Þjóðviljinn - 11.05.1983, Page 4

Þjóðviljinn - 11.05.1983, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. maí 1983 DiOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. Iþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Vegtyllur án verðleika • Það setti hlátur að mörgum þegar þau tíðindi spurðust út síðdegis á mánudag, að nú hefði Alþýðuflokkurinn heimtað sæti forsætisráðherra í þeirri þriggja flokka ríkisstjórn, sem Geir Hallgrímsson hefur verið að reyna að mynda. - Þvílík mannalæti! •Liklega er það þannig með flokksbroddana í Alþýðuflokkn- um, þá Kjartan Jóhannsson og Jón B. Hannibalsson, að því meir sem þeir tapa í kosningum þeim mun stærra líti þeir á sig. í kosningunum í síðasta mánuði tapaði Alþýðuflokk- urinn 4 þingmönnum af 10, sem hann átti áður. Ut á þetta gera þeir Kjartan flokksformaður og Jón sterki kröfu um forsætisráðuneytið og kalla úrslitaskilyrði. Líklega hefðu foringjar Alþýðuflokksins heimtað hér einræðisvöld, ef þeir hefðu fengið engan mann kjörinn á þing. Hinir kátlegu tilburðir þeirra nú benda a.m.k. til þess. • Annars má vera, að Jón B. Hannibalsson, sem nú er mestur valdamaður í Alþýðuflokknum hafi talið forystu- kreppuna í Sjálfstæðisflokknum vera komna á það stig, að búast mætti við því, að ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins reyndust fúsir til að taka hann fram yfir Geir sem húsbónda í stjórnarráðinu! . • Það segir svo ekki síst sína sögu um ástandið í Alþýðu- flokknum, að kratabroddarnir skuli ekki hafa nokkur þau málefni fram að færa, sem þeir vilji gera að skilyrði fyrir stjórnarþátttoku - heldur bara þetta eina, að vegtyllurnar vaxi í öfugu hlutfalli við kjósendatölu flokksins. k. Bara ein tillaga hjá Framsókn • Málgagn Framsóknarflokksins er að ympra á því í forystu- grein í gær, að Alþýðubandalagið hafi ekki tillögur fram að færa til lausnar á þeim efnahagsvanda, sem hér er við að glíma. • Skyldi þeim Framsóknarmönnum ekki vera nær að líta í eigin barm í þessum efnum. Alþýðubandalagið hefur í nú- verandi ríkisstjórn flutt fjölmargar tillögur, sem miðað hafa að því að draga úr verðbólguhraðanum. Framsóknarflokk- urinn hefur í þeim efnum enga tillögu flutt nema þessa einu, að skera niður kaupmátt launa langt umfram það sem fall þjóðartekna gefur tilefni til. Öllum tillögum Alþýðubanda- lagsins um frekari verðlagshömlur og takmarkanir á verð- bólguaukandi fjárplógsstarfsemi milliliða og braskara hefur Framsóknarflokkurinn hafnað. • Alþýðubandalagið lagði fram fyrir síðustu alþingiskosn- ingar sinn samstarfsgrundvöll. • Arþýðubandalagidáhins vegarekki aðifd að þeim stjórn- armyndunarviðræðum, sem nú standa yfir. Nærveru Al- þýðubandalagsins hefur ekki verið óskað. En það mega skriffinnar Framsóknarflokksins vita, að verði Alþýðu- bandalagið kallað til í sambandi við stjórnarmyndunarvið- ræður nú, þá mun ekki skorta á tillögur af þess hálfu. Hitt er svo annað mál, hversu líklegt sé að hægt verði að fá Fram- sóknarflokkinn og aðra verndara braskarastéttarinnar til að fallast á þær tillögur. • Og væri ekki nær fyrir málgagn Framsóknarflokksins að kynna nú þjóðinni þær tillögur, sem Framsókn er að pukrast með í stjórnarmyncíunarviðræðunum við íhaldið. Fer ekki að verða kominn tími til að láta ljósið skína á þær? k. Skatturinn til Alusuisse • Á síðasta ári hækkaði raforkuverð frá Landsvirkjun til almenningsrafveitna uin 119% frá upphafi til loka árs. Frá 1. apríl 1982 til 1. maí 1983 hækkaði þetta sama orkuverð um 27% umfram hækkun byggingarvísitöiu. Engu að síður hafði Landsvirkjun hugsað sér 31% viðbótarhækkun nú þann 1. maí og síðan 31% hækkun á þriggja mánaða fresti út þetta ár. - Iðnaðarráðuneytið lagði til að Landsvirkjun fengi alls enga hækkun nú, en í ráðherranefnd varð loks samkomulag um að leyfa 10% hækkun í stað 31%, sem sótt var um. - Þessar tölulegu staðreyndir sýna m.a. með hversu hrika- legum hætti gjafirnar á helmingi allrar orkuframleiðslunnar til Alusuisse bitna á íslenskum almcnningi. k. klippt Kjartan Jóhannsson: Þessi krafa er pólitísk for- senda fyrir aðild okkar Ekki hefur verið rætt um skiptingu ráðunevta - tnliliim ri-ll aöganga lirnnt til -.••rk' i.g A> ra fra |*m lurrjar h.nar (h.Ii tisku f«.rs»'inlur \a ru. a.Vir . n li-ngra . rói L'. rigiö " llanri ..ir i frarnhaldi .,f j.1 spuröijr af Ir.rrju « kki h. fði .••rjð skyrt frá |h-ssii stra\. i-r \iö • -Anr aöila hofust i l.yrjun -löustu .. rlann svaraði _Ja. \iö \ihl Kratar á fullu Sá saklaus blaðalesandi sem skoðar Morgunblaðið og Al- þýðublaðið í gær verður mjög hissa. í Alþýðublaðinu er for- síðan lögð undir ýmiskonar frá- sagnir af stjórnarmyndunar- viðræðum sem Alþýðuflokkur- inn tekur þátt í og aðalfyrirsögnin er „Ekki hefur verið rætt um skiptingu ráðuneyta". Þarsegir á þá leið, að „innan Alþýðuflokks- ins eru háværar raddir, sem segja að ekki komi til greina fyrir AI- þýðuflokkinn að taka þátt í sam- stjórn þessara flokka nema for- sætisráðherraembættið verði flokksins“. Og er því bætt við að ýmsir Sjálfstæðismenn og Fram- sóknarmenn séu þessari kröfu samþykkir. Og semsagt, ekki annað að sjá en að allt sé í fullum gangi og stjórnarmyndunarlíkur þó nokkrar. Kratar hœttir í Morgunblaðinu er svo allt annað uppi á teningnum. Þar segir í stórri baksíðufrétt, að Alþýðuflokkurinn sé hættur aðild að stjórnarmyndunar- viðræðumog haft er eftir Geir Hallgrímssyni, sárum og beiskum, um Krata að „þeir meta meira ráðherrastóla en málefni". í framhaldi af þessu er svo birt viðtal við Geir Hallgrímsson inni í blaðinu þar sem hann leggur áfram áherslu á málefnalegu sam- stöðuna. En það er vert að taka eftir því, að hvorki Kjartan né Geir minnast einu orði á það um hvað þessi ágæta samstaða eigi að snúast. Og eru blaðalesendur engu nær en áður um það, hvað það eiginlega er sem menn hafa veriö að tala um á löngum og ströngum fundum Geirs, Stein- gríms, Kjartans og þeirra aðstoð- armanna. Að heyra hljóðið Málið er allt einstaklega kauðalegt, einkum eins og það lítur út í tilsvörum Kjartans Jó- hannssonar í Morgunblaðinu í gær. Hann segir að Kratar séu „reiðubúnir til viðræðna um þetta stjórnarmynstur undir þess- um formerkjum“ - þ.e.a.s. að fylgt verði fyrirmynd stjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar og Kratar eigi forsætisráðherrann. En svo er hann spurður að því, hvenær þessi ákvörðun þing- flokks Alþýðuflokksins um fors- ætisráðherrastólinn hafi legið fyrir. Hann svarar: „Þetta var til umfjöllunar í flokknum um leið og við vorum beðnir um að koma inn í þessar umræður (í fyrri viku semsagt) og við töldum rétt að ganga hreint til verks og skýra frá því hverjar hin- ar pólitísku forsendur væru áður en lengra yrði gengið“. Hann var í framhaldi af því spurður af hverju ekki hefði verið skýrt frá þessu strax er viðræður aðila hóf- ust í byrjun síðustu helgar. Hann svaraði: Ja, við vildum aðeins fá að heyra hljóðið, - hvernig þetta gengi fyrir sig og meta stöðuna jafnframt“. Hver veit ekki hvað? Þetta er skrýtið allt saman. Kjartan Jóhannsson vill ganga hreint til verks eins og hann segir, með því að fela það fyrir viðmæl- endum sínum hver sé höfuðkrafa flokks hans í stjórnarmyndun („heyra hljóðið í mönnum“). Á meðan veit Alþýðublaðið ekkert um það hvort flokkurinn er úti eða inni. Og svo mætti áfram halda: Geir veit ekki hvað hans flokkur vill, og samkvæmt Tím- anum veit Steingrímur ekki hvort hann átti í dag að tala við einn flokk eða tvo. En meðan aðrir vandræðast kann Steingrímur að minnsta kosti þá kúnst að láta eins og ekkert sé. Forsíðuviðtalið sem Tíminn birtir við Framsókn- arformanninn í gær hefst á þess- um bjartsýnu orðuni: „Mér finnst máiið liggja mjög skýrt fyrir“. _ og skoriö Lóð fyrir eldflaugar I eldflaugalandi eins og Vestur-Þýskalandi kemur það fyrir að auglýsing á borð við þessa hér birtist í bæjarblaðinu: „Til sölu lóð, nálægt borginni, heillandi fandslag í kring, mjög hentug fyrir eldflaugastöð og þessháttar hernaðarframkvæmd- ir. Selst hæstbjóðanda. Fyrir- spurnir merktar TA 195 sendist í pósthólf 1749, Taiiingen. Þetta var úr blaði sern nefnist „Zollern Albkurier'-. En í „Safn-. aðarbréfi“ sem dreift er í öðru plássi þar í landi, Sprendlingen, er að finna svofelldar uppbyggi- legaUvangaveltur um ágóða af fermingum, sem er ekki sérís- lenskt mál, eins og dæmið sýnir: „Ef þú færð fermingargjafir fyrir sem svarar 800 mörkum. þá hefur þú fengið fyrir hvern spurn- ingatíma hjá prestinum næstum því tuttugu mörk á tímann"! Polanlegir kaflar Og frá efnahagslegum staðreyndum skreppum við svo yfir í þær ógöngur sem listgagn- rýnendur koma sér stundum í, einnig í virðulegu blaði eins og Frankfurter Raundschau: „Síðasti þáttur þessa balletts er samsettur úr leiðinlegunt og sál- ardrepandi endurtekningum. Sis- ifos biður að heilsa. Að vísu koma fyrir þolanlegir kaflar, þeg- ar konunni er misþyrmt herfilega í hjónabandinu, hún einnig kúg- uð af móður sinni og henni þrýst inn í vonlausa stöðu af samfé- laginu. En samt er það svo, að yfir ianga kafla í verkinu leggst þungbær leiði".

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.