Þjóðviljinn - 11.05.1983, Page 11
MiSvikudagur 11. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23
RUV ©
11. maí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Gull í
mund. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð:
Sigurbjörg Jónsdóttir talar
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Rumm-
ungur ræningi“ eftir Otfried Preussler
i þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Helga Ein-
arsdóttir les (6).
9.20 Leikfimi. tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
10.35 Sjávarútvegurog siglingarUmsjón:
Guðmundur Hallvarðsson.
10.50 íslenskt mál. Endurtekinn þáttur
Jóns Hilmars Jónssonar frá laugardegin-
um.
11.10 Létt tónlist
11.45 Úr byggðum Umsjónarmaður: Rafn
Jónsson
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. ( fullu fjöri Jón Gröndal kynnir
létta tónlist.
14.30 „Sara“ eftir Johan Skjaldborg Einar
Guðmundsson þýddi. Gunnar Stefáns-
son les (4).
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Útvarpssaga barnanna: Sögur frá
æskuárum frægra manna eftir Ada
Hensel og P. Falk Rönne „Andinn i
fjöllunum", saga um William Tell Ást-
ráður Sigursteindórsson les þýðingu sína
(10).
16.40 Litli barnatíminn Stjórnendur: Sess-
elja Hauksdóttir og Selma Dóra Þor-
steinsdóttir.
17.00 Bræðingur Umsjón: Jóhanna Harð-
ardóttir.
17.55 Snerting Þáttur um málefni blindra
og sjónskertra í umsjá Gísla og Arnþórs
Helgasona.
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir
19.45 Tilkynningar. Daglegt mál. Árni
Böðvarsson flytur þáttinn. Tónleikar.
20.00 Einleikur og samleikur í útvarpssal
a. Arnþór Jónsson leikuráselló. Einleiks-
svítu nr. 2 í d-moll eftir Johann Sebastian
Bach. b. Þóra Johansen og Elín Guð-
mundsdóttir leika á tvo sembala. Sónötu
eftir Francois Couperin.
20.25 Fræg hljómsveitarverk.
21.40 Útvarpssagan: Ferðaminningar
Sveinbjörns Egilssonar Þorsteinn
Hannesson les (13).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins
22.35 Iþróttaþáttur Umsjónarmaður:
Ragnar örn Pétursson
23.00 Kammertónlist Leifur Þórarinsson
kynnir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok
RUV
27, aDríl
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Myndir úr jarðfræði íslands 1. Mó-
bergsfjöll Fræðslumyndaflokkur í tíu
þáttum sem kynna helstu atriði íslenskrar
jarðfræði og jarðsögu á Ijósan og á
stundum nýstárlegan hátt. Þættirnir
verða á dagskrá Sjónvarpsins vikulega á
miðvikudögum og er röð þeirra sem hér
segir: Móbergsfjöll, Jöklarnir, Eldstöðvar,
Stöðuvötn, Árnar, Landrek, Frost og
þíða, Ströndin, Jarðhiti og Saga lands og
lífs. Höfundar og umsjónarmenn þátt-
anna eru jarðfræðingarnir Ari Trausti
Guðmundsson og Halldór Kjartansson,
Gísli Helgason sér um Snertingu
ásamt Arnþóri Heigasyni.
Snerting
Snerting, þáttur um máletni blindra
og sjónskertra, verður á dagskrá út-
varpsins kl. 17.55 í dag. Þeir bræður
Gísli og Arnþór Helgasynir hafa verið
með þennan ágæta þátt á dag-
skránni um nokkurn tíma en þeir hafa
fyrir löngu getið sér gott orð sem af-
bragðs útvarpsmenn. Öllum er í
fersku minni Eyja-pistill þeirra eftir aö
Vestmannaeyjagosið skall yfir en
með þeim útvarpsþætti var viðhaldið
mikilvægu sambandi milli Eyja og út-
laganna sem um stund bjuggu uppi á
móðurlandinu.
frá le
Rót verðbólguvandans
Afborgunarkjör
á öllum hlutum
Lesandi hringdi:
„Þegar allir eru að fjargviðrast
yfir því hve mikil verðbólgan er
orðin hér innanlands og flestir sjá
ekki önnurtfáð við vandanum en
þau gömlu og úreltu að skerða
kaupið, sem aldrei hefur borið
neinn árangur, nema síður væri,
þá finnst mér tími til kominn að
menn skoði dæmið til enda og
geri sér grein fyrir rótinni að þess-
ari þenslu í peningamálum þjóð-
arinnar.
Égþykist fullviss um að megin-
skýringuna rnegi finna í þeim
breyttu verslunarháttum sem
ruðst hafa hér til rúms á síðustu
árum. Kaupahéðnar hafa gripið
til þess ráðs, að bjóða fóiki upp á
afborgunarkjör á öllum sköp-
uðum hlutum. Fólkið kaupir orð-
ið ekki þann smáhlut í innbú hvað
þá stærri tæki að ekki sé boðið
upp á margvíslegustu afborgun-
arskilmála. Lítið sem ekkert út,
restin borgast á næsta hálfa ári
eða svo. Þetta leiðir til þess að
kaupmenn selja betur, en það
hættulega er að almenningur sér
færi á að kaupa alls kyns hluti sem
iiann hefur í raun alls ekki efni á,
þegar dæmið er gert upp.
Kaupæðið er algert, og innflutn-
ingur að keyra þjóðina í kaf í
vöruskiptahalla. Hvað getur slíkt
haldið lengur áfram? Hér þarf að
taka í taumana. Rót verðbólg-
unnar er einmitt grafin þar sem er
þetta sívaxandi afborgunarskil-
málafyrirkomulag í allri verslun.
Að 8efnu tilefni
Kristján Jónsson Fjallaskáld;
rangt farið með ljóð hans.
Orðsending til stjórnanda þátt-
arins „Ég man þá tíð“ í Ríkisút-
varpinu:
Kvæði Kristjáns Jónssonar
Fjallaskálds hefst svo: „Þar sem
aldrei á grjóti gráu...“, en ekki:
„Þar sem aldrei á grjóti grær...“.
- Og ljóð Guðmundar skóla-
skálds Guðmundssonar hefst
þannig: „Taktu sorg mína, svala
haf“, en ekki „Taktu sorg mína,
svala lind...“, - en þannig var
rangfarið með bæði þessi öndveg-
iskvæði í nefndum þætti þ. 6. mat
sl..
Ráðlegg ég þeim, sem vilja
vitna í kvæði, hvort heldur er í
ræðu eða riti, að kunna þau, -
ella getur illa farið, eins og dæmin
sanna.
Vinsamlegast,
Sverrir Haraldsson
Borgarf. eystra.
TVÆR
KÍNVERSKAR
REIKNINGS-
ÞRAUTIR
Þessir tveir reikningsleikir eru
upprunnir í Kína. Þegar þið
hafið lært þá getið þið látið
kunningja ykkar spreytá sig á
þeim.
Ef 6 kettir éta 6 mýs á 6 mín-
útum, hve margir kettir gætu
þá étið 96 mýs á 96 mínútum?
Hugsið ykkur nú vel um. - Ef
þið haldið að það séu 96 kettir
þá hafið þið rangt fýrir ykkur,
og verðið að brjóta heilann enn
betur um dærnið. -
Ef 6 kettir éta 6 mýs á 6 mín-
útum er hver köttur 6 mínútur
að éta eina mús. Á 96 mínútum
getur hver köttur því étið 16
mýs. Þessir sömu kettir geta því
ótið 96 mýs á 96 mínútum.
Ef ein og hálf hæna verpir
einu og hálfu eggi á einum og
hálfum degi, hve' mörgum
eggjum verpa þá sex hænur á
sex dögum? Dettur ykkur í hug
að það séu annaðhvort 6 eða
36? - Nei, ekki aldeilis.
Ef ein og hálf hæna verpir
einu og hálfu eggi á einum og
hálfum degi, þá munu 3 hænur
verpa 3 eggjum og 6 hænur 6
eggjum á sama tíma. Ef þið
hugsið ykkur um þá vitið þið að
6 dagar eru fjórum sinnum 1 'lz
dagur.
Ef 6 hænur verpa 6 eggjum á
1 degi, þá verpa þær fjórum
sinnum meira á 6 dögum - og
það eru 24 egg.
FONDUR
í þetta sinn ætlum við að sýna ykkur
hvernig útbúa má bókastoðir á einfaldan
hátt. Efnið er fjórir spýtukubbar. Tveir
þeirra eiga að vera 20x15 cm, en hinir
aðeins minni. Þið neglið kubbana saman
tvo og tvo eins og sýnt er á myndinni.
Þegar því er lokið er næst að mála bóka-
stoðirnar og er þá um að gera að gefa
hugmyndafluginu lausan tauminn. Á
myndinni sjáið þið snjalla hugmynd en þið
getið líka notað hinar og þessar skemmti-
legar fígúrur, t.d. Mikka mús eða Andrés
Önd. Eins og þið sjáið er ákaflega fljótlegt
að útbúa bókastoðirnar og þær eru einkar
hentugar gjafir.