Þjóðviljinn - 12.05.1983, Page 1
„Ég stend í þeirri meiningu að
trjágróður eigi að koma vel undan
vetrinum. Hann hefur að vísu verið
langur, en hann hefur verið
samfelldur, og það gerir
gæfumuniijn. Það eru
vetrarhlýindin, með kuldaköstum á
eftir, sem eru það versta fyrir
trjágróðurinn“, sagði Sigurður
Blöndal, skógræktarstjóri, í spjalii
við Þjóðviljann um tré í gömlum og
nýjumgörðum.
Á þessum árstíma er alla farið að klæja í
grænu puttana. Þótt enn sé svait í veðri,
einkum fyrir norðan, þá er vorið komið í
mannskapinn og þá er um að gera að vita
hvernig fara á að. Við spurðum Sigurð um
vorverkin ítrjágarðinum.
„Pau eru nú fyrst og fremst fólgin í ýmiss
konar hreinsun, klippingu og grisjun",
sagði hann. „Víða í gömlum görðum hafa
trén verið sett þétt, og það er ágæt í byrjun,
og maður getur skapað trén að vissu ieyti
eftir því sem maður lætur þau þéttar.
Grisjun og klipping er því innan vissra
marka smekksatriði og mér finnst
perónulega fallegra að láta trén njóta sín og
hafa mikið vaxtarrými. Stórt tré eins og
alaskaösp t.d. þarf ansi mikið pláss ef
krónan á að fá að njóta sín. Til þess þurfa að
vera margir metrar á milli trjánna.
Hlynirnir við Vonarstræti og Álmurinn við
Túngötuna hér í Reykjavík eru góð dæmi
um hvernig þessi tré verða ef þau fá nóg
pláss.“
Hreinsið brotsárin vel
„Á snjóþungum vetrum eins og í vetur
gerist það oft að greinar brotna undan
snjónum eða í vindi. Þær þarf að fjarlægja
ogsaga brotsárinhrein. Þaðermjög
mikilvægt að hafa sárin klárlega skorin svo
síður verði hætta á fúa eða drepi. Síðan þarf
að bera í þau, en það er reyndar misj afnt
eftir trj átegundum, hvort það er
nauðsynlegt. Lerki ogfura t.d. fylla sárin
strax með harpixen greni oglauftré, t.a.m.
alaskaöspina og reynivið þarf að bera í sem
fyrst, ef greinarnar eru meira en
fingurgildar. Mér er sagt að nú fáist ekki
lengur sérstakt efni, sem selt hefur verið til
að varna sveppagróðri á undanförnum
árum, en gamla góða koltjaran er alltaf
fáanleg og stendur vel fy rir sínu. “
- Hvað með klippingu eða snyrtingu?
„Limskærin eru vinir trjánna og það
skiptir í raun engu máli hvenær klippt er.
Hins vegar er leiðinlegra að gera það eftir
að lauftrén fara að blæða. Það er líka betra
að klippa snemma á vorin því þá er minna
um sveppagró í lofti. Lauftrén eins og
birkið t.d. fylgja sinni eigin klukku ogfara
að blæða fyrri partinn í apríl eins þótt frost
sé ekki farið úr jörðu. Það skaðar ekki þótt
seinna sé klippt, en það er engu að síður
skemmtilegra að gera það fy rr. “
„Víða í gamla bænum er nýtt fólk að
Limskærin eru
vinir trjánna
segir Sigurður Blöndal,
skógræktarstjóri.
í sumar byrjum við með nýja víðitegund, - strandvíði, ættaðan vestan úr Steingrímsfirði,
segir Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri.
setjast að í görðum sem hafa verið vanhirtii
um árabil. Það er að mörgu leyti erfitt að
eiga við garða af þessu tagi“, sagði
Sigurður. „Bæði er að það er hætt við að
skyndileg klipping trjánna verði svo
mikilfengleg, eða áberandi, ogeins hitt að
trén mega ekki vera orðin of gömui ef þau
eiga aðgetafyllt í skörðin aftur. Annarser
það undravert hvað hægt er að gera að
þessu leyti, þó fólki finnist mikið til um
breytinguna fyrst, þá eru trén fljót að fylla
upp í skörðin ef þau á annað borð eru ekki
orðin of gömul. í slíkum tilfellum ætti fólk
að ráðfæra sig viö kunnuga.“
Flutningstré
- Nú hcfur flutningur trjáa í nýhyggð'
hverfi orðið algcngur hér í Reykjavík
síðustu ár. Hvernig ber fólk sig best að í
þeim efnum?
„Fræðilega séð er hægt að flytja hvað stór
tré sem er, ef þau eru vel undir flutninginn
búin. Hins vegarertfeknilegraerfitt að
flytj a tré sem er orðið 3-5 metrar á hæð
nema hafa til þesssérstakan útbúnað.
Undirbúningurinn felst í því að þétta
rótarkeríiö og í gróðrastöðvunum bua
menn ung tré undir þetta með því að
rótarstinga þau með árs eða tveggja ára
millibili, þannig að rótin verði þétt eins ogí
blómsturpotti.
Ef tréð er stórt, 2-3 metrar á hæð, er rétt
að hefja undirbúningflutningsins með
tveggjaárafyrirvara. Fyrsta vorið
rótarstingur maður frá helmingnum, -
margir grafa hreinlega skurð umhverfis
helming rótarinnar og fylla hann með
næringarríkri mold. Næsta árer hinn
helmingur hringsins skorinn, rótinni gefin
mikil næringog síðan flytur maður tréð
þriðja árið. I flutningnum sjálfum er
nauðsynlegt að reyra rótarklumpinn vel, en
stærð hans'er misjöfn eftir tegundum
trjánna og krónustærð. Því stærri króna,
þeim mun stærri rótarklumpur.
Það er'mjög mikilvægt, þegar skorið er á
rætur að skera með beittu verkfæri, þannig
að sárið verði hreint. Þannigverðurminni
hætta á fúa og það grær betur yfir. Það er
stundum erfitt að koma þessu við, en þeim
mun nauðsynlegra að hreinsaga ræturnar
vel á eftir. Það er óskaplegt að sjá þegar
stórvirkum tækjum, gröfum og skóflum er
beitt á tré til að slíta þau upp og það fer illa
Sjá næstu síðu