Þjóðviljinn - 15.04.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 15.04.1983, Qupperneq 3
II G-listinn í Reykjavík G-listinn í Reykjavík III Guðmundur J. Guðmundsson 2. maður G-listans í Reykjavík: Öflugur verkalýðs* flokkur er okkar sterkasta vörn Guðrún Helgadóttir 3. maður G-listans í Reykjavík: Viö erum óhrædd við að láta verkin tala Allir dagar koma og fara. Flestir hverfa og gleymast í dagsins önn. - Aðrir veröa minnisstæðir. Sumir dagar verða svo örlagaríkir, að þeir fara ekki, þótt þeir líði. Einn sá daga, sem ekki hverfur í langa tíð, þótt hann líði hjá, verður 23. aþril 1983. Þá verður kosið til Alþingis. Þá verða örlög og framtíðarvonir manna ráðnar í ótrúlega ríkum mæli. í sjónvarps- kynningum gæti ekki virst mikið bil milli þólitísku flokkanna. En þó verður þetta þil ótrúlega mikiö eftir kosningar. Annars vegar er Sjálfstæðisflokkurinn, þar sem meiri hluti valdsmanna í flokknum vill innleiða frjálsa markaðshyggju, það hagfræðikerfi sem innleitt hefur miljóna atvinnuleysi eins og kaldar tölur í hagfræöi. Atvinnuleysi fylgja brostnar vonir og það er eitt ægi- legasta böl, sem gengur yfir mannlegt lif. Ég held að hagfræðingar geri sér ekki grein fyrir sérstöðu is- lands, hér verður hver vinnufær maöur að vinna ef þjóðin á að geta búið í landinu. Aðstæður eru gjöró- líkar. I Bretlandi t.d. eru 70% láglaunafólks leigjendur, húsnæði er frekar ódýrt, enda mun lélegra en á íslandi. Á islandi er þetta öfugt, um 70% launafólks býr í eigin húsnæði, margir með þungar skuldbind- ingar og afborganir sumar alltof þungar sem þarf aö breyta. Afborgunarkerfi hér eru ótrúlega almenn, fólk og þó sér í lagi ungt fólk er reyrt í viðjar afborg- ana, bæði hjón þurfa að vinna og ekkert má út af bera. Ef atvinnuleysi skylli yfir islendinga, þá mundi á stuttum tíma ótrúlegur fjöldi íbúða verða seldur á nauðungaruppboði, og ef það varaði um lengri tíma þá yrði hrun í landinu og eignamissir sem fyrst og fremst kæmi niður á almennu launafólki. Þessi kreppa gengi jafnt yfir konur sem karla, hún mundi ganga yfir almennt verkafólk i landinu. Sterkasta vörnin til að afstýra þessu er öflugur verkalýðsflokk- ur. Alþýðubandalagið eitt getur rækt þetta hlutverk, engir smáflokkar eða tvískinna milliflokkar verða færir um aö stöðva þessa þróun. Við skulum ekki breyta íslensku þjóðfélagi í þjóðfélag atvinnuleysis, eignamissis og aukins mis- réttis. Þess vegna verður 23. apríl svona örlagaríkur, ef það hallar á Alþýðubandalagið þá hverfur ekki 23. apríl þótt hann líði - afleiðingarnar munu segja til sín svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Að okkur steðja ýmis vandamál, ekkert þeirra er svo alvarlegt ennþá að sameiginlega geti launafólk ekki leyst þau, þótt við marga örðugleika sé að etja - með samstarfi verkalýðsfélaganna og Alþýöu- bandalagsins skulum við standa á íslensku stolti og vera einir fárra þjóða sem ekki búa við atvinnuleysi. Svona mikilvægur verður 23. apríl. Hvað höfum við Alþýðubandaiagsmenn gert í félagsmálum á þessu kjörtímabili, sem kemur fólki að beinu gagni? • Sjómenn fá nú lífeyri ef þeir hætta sjómennsku 60 ára. • Allir eiga sama rétt til atvinnuleysisbóta ón tillits til tekna maka • Barnsmeðlög eru nú greidd við fæðingu barns, þó að faðernismáli sé ólokið. • Allar konur fá nú 3ja mánaða fæðingarorlof án þess að taþa við það tekjum. • Fjölmörg heimili fyrir þroskahefta hafa verið sett á stofn með tilkomu laga um málefni þroskaheftra og aukinna framlaga í framkvæmdasjóð öryrkja og þroskaheftra. • Aldraðir búa við betri kjör en nokkru sinni áður og ný lög um málefni aldraöra eiga eftir að bæta hag þeirra enn. • Lög um málefni fatlaðra voru samþykkt rétt fyrir þinglok og eiga tvímælalaust eftir að gjörbreyta hög- um hinna fötluðu. • Slysatryggðir fá nú barnalífeyri með öllum börn- um sínum, einnig þeim sem fæddust eftir að greiðsla lífeyris hófst. Næsta verkefni okkar í þessum málaflokki er: • Afkomutrygging einstæðra foreldra í stað mæðra- og feðralauna, sem engum koma að gagni. Aiþýöubandalagið fór ekki með menntamál á þessu kjörtímabili, en ég flutti tvö frumvörp í þeim málaflokki sem bæði urðu að lögum: • Lög um Þýðingasjóð, sem er launasjóður þýðenda, sem þýða vilja vönduð skáld- og fræðirit úr erlendum tungum. Það eiga ekki að vera forréttindi þeirra sem lesa erlendar tungur að njóta slíkra verka. • Lög um starfsáætlun dagvistarheimila og nú er verið að vinna að henni. Mun hún tvímælalaust hafa í för með sér bætt innra starf á dagvistarheimilum. Alþýðubandalagiö fór með stjórn borgarmála s.l. kjörtímabil. • Byggö voru 12 dagvistarheimili fyrir á 7. hundrað barna. Nú er ekkert dagvistarheimili í byggingu í Reykjavík. • Heimili aldraðra við Droþlaugarstíg fyrir 80 manns var byggt, B-álman viö Borgarspítalann, langlegu- deild fyrir aldraða var nær fullgerð og sjúkradeildin tekin í notkun fyrir aldraða i húsi Hvíta bandsins. Nú er hvergi verið að byggja heimili fyrir aldraða í Reykjavík. Fullyrðingin um að allir flokkar séu eins, er fjarstæða. I okkar samfélagi eiga allir rétt til mannsæmandi lífs, í samfélagi afturhaldsafl- anna aðeins sumir. Það er skylda kjósenda að kynna sér samhengi orða og athafna stjórnmála- manna. Spyrjið þá hvað þeir hafi gert sem kemur ykkur að beinu gagni. Við þingmenn Alþýðu- bandalagsins erum óhrædd við þá athugun. Ólafur Ragnar Grímsson 4. maður G-listans í Reykjavík: Stöðvum afturhalds- stjórn íhalds og Framsóknar Þegar vika er til kjördags blasir við að afturhalds- öflin í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eru reiðubúin að taka höndum saman að loknum kosningum. Gagnkvæm tilboð Framsóknarforystan hefur sent íhaldinu fjölda samstarfstilboða: Tveggja ára lögbinding á kaup, vináttusamningur við Alusuisse, hernaðarfram- kvæmdir í Helguvík, nýr betlisamningur um banda- ríska flugstöð, jafnvel strax í maíbyrjun. Fleira mætti nefna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þessum til- þoðum fagnandi. Frambjóðendur hans eru teknir að boða nauðsyn „sterku stjórnarinnar", Það er heiti á samstarfi afturhaldsins sem Ólafur Jóhannesson og Tómas Árnason fóru fyrstir að nota á lokavikum þingsins. Draumastjórn Bandaríkjanna Ef Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fá aukinn þyr í kosningunum verður afturhaldsstjórn- in komin á laggirnar í byrjun maímánaðar. Slíkar stjórnir hafa tvisvar áður setið hér að völdum: 1950- 1956 og 1974-1978. Þær hafa reynst launafólki hin- ar verstu stjórnir og knúið verkalýðshreyfinguna til hinna grimmdarlegustu verkfallsátaka. Slíkar stjórnir hafa sýnt Bandaríkjunum hömlulausa undanláts- semi, enda er vitað að samstarf Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins er óskastjórn Bandaríska sendiráðsins. Þá yrði hægt að hefja hernaðarframkvaemdir sem liggja á áætlunarborðunum í Pentagon. Árlega yrði miljónum tuga dollara varið til aö auka vígbúnaðar- aðstöðu Bandaríkjanna á íslandi. Þegar krafan um afvoþnun hljómar á torgum höfuðborga í öllum nág- rannalöndurri biður afturhaldið á íslandi um umboð til að stórauka vígbúnaðinn í landinu. Styrkur Alþýðubandalagsins eða afturhaldsstjórn Valdataka afturhaldsins i Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum verður staðreynd að loknum kosningum nema Alþýðubandalagið fái styrk til að beita stöðvunarvaldi og knýja aðra til samninga um þá stefnu sem felst í Samstarfsgrundvellinum sem við höfum kynnt. Alþýðuflokkurinn er í sárum eftir innri átök og Vilmundur Gylfason ætlar ekki að hafa nein afskipti af stjórnarmyndun að loknum kosning- um. Því er það Alþýðubandalagið eitt sem getur hindrað hina nýju afturhaldsstjórn. Kjarninn I kosningunum er skýr: Fá Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkurinn umboö til að tengja saman verstu afturhaldsöflin í landinu eða tekst Alþýðubandalaginu að öðlast nægilegan styrk til að knýja fram stefnumáiin í Samstarfsgrundvelli- num? Verður hér ríkjandi á næstu árum stefna lög- þvingunar á launafólk, atvinnuleysis og vígbúnaðar eða sú stefna kjarajöfnunar, íslenskrar atvinnuþró- unar, friðar pg afvoþnunar sem Alþýðuþandalagið hefur kynnt íslendingum? Eftir viku vitum við svarið. Grétar þorsteinsson 5. maður G-listans í Reykjavík Húsnæði og atvinna Einn mikilvægasti þátturinn í lífsafkomu fóks er með hvaða hætti það getur þyggt sér íbúðar- húsnæði. Alþýðubandalagið hefur farið með húsnæðismál- in í þeirri ríkisstjórn sem nú situr. Höfuð áherslan hefur verið lögð á að gera verka- mannabústaðakerfið sem öflugast, enda hefur tekist að gera þá kröfu verkalýðshreyfingarinnar að raun- veruleika, að um þaö bil þriðjungur íbúða í landinu sé byggður á félagslegum grundvelli. Þessi fyrirheit voru gefin verkalýðshreyfingunni i kjarasamningunum 1974 af ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar og Geirs Hallgrimssonar, en ekki við þau staðið. Flokkurinn vill halda áfram á þessari braut, en jafnframt verði stofnaður sérstakur sjóður, sem fjár- magni að veruiegum hluta hóflegt húsnæði fyrir ungt fólk, og aðra þá sem eru að tryggja sér húsnæði í fyrsta skipti. Með verðtryggingu lána til bygginga eða kaupa á íbúðarhúsnæði rriá segja að öll aðstaða til að eignast húsnæöi hafi gjörbreyst. Þannig að þrátt fyrir að lán frá Byggingasjóði ríkisins hafi hækkað að raungildi síðustu árin, þá hefur greiðslubyrðin aukist verulega frá því sem áður var vegna verðtryggingarinnar. Greiðslubyrði þessa fólks telur Alþýðubandalagið að verði að létta, m.a. með því að þreyta skammtím- alánum í lán til 12-15 ára, með svipuðum hætti og gert var í byrjun árs 1981, i gegn um bankakerfið. Nátengt húsnæðismálunum er atvinnuöryggi þeirra um það bil 10 þúsund manna, sem starfa í byggingariðnaði og við mannvirkjagerð. Með bættu skipulagi í þessari atvinnugrein er hægt að tryggja þessu fólki næga atvinnu næstu árin. Það byggist að vísu á því að þessu fólki verði með öllum tiltækum ráðum tryggð betri störf, i staö þess sem nú virðist stefna í, að yfir okkur flæði svo til hömlulaust innflutt hús, húsgögn, húshlutar og ann- ar fullunnínn varningur til byggingaframkvæmda. Það hefur reynst erfitt að hamla gegn þessari þró- un og kemur þar ýmislegt til. Sérstaklega vil ég þó nefna hér aðild okkar íslend- inga að efnahags- og tollabandalögum, sem höfuð orsökina og í því samþandi benda á að t.d. ná- grannar okkar á Norðurlöndum virðast fara mun frjálslegar með þær leikreglur sem þar gilda heldur en viðkomandi stjórnvöld hér heima hafa leyft sér. Alþýðubandalagið vill koma í veg fyrir þessa óheilla þróun og í því sambandi vil ég nefna að frá ráðuneytum Alþýðubandalagsins í þessari ríkis- stjórn, kom innborgunarskyldan á innflutt húsgögn, 12% tollurinn á innflutt einingahús og nú síðast stað- festing félagsmálaráðuneytisins á reglum, sem kalla á verulega hert eftirlit með innflutningi einingahúsa. 6. Guðrún Hallgrímsdóttir f.5.11 '41, deildarstjóri, Fálkagötu 19. Guörún er matvælaverkf ræöingur aö mennt og starfar nú í iðnaðarráðuneytinu. Hún starfaöi áður sem verkfræöingur hjá búvörudeild SlS. Guörún vann um tima sem f ulltrúi hjá lönþróunarslofnun SÞ í V/narborg. Guörún hefur verið stjórnarformaður löntæknistofnunar íslands frá árinu 1980. Hún hefur starfaö mikið aö jafnréttismálum, m.a. i Rauðsokkahreyfingunni. Hún hefur veriö varaþingmaður frá 1979. 7. MargrétS. Björnsdóttir f. 1.7. '48, kennari, Miðstræti 5. Margrét lauk magisterprófi í þjóðfélagsfræðum I Þýskalandi 1975. Hún hefurverið kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti f rá 1976 og er deildarstjóri félagsgreinadeildar. Hún átti sæti i stjórn Hins íslenska kennarafélags 1980- 1982.MargrótvarformaðurABR 1980- 1981, og fulltrúi í æskulýðsráði Reykjavíklur 1978-1982. Margrét er varamaður I framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins. 8. Álfheiður higadóttir f. 1.5.'51, blaðamaður, Tómasarhaga 19. Álfheiður lauk B.Sc. prófi I líffræði frá Háskóla íslands 1975 og kenndi líffræði einn vetur við Menntaskólann I Reykjavik. Álfheiður hefur verið blaðamaður á Þjóðviljanum frá 1977. Hún hefur verið varaborgarfulltrúi í Reykjavík frá 1978. Álfheiður á sæti í framkvæmdastjóm Alþýðubandalagsins. 9. Arnór Pétursson f. 14.11 .'49, fulltrúi hjá T ryggingastofnun ríkisins, Stífluseli 2. Arnór startaði sem stýrimaðurfram til ársins 1971 og hjá T ryggingastofnun frá 1974. Hann hefur tekið mikinn þátt I starfi Sjálfsbjargar og verið formaður íþróttafélags fatlaöra frá stofnun þess 1974. Arnór er margfaldur íslandsmeistari I lyftingum. Hann er fulltrúi BSRB í nefnd á vegum ríkisstjórnarinnarum atvinnumál fatlaðra. 10. Ragna Ólafsdóttir f. 7.5. '44, kennari, Tómasarhaga 12. Ragna lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1968 og hefur síðan kennt við Melaskólann. Hún sat í stjórn Sambandsgrunnskólakennara 1976-1980 en var kjörin formaður Kennarafélags Reykjavíkur 1981, þegar kennarafélögin voru sameinuð IKFR. Ragna á sæti i samninganefnd Kennarasambands Islands og er varamaður i stjórn og samninganefnd BSRB. 11. HallgrímurG. Magnússon f. 19.4.'55, húsgagnasmiður, Spóahólum 8. Hallgrimur tók virkan þátt í starfi Iðnnemasambands Islands þar til hann lauknámi i húsgagnasmiði 1980, og var formaður INSI1977-1978 og framkvæmdastjóri Félagsmálaskóla INSÍ1978-1979. Hallgrímurvarkjörinn formaður Sveinafélags húsgagnasmiða 1981 og var ráðinn starfsmaður félagsins í ársbyrjun 1982. Hann átti sæti í framkvæmdastjórn Sambands byggingarmanna. 12. Margrét Pála Ólafsdóttir f. 13.10. '57, fóstra, Hjarðarhaga 36. Margrétlaukfóstrunámi 1981 oghóf þá störf á Hagaborg en hefurverið forstöðumaður í Steinahlíð haustið 1982. Margrét var kjörin varaformaður Fóstrufélags Islands í maí 1982, og er fulltrúi starfsmanna í stjórn dagvistarheimila í Reykjavík. Margrét á sæti i fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og í ritnefnd Ásgarðs. Þááhúnsætiinefnd menntamálaráðuneytisins um gerö starfsáætlunar fyrir dagvistarheimili. 13. Sigrún Valbergsdóttir 14. Þráinn Bertelsson 15. JónReykdal f. 21.2/48, leikari, Ránargötu 20. Sigrún í -V f. 30.11 '44, kvikmyndagerðarmaður, f. 14.1/45, myndlistarmaður, lauk stúdentspróf i frá Sfct ' mwinmw Klapparstíg 42. Þráinn lagöi stúnd á Vesturbergi 60. Jón stundaði w ■■ Verslunarskólanum 1968 og útskrifaðist heimspeki- og sálfræðinám í Dublin, Hi’'. myndlistarnám í Reykjavík, Amsterdam f. úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1970. starfaði við blaðamennsku og kenndi við og Stokkhólmi á árunum 1962-1972. Næstu 8 árin var hún i Þýskalandi við Þelamerkurskóla 3 vetur áöur en hann t ;<|ÍÍÉý Frá því ári hefur hann verið kennari við I. J nám í leikhúsfræðum i Köln og vann sneri sér að kvikmyndagerð. Hann lærði 31 Myndlista- og handiðaskólann. Jón á : HS'J * - Tj'/'W einnig viðHáskólann í Aachen. Frá 1978 leikstjórn fyrir sjónvarp og kvikmyndir við ''V- ' :'W sæti í stjórn Norrænu HKMI mi s>. hefur hún unniö við dagskrárgerð fyrir Dramatiska I nstitutet 1974-1976 og hef- \' } 4 myndlistamiöstövarinnar í Sveaborg í ■ 1 Wk - útvarp, kennt við Leiklistarskóla íslands ur síðan verið dagskrárgeröarmaður hjá Helsinki, og hefur verið fulltrúi HH W/ \ / i-;. og unnið við leiklist víða um land. Hún mé sjónvarpinu og starfað sjálfstætt við v < 'Mý' $ myndlistarmanna I stjórn Kjarvalsstaða ■ . M pW’ Jlv ** '^JrSIIÍlÉ var leikhússtjóri Alþýðuleikhússins áSlli iíSSíl kvikmyndagerö. Hann leikstýrði kvik- É«Éj& "í , ,mk \ frá 1978. Hann hefur tekið þátt I fjölda 1980-1982 og er nú nýraðin myndinni „ Jón Oddur og Jón Bjarni" og sýninga, einkum á grafík heima og r - Wk isÉitew. pjlil framkvæmdastjóri Bandalags íslenskrá . vinnur nú að gerö myndar sem ber heitið v .. erlendis. Jón hélt einkasýningu i leikfélagá. „Nýtt líf“. Þráinn hefur skrifað 4 skáld- Norræna húsinu árið 1980. \ • HHSEI m 71 sögurog gert þætti fyrir útvarpið. 16. HuldaS. Ólafsdóttir f. 20.8.'27, sjúkraliði, Básenda 1. Hulda útskrifaöist úr Sjúkraliðaskóla Islands 1976 og hefur síðan starfað sem sjúkraliði á Grensásdeild Borgarspítalans. Hulda hefur átt sæti i stjórn Sjúkraliðafélags Islands s.l. þrjú ár og er fulltrúi fSlagsins i stjórn Sjúkraliðaskóla Islands. Á síöasta aðalfundi var Hulda kjörin í stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkur. 17. Ragnar A. Þórsson f. 28.7/58 ÍBerlin, verkamaður, Starhaga 14. Ragnar hefurstundað almenna verkamannavinnu undanfarin ár en hefur nú um tima verið starfsmaður Alþýðubandalagsins, fyrst Laga- og skipulagsnef ndar f lokksins og nú kosningastjórnar. Ragnará sæti í stjórn Æskulýöfylkingar Alþýðubandalagsins. 18. Esther Jónsdóttir f. 30.9/30, varaformaður Sóknar, Grýtubakka4. Esther hefur unnið ýmis verkakvennastörf fra 14 ára aldri, m.a. í 17 ár á Ellihemilinu Grund. Esther hefur verið i stjórn og varastjórn Starf smannafélagsins Sóknar f rá 1967 og varaformaður félagsins frá 1975. Hún starfar nú á skrifstofu Sóknar. 19. Þorsteinn Blöndal f. 5.8/46, yfirlæknir, Hávallagötu 13. Þorsteinn er stúdent f rá M. R. 1966 og lauk læknaprófi frá Háskóla Islands 1973. Hann stundaði framhaldsnám í lungnalækningum og lauk doktorsprófi í þeirri grein frá Háskólanum i Uppsölum 1982. Þorsteinn er yfirlæknir við Lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og sérfræðingurvið Lyflæknisdeild Landspítalans frá siðustu áramótum. 20. ÞorleifurEinarson f. 29.8/31, jarðfræðingur, Langholtsvegi 138. Þorleifur lauk prófi í jaröfræöi frá háskólanum í Köln 1960 og doktorsprófi' þaðan sama ár. Hann starfaðr á Atvinnudeild Háskóla (slands og Rannsóknastof nun Iðnaðarins 1965-1966 og við Raunvisindastofnun Háskólans 1969-1974, er hann var skipaöur prófessor I jarðíræði við Háskóla Islands. Þorleifur hefur skrifað fjölmargar greinar og bækur um jarðfræðileg efni. Þorleifur hefurveriö formaður Máls og menningar frá 1974 og formaður Landverndar frá 1979. 21. Silja Aöalsteinsdóttir f. 31.10. '43, bókmenntafræðingur, Hrísateigi 34. Silja lauk BA prófi i íslensku og ensku frá Háskóla Islands 1968og cand. mag. prófiiíslenskum bókmenntum áriö 1974. Hún hefur veriö stundakennari við Háskóla Islands og þýtt fjölda barnabóka. Árið 1981 kom út bók hennar um íslenskar barnabókmenntir. Silja er annar tveggja ritstjóra Tímarits Máls og menningar. Traust afl til vinstrí 22. Hallgrímur Guðmundsson f. 2.7/48, stjórnmálafræöingur, Birkimel 10 A. Hallgrimur lauk BA prófi í stjórnmálafræðum frá Háskóla Islands 1975 og stundaði f ramhaldsnám í opinberri stjórnsýslu í Manchester 1975-1979. Hallgrímurvarístjórn Stúdentafélags Islands 1971 og varaformaður Æskulýðssambands (slands 1973-1974. Hann hefur um nokkurt skeið átt sæti I stjórn T orfusam- takanna og er nú formaður þeirra. 23. Steinn Halldórsson f. 3.6. '49, verslunarmaður, Hraunbæ 156. Steinn er gagnfræðingur að mennt og hefur lengst af stundaö verslunarstörf í Borgarfelli. Hann hefur starfað mikið innan knattspyrnuhreyfingarinnar, var formaður Knattspyrnudeildar Fylkis 1973-1980, átti sæti í stjórn Knattspyrnusambands Islands um tíma og hefur átt sæti I stjóm Knattspyrnuráðs Reykjavíkurfrá 1973. 24. Einar Olgeirsson f. 14.8.1902, fyrrverandi alþingismaður, Hrefnugötu 2. Einar lauk stúdentprófi 1921 og las bókmenntir við háskóla I Kaupmannahöfn og Berlln. Hann var ritstjóri Þjóðviljans frá 1936-1941, formaður Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, 1939-1968 og alþingismaður 1937-1967. Einar var ritstjóri Réttar 1926-1940 og stðan óslitið frá 1946. Hann hefur skrifaö fjölda tímaritsgreina og bóka.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.