Þjóðviljinn - 14.04.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍt)A 3
Niðurgreiðslur á raforku til húshitunar
Framsókn
tilbúin að
„/ nefndarálitinu kemur fram að til að ná því marki að hús-
hitunarkostnaður með raforku verði eigi hærrien semsvarar um
62% af húshitunarkostnaði með óniðurgreiddri olíu þarf að tryggja
á þessu ári um 100 miljónir króna í niðurgreiðslur. Nefndin lagði til
að helming þessa fjár yrði aflað með sérstökum orkuskatti, sem
m.a. fæli í sér um 5% hækkun á hitakostnaði á svæði Hitaveitu
Reykjavíkur en um helmingur væri greiddur úr ríkissjóði án sér-
stakrar tekjuöflunar", sagði Kjartan Olafsson ritstjóri í samtali við
Þjóðviljann.
Kjartan var formaður þeirrar
nefndar þingflokkanna sem skipuð
var á síðasta hausti til að fjalla um
tekjuöflun í því skyni að greiða nið-
ur raforku til húshitunar, en niður-
greiðslur þessar hófust strax á síð-
asta hausti.
í áliti nefndarinnar segir m.a. að
hún telji eðlilegt að raforkuverð til
stóriðju verði hækkað verulega og
að stjórnvöld beiti öllum tiltækum
ráðum í því skyni að tryggja fram-
gang þeirrar kröfu nú hið allra
fyrsta. Nefndin telur að veruleg
hækkun raforkuverðs til stóriðju sé
æskilegasta leiðin í því skyni að
tryggja fjármagn til jöfnunar hús-
hitunarkostnaðar. Meðan ekki hafi
náðst árangur í þeim efnum verði
til bráðabirgða að grípa til annara
úrræða.
Engin trygging hjá Framsókn
„Rétt er að taka fram að Guð-
og íhald ekkí
leysa vandann
segir Kjartan Olafsson formaður nefndar sem ræddi leiðir til
tekjujöfnunar tekjuöflunar til að greiða niður raforku til húshitunar
mundur Bjarnason fulltrúi Fram-
sóknarflokksins í nefndinni skrif-
aði að vísu undir nefndarálitið en
hann tók hins vegar fram að hann
hefði enga tryggingu fyrir því, að
þingflokkur Framsóknarflokksins
fengist til að standa að þessari eða
nokkurri annarri tekjuöflun í því
skyni að jafna húshitunarkostnað.
Það er sú alvarlega staðreynd sem
fyrir liggur með afstöðu Framsókn-
arflokksins í þessum efnum. Fram-
sóknarflokkurinn er sem sagt
hvorki tilbúin að leita réttar okkar
íslendinga gagnvart Alusuisse né
heldur til innlendrar tekjuöflunar í
því skyni að leysa þann ógnvænlega
vanda sem kallaður hefur verið yfir
það fólk sem út á landsbyggðinni
býr með því að láta það borga fyrir
auðhringinn Alusuisse 2h af allri
þeirri miklu orku sem Landsvirjun
selur Álverinu.
Alger andstaða Sjálfstæðis-
flokks
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
þessari nefnd, Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, skrifaði undir um-
rætt nefndarálit með fyrirvara. í
fyrirvara hans kemur fram að hann
einn nefndarmanna var ekki tilþú-
inn til að fallast á að því fjármagni
sem hugsanlega fengist með hækk-
un orkuverðs til stóriðju yrði af-
dráttarlaust varið til lækkunar hús-
hitunarkostnaðar út um landið.
Hann vildi stjórn Landsvirkjunar
sjálfráða um allar ákvarðanir í
þeim efnum og í fyrirvara sínum
lýsir hann einnig algerri andstöðu
sinni og Sjálfstæðisflokksins gegn
nokkurri tekjuöflun í því skyni að
iækka húshiturnarkostnað út um
landið.
Ég vil á, að með þeirri einföldu
aðgerð að hækka orkuverð til álv-
ersins upp í framleiðslukostnaðar-
verð gæti Landsvirkjun á samri
stundu lækkað verðið til almenn-
ingsrafveitnanna í landinu um nær
helming og staðið sjálf jafnrétt eftir
fjárhagslega“, sagði Kjartan Ólafs-
son að lokum. -lg.
Ráðstefna BHM
hefst á morgun:
Á að
takmarka
aðgang að
háskóla?
Á að takmarka aðgang að há-
skóla? Þetta er ein þeirra spurn-
inga, sem fjallað verður um á op-
inni ráðstefnu, sem Bandalag há-
skólamanna og Háskóli íslands
efna til sameiginlega á föstudag og
laugardag, 15. og 16. apríl, á Hótei
Sögu. Yfirskrift ráðstefnunnar er
„Markmið og skipulag háskóla-
náms“.
Ráðstefnan er öllum opin. Hún
hefst kl. 13:30 á Hótel Sögu,
hliðarsal, föstudaginn 15. apríl.
Kennarar
og foreldrar í Selja-
hverfi Breiðholti:
Smíði flýtt
Þjóðviljanum hefur borist álykt-
un um húsnæðismál Scljaskóla sem
samþykkt var á kennarafundi í
skólanum og síðar í stjórn foreldra-
félags skólans. Ályktunin hljóðar
svo:
„Fyrirsjáanlegt er að Seljaskóli
verður einn fjölmennasti grunn-
skóli landsins næsta vetur, og að
nemendum fjölgar um 150-200 frá
því sem er á þessu skólaári.
Vegna húsnæðisskorts í vetur
hafa margar bekkjardeildir verið
allt of fjölmennar og er því ljóst aö
verði hætt við byggingu húss nr. 7
verður einungis um neyðarúrræði
að ræða til að mæta væntanlegri
nemendafjölgun. Mikil óánægja
ríkir meðal foreldra, kennara og
annarra starfsmanna skólans yfir
þeim úrræðum sem blasa við en
þau eru:
1. Þrísetning, sem þýðir skólahald
til kl. 18.00 og að kennsla verð-
ur í hádeginu.
2. Að kennt verði á göngum.
3. Að börnum úr hverfinu verði
vísað í aðra skóla.
Við viljum því skora á Mennta-
málaráðuneytið að leggja fram
sinn skerf þar sem ljóst er að
Reykjavíkurborg muni standa við
sínar skuldbindingar svo hús nr. 7
verði tilbúið til notkunar 1. sept-
ember í haust.“
Hjúkrunar-
fræðingur
tíl
Thailands
Hópur á vegum íslensku óperunnar er að leggja upp í leik og söngför um landið með barnaóperuna
vLitli sótarinn“ eftir Benjamin Britten.
I kvöld verður sýnt að Varmalandi í Borgarfirði og síðan verða uppsveitir Arnessýslu heimsóttar. Þá
er ráðgerð vikuferð norður í land til Skagafjarðar, Akureyrar og í Þingeyjarsýslu.
Alls eru í hópnum 20 manns, og meðal f jölda barna eru þau Halldór Örn Ólafsson 9 ára og jafnaldra
hans Sólveig Arnarsdóttir, sem sjást hér á myndinni syngja fulium hálsi í barnaóperunni.
Geimstríði Reagans
stýrt frá Grænlandi?
Bandaríska tímaritið „Aviation
Week & Space Technology“ hefur
nýlega skýrt frá því að Bandaríkja-
stjórn hafi ákveðið að fjárfesta um
80 miljónir dollara (1700 miljónir
ísl. kr.) í nýjum búnaði á her-
stöðinni í Thule a Grænlandi. Er
þessi búnaður liður í kjarnorku-
vopnabúnaði Bandaríkjanna, og á
meðal annars að gera það mögulegt
að heyja stríð utan úr himin-
geimnum að sögn blaðsins.
Fréttir þessar hafa síðan verið
staðfestar af Hans Engell varnar-
málaráðherra Danmerkur, en
hann segir að framkvæmdirnar eigi
aðeins að varða endurnýjun tækja-
búnaðar en ekki að breyta hlut-
verki herstöðvanna.
Einn af þingmönnum vinstrisós-
íalista hefur lagt fram fyrirspurn til
varnarmálaráðherrans um hvaða
upplýsingar hann hafi fengið um
fyrirhugaða uppbyggingu í Thule
og minnir í því sambandi á að ráð-
herrann minntist ekkert á þessa
fyrirhuguðu aukningu hernaðar-
umsvifa í fyrirspurnartíma þingsins
í febrúar sl., þar sem ráðherrann
lofaði aukinni upplýsingamiðlun
um hernaðarframkvæmdir í Thule.
Svar við þessari fyrirspurn var
væntanlegt á danska þinginu í viku-
lokin.
ólg.
Mánudaginn 11. apríl hélt
Hörður Högnason hjúkrunar-
fræðingur áleiðis til Thailands á
vegum Rauða kross íslands þar
sem hann tekur við hjúkrunarstarfi
sem Hildur Nielsen hefur gegnt
undanfarna þrjá mánuði.
Eins og greint hefur verið frá í
fréttum hefur að undanförnu verið
mjög róstusamt á landamærum
Thailands og Kampútseu. Sjúkra-
stöðin í Khao-l-Dang í Thailandi,
þar sem Islendingarnir starfa ásamt
öðrum Norðurlandabúum, er tæpa
50 km frá landamærunum. Þangað
koma daglega tugir og stundum
hundruð særðra til að fá gert að
meiðslum sínum.
Á sjúkrastöðinni heyrast skot-
hvellir og sprengingar frá víg-
stöðvunum en stöðin sjálf er ekki
talin í hættu.
Fyrirhugað er að Hörður
Högnason starfi a.nt.k. þrjá mán-
uði í Khao-I-Dang en Hildur Niels-
en er væntanleg heim til íslands í
byrjun maímánaðar.
Hörður Högnason, hjúkrunar-
fræðingur.
Framboðsfundir á Yesturland i
Sameiginlegir framboðsfundir stjórnmálaflokkanna sem bjóða.fram í Vesturlandskjördæmi hafa verið ákveðnir sem hér segir: Fimmtudaginn 14. apríl kl. 14.00 í Breiðabliki. Fimmtudaginn 14. apríl kl. 21.00 í Búðardal. Föstudaginn 15. aprfl kl. 14.00 í Stykkishólmi. Föstudaginn 15. apríl kl. 21.00 í Grundarfirði. Laugardaginn 16. apríl kl. 14.00 á Hellissandi. Laugardaginn 16. apríl kl. 21.00 í Ólafsvík. Sunnudaginn 17. apríl kl. 15.00 í Borgarnesi. Sunnudaginn 17. apríl kl. 21.00 að Logalandi. Þriðjudaginn 19. aprfl kl. 21.00 á Akranesi. Eins og fram hefur komið í fréttum mun ekki reynast unnt að útvarpa frá framboðsfundum svo sem venja hefur verið.