Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 17
Helgin 19.-20. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 i 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. mars 1983 _____________________________________________________________________________________ fíætt við Jón Þorsteinsson óperusöngvara við hollensku óperuna í Amsterdam Alltaf þykir okkur íslendingum jafn ánægjulegt aö frétta af velgengni landans út í hinum stóra heimi og þá ekki síst á sviöi lista. Sumir eru líka býsna duglegir viö aö auglýsa ágæti sitt upp hér heima og viö því er í sjálfu sér ekkert aö segja ef þeir síðan standa undir þeim ágætum sem auglýst eru upp. Aörir eru hlédrægir og láta lítið fyrir sér fara fyrr en öllu námi er lokið og einhver árangur hefur náöst sem viðurkenning hefur fengistfyrirerlendis. Mérdatt þetta í hug, þegar mér gafst kostur á að dvelja dagpart með Jóni Þorsteinssyni tenórsöngvara í Akademíu hollensku óperunnar, þarsem hann stundar nám, auk þess aö vera orðinn einn af aöal tenórum hollensku óperunnar og hefur sungiö viö einstakan orðstír hvert stórt hlutverkið á fætur ööru. Jón er afskaplega hlédrægur maður og þaö var einungissökum kunningsskapar okkar aö hann veitti mér þaö viötal sem hér fer á eftir. Ég heyrði fyrst í Jóni Þorsteinssyni í hinni stórkostlegu konsertför Pólýfónkórsins til Spánar sl. sumar en þar var ég einn af fararstjórum kórsins áferö hans um Spán. Jón var þá einn af einsöngvurum kórsinsog ég spuröi hann þá hvers vegna hann heföi ekki látið vita meira af sér heima á íslandi en ber vitni. Svariövarstuttog laggott. „Ég erað læra söng“. Mér finnst ég standa í skuld viö afa minn Söng 5 ára í kirkjukór En hver er Jón Þorsteinsson og hvernig hófst hans söngferill? Ég er Ólafsfirðingur og alveg frá því að ég man eftir mér hef ég vanist tónlist, því að á mínu heimili var mikill tónlistaráhugi og raunar var áhugi fyrir listum þar meiri en ég hygg að hafi verið á heimilum fólks almennt þegar ég var að alast upp. Móðir mín var píanóleikari og faðir minn leikari af guðs náð. Og svo var það hann afi minn blessað- ur, Jón Frímannsson, sem á kannski stærri hlut að máli en nokkur annar að áhugi minn á söng hefur alltaf verið fyrir hendi. Hann söng í kirkjukór í 63 ár, hvorki meira né minna og söng bassa. Ég var ekki nema 5 ára þegar hann byrjaði að taka mig með sér í messur á sunnudögum og ég var fljótlega látinn syngja og söng þá alt-rödd. Þá var oft gaman og ég sé það núna að á þessu lærði ég meira en ég gerði mér grein fyrir lengi vel. Því finnst mér sem ég skuldi honum afa mínum all nokkuð og greiði þá skuld best með því að læra eins vel og verða eins góður söngvari og hæfileikar mínir frekast leyfa. Og svona til viðbótar má geta þess að á mínum ungdómsárum var starfræktur músikk-skóli á Ólafsfirði undir stjórn Magnúsar Magnússonar og þar lærði'ég í nokkur ár að leika á píanó, meira að segja varð ég svo frægur að leika undir á píanó hjá karlakórnum á staðnum. Við vorum 7 systkinin og foreldrum okkar var í mun að láta okkur hlusta á góða tónlist og m.a. lærðu tvær systur mínar að leika á fiðlu. Ætlaði að læra hjúkrun Varstu strax sem unglingur ákveðinn í að verða söngvari? Nei, ertu frá þér maður, ég ætlaði að læra hjúkrun og til þess fór ég 1971 til Reykja- víkur og hóf nám á hjúkrunarkjörsviði við Lindargötuskólann. Óg meðal annars vann ég á Kleppsspítalanum í 2 ár, ég hafði af- skaplega mikinn áhuga fyrir hjúkrunar- fræðunum. En næstum strax eftir að ég kom til Reykjavíkur fór ég í Pólyfónkórinn, enda var söngáhuginn alltaf fyrir hendi og ég gerði þetta aðeins ánægjunnar vegna en ekki vegna þess að ég ætlaði mér einhvern frama á þessu sviði, ekki þá. Ég var 2 ár í Pólyfón og þar kynntist ég Ingólfi Guðbrandssyni, sem ég á óendanlega mikið að þakka. Hjá honum lærði ég vandvirkni við allan undirbúning tónlistarflutnings sem hefur verið mér ómetanlegt. Ég þori líka að fullyrða að einmitt þessi endalausa þolinmæði og vandvirkni Ingólfs hefur orð- ið til þess að hann hefur náð meiru útúr Pólyfónkórnum en nokkur annar hefði get- að gert, kórinn hefur verið á heimsmæli- kvarða j)egar hann hefur verið bestur. Fyrir svo utan þetta hefur Ingólfur verið óþreyt- andi að hvetja mig til söngnáms, hann hefur alltaf trúað á mig eins og sagt er. Það hefur verið mér ómetanlegur styrkur. Ég sjálfur hafði hinsvegar ekki mikið álit á sjálfum mér sem söngvaraefni. Þess vegna var það að ég hélt til Noregs 1973 tii frekara náms í hjúkrun. Ég ætlaði að verða það sem kallað er - hjúkrunardjákni - eða hjúkrun- arbróðir - hvort sem menn vilja kaíla það. Og í námi mínu í Noregi kynntist ég konu, sem var að kenna hjúkrun, hún var lærð geðhjúkrunarkona. Hún hafði verið söng- kona og hafði iært all mikið á því sviði og við urðum miklir vinir. Einhverja roku hef- ur hún heyrt mig reka upp, því að einu sinni kaliaði hún á mig og bað mig syngja fyrir sig. Eftir það sagði hún: Nú hættir þú öllu hjúkrunarnámi og ferð að læra söng. Ég hélt áð hún væri að gera grín að mér og sagði þvert nei. En hún lét sig ekki. Og svo losnaði tími og þá... Ég segi það alveg satt að ég gerði það eingöngu fyrir hana að fara í prufutíma til frægasta söngkennara Noregs. Ég söng og kennarinn sagði að ég hefði góða rödd en því miður væri enginn tími laus hjá sér, sem stæði og þá ætlaði ég bara að hætta við þetta. En - þá losnaði tími hjá þessum kennara, sem er kona, og hún bauð mér að koma. Það voru raunar ekki nema 4 tímar sem lausir voru og hún sagði að ef ég stæði mig vel og sýndi framfarir þá fengi ég að halda áfram. Hjá þessum kennara var ég allt til ársins 1975, ekki samfellt, enda var ég áfram í mínu hjúkrunarnámi, sem ég lét ganga fyrir söngnáminu, enda varð ég að vinna fyrir mér með náminu og hafði starf á nóttunni í Ríkisfangelsinu í Osló. Erfitt að gera uppá milli Svona gekk þetta og ég var bæði í hjúkrunar- og söngnámi og mér fór fram í söngnum og þá tók það að togast á í mér hvoru ég ætti að helga mig óskipt, enda fór þetta tæpast vel saman. Það var erfitt að gera uppá milli, nú, en svo valdi ég sönginn og ég man vel hvað mér var órótt þegar ég hafði tekið þessa ákvörðun og ég fór að hugsa um það að nú væri mín framtíð undir söngnum komin og hvað svo ef ég myndi missa röddina eða eitthvað koma fyrir hana? í dag sé ég ekki eftir að hafa tekið þessa ákvörðun, en ég sakna hjúkrunar- starfsins. Ég var svo við söngnám í Tónlist- arháskólanum í Osló 1975/1976 og um jólin 1976 bað Ingólfur Guðbrandsson mig að koma heim og syngja H-moll messuna með Pólyfónkórnum, sem ég og gerði. Þarna sýndi Ingólfur það sem oftar að hann hafði trú á mér og Guð blessi hann ævinlega fyrir það. En svo fórstu frá Noregi? Já, satt best að segja þá kunni ég aldrei við mig í Noregi og ég ákvað að fara til Árósa í Danmörku og var við nám á Tón- listarháskólanum þar til ársins 1980. Árið 1979 söng ég með óperukór í Þýskalandi og þar kynntist ég fólki frá Ítalíu sem hvatti mig að koma þangað, sem ég og gerði og minn ágæti vinur Júlíus Vífill, sem þar var við söngnám, kom mér að hjá sínum söng- kennara. Sá heitir Arrigo Pola og er mjög frægur kennari, af mörgum frægum nem- endum hans má nefna sjálfan Pavarotti. Það var dýrt að læra hjá þessum fræga kennara og eftir einn vetur var ég orðinn skuldum vafinn og varð að hætta námi. Til að bjarga mér fékk ég starf í óperukór í Þýskalandi þar sem ég hafði góð laun sem öll fóru í að greiða upp skuldir. Mig langaði auðvitað mikið til að halda áfram námi og reyndi sem ég gat að fá námslán eða önnur lán sem myndu gera mér kleift að halda náminu áfram en það tókst ekki svo ég á- kvað að hætta námi í ársbyrjun 1980. En fjölskyldan mín hvatti mig eindregið til að halda áfram og þá ekki síst hann pabbi minn blessaður og með hjálp fjölskyldunnar, sem skrapaði saman handa mér, gat ég haldið áfram námi veturinn 1980. En svo um haustið virtust öll sund lokuð, en þá kynnt- ist ég fólki frá Amsterdam, sem benti mér á að sækja um starf í óperukórnum þar. Eins dauði er annars brauð Ég gerði þetta, mér var sagt að það væri engin tenórstaða laus, en það var einhver þrái í mér svo ég spurði, hvort ég mættí ekki koma og prufusyngja. Alveg sjálfsagt, var svarið en engin væri staðan. Ég söng fyrir þá og þeir sögðu þetta mjög gott og ef ein- hver staða losnaði, þá fengi ég hana. Dag- inn eftir eða svo var hringt og sagt við mig að ég væri ráðinn, það hefði einn tenórinn veikst og yrði ekki meira með. Þarna sann- aðist enn einu sinni að „Eins dauði er ann- ars brauð“ eins og máltækið segir. Þarna vann ég mér inn all mikla peninga og gat tekið til við að greiða upp skuldir. Mér þótti gaman að syngja í kórnum og var eiginlega farinn að sætta mig við að verða bara óperukórs-söngvari, sagði sem svo við sjálf- an mig: Allt í lagi Jón minn, þú verður ekkert meira en þetta. Samt var það nú svo að einhver lítil draumsýn um að verða eitthvað meira blundaði í mér og þegar mér voru gefin tækifæri að syngja smáhlutverk í óperuflutningi, þótt ég væri bara kórsöngv- ari, þá ákvað ég að sækja um í Akademíu hollensku óperunnar. Þar eru bara teknir inn 3 nemendur á ári, ég sótti um 1981 og var prófaður og 1. september 1982 komst ég að, einn af þremur en nokkrir tugir söngv- araefna sóttu um inntöku. Þetta taldi ég vera heiður fyrir mig og að það hlyti eitthvað að vera til í því að ég gæti orðið meira en óperukórsöhgvari. Sjálfstraustið hefur vaxið við þetta. Eg var svo heppinn að fá hér einhvern þann albesta söngkenn- ara sem ég hef verið hjá, það er bandarísk kona sem heitir Dixie Neill. Hún er heims- fræg á sínu sviði og hefur með meiru starfað sem raddþjálfari hjá Metrópólítan óper- unni, hún vann þar í ein 8 ár. Og það að vera hjá góðum kennara er lífsspursmál. Sjáðu til, á Ítalíu eru kannski 4 þúsund söngkennarar en bara 4 góðir og lélegur söngkennari getur eyðilagt hvaða söngv- araefni sem er. / stórhlutverk eftir 3 vikur Ég byrjaði í Akademíunni 1. september sl. eins og ég sagði og þann 24. sept. var ég kominn í stórt hlutverk í óperunni, söng þá í óperunni „Mavra“ eftir Stravinsky og síðan er ég búinn að fá mörg hlutverk í vetur og framundan er konsertferðalag hjá mér víða um Holland. (Það má skjóta því inní að þetta konsertferðalag Jóns hófst 11. mars sl. og er sennilega um það bil að ljúka). Ég mun svo hafa nóg að starfa í óperunni hér fram á sumar, auk námsins, og strax að loknu sumarleyfi verður farið víða um Hol- land með óperuna „Don Kíkóti" og jafnvel er fyrirhugað að fara með sýningar á henni til annarra landa. Ég syng þar annað aðal hlutverkið, Sansjó Pansa. Söngkennari Jóns, Dixie Neil, sem Jón segir einhvern besta kennara sem hann hefur haft. (Hér má skjóta því inní, að Jón Þorsteins- son hefur fengið mörg góð tækifæri í vetur, hann hefur sungið stórt hlutverk hjá hol- lensku óperunni, má þar nefna Madam Butterfly óperuna, Selda brúðurin, Don Kfkóti, Mavra og um þessar mundir er hann að æfa hlutverk í nútíma óperu sem heitir Schulu eftir A-Þjóðverjann Udo Zim- mermann. Og Jón hefur fengið hreint út sagt stórkostlega dóma fyrir frammistöðu sína). Nú áttu tvö ár eftir hér í Akademíunni, ertu farinn að skipuleggja framtíðina? Nei, alls ekki. Ég held að ef ég held rétt á spöðunum þá ætti ég að komast vel áfram og hafa nóg að gera. Minn draumur er að ferðast um og syngja en í augnablikinu hugsa ég um það eitt að taka framförum og verða góður söngvari. Það er mér mun meira virði að verða góður söngvari én frægur. Og gættu að því, söngvari er aldrei útlærður, hann verður alltaf heldur að bæta við sig og má aldrei staðna. Líf óperusöngv- arans er erfitt líf, hann hefur sitt hljóðfæri í líkamanum og það myndi margur kalla það meinlætalíf, sem lifa þarf til að skemma ekki þetta hljóðfæri. Megum við eiga von á konsert heima á Islandi innan tíðar? Ég kem og held konsert þegar ég er tilbú- inn, ég er það ekki ennþá að mér finnst. Ég held að vísu konsert fyrir mitt fólk hvenær sem ég kem heim, ég skulda þeim alltaf konsert. Eins gerði ég það mértil ánægju að halda konsert í mínum heimabæ, Ólafsfirði sl. sumar. Það var stórkostlegt, ég mun aldrei gleyma þeirri stundu. Nú ert þú búinn að vera erlendis í ein 11 ár hefurðu enga heimþrá? Jú, hvort ég hef, og hún hefur aldrei verið jafn sterk og í vetur, ég leið kvalir á stund- um af heimþrá. Vissulega hefur maður oft verið einmana í hinum stóra heimi þessi ár, 11 ár í 7 löndum, og fyllst heimþra,' en um það þýðir ekki að tala ef ætlunarverkið að verða góður söngvari á að takast. En að loknu námi, ætlarðu að setjast að heima? Ég hef enga ákvörðun tekið um það mál, mér líkar afskaplega vel hér í Hollandi, hér býr gott fólk og Amsterdam er stórkostleg borg. Ég gæti hugsað mér að setjast hér að, ef ég tek þá ákvörðun að búa erlendis, og það verð ég að gera ef ég ætla mér að verða atvinnusöngvari. fslenska óperan vekur vissulega vonir og hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Þess má og geta, að í flest- um löndum Evrópu er mikil kreppa í lista- lífi og þá ekki síst í óperunum. Nú er verið að loka hverju óperuhúsinu á fætur öðru í Þýskalandi og víðar og enginn veit hvað tekur við á þessu sviði. Svo mikið er víst að óperufólk hér er mjög kvíðið. Nú, en ég hugsa ekki svo mikið um’ þessa hluti núna, ég er á kafi í námi og vinnu, ég finn miklar framfarir hjá mér og einbeiti mér því að náminu og er afskaplega hamingjusamur, sagði þessi geðþekki og stórkostlegi tenór- söngvari að lokum. Undirritaðan langar að bæta því við að Jón bauð mér í heimsókn í Akademíuna og kynnti mig fyrir ráðamönnum og kennurum þar. Á þeim ummælum sem þetta fólk hafði um Jón og hvernig viðtökur hann fékk hvar sem hann fór um húsið, mátti glöggt sjá og heyra að Jón er þarna í miklum metum ekki bara sem persóna, heldur einnig sem söngv- ari. Menn þykjast greinilega vera þarna með í höndunum demant sem aðeins á eftir að fínslipa. S.dór. Tckkneski ópcrustjórnandinn Bohumic Gregor vinnur nú að uppsetningu nútímaóperu þar scm Jóneríeinuaf aðalhlutverkunum. ' Hcr eru þeir saman Jón Þorsteinsson og forstjóri hollensku óperunnar Hans Vertrugen. Æft fyrir tónleikaferð sem Jón var að halda í. Skylmingareruhluti þess æfingarprógrams sem nemendur óperu- akademíunnar verða að ganga í gegnum. Kennarinn er Gere Visser.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.