Þjóðviljinn - 11.05.1983, Side 7

Þjóðviljinn - 11.05.1983, Side 7
Miðvikudagur 11. maí 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 19 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Eyþór sigraði Eyþór Pétursson, HSÞ, varð sig- urvegari í Íslandsglímunni 1983 sem fram fór með mikilli leynd að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu þann 30. apríl sl. Eyþór hlaut 67: vinning, lagði alla keppinauta sína nema Halldór Konráðsson. Úrslit í glímunni urðu þessi: EyþórPétursson, HSÞ.....6V2 Jón Unndórsson, KR........6 Halldór Konráðsson, UV..5V2 Kristján Ingvarsson, HSÞ..4 Hjörtur Þráinsson, HSÞ....3 Geir Gunnlaugsson, U V.1V2 Karl Karlsson, UV......1 '/2 Hjörleifur Pálsson, KR....0 Atli fer tfl FH Atli Hilmarson, fyrrum lands- liðsmaður í handknattleik úr Frant, leikur með FH í 1. deildinni næsta vetur. Atli hefur að undanförnu dvalið í V-Þýskalandi og spilað þar með Hamelm við góðan orðstír. Ekki er að efa að hann kemur til með að styrkja hið efnilega lið FH verulega. Vaiur á 1 • Knattspyrnufélagið Valur í Reykjavík á afmæli í dag; það var stofnað fyrir 72 árum, þann 11. maí 1911. Valsmenn hafa eins og venjulega opið hús og kaffiveiting- arfrá kl. 17-19 ídagog bjóða þang- að velkomna alla félagsmenn og velunnara. Fram Reykjavíkurmeistari Eftir æsispennandi lokamínútur í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu, sem fram fór í norðangarra á Melavellinum í gærkveldi, stóð knattspyrnufélagið Fram uppi sem sigurvegari á mótinu, eftir 3-2 sigur á Víkingum. Staðan í hálfleik var eitt márk gegn einu, en snemma í síðari hálfleik náðu Framarar að skora, en Víkingar misstu ekki móðinn og jöfnuðu aftur. Á síðustu mínútum leiksins fengu Framarar síðan dæmda víta- spyrnu, sem Ögmundur Kristinsson náði að verja, en Framarar fylgdu vel eftir og þriðja markið gaf þeim aukastigið, scm fleytti þeim upp fyrir Víkinga í lokastöðu Reykjavíkurmótsins. Fram hlaut alls 12 stig, Víkingar 11 og í þriðja sæti urðu Valsmenn með níu stig. Á myndinni hampar Jón Pétursson, fyrirliði Fram, bikarnum, sem afhentur var í leikslok. - Mynd: -eik. Þessir þrír piltar höfnuðu í þremur efstu sætum í flokki 10-14 ára pilta í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar sem fram fór við Lækjarskóla á sumar- daginn fyrsta. Þeir eru, frá vinstri, Finnbogi Gylfason, sem varð annar, Einar Páll Tamini, sem sigraði, og Þorsteinn Gíslason sem varð þriðji. 1 elstu flokkunum sigruðu Magnús Haraldsson og Ragnheiður Olafsdóttir. Göngudagur fatl- aðra á sunnudag Norræna trimmlandskeppnin fyrir fatlaða hefur gengið mjög vel fram að þessu og er þátttaka sér- lega góð á fjölmörgum heimilum og dvalarstofnunum fyrir fatlaða. Víðá hefur hún verið allt að hundr- að prósent. Vinsælustu greinarnar fram að þessu eru án efa sund, hjól- astólaakstur og ganga. Til þess að auðvelda sem flestum þátttökuna í norrænu trimmlands- keppninni hefur íþróttasamband Fatlaðra ákveðið að efna til sér- stakra göngudaga. Þeir verða sem hér segir: 1. Sunnudaginn 15. maí kl. 13.30 2. Laugardaginn 21. maí kl. 11.00 3. Sunnudaginn 29. maí kl. 13.30. Gengið verður frá Sjálfsbjargar- húsinu, Hátúni 12, og eru sem flestir hvattir til að mæta í göngurn- ar. Allar nánari upplýsingar um keppnina, sem lýkur 31. maí, eru veittar hjá íþróttasambandi Fatl- aðra, héraðssamböndum, Sjálfs- bjargarfélögum og íþróttafélögum fatlaðra. Hjá ofangreindum aðil- um er einnig hægt að fá þátttöku- kort fyrir keppnina. Bogdan landsliðsþjálfari Bogdan Kowalczyk verður nán- ast örugglega þjálfari íslenska _ landsliðsins í handknattleik næstu tvö árin. HSÍ hefur komist að sam- komulagi við Pólverjann kunna sem hefur náð einstökum árangri með Víkinga undanfarin fimm ár og nú er einungis eftir að undirrita samningana. Bogdan gjörþekkir íslenskan handknattleik, og verk- efnið sem við honum blasir er B- keppnin í Noregi árið 1983. Reiknað er með að hann hefji störf í sumar. Sigurður, Ragnheiður og Omar efst í stigakeppninni Stigakeppni víðavangshlaupa á vegum Frjálsíþróttasambands ís- lands 1982-83 er lokið og sigruðu FH-ingar í öllum flokkum. Loka- staða hjá þeim efstu í einstökum flokkum varð þessi: Karlar: SigurðurP. Sigmundsson, FH........150 Sighvatur D. Guðmundsson, HVÍ/ÍR... 132 Hafsteinn Óskarsson, IR...........106 Stefán Friðgeirsson, IR............94 Einar Sigurðsson, UBK,.............93 Gunnar P. Jóakimsson, ÍR...........85 Gunar Birgisson, ÍR................78 Ingvar Garðarsson, HSK.............70 SteinarFriðgeirsson, ÍR............67 Magnús Haraldsson, FH..............57 Konur: Ragnheiður Ólafsdóttir, FH........120 HrönnGuðmundsdóttir, UBK/ÍR.......114 Rakel Gylfadóttir, FH.............108 Fríða Bjarnadóttir, UBK............49 Guðbjörg Haraldsdóttir, KR.........35 Björg Kristjánsdóttir..............35 Linda B. Loftsdóttir, FH............24 Marta Leósdóttir, ÍR................24 Kristin Eggertsdóttir, USVH.........21 SigríðurSigurjónsdóttir, ÍR.........20 Drengir: ÓmarHólm, FH.......................111 Viggó Þ. Þórisson, FH................64 Helgi F. Kristinsson, FH............53 GarðarSigurðsson, ÍR................47 Lýður Skarphéðinsson, FH............44 Arnþór Sigurðsson, UBK..............29 Góð þátttaka var í hlaupum vetrarins, 105 tóku þáft í karla- flokki, 45 í kvennaflokki og 40 í drengjaflokki. Næsta hlaup á veg: urn Víðavangshlaupanefndar FRI er Meistaramót íslands í 25 km gönguhlaupi sem fer fram á Hvols- velli laugardaginn 14. maí og hefst kl. 14. Þátttaka tilkynnist til Sig- urðar Haraldssonar í síma 52403 fyrir fimmtudaginn 12. maí. Sigurður P. Sigmundsson, sigur- vegari í karlaflokki. Útlendingamir útflokaðir? Allt bendir til að engir er- lendir leikmenn leiki í úr- vaisdeildinni í körfuknatt- leik næsta vetur. Tillaga þess efnis verður borin upp á ársþingi KKÍ um næstu helgi og flest aðildarfélög munu henni fylgjandi. Talið er að einungis þrjú félög leggist gegn henni, Kefla- vík, Grindavík og Þór frá Akureyri. Ársþingið fer fram að Hó- tel Heklu í Reykjavík og hefst kl. 20 á föstudags- kvöldið, 13. maí. Þingstörf- um verður síðan haldið áfram daginn eftir. _Vs v

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.