Þjóðviljinn - 14.04.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.04.1983, Blaðsíða 1
apríl 1983 fimmtudagur 80. tölublað 48. árgangur r _ Ihaldið og Framsókn vill ekki lengja lán húsbyggjenda Stöðvuðu skuldbreytíngu Framsóknarflokkurinn, Tómas Árnason, og Sjálfstæðisflokkurinn, Jónas Haralz, hafa komið í veg fyrir skuldbreytingar við húsbyggjendur og þá sem eru að kaupa íbúð frá því í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum sem liggja fyrir Alþingi og í félagsmálaráðu- neytinu. Tómas tregðast við, lofar en svíkur í fyrrasumar samþykkti ríkisstjórnin að ganga frá skuldbreytingu við húsbyggjend- ur á sama hátt og 1981. Tómas Arnason viðskipta- og bankamálaráðherra tregðaðist lengi vel við. Hann lofaði að lok- um að taka á málinu. 14. janúar sl. skrifaði Svavar Gestsson Tómasi bréf og minnti á samþykkt ríkis- stjórnarinnar um skuldbreytinguna og krafðist svara um framgang málsins. Bréf- inu var í gær, 13. apríl, enn ósvarað. Jónas Haralz á móti Jónas Haralz er einn helsti leiðtogi Sjálf- stæðisflokksins í efnahagsmálum. Þegar ríkisstjórnin hafði samþykkt skuldbreyt- ingu við húsbyggjendur sl. sumar var leitað til bankanna seint og um síðir. Málið kom til kasta Alþingis. Fyrir þingnefnd lýsti Jón- as Haralz því yfir að hann væri á móti því að koma til móts við húsbyggjendur með þess- um hætti. Einstaklingar mæta afgangi Ástæðan fyrir afstöðu Tómasar og Jónas- ar er sú að þeir telja að einstaklingarnir eigi að mæta afgangi og atvinnulífið að hafa forgang í bönkunum. Ólafur Jóhannesson sem var viðskiptaráðherra í fjögur ár skýrði frá því í útvarpi á laugardaginn var að atvinnuvegirnir ættu að hafa forgang í þjón- ustu bankanna - einstaklingarnir yrðu að bíða. Og hann lýsti andstöðu við Ián út á eldra húsnæði. Ölafur lýsti þannig hrein- skilnislega afstöðu Framsóknar sem til þessa hefur ekki verið flíkað. —ekh Sjá 6 Vigdís í Frakklandi: Hlaut heiðurs- merki Sorbonne- háskóla PARÍS - frá Einari Má Jóns- syni: Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, kom í opinbera heimsókn hingað til Parísar á þriðjudag. Átti hún viðræður við Mitterr and forseta á þriðju- dag og var jafnframt viðstödd hátíðarathöfn í Sorbonne- háskóla, þar sem Helena Ahrweiler, rektor háskólans, afhenti henni heiðursmerki skólans. Vigdís, sem á sínum tíma stundaði nám við Sor- bonne, flutti ávarp við þetta tækifæri, og vakti ávarp hennar athygli. Meðal viðstaddra voru prófessorar við skólann og voru þeir klæddir viðhafnarhemp- um. Þá var forstjóri öldunga- deildar þingsins einnig viðstaddur. Vigdís og fylgdarlið hennar sat boð Claude Cheysson utanríkis- ráðherra í gærkvöldi, og undirrit- uðu utanríkisráðherrar Islands og Frakklands sérstakan samning um menningarsamskipti ríkjanna við það tækifæri. í gær snæddi Vigdís og fylgdarlið hádegisverð í Elysée-höll í boði Mitterrands Frakklandsforseta, heimsótti Landsbókasafnið og var viðstödd frumsýningu á kvikmynd Ágústs Guðmundssonar, Útlag- anum. Fréttir af heimsókninni hafa ver- iðíblöðum ogsjónvarpi. Viðtal við Vigdísi birtist í blaðinu Le Matin í tilefni heimsóknarinnar og sömu- leiðis birtist grein um ísland í Le Monde eftir Gérard Lemarquis af sama tilefni. f umfjöllun um heimsóknina hefur verið lögð áhersla á góð samskipti íslands og Frakklands. Vorið í Frakklandi hefur verið heldur í kaldara lagi til þessa, en þó hlýnaði örlítið í gær að sögn Einars Más Jónssonar fréttaritar Þjóðvilj- ans í París. ólg. Vigdís Finnbogadóttir við komuna til Orly-flugvallar á þriðjudag. Með forseta gengur Alain Savary kennslumálaráðherra Frakka. Leiftursóknarliðið gerir kröfu um stjórnarforystu Frlðrlk víll verða for- sætisráðherra nái Geir Hallgrímsson ekki kjöri sem alþingismaður Á kappræðufundi allra flokka í Iðnskólanum í Reykja- vík í gær sagði Friðrik Sophus- son aðspurður að hann myndi hafa forystu um stjórnarmynd- unarviðræður, ef Geir Hall- grímsson næði ekki kjöri sem þingmaður 23. apríl. „Hvað myndi gerast ef Geir Hall- grímsson næði ekki kjöri, myndir þú þá taka við formennsku Sjálf- stæðisflokksins?", var spurningin sem Friðrik varaformaður fékk. Hann svaraði því til að hann myndi ekki taka við formennsku þess- vegna en það hefði áður gerst að varaformaður Sjálfstæðisflokksins (Gunnar Thoroddsen) myndaði ríkisstjórn og við þær aðstæður að Geir Hallgrímsson félli af þingi fyndist sér eðlilegt að varafor- manninum (Friðrik Sophussyni) yrði faiin stjórnarmyndun fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. .ekh Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru ekki tilbúnir að afla tckna til niðurgreiðslna á raforku til húshitunar, segir Kjartan Ólafsson. DJOÐVIUINN Veistu að í undirbúningi er gífurleg aukning á hernaðarmætti Bandaríkjahersá Miðnesheiði? Fjallað um frið, kjarnorkuvopn og herstöðvar í blaðauka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.