Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 15
Helgin 19.-20. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 nýlistasafhið . Nýlistasafnið Sýnishorn af bókaverkaeign Nýlistasafnsins hafa verið tíðir þátttakendur á al- þjóðlegum sýningum og aflað sér og safninu margra góðra sam- banda. Nú eru uppi raddir um að efna til meira samstarfs við erlendar lista- stofnanir og fylgja þá eftir þeirri kynningu á íslenskri list og Nýlist- asafninu sem hafin er á þeim vett- vangi. Erlendar gjafir til þjóðarinnar Erlendir listamenn hafa frá upp- hafi verið mjög hlynntir Nýlista- safninu, þeir hafa gefið til safnsins dýrmæt listaverk (heilu sýningarn- ar), stuðlað að góðum samskiptum og auglýst starfsemina á mjög já- kvæðan hátt. Þeir hafa sóst eftir því að gerast félagsmenn, svo sem heimilt er samkvæmt skipulagsskrá safnsins. Þegar svo er komið að útlending- ar sækjast eftir þátttöku í íslensku myndlistarlífi, þá hlýtur það að leiða til síaukinna umsvifa og per- sónulegra samband. Að baki þessu hlýtur að liggja eitthvað annað og meira heldur en samúð með fá- tækri þjóð og góðum vinum í list- inni, kannski sjá þeir vaxtarbrodd sem borinn er fram undir merki víðsýni og frjálslyndis, sem oft hef- ur fallið í skuggann erlendis fyrir hagsýni markaðsaflanna og þröng- an klíkuskap. í litlu samfélagi er oft auðveldara að byggja upp mark- visst starf, einhvers konar miðstöð tilrauna og framúrstefnu, - og er reyndar aðstaða til þess á íslandi nú um stundir, og þess vegna mikil- vægt að glutra ekki tækifærinu nið- ur. íslendingar eru nefnilega ekki lengur aðeins þiggjendur í myndlist heldur virkir þátttakendur í frum- legri nýsköpun, - og hafa verið um nokkurt skeið. Framtíð listar og safns Það er ekki nokkur vafi á því að með stofnun Nýlistasafnsins varð veruleg breyting til batnaðar í sam- skiptum myndlistarmanna inn- byrðis, þeir fylktu sér um ákveðna hugsjón sem spannar tvo áratugi í myndlistarsögu þjóðarinnar, og beinist í tvær höfuðáttir: Að því sem liðið er og þarfnast alúðlegrar umfjöllunar, og að framtíð listar- innar með öllu því brambolti sem henni fylgir. I framhaldi af þessu má geta þess að hinir 60 félags- menn í Nýlistasafninu koma frá öll- um myndlistarfélögunum, og segir það ekki svo lítið um samstarfsvilj- ann. Það ætti því öllum að vera ljóst að Nýlistasafnið er ekki hæli fýrir einangraðar hugmyndir eða eina stefnu f myndlist, markmið safnsins eru í fullu gildi og eiga að geta enst út öldina að minnsta kosti. Fram að þessu hafa fáir einstak- lingar sinnt starfsemi safnsins, og þá í stopulum tómstundum, en nú færist það sífellt meira í vöxt að ákveðnir hópar innan félagsins taki að sér verkefni, og er sýningin á verkum Dieters Roth fagurt dæmi um samvinnu margra hæfra manna. Þau eru óteljandi verkefnin sem Nýlistasafnið þarf að vinna í náinni framtíð, í fyrsta lagi þarf að fylla upp í eyður í listaverkaeigninni, í öðru lagi þarf að hefja markvissa kynningu á stefnum og tímabilum og í þriðja lagi þarf að koma skipu- lagi á allar heimildir um listræna starfsemi og efna til útgáfu á ýms- um þáttum hennar, t.d. með bóka- flokki, litskyggnuröðum, mynd- böndum og ljósmyndum. Þá væri æskilegt að gefa út vandað tímarit með fræðilegri umfjöllun um myndlist. Þegar litið er til þessara verk- efna, þá vaknar sú spurning hvern- ig megi fjármagna þær á sem auðveldastan hátt. Opinberir aðilj- ar hafa verið tregir til að láta fé af hendi rakna til safnsins, og er þess vegna vart treystandi á stuðning þaðan nema alger hugarfars- breyting komi til. En með fjölgun á félagatali Nýlistasafnsins ætti að skapast svigrúm til að skipta verk- efnum á milli manna, þannig að meiri hraði komist á framkvæmd- irnar. Með því móti ætti hugsjónin að lifa meðal listamannanna sjálfra, í stað þess kannski að daga uppi á stofnun sem hefði fjármagn frá ríki og borg og væri þess vegna illa sjálfstæð. En hvað sem öllum vangaveltum líður, þá er augljóst að Nýlistasafnið hefur haslað sér völl sem frumiegt og skapandi fyrirtæki, - hið eina og sanna nú- tíma listasafn á Islandi. Tónleikar í Norræna Á mánudagskvöldið halda þau Alexander Marks fiðluleikari, Sar- ah Boulton Smith lágfiðluleikari, og Anna Norman píanóleikari tón- leika í Norræna húsinu kl. 20.00, Á efnisskrá verður m.a. sonata fyrir fiðlu og lágfiðlu eftir Milhavd, sonata fyrir fiðlu og píanó eftir De- bussy og tríó fyrir fiðlu, lágfiðlu og píanó k. 498 eftir Mozart. Ktafla í Hrísey sýnir: Blessað Leikklúbburinn Krafla í Hrísey hefur að undanförnu sýnt leikrit Kjartans Ragnarssonar „Blessað barnalán". Leikstjóri Kjartan Bjargmunds- son. Leikritið hefur þegar verið sýnt sjö sinnum í Hrísey við dæma- fáa aðsókn og undirtektir, og hafa sýningar verið allvel sóttar úr landi. Um síðustu helgi hélt svo: leikhópurinn með varðskipinu Ægi til Grímseyjar og sýndi þar í sam- i komuhúsinu Múla, aðsókn var mjög góð. Grímseyingar á öllum aldri sóttu leikinn og var yngsti áhorfandinn 3ja mánaða. Næsta sýning verður um þessa helgi í samkomuhúsinu Sæborg í Hrísey. Sýningin verður á sunnu- daginn 20. mars kl. 21.00, miða- pantanir eru í síma 61718. Ferðir milli lands og eyjar með Hríseyjarferjunni Sævari eru frá Litla-Arskógssandi kl. 20.30 og frá Hrísey eftir sýninguna kl. 23.30 Fræðslufundur Landfræðifélagsins Skaftár- eldar 1783-1784 Fræðslufundur Landfræðifé- lagsins sem vera átti 7. mars 1983, verður haldinn 21. mars kl. 20:30 í Árnagarði við Suðurgötu. Theódór Theódórsson mun fjalla' um: Skaftárelda árin 1783-1784. Byggð og búseturöskun í Vestur— Skaftafellssýslu austan Mýrdals- sands. Fyrir Skaftárelda, árið 1783, voru byggð 116 býli í „Sveilunum milli Sanda“, þar af 20 hjáleigur. íbúar það árið voru um 1300 talsins. Árið eftir, síðsumars 1784, voru aðeins 55 býli í ábúð, þar af 6 hjá- leigur. íbúum hafði fækkað niður í um 520 manns, um 780 manns höfðu dáið eða flutt brott. íbúum hafði fækkað enn frekar árið 1785, eða niður í um 480. Alls eyði- lögðust 55 býli í eitt ár eða lengur, Íiar af 21 býli í 10 ár eða lengur. veruhús á 19 jörðum fóru undir hraun, 15 þeirra byggðust á ný. Gjóska lagði sjö bæi í eyði um lengri eða skemmri tíma í austan- verðu héraðinu. YFIRKJÖRSTJORN í SUÐURLANDS- KJÖRDÆMI TILKYNNIR: Framboðsfrestur vegna Alþingiskosninga 23. apríl n.k. rennur út þriðjudaginn 22. mars n.k. Framboðslistum ásamt samþykki frambjóðenda og listum með tilskildum fjölda meðmælenda ber að skila til formanns yfirkjörstjórnar, Kristjáns Torfasonar, bæjarfógeta í Vestmannaeyjum fyrir kl. 24.00 þann dag. Einnig má skila framboðum til Páls Hallgríms- sonar, fyrrverandi sýslumanns í Árnesþingi, Selfossi, fyrir lok framboðsfrests. Framboðslistar verða úrskurðaðir á fundi yfirkjör- stjórnar, sem haldinn verður á skrifstofu sýslumanns- ins í Árnesþingi að Hörðuvöllum 1, Selfossi, miðviku- daginn 23. mars n.k., kl. 14.00. YFIRKJÖRSTJÓRNIN í SUÐURLANDSKJÖRDÆMI Kristján Torfason Páll Hallgrímsson Jakob Havsteen Hjalti Þorvarðarson Vigfús Jónsson Lóðaúthlutun vj Úthlutaö verður lóöum í Kópavogi eins og hér segir: 1. Lóðum undir 11 raðhús með iðnaðar- aðstöðu í kjallara við Laufbrekku, áður Auðbrekku í Kópavogi. Aðkoma að kjallara er frá Dalbrekku. 2. Lóðum undir 2 einbýlishús við Álfa- tún. » Umsóknareyðublöö og úthlutunar- og skipu- lagsskilmálar liggja frammi á Bæjarskrifstof- unni í Kópavogi, Fannborg 2. Umsóknum skal skila á sama staö fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 12. apríl n.k. Bæjarverkfræðingur. RIKISSPITALARNIR lausar stöður LANDSPITALINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á lyflækningadeild frá 15. júní n.k. til 6 mánaða með möguleika á framlengingu. Starfið skiptist að jöfnu milli blóðskil- unardeildar og göngudeildar sykursjúkra. Um- sóknir er greini nám og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 2. maí n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar lyflækningadeildar í síma 29000. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast við handlækninga- deild til eins árs frá 15. apríl og 15. júní n.k. Um- sóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrif- stofu ríkisspítalanna fyrir 8. apríl n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar handlækningadeildar í síma 29000. SJÚKRALIÐAR óskast í fullt starf og í hlutastarf við öldrunarlækningadeild Landspítalans að Há- túni 10B. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. GEÐDEILDIR RIKISSPITALA HJÚKRUNARFRAMKVÆMDASTJÓRI óskast við geðdeildir ríkisspítala í fullt starf til afleysinga fram að n.k. áramótum. Umsóknir er greini nám og fyrri störf sendist Skrif- stofu ríkisspítala fyrir 7. apríl n.k. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 38160. KÓPAVOGSHÆLI STARFSMENN óskast til ræstinga við Kópavogs- hæli. Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma 41500. RÍKISSPÍTALAR Reykjavík, 20. mars 1983.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.