Þjóðviljinn - 11.02.1983, Side 12

Þjóðviljinn - 11.02.1983, Side 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ALÞYÐUBANDALAGIÐ Árshátíð ABK Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur árshátíð sína laugardaginn 12. febrúar í Þinghóli, Hamra- borg 11. Matur verður að sjálfsögðu á boðstólum; kalt borð og heitir pottréttir, en á undan matnum verður borinn fram lystauki. Stuðlatríó mun leika undir borðum og fyrir dans- inum sem mun duna fram eftir nóttu. Veislustjóri verður Helgi Seljan alþingismaður. Húsið verður opnað kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 19.30. Miðasala verður í Þinghóli þriðjudaginn 8. febrúar og miðvikudaginn 9. febrúar frá kl. 20.30 til kl. 22.30. Borðapantanir á sama tíma. Nánari upplýsingar hjá Lovísu í síma 41279. - Alþýðubandalagið í Kópavogi. Helgi Seljan Miðstjórn Alþýðubandalagsins Fundur verður haldinn í miðstjórn AB föstudaginn 11. febrúar kl. 20 í Sóknarsalnum Freyjugötu 27. Fundinum verður fram haldið á sama stað kl. 10 laugardaginn 12. febrúar. Síðari umferð forvals í Norðurlandi eystra - Hvar og hvenær? Síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins um skipan framboðslista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fer fram laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. febrúar svo sem hér segir: Ólafsfjörður: laugardaginn 12. febrúar í Einingarhúsinu milli kl. 14 ög 16. Dalvík: í Bergþórshvoli laugardaginn 12. febr. kl. 13-17 og sunnud. 13. febr. kl. 13-15. Akureyri: í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, laugardaginn 12, febr. kl. 13-16 og sunnud. 13. febr. kl. 13-18. Húsavík: í Snælandi laugard. 12. febr. kl. 10-12 og 13-16. S-Þingeyjarsýsla: Að Helluhrauni 14 í Mývatnssveit, laugardaginn 12. febr. og í Garði 3, sunnud. 13. febr. til kl. 17. Annars staðar verður farið með kjörgögn til félaga. Raufarhöfn: í Hnitbjörgum sunnud. 13. febr. kl. 16-19. Þórshöfn og nágrenni: Að Vesturvegi 5, laugard. 12. febr. kl. 13-16 og sunnud. 13. febr. kl. 13-14. Reykjavík: Á skrifstofu Álþýðubandalagsins, Grettisgötu 3, í vikunni fyrir kjördaga á skrifstofutíma kl. 9-17. Unnt er að kjósa utan kjörfundar og ber þeini sem þess óska að snúa sér til | uppstillingarnefndarmanna á hverjum stað. Allar nánari upplýsingar • veitiruppstillingarnefnd: Páll Hlöðversson, formaður, Akureyri, Sigríður Stefánsdóttir, Akureyri, Björn Þór Ólafsson, Ólafsfirði, Sigurður R. Ragnarsson, Mývatnssveit, Ragnar Sigfússon, Gunnarsstöðum, Þistil- firði, Ólafur Sigurðsson, Dalvík, Örn Jóhannsson, Húsavík, Þorsteinn i Hallsson, Raufarhöfn. Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráð Bæjarmálaráð heldur fund í Þinghóli, laugardaginn 12. febrúar kl. 10 árdegis. Dagskrá: 1) Fjárhagsáætlun, 2) Önnur mál. Alþýðubandalagið Akureyri. Fundur bæjarmálaráðs verður haldinn mánudaginn 14. febrúar kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1983. Fulltrúar í nefndum og aðrir félagsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Bæjarmálaráðsfundur - Alþýðubandalagið Hafnarfírði ABH boðar til bæjarmálaráðsfundar mánudaginn 14. febrúar, að Strand- götu 41 (Skálanum) kl. 20.30. Umræðuefni: Fjárhagsáætlun Hafnarf- jarðarbæjar 1983. Stjórnin ÚTBOÐ Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í mölun efnis viö Kirkjubók í Staðardal og Kollafjarðar- nes í Strandasýslu. Efnismagn er 10.000 m3. Verkinu skal aö fullu lokiö þann 1. september 1983. Útboösgögn veröa afhent hjá aðalgjaldkera Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík og á umdæmisskrifstofunni á ísafiröi frá og meö mánudeginum 14. febrúar n.k. gegn 1000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerö ríkisins skriflega eigi síöar en 18. febrúar. Gera skal tilboö í samræmi viö útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboös til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14:00 hinn 25. febrúar 1983 og kl. 14:15 sama dag verða tilboðin opnuð þar aö viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavík, í febrúar 1983. Vegamálastjóri. Enginn verður óbarinn biskup - þeir þurftu líka að stiga sín fyrstu spor. ; ABR auglýsir: - Félagsmálanámskeið Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur ákveðið að halda sex kvölda félags- málanámskeið í febrúar og mars. Kennd verða undirstöðuatriði ræðu- mennsku, fundarskapa, framsagnar og samningar blaðagreina. Einnig er ráðgert að fjalla um sögu og uppbyggingu Alþýðubandalagsins. - Þátttak- endur skrái sig fyrir mánudaginn 14. febrúar á skrifstofu ABR, Grettis- götu 3, í síma 17500. - Nánar auglýst síðar. Forval í Vesturlandskjördæmi - Síðari umferð Uppstillingarnefnd Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi hefur á- kveðið að síðari umferð forvals fari fram laugardag og sunnudag 18. og 19. febrúar n.k. Eftirtaldir félagar hafa gefið kost á sér til þátttöku: Einar Karlson, formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms Gunnar Gunnarsson, skipstjóri, Ólafsvík Jóhann Ársælsson, skipasmiður, Akranesi Jóhanna Leópoldsdóttir, verslunarstjóri, Vegamótum Jóhannes Ragnarsson, sjómaður, Óiafsvík Kristrún Óskarsdóttir, sjómaður, Stykkishólmi Ragnar Elbergsson, hreppsnefndarmaður, Grundarfirði Ríkharð Brynjólfsson, kennari, Hvanneyri Sigurður Helgason, bóndi, Hraunholtum Skúli Alexandersson, alþingismaður, Hellissandi. Nánari upplýsingar gefa uppstillingarnefndarmenn, sem eru: Halldór Brynjúlfsson, Borgarnesi (7355), Kristjón Sigurðsson, Búðardal (4175), Svanbjörn Stefánsson, Hellissandi (6657), Sveinbjörn Þórðarson Ólafs- vík (6149) Guðjón Ólafsson, Akranesi (1894), Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði (8811), Kristrún Óskarsdóttir, Stykkishólmi (8205) og Sig- urður Helgason, Hraunholtum. Alþýðubankinn Ráðinn aðstoðar- bankastjóri Jóhannes Siggeirsson hagfræð- ingur hefur verið ráðinn aðstoðar- bankastjóri Alþýðubankans h/f, frá 1. apríl n.k. Jóhannes er fæddur 27. septem- ber 1947, hann lauk stúdentsprófi frá Kennaraskóla íslands 1969 og prófi frá viðskiptadeild Háskóla ís- lands 1973, stundaði úm eins árs skeíð framhaldsnám í þjóðhags- fræði við Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Jóhannes starfaði tvö ár hjá kjar- arannsóknarnefnd eftir að hann lauk námi, starfaði tvö ár hjá Al- þýðubankanum, en frá 1978 hefur hann verið hagfræðingur Alþýðu- sambands íslands. * Tilkynning til fflSá launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því aö eindagi launaskatts fyrir mánuöina nó- vember og desember er 15. febrúar n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem van- greitt er, talið frá og meö gjalddaga. Dráttar- vextir eru 5% á mánuði. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóös, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskattskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Auglýsið í Þjóðviljanum Vaka ályktar: Gróf íhlutun / 1 Rvíkur Vegna samþykktar Stúdentaráðs Háskóla Islands þar sem einhliða farmiðahækkun SVR var for- dæmd, hafa Vökumenn í Háskóla íslands samþykkt ályktun þar sem fram kemur að þeir telja óeðlilegt að ríkisvaldið sé að hlutast til um málefni sveitarfélaga með þeim hætti sem þá var gert. Telja Vökumenn það siðferði- legan rétt Reykvíkinga að ráða rekstri þjónustufyrirtækja sinna og segja að lögbann Verðlagsstofnun- ar vegna 50% hækkunar SVR sé brot á rétti Reykvíkinga. „Eða hvaða þýðingu hefur það að kjósa borgarstjórn sem skal í svo veigam- iklum málum hlýða fyrirmælum ríkisins?" spyrja Vökumenn. Súkkulaði handa Silju komið út Bókavarðan hefur gefið út leikrit Nínu Bjarkar Árnadóttur, Súkku- laði handa Silju. Það leikrit er nú til sýningar á Litla sviði Þjóðleikhússins og eru myndir úr þeirri sýningu prentaðar með textanum. Leikritið fjallar um móður og dóttur í heldur óyndislegum víta- hring í samtímanum og hefur hlotið mjög jákvæða dóma gagnrýnenda. Kvikmynda- blaðið er komið út Febrúar/mars hefti Kvik- myndablaðsins er komið á blaðsölustaði. Meðal efnis: Spennu- myndir. Fjallað um nýja íslenska kvikmynd „Húsið/trúnað- armál" sem frumsýnd verður í mars. Myndir á leiðinni í kvik- myndahúsin. Síðustu fregnir úr kvik- myndaheiminum, og fleira og fleira. Verð kr. 60.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.