Þjóðviljinn - 11.02.1983, Side 15

Þjóðviljinn - 11.02.1983, Side 15
' ‘ Vöstudagur Í‘983j‘ ÞjÓÖVltJÍNN — SIÐA 19 RUV ö 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: Vilborg Schram talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Barna- heimilið“ eftir Rögnu Steinunni Eyjólfs- dóttur.Dagný Kristjánsdóttir les (5). 9.20 Leikfimi. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Mér eru fornu minnin kær. Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þáttinn RÚVAK). 11.00 íslensk kór- óg einsöngslög 11.30 Frá Norðurlöndum.Umsjónarmað- ur: Borgþór Kjærnested. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. A frívaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna 14.30 „Nútímakröfur“, smásaga eftir Wil- liam Heinesen . Þorgeir Þorgeirsson þýddi. Hjalti Rögnvaldsson les seinni hluta. 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Ráðgátan rannsökuð“ eftir Töger Birkeland.Sig- urður Helgason les þýðingu sína (5). 16.40 Litli barnatíminn.Stjórnandi: Gréta Ólafsdóttir (RÚVAK): 17.00 Með á nótunum .Létt tónlist og leiðbeiningar til vegfarenda. Umsjónar- maður: Ragnheiður Davíðsdóttir. 17.30 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þor- steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljóm- plötur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Kvöldtónleikar 21.40 Viðtal.Vilhjálmur Einarsson ræðir við Ragnheiði Sigbjörnsdóttur, Höfn, Hornafirði. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passíusálma (11). 22.40 Kynlegir kvistir IV. þáttur - „Bisk- upsefni á banaslóð“. Ævar R. Kvaran flytur frásöguþátt um Jón biskup Vída- lín. 23.05 Kvöldgestir.- Þáttur Jónasar Jónas- sonar. 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir 01.10 Á nætuvaktinni - Sigmar B. Hauks- son - Ása Jóhannesdóttir. 03.00 Dagskrárlok. RUV bamahorri 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.45 „Adam and the Ants“ Hljómsveitin „Adam and the Ants“ skemmtir. Kynn- ir Þorgeir Ástvaldsson. 21.00 Kastljós. Þáttur um innlend og er- lend málefni. Umsjónarmenn: Sigur- veig Jónsdóttir og Ögmundur Jónasson. 22.05 Grandisoníjölskyldan (Grandison) Ný þýsk sjónvarpsmynd. Leikstjóri: Achim Kierz. Aðalhlutverk: Marléne Jobert, Jean Rochefort og Helmut Qu- altinger. Ástar- og örlagasaga, sem styðst við sögulegar heimildir frá árinu 1814. Myndin lýsir yfirheyrslum rann- sóknardómarans í Heidelberg yfir_ „hinni engilfögru Rósu Grandison“ eins og segir í skjölum hans, og viðleitni hans til að fá Rósu til að vitna gegn eigin- manni sínum, sem grunaður var um að hafa auðgast ágripdeildum. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 23.50 Dagskrárlok. frá lesendum Við fórum í Æfingaskólann á þriðjudaginn og hittum þar nokkra hressa krakka sem sögðust vera a 2. bekk A og heita Kjartan, Friðrik, Eva, Hiidur og Ólöf. Þeim fannst frekar gaman í skólanum og skemmti- legast að reikna og skrifa sögur. - RJS/HHjv Gunnar Thoroddsen, forsæt- isráðherra „Þúbýrð að flestra hylli” Frá Skeggja Skeggjasyni Hugsað til Gunnars Thor- oddsens, forsætisráðherra á fyrstu mánuðum ársins 1983: Fráleitt mun alltaf innbyrðis ró þótt öllu haldir í stilli. Prátl fyrir deilur og þrátt fyrir róg þú býrð að flestra hylli. Það þótti afrek hjá sátta- semjara er hann leysti erfiðar deilur á einni nóttu en ein- hverjum kom í hug, að hann hefði e.t.v. ekki verið alveg einn í ráðum. Þá varð þessi vísa til. Gunnar er í gjörðum slyngur, greiðir flækjur bak við tjaldið. Pað hefði enginn fslendingur annar, þessum málum valdið. Heimsókn í œjingaskólann Við vorum í Æfingaskólanum á þriðjudagsmorguninn og hittum þar Svavar Guðmundsson kennara. Hann var að æfa þjóðdansa með 10 ára börnum. Svavar æfði hér á árum áður Þjóðdansaflokkinn. Við tókum tvenn pör tali. Þau sögðust vera að æfa nokkra dansa sem þau ætluðu að taka upp á myndsnældu og senda til bekkjar í Lundi í Svíþjóð sem þau skrifast á við. Þau sögðu þetta vera fjórðu æfinguna og að skemmtileg- asti dansinn væri kúrekadans. - HHjv/RJS LjósmyndiivArnar og Ólafur Friðrik með vinnubókina sína. Ættu að líta í eiginn barm Lesandi skrifar: Þeir hafa alltaf nóg að gcra á Alþingi, þessir blessaðir þingmenn okkar, sem nú á að fara að fjölga, líklega til þess að þeir anni frekar verkefn- unum. Þar er þjarkað um bráða- birgðalög, stjórnarskrá, kjör- dæmaskipun og kosningalög og hvali. Og bráðum bætist álmálið við. Og ekkert gengur né rekur þó að þvælt sé fram og aftur dag eftir dag og viku eftir viku. Að vísu er nú búið að afgreiða hvalamálið. Þar voru þingmönnum sett á- kveðin tímamörk tii af- greiðslu, annars hefðu þeir haldið áfram að sparka því á milli sín eins og öðrú. Nú er ég einn af þeim, sem tel sjálfsagt að friða hvalina á meðan verið er að ganga úr skugga um hvort vit sé í að stunda þær veiðar í þeim mæli, sem gert hefur verið. Raunar er hér alls ekki um friðun að ræða heldur aðeins takmörkun á veiðum, en það er eins og mönnum sjáist yfir það. En þótt ég sé þessa sinnis þá kann ég illa afskiptum Bandaríkjamanna og viðleitni þeirra til að hafa áhrif á á- kvörðun okkar íslendinga. Þeir hafa nú aldrei neinir friðunarmenn verið nema þá í eigin hagsmunaskyni. Þeir hafa ofsótt minnihlutaþjóð- flokka þar vestra með hinurn svívirðilegasta hætti. Þeir of- sóttu og drápu frumbyggja Ameríku og stálu landinu frá þeim. Er sá ferill þeirra ljótari en svo, að orðum verði að komið. Hvað ætli þessir herrar hefðu sagt, ef aðrar þjóðir hefðu heimtað af þeim að friða índíána og svertingja og heitið afarkostum ella? Ætli þeir hefðu ekki frábeðið sér þá afskiptasemi og mætti þó ætla að lifandi fólk væri ekki réttminna en hvalir?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.