Þjóðviljinn - 11.05.1983, Blaðsíða 8
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. maí 1983
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Frá Æskulýðsfylkingu
Alþýóubandalagsins.
Friöarvaka um hvítasunnu.
Æskulýðsfylkingin hefur fyrirhugað að efna til hópferðar á Snæfellsnes um
hvítasunnuna. Haldið verður til í félagsheimilinu Skildi við Stykkishólm og
farið þaðan í skoðunarferðir um nágrennið undir leiðsögn heimamanna.
Svo verða friðarmálin rædd á samkomum í félagsheimilinu. Farið veröur á
laugardaginn 21. maí og komið til baka á mánudeginum 23. maí. Verði
verður mjög stillt í hóf. Þeir ungu sósíalistar sem hefðu áhuga á að koma
með eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku í síma: 17500. -
Dagskrá auglýst nánar síðar í Þjóðviljanum. - Undirbúningsnefnd.
Alþýöubandalagiö í Kópavogi
Kosningahappdrættiö
Skrifstofan í Þinghóli verður opin í dag frá kl. 17-20. Við minnum á
heimsenda happdrættismiða og hvetjum félaga til að gera skil á skrifstof-
unni á ofangreindum tima, simi 41746. Sýnum samstöðu!
ABK
Aðalfundur 1. deildar ABR
Stjórn 1. deildar ABR boðar til aðalfundar þriðjudaginn 17. maí kl. 17 að
Hverfisgötu 105. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstöf.
Stjórnin.
AB Selfossi og nágrenni
Félagsfundur verður haldinn 19. maí næstkomandi kl. 15.30 að Kirkjuvegi 7
Selfossi.
Fundarefni:
Stjórnmálaviðhorfið að loknum kosningum. Svavar Gestsson formaður
Alþýðubandalagsins mætir á fundinn.
Önnur mál.
Stjórnin.
Stóra
ferðahappdrættið
Geriö skil sem allra fyrst.
Drætti hefur verið frestað til 1. júní.
Hægt er að greiða gíróseðla í öllum bönkum og pósthúsum.
25% AFSLATTUR!
Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega
Sjúkranuddstofa
Hilke Hubert
Hverfisgötu 39
Opið mánudaga til föstudaga kl. 8.00 - 11.00 og 13.30 - 19.00.
Pantanir í síma 13680 kl. 14 -18.
BEINN I BAKI
- BELTIÐ
SPENNT
jUMFEROAR
|p Tilkynning
til garðeigenda í Reykjavík um nauðsyn aðgæslu
við notkun sterkra eiturefna við garðúðun.
Fjölmargir garðeigendur láta ár hvert úða
garða sína með eiturefnum úr X- og A-
flokkum eiturefna í því skyni að útrýma
skordýrum. Af þessum efnum mun parathion
algengast. Hér gengur það undir verslunar-
heitinu Egodan-Parathion sem er 35% upp-
lausn hins virka efnis (parathions). Efni þessi
eru ekki einungis eitruð fyrir skordýrin sem
þeim er ætlað að eyða heldur koma verkanir
þeirra fram hjá öllum dýrum, sem fyrir þeim
verða, þ.á.m. fuglum og þau valda gjarnan
eitrunareinkennum hjáfólki. Eigi ertalið unnt
að komast hjá notkun þessara sterku efna
enn sem komið er, svo sem í gróðurhúsa-
ræktun, en leyfi til notkunar þeirra í þágu
almennings eru mjög takmörkuð og bundin
þeim einum sem hafa undir höndum sérstök
leyfisskírteini frá lögreglustjórum, sem þeir
skulu bera á sér þegar úðun fer fram.
Jafnframt þessari aðgát er nauðsynlegt, að
garðeigendur geri sér grein fyrir, að æskilegt
er að draga sem mest úr notkun hinna sterku
eiturefna og fullreyna i þeirra stað önnur
hættuminni efni, sem leyft er að selja al-
menningi (sjá yfirlit útgefið af heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu 1. júní 1982).
Þeim garðeigendum, sem samt sem áður
vilja fá garða sína úðaða með eiturefnum úr
X- og A-flokkum skai bent á eftirfarandi:
1. Að ganga úr skugga um að þeir sem fram-
kvæma úðunina hafi undir höndum gild
leyfisskírteini, útgefin af lögreglustjóra.
2. Einungis má úða í þurru og kyrru veðri.
3. Egodan-Parathion má aðeins nota með
styrkleikanum 0.03-0.08% þ.e. 30-80 ml. í
100 I. vatns.
4. Úðun er þýðingarlítil og jafnvel gagnslaus
nema á aðalvaxtarskeiði lirfunnar, sem
algengast er að eigi sér stað fyrstu 3 vik-
urnar í júní.
5. Virða skal að öllu leyti aðvörunarspjöld
þau sem skylt er að hengja upp í görðum
að lokinni úðun með áðurnefndum eitur-
efnum.
Garðeigendum er bent á að kynna sér ræki-
lega hvaða trjátegundir er óþarft að úða til
varnar gegn skordýrum og ennfremur að afla
sér upplýsinga um hvenær hægt er að kom-
ast af með notkun hættuminni efría til útrým-
ingar þeim.
Reykjavík 5. maí 1983.
Borgarlæknirinn í Reykjavík.
Sæmundur Sigmundsson, Borgarnesi
Oplð bréf
til stjórnarmanna íslenska
járnblendifélagsins hf.
Opið bréf tii stjórnarmanna ís-
lenska járnblendifélagsins hf.,
þeirra, Hjartar Torfasonar, Guð-
mundar Guðmundssonar, Eggerts
G. Þorsteinsonar, Páls Bergþórs-
sonar, Kolfs Nordheim, Leifs
Kopperstad og Gunnars Viken, frá
Sæmundi Sigmundssyni, sérleyfis-
hafa, Borgarnesi.
Abyrgu stjórnarmenn,
Ég vísa til viðskipta minn við
Járnblendifélagið, en ég hef annast
akstur á vaktavinnufólki og fleiri
starfsmönnum félagsins frá Akra-
nesi til Grundartanga síðustu þrjú
árin eða þar um bil, án kvartana af
hálfu félagsins.
Jafnframt vísa ég til útboðs Járn-
blendifélagsins á flutningi starfs-
fólks þess frá 25. mars sl. og leyfi
mér að vitna í endurrit fundargerð-
ar frá 11. apríl 1983, sem Stefán
Reynir Kristinsson, fjármálastjóri
félagsins, samdi þegar tilboð voru
opnuð:
I fundargerðinni segir auk
annars:
Sæmundur Sigmundsson, Borgar-
nesi
Liður A: 2.300 kr/dag
Liður B: 1.200 kr/dag
Liður C: 350 kr/ferð.
Þetta tilboð gildir ef um alla liði
er samið.
3.2.
Sæmundur Sigmundsson
B-liður 1.200 kr/dag
C-liður 350 kr/ferð
3.3.
Sæmundur Sigmundsson
A-liður 2.500 kr/dag
Rekstraráætlun fylgdi öllum til-
boðunum.“
Reynir Jóhannsson
A-liður 3.744 kr/dag
Biliður ef tilboði A ekki tekið
1.560 kr/dag
B: liður ef A tilboði er tekið
1.040 kr/dag þegar ferðir eru sam-
kvæmt A lið en 1.560, kr. aðra
daga.
C. liður ef tilboði í Bi eða B2
tekið 350 kr/ferð.
Rekstraráætlun fylgir tilboðinu."
Vegna tilboðs Reynis Jóhanns-
sonar í B ferðir þar sem ein B ferð
er sameinuð A ferð þvert ofan í
ákvæði í útboðsgögnum vil ég taka
fram að ekkert var því til fyrirstöðu
að ég gerði það einnig, eféghefði
vitað um, að forstjóri félagsins, Jón
Sigurðsson, hefði talið það eðli-
legt.
Mér virðist, miðað við forsendur
útboðsgagna og tilboða og A ferðir
í 250 daga á ári, að Járnblendifélag-
ið hefði getað fengið mína flutn-
ingsþjónustu í A ferðum kr.
361.000.- ódýrari en Reynis, sem
virðist hafa verið samið við, og í B
ferðum kr. 131.400.- ódýrari mið-
að við verðlag í mars 1983. Eða
samtals 492.400.- lægri útgjöld á
ári. C ferðir okkar beggja voru á
sama verði.
Mér þykir sú afstaða Járnblendi-
félagsins, að semja við aðila sem
býður mun dýrari þjónustu, undar-
leg, og leyfi mér því að ítreka óskir
um svör við því hvers vegna ekki
var samið við lægstbjóðanda og
hvers vegna var verið að bjóða
flutningana út.
Vænti heiðraðs svars eða svara
ykkar við fyrsta tækifæri.
Borgarnesi, 4.5. 1983.
Virðingarfyllst,
Sæmundur Sigmundsson,
Borgarnesi.