Þjóðviljinn - 14.04.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.04.1983, Blaðsíða 5
ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 5 Afram í stjórnar- andstöðu - Ekki minnst á viðreisn Alþýðuflokkurinn hefur staðið sig svo vel á undanförnum árum í stjórnarandstöðunni að það væri nánast syndsamlegt af hæstvirt- um kjósendum ef þeir veittu hon- um brautargengi til að ganga í rfldsstjórn. Oðruvísi var erfitt að skilja kratana í kynningarþættin- um í gærkveldi. Þáttur þeirra rann ljúflega af stað - og til voru augnablik sem hrærðu kratahjörtun í okkur öll- um. Þannig var t.d. um þau atriði í byrjun sem bentu á misskiptingu auðsins í veröldinni, hlutskipti hinna hungruðu heimshluta and- spænis gegndarlausu vopnaskaki í hinum svokallaða þróaða heimi. En fljótlega tók flugið að dapr- ast eftir að komið var inn fyrir íslenska landhelgi. Þá upphófst snakkið gamalkunna. Kvartað var réttiiega undan kaupráni og óáran ýmissi. Það er býsna hvim- leitt að kratarnir geta einsog Vil- mundur fyrr og síðar bent á ýmis- legt sem fer aflaga, - en þeim er gersamlega fyrirmunað að benda á einhverjar trúverðugar leiðir til úrbóta. Eða máske öllu heldur; þá brestur kjark til að benda á leiðir. Þannig þarf að taka frá þeim sem eru efnaðir og miðla tif þeirra sem ekki hafa það eins gott. Hvernig á að gera þetta? Svarið þóttist Kjartan Jóhanns- son hafa í bæklingnum „Betri leiðir bjóðast", sem hann hélt um tíma á hvoifi. Og ekki komst til skila hvaða leiðir þetta væru (sem von er). Það var heldur ekki trúverðugt að tala um að létta undir með „atvinnurekstrinum" - um leið og átti að bæta kjör fjölda þjóðfé- lagsþegna. Kynningarlið kratanna var fremur stirt, t.d. var yfirleitt lesið upp af blöðum. Þeir hafa ekki lært þuluna ennþá. Meira að segja efsti níaður A-listans í Reykjavík, sem hefur verið kallaður Jónkíkóti, eftir að hann skoraði vindmylluna í Grímsey á hólm, virtist ekki kunna boðskapinn. En hann reyndist hraðlæs - og bunaði þessu útúr sér á miklum hraða - væntanlega til að áheyrendum gæfist ekki tími til að taka málið alvarlega. Aldrei þessu vant bar Kjartan Jóhannsson af í þessum þætti og sýndi nokkur leikræn tilþrif. Ála- fossteppið í baksýn var einnig hlýlegt. Það þarf að finna nýjar og betri leiðir, sagði Kjartan í lokin, en þátturinn benti ekki til þess að Alþýðuflokkurinn hefði fundið þær. óg. Marsblað Æskunnar er komið! Frískt og skemmtilegt efni. M.a.: Viötöl við unga afreksmenn í íþróttum. Bókaklúbbur Æskunnar kynntur. Dýraspítalinn í Víöidal. Spurningar í 1. hluta áskrif- endagetraunar. — Vinningar eru 3 reiðhjól: Peugeot, Kalkhoff og Winter. Viðtal viö Línu langsokk. — Nóg af litmyndum. Fjölmargt annaö forvitnilegt og spennandi. Allir eiga samleiö meö Æskunni Askriftarsími 17336 Þáttur Vilmundar Gylfasonar er óneitanlega stórt spurningar- merki. Tókst honum að telja ein- hverjum trú um að eitthvað væri á bak við orðagjálfrið? I þeiiti til- gangi voru sýnd skipurit af a) verðbólgu, b) betri kjörum, c) þingræði, d) þjóðræði. Þannig átti þátturinn væntanlega að fá vísindalegt yfirbragð. Nokkuð klókt hjá Vilmundi, en fjanda- kornið að margir hafi fallið fyrir því? Það var óneitanlega dálítið skrítið að sjá fullt af nýju fólki flytja textann hans Vilmundar sem allir gjörþekkja svo - frá honum. Manni finnst þessi texti vera öðrunt en honum óeigin- legur. En nýja fólið kunni text- ann sant mun betur en kratar tex- tann sinn. Þetta var semsagt einsog fyrri daginn að réttilega var bent á ým- islegt sem betur og öðruvísi mætti fara. En í stað þess að mæta vandamálunum með einhverjum líklegum valkostum bjóða Vil- mundarmenn upp á langa röð af fiffum og trixum, sem eru annað Brögð og brellur með vísindalegu yfírbragði hvort einsog úr forneskju ellegar þá hrollvekjandi. Nema hvort- tveggja sé. Þannig var haldið áfram með „frjálsa samninga”, aðskilnað löggjafar- og frant- kvæmdavalds og afnám þing- ræðis sem það sem hann kallar þjóðræði á að leysa af hólrni. Skipuritin, töflurnar af spilling- unni, verðbólgunni og því öllu saman sögðu ekki neitt! En oft var minnst á „faglega umfjöllun”. Máske skipuritin heyri undir það fyrirbæri. Það var einnig talað unt sér- stakt kjör- forsætisráðherra en þess ekki látið getið að sá ntaður á samkvæmt stjórnarbót Vil- mundar að skipa sjálfur alla ráð- herra og nteira til. Vilmundur lætur áfram einsog sérhagsmunir og sterk öfl (peningaöfl) verði ekki til ef hann nær hinni nterku stjórnbót sinni frarn. í lokin kont svo sjálfur höfund- ur handrits og texta einsog frels- arinn frá 1978 og sagði ósvinnu að kjósendur vissu ekki frá flokk- unum hvers konar ríkisstjórn þeir fengju yfir sig. Sjálfur sagði hann heldur ekkert af létta um það mál. Hann ítrekaði gagnrýni sína frá 1978 um nauðsyn þess að upp- ræta spillingu. Það væri ntikil ógæfa ef Vil- mundur væri ekki húmoristi eins- og hann er. Það er ægileg tilhugs- un að þessi hugmyndafræði fengi fylgi vegna sjalfrar sín og skelfi- legt ef „leiðtoginn” tæki sig alltof hátíðlega. Ég ,tel líklegt að Vil- mundur sé í enn einurn blekking- aleiknum. Óg hann trúir sem betur fer ekki orði af því sem hann segir. En það gæti orðið grátt gaman... —óg tók saman Auglýsing um áburðarverð sumarið 1983 Heildsöluverð fyrir hverja smálest eftirtalinna áburðartegunda er ákveðið þannig: Viö skipshliö á ýmsum höfnum umhverfis landiö Afgreitt á bíla í Gufunesi Ammonium nitrat 34,5% Kr. 5.440 Kr. 5.540 Kjarni 33% N >> 5.160 ” 5.260 Magni 1 26% N+ 9%Ca ” 4.260 » 4.360 Magni 2 20%N+15%Ca >> 3.700 ” 3.800 Græöir 1 samsvarar i4%N-i8%p2o6 -is^ico+e^s 14%N- 8% P-15% K+6%S >> 6.260 » 6.360 Græöir 1A samsvarar 12%N-19%P20s -19%K>0+6%S 12%N- 8,4%P-15,8%K+6%S >> 6.160 >> 6.260 Græöir 2 samsvarar 23%N-11 %P2Os -11 %K.O 23% N- 4,8%P-9,2%K 5.880 » 5.980 Græöir 3 samsvarar 20%N-14%P2Os -14%K20 20%N- 6%P-11,7%K » 5.920 ” 6.020 Græðir 4 samsvarar 23%N-14%P2Os - 9%K.O 23% N- 6%P- 7,5% K >> 6.160 ” 6.260 Græöir 4A samsvarar 23%N-14%P20s- 9%K20+2%S 23%N- 6%P- 7,5%K+2%S » 6.260 ” 6.360 Græöir 5 samsvarar 17%N-17%P20s -17%K20 17%N- 7,4%P-14%K » 6.060 6.160 Græöir 6 samsvarar 20%N-10%P2Os -10%K2O+4%Ca+1 %S 2 0 % N - 4,3 % P - 8,2 % K+4 % C a+1 % S » 5.780 ” 5.880 Græðir 7 samsvarar 20%N-12%P2Os - 8%K20+4%Ca+1 %S 20% N-5,2% P-6,6% K+4% Ca+1 % S 5.880 » 5.980 Græöir 8 samsvarar 18%N- 9%P20s-14%K20+4%Ca +1 %S 18%N-3,9%P-11,7%K+4%Ca+1 %S ” 5.640 >> 5.740 NP 26-14 samsvarar 26%N-14%P20s • 26%N-6,1 %P » 6.060 » 6.160 NP 23-23 samsvarar 23% N-23% P2Os 23%N-10%P » 6.740 ” 6.840 Þrífosfat samsvarar 45%P20a 19,6%P » 5.280 >> 5.380 Kalíklóríð " samsvarar 60%K2O 50% K » 3.640 ” 3.740 Kalísúlfat samsvarar 50%K2O 41,7%K+17,5%S >> 4.520 >> 4.620 Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið í ofangreindu verði fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og afhendingargjald er hinsvegar innifalið í ofangreindu verði fyrir áburð, sem afgreiddur er á bíla í Gufunesi. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.