Þjóðviljinn - 03.05.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.05.1983, Blaðsíða 1
'• I ¦ ' ! ' ••-" I 1 I IV" l' 1 ' I I- ' > ' ' i . II''. V Þriðjudagur 26. apríl 1983 ÞJóbVíLjINN — SIÖA «j Umsjón: Víðir Sigurðsson Magnús þjálfat Olsara Magnús Teitsson, handknatt- leiksmaðurinn kiinni úr Stjörn- unni, hefur tekið við þjálfun 3. deildarliðs Víkings úr Olafsvík í knattspyrnu og leikur jafnframt með liðinu í sumar. Magnús kann ýmislegt fyrir sér á knattspyrnu- sviðinu, ekki síður en í handknatt- leiknum, og hefur leikið með FH og Stjörnunni. Víkingar hafa fengið liðsstyrk frá því í fyrra. Magnús Stefánsson kemur frá FH og Logi Úlfljótsson frá Þrótti Reykjavík en báðir eru Ólsarar og fyrrum Víkingsleik- menn. Þá hefur bæst í hópinn Við- ar Gylfason, einn af burðarásum nágrannaliðsins Reynis frá Hellis- sandi. -VS Létthjá Köppen og Frost Dönsku badmintonsnillingarnir Morten Frost og Lena Köppen komust nokkuð örugglega í gegn- um fyrstu umferð í einliðaleik á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Danmörku. Frost vann Kínverjann Yang Kesen 15-11 og 15-10 og mætir Indverja í næstu umferð. Broddi Kristjánsson og Guð- mundur Adolfsson komust báðir í gegnum fyrstu hindranirnar, hinn norski andstæðingur Brodda gaf sinn leik 9g Guðmundur sigraði Perúbúa. í næstu umferð tapaði Broddi síðan fyrir Nígeríumanni og Guðmundur fyrir Vestur- Þjóðverja. Syntu 75 kílómetra Ljósm. eik. „Trimmlandskeppnin fór vel af stað um helgina og það er greinilega mikill áhugi á henni. Maraþonsundið tókst vel, 67 manns syntu samtals 75 kílómetra í sundlauginni í Hátúni frá kl. 18 á laugardag til kl. 18 á sunnudag. Greinilegt er að talsvert fé hefur komið inn af áheitum en hversu mikið er ekki hægt að segja til um ennþá," sagði Markús Einarsson, framkvæmdastjóri íþróttasambands fatlaðra í samtali við Þjóðviljann í gær. Norræna trimmlandskeppnin, sem hófst með maraþonsundinu og þátttöku í 1. maígöngum um helgina, stendur út þennan mánuð. Keppnisgreinar eru ganga, hlaup, hestamennska, hjólastólaakstur, hjólreiðar, kajakróður og sund. Reiknað er með góðri þátttöku hér á landi og ætti það að standast, a.m.k. miðað við þessa góður byrjun. -VS hafast að- ís- og kínverskir íslenska karlalandsliðinu í borðténnis hefur gengið öllu verr en reiknað hafði verið með á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Tokyo í Japan. Liðið tapaði öllum sínum leikjum í H- riðli 3. deildar og þarf að leika um neðstu sætih á mótinu. Leikirnir . gegn Saudi-Arabíu, Filippseyjum, Nýja-Sjálandi, Marokkó og Lux- emburg töpuðust allir 0:5 en leikur- inn gegn Líbanon 2:5. Kínverjar eru hins vegar óstöðv- andi á toppi keppninnar og eru komnir í úrslit bæði í karla og kvennaflokki. Kínversku karlarnir sigruðu Ungverja 5:0 íundanúrslit- um og mæta Svíum í úrslitaleik en Svíarnir unnu Englendinga 5:0 í hinum undanúrslitaleiknum. I kvennaflokki leika Kína og Japan til úrslita um heimsmeistaratitil- inn. f undanúrslitum vann Kína So- vétríkin 3:0 og Japanir sigruðu Norður-Kóreu 3:1. Á síðasta heimsmeistaramóti, í Júgóslavíu, náðu Kínverjar í öll sjö guliin sem keppt var um og þeir virðast í svip- uðum hugleiðingum nú. -VS Schumacher fékk 24 sm skurð á andlitið! Toni Schumacher, sá frægi markvörður vestur-þýska lands- Getraunir I 34. leikviku getrauna var enginn með 12 rétta leiki en 28 með 11 rétta og var vinningur á röð kr. 7.325.00. Alls voru 406 raðir með 10 réttum og vinning- ur fyrir hverja kr. 216.00. liðsins í knattspyrnu, slasaðist illa í andliti á laugardaginn þegar lið hans, Köln, lék við Bochum í „Bundesligunni". Schumacher lenti í árekstri við samherja sinn, varnarmanninn Herbert Zimmer- mann, með þeim afleiðingum að 24 sentimetra langur skurður opnað- ist í andliti hans. Þrátt fyrir þetta óhapp er talinn möguleiki á að Schumacher geti varið mark Köln- ar næsta laugardag. -VS Moses í bann Remi Moses, miðjumaðurinn sterki hjá Manchester United, var rekinn af leikvelli í gær þeg- ar lið hans tapaði 3-0 fyrir Arse- nal í 1. deild ensku knattspyrn- unnar. Afleiðingarnar eru þær að Moses getur ekki leikið með United í úrslitaleik ensku bikar- keppninnar gegn Brighton á Wembley þann 21. maí nk. Lið Brighton hefur einnig veikst tals- vert; allt bendir til að Steve Foster, miðvörðurinn kunni, verði einnig í banni þegar að úrslitaleiknum kemur. Allt um leikina í ensku knatt- spyrnunni í gær og á laugardag er að fínna í opnunni. Keflvíkingar óstöðv- andi í litla bikarnum Keflvíkingar tryggðu sér sigur í Litlu Bikarkeppninni í knatt- spyrnu, meistaraflokki karla, á laugardaginn er þeir sigruðu FH 3:1 í Hafnarfirði. Þeir Keflvíkingar hafa verið nánast ósigrandi það sem af er vetri og vori og verður fróðlegt að fylgjast með þeim þegar 1. deildarkeppnin hefst. Skúli Rósantsson, Einar Ás- björn Ólafsson og Björgvin „Gutti" Björgvinsson skoruðu fyrir ÍBK en Jón Erling Ragnars- son fyrir FH. Viðar Halldórsson, landsliðsbakvörður úr FH, var rek- inn útaf í leiknum. Þá léku einnig Breiðablik og Haukar og varð sú viðureign all söguleg því tveimur leikmönnum úr 4. deildarliði Hauka var vísað af leikvelli. Brást annar þeirra hinn versti við, hrifsaði flautuna af dóm- aranum og þeytti henni útí loftið. Breiðablik sigraði 5:2 og hlaut sín fyrstu stig í mótinu. Ungu piltarnir Sævar Geir Gunnleifsson og Ing- valdur Gústafsson skoruðu tvö mörk hvor og „gamli maðurinn" Vignir Baldursson eitt. Loftur Eyjólfsson og Henning Hennings- son skoruðu fyrir Hauka. Keflavík hefur hlotið átta stig í keppninni, Akranes 4, FH og Breiðablik 2 en Haukar ekkert. Síðustu leikirhir eru um næstu helgi en þá mætast Akranes- Breiðablik og Haukar-FH. - VS I Víkingar í efsta sæti eftir sigurá Þrótti Víkingar komust í efsta sætið á Víkingur.........................5 5 o o 10-1 11 Reykjavíkurmótinu í meistara- Fram.............................4 3 1 n 8-1 9 flokki karla í knattspyrnu í gær- KR^ÍZÍÍ!"!!:Í!ZrZ4 1 1 2 !ms 3 kvöldi er þeir sigruðu Þrótt 2-0 á Þróttur..................!!!!!!!!!!s 1 1 3 3-8 3 Melavellinum. Á laugardaginn Fyikir.............................4 103 3-7 2 unnuValsmennKR-ingal-O.Stað- Armann..........•"•••¦-;.....« ° 1 3, i* 1 an á mótinu er nú þessi: ^alur °B f^ mætast a Mela- velhnum 1 kvold kl. 19.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.