rokið er til og frétt sett í blað- ið. Á baksíðu Þjóðviljans næsta dag er síðan viðtal við formann verkalýðsfél. á staðnum og fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins sem í hlut á. Báðir voru undrandi á frétt þessari og gáfu að þvf er mér virtist fullnægjandi skýringu á þeim atriðum, sem kvartað var yfir. í Þjóðviljanum þ. 12. jan. er viðtal við Arnmund Backmann með yfirskriftinni, „Andi lag- anna þverbrotinn". Lögfræðing- ar eiga oft erfitt með að koma sér saman um hvernig skilja beri ein- stakar lagagreinar. En þegar þeir fara að tala um anda laga, hefur það auðvitað ekkert nteð lög- fræði að gera, heldur eru þeir farnir að segja til um það, hvað þeim finnst rétt og hvað rangt. Fréttin var semsagt ekki sann- leikanum samkvæm og hefði aldrei átt að birtast. Eftir stendur að þeir á Djúpa- vogi hafa ekkert gert af sér. Skrif bl.Þ. valda þó því, að lesendur blaðsins telja án efa að illa hafi verið farið með erlenda verka- fólkið. 2. Samanburður á rækjuverði hér og í Noregi: í Þjóðviljanum þ. 7. jan. var grein á forsíðu um þetta efni með fyrirsögninni: „Norðmenn greiða 238% hærra verð“. Þ. 11. jan. er síðan komið að einu uppáhalds viðfangsefni bl. Þjóðviljans en það er að finn einhvern sökudólg þegar atvinnurekstur er annars vegar, í grein með fyrirsögninni: „Hver hirðir mismuninn?" Ólafur Gunnars- son skrifar Frá félagi rækjuvinnslustöðva birtist greinargerð í Þjóðviljan- um þ. 12. jan. með fyrirsögninni, „Villandi samanburður á rækju- verði“. Þar er skýrt frá því, sem þeir sem til þekkja vissu raunar, að verðsamanburður á þann hátt sem gerður hafði verið í Þjóðvilj- anum þ. 7. jan. og 11. jan. er út í hött. Auk þess sem þar kemur fram, má bæta við að styrkur til norska sjávarútvegsins nemur hærri upphæð en útflutningsverð- mæti allra frystra sjávarafurða frá íslandi. Fréttin er því alröng. En þó málið sé upplýst er án efa efst í huga lesenda Þjóðviljans þær ris- afyrirsagnir, sem gáfu í skyn, að eitthvað stórlega mikið væri að í þessu efni. Þetta eru tvö lítil dæmi um það hvernig bl.Þ. oft og tíðum virðast gera sér far um að gefa lesendum blaðsins ranga mynd af sjávarút- veginum. Eg er ekki frá því, að sumir þeirra hefðu gott af því að fá sér frí á Þjóðviljanum og fara í fisk- vinnu á Djúpavogi. Bæði gerðu þeir sjávarútvegin- um með því meira gagn en sem bl.Þ. og svo hitt að e.t.v. yrðu viðhorf þeirra til sjávarútvegsins jákvæðari þegar þeir koma aftur til starfa á Þjóðviljanum. Ól.G. Ólafur Gunnarsson er fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar J Neskaupstað.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.