Þjóðviljinn - 19.03.1983, Blaðsíða 23
síðan niður. Það þýðir ekkert að
ásaka dómarana sjálfa, þeir eru
að sinna sínu starfí, en ég tel að
þetta eigi þátt í að hindra fram-
farir leikmanna, of mikil orka fer
í að mótmæla og vera með alls
kyns þras í stað þess að þeir ein-
beiti sér á fullu að leiknum sjálf-
um. Annar galli á dómgæslunni
er að dómararnir koma yfirleitt
frá félögum sem leika í úrvals-
deildinni þannig að hiutleysið er
ekki nægilegt. En, á mánudag
höfum við ekki áhyggjur af dóm-
gæslunni.“
- Ætlar þú að hirða fleiri frá-
köst en Brad Miley?
„Ég fer ekki inná völlinn með
það markmið að keppa við Mil-
ey, hvorki um fráköst né annað.
Hann er frábær í fráköstunum,
þau eru hans sterka hlið, en ég er
mikið fjölhæfari leikmaður!
Hlutverk mitt, eins og annarra í
liðinu, er að stöðva sóknarleik
Keflvíkinganna, þar hjálpumst
við að eins og ein heild. Þegar við
leikum eins og við getum best
þurfum við ekki að hafa áhyggjur
af einstökum leikmönnum ands-
tæðinganna.“
- Nokkur lokaorð, Torfi, Ríkki
og Tim?
Torfí: Það er leiðinlegt að spila
igraþá
falt...
á heimavelli með áhorfendur úr
Keflavík í meirihluta. Ég vona að
Valsmenn sameinist um að skapa
góða stemmningu og yfírgnæfi þá
keflvísku.“
Rikki: „Ég tek undir þetta með
Torfa: Við skulum sigra Keflvík-
inga tvöfalt, á leikvellinum og á
áhorfendapöllunum! “
Tim: „Við hittum á slæman
kafla í deildinni fyrir stuttu og
töpuðum tveimur leikjum í röð.
Hins vegar höfum við unnið fjóra
síðustu leiki og staðið okkur bet-
ur og betur og það er frammistað-
an í lokin sem skiptir öllu máli.
Valsliðið er leikreynt, undanfar-
in ár hefur reynsluleysið verið því
fjötur um fót og kostað sigur á
Islandsmóti, en nú er reynslan
fyrir hendi og hún telst okkur svo
sannarlega til tekna þegar úrslita-
leikurinn hefst á mánudagskvöld-
íslandsmót í körfu-
knattleik fór fyrst
fram árið 1952. ís-
landsmeistarar frá
upphafi hafa orðið
þessir:
1952-
1953-
1954-
1955-
1956-
1957
1958
1959
1960
1961
1962
1963-
1964
1965
1966
1967
1968
1969
1970
1971
1972
1973
1974
1975
1976
1977
1978
1979
- ÍKF
- ÍKF
- ÍR
- ÍR
- ÍKF
- ÍR
- ÍKF
- ÍS
- ÍR
- ÍR
- ÍR
- ÍR
- ÍR
- KR
- KR
- KR
- KR
- ÍR
-ÍR
- ÍR
- ÍR
- ÍR
- KR
- ÍR
- Ármann
- ÍR
- KR
- KR
1980-Valur
1981 - Njaróvík
1982- Njarðvik
1983- ?????
________________ Helgin 19.-20. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 2T
bridge
Islandsmótið hafið
Spilað alla helgina
íslandsmótið í sveitakeppni,
undanrás, hófst á Loftleiðum í gær-
kvöldi. 24 sveitir spila í 4 riðlum, 6
sveitir í hverjum. 2 efstu sveitirnar
úr hverjum riðli öðlast rétt til þátt-
töku í úrslitum íslandsmótsins, sem
verða spiluð um páskana, hefjast á
skírdag, og lýkur á páskadag.
Ef við rennum lauslega yfir
skipan riðla: A-riðill: Sigtryggur
Sigurðsson Rvk., Sigurður Vil-
hjálmsson R.nes., Jón Hjaltason
Rvk, Páll Pálsson Akureyri,
Þórður Elíasson Akranesi og
Bernh. Guðm. Rvk. B-riðiil: Aðal-
steinn Jörgensen Rvk, Gunnar
Þórðarson Selfossi, Þórarinn Sig-
þórsson Rvk, Gestur Jónsson Rvk,
Oddur Hjaltason Rvk og Eyjólfur
Magnússon Hvammst. C-riðill:
Ármann J. Lárusson R.nes, Gunn-
ar Jóhannesson Þingeyri, Karl Sig-
urhjartarson Rvk, Jón Þ. Björns-
son Borgarnesi, Leif Österby Sel-
fossi og Ólafur Lár. Rvk. D-riðill:
Egill Guðjohnsen Rvk, Aðalsteinn
Jónsson Eskifirði, Sævar Þor-
björnsson Rvk, Bragi Hauksson
Rvk, Ásgrímur Sigurbjörnsson
Siglufirði, Jón Stefánsson Akur-
eyri.
Þegar litið er á þessa niður->
röðun, virðist manni að B-riðill sé
áberandi sterkastur, miðað við
aðra. Þó ætti sveit Þórarins að
tryggja sér framhaldsrétt, en hverj-
ir hinir verða þorir þátturinn litlu
að spá um. Oddur, Gestur og
Aðalsteinn geta allir unnið þennan
riðil, og Þórarinn hæglega lent í 3.
eða 4. sæti þess vegna.
í A-riðli virðist nokkuð einsýnt,
að sveitir Jóns Hjalta og Sigtryggs
verði í tveimur efstu sætunum, en
ekki skyldi afskrá Sigurð V. og
Þórð Elíass., þær sveitir geta hæg-
lega bitið frá sér.
Sömu sögu er að segja um C-
riðil, þar ættu sveitir Ólafs og Karls
að vera nokkuð öruggar um efstu
sætin. Einna helst að Ármann veiti
viðnám, svona mest af gömlum
vana. Annars getur allt gerst í
bridge, og vonandi verða utanbæj-
arsveitirnar mun „aktívari“ í spila-
mennsku sinni á þessu móti, heldur
en undanfarin íslandsmót.
D-riðill er nokkuð sposkur. Þar
eru samankomin, að mati þáttar-
ins, mörg skemmtilegustu nöfnin í
dag. Sveitir Sævars, Aðalsteins,
Braga og allra hinna í þessum riðli
geta spilað stórskemmtilegan
bridge, að vísu með misjöfnum á-
rangri. Unga fólkið í sveit Braga er
til alls víst, Aðalsteinn (Alli) fer
ávallt á kostum, og bræðurnir frá
Siglufirði eru þekktir fyrir alit ann-
að en getuleysi við græna borðið.
Nú, og ekki má gleyma sveitum
Egils og Jóns Stef., þær eru hik-
laust með í baráttunni um hitt sætið
í þessum riðli. Ég gleymdi nefni-
lega að segja, að efsta sætið er frá-
tekið fyrir sveit Sævars...
En semsagt, mótið hófst í gær-
kvöldi og fyrsta umferðin ætti að
gefa vísbendingu um framhaldið.
Keppni hefst í dag kl. 13.30 og
einnig á morgun.
Áhorfendur eru að sjálfsögðu
hjartanlega velkomnir á þetta ís-
landsmót 1983.
Stórmót hjá
Sam vinnuferðum-
Landsýn
Laugardaginn 16. apríl nk.,
munu Samvinnuferðir-Landsýn
gangast fyrir Stórmóti í bridge.
Stórglæsileg verðlaun verða í
boði, eða utanlandsferðir auk pen-
ingaverðlauna fyrir 10 efstu sætin.
Það er orðinn árviss atburður hj á
Samv.ferðum að efna til slíks móts
og þarf ekki að hafa mörg orð um
slíka lyftistöng fyrir okkar því mið-
ur snauða bridge. Okkar maður
hjá S.L., Helgi Jóh., er löngu
þekktur fyrir dugmikið starf að
málefnum síns fyrirtækis og hversu
snilldarlega hann hefur nýtt það í
þágu bridge. Er ekkert nema gott
um það að segja. Hafi S.L., þökk
fyrir.
Nánar síðar.
íslandsmótið
í tvímenning
íslandsmótið í tvímenning verð-
ur óvenju seint á ferðinni í ár. Það
verður ekki haldið fyrr en um
miðjan maí, sennilega heigina
kringum 12. maí.
Mótið verður að líkindum með
sama sniði og síðasta ár, þ.e. opin
undanrás og 24 pör til úrslita.
Nánar síðar.
Bridgefélag
Breiðholts
S.l. þriðjudag var spilaður eins-
kvölds upphitunar-tvímenningur
fyrir væntanlega „Barometer“-
keppni.
Spilað var í 16 para riðli. Úrslit:
1. Sigurjón Tryggvason- stig
Sveinn Sigurgeirss. 297
2. Sigurbjörn Ármannss.-
Guðmundur Sigurst. 246
3. Sveinn Harðarson-
Gunnar Traustas. 224
4. Guðmundur Baldurs.-
Jóhann Stefánss. 222
5. Guðjón Jónsson-
Gunnar Guðmundss. 220
Meðalskor 210.
N.k. þriðjudag, 22. mars, hefst
síðan aðal-tvímenningskeppni fé-
lagsins, spilaður tölvugefinn Baro-
meter. Keppnisstjóri verður
Hermann Lárusson. Skráning hjá
Baldri (78055), Hermanni (41507).
Spilastaður er Menningarmið-
stöðin við Gerðuberg, og hefst spil-
amennska kl. 19.30, stundvíslega.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Að loknum 9 umferðum, tveim
kvöldum, í Barometertvímenningi
félagsins er röð efstu para þessi:
1. Kristófer Magnúss.— stig
Guðbrandur Sigurbergss. 110
2. Aðalsteinn Jörgensen-
Stefán Pálss. 79
3. Ragnar Magnússon-
Rúnar Magnúss. 77
4. Friðrik Guðmundss.-
Ægir Magnúss. 69
5. Friðþjófur Einarss.-
Ásgeir Ásbjörnss. 59
6. Loftur Eyjólfss.-
Karl Þorsteinss. 59
Frá Bridgedeild
Breiðfirðinga
Barometertvímenningskeppni
deildarinnar, lauk með sigri Jóns
Stefáríssonar og Þorsteins Laufdal.
Alls tóku 48 pör þátt í keppninni.
Röð efstu para varð:
stig
Jón Stefánsson-
Þorsteinn Laufdal 786
Gunnar Karlsson-
Sigurjón Helgas. 670
Guðjón Kristjánss.—
Þorvaldur Matthíass. 636
Albert Þorsteinss.-
Sigurður Emilss. 580
Guðmundur Aronsson-
Sigurður Ámundas. 468
Halldór Helgason-
Sveinn Helgason 439
Jón. G. Jónsson-
Magnús Oddss. 387
Jóhann Jóhannss.-
Kristján Sigurgeirss. 360
Baldur Ásgeirss.-
Magnús Halldórss. 354
Halldór Jóhanness.-
Yngvi Guðjónsson 350
Á fimmtudaginn hefst svo
hraðsveitakeppni. Skráning er
þegar hafin, hjá Guðm. Kr. Sig., í
s: 21051.