Þjóðviljinn - 12.05.1983, Page 6

Þjóðviljinn - 12.05.1983, Page 6
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. maí 1983 BLAÐAUKI Átti að vera skjólveggur en verður mikið sumarhús Rætt við Leif Vilhelmsson áhugamann um garðrækt sem stendur í byggingar- framkvæmdum Efst í byggingarrammanum er skjólveggurinn sem átti að vera og búið er að glerja. Síðan var haldið áfram og í sumar verður hér fullreist sumarhús á baklóðinni. Blaðamaður virðir fyrir sér tunnuna góðu sem sjá á um sjálfvirka vökvun í jarðveginn innanhúss. - Mynd-Atli. Allt til garðyrkju • Matjurtafræ • Grasfræ • Mold • Sádbakkar Garöyrkjuverkfæri Plastdúkur Áburður Sláttuvélar Sölufélag garðyrkjumanna Reykjanesbraut 6 — sími 24366 Sendum gegn póstkröfu Á vaiit fyririiggjandi ódýrsænsk og hol/ensk sól- og garðhúsgögn sólstólar, bekkir, borð. Einnig furuhúsgögn. fwn jæg Eyjagötu 7, Orfirisey Reyk javik simar 14093—13320 íslendingar hafa löngum veriö ósáttir viö hversu stutt sumartíminn stendur viö hér norður í Dumbshafi, og kannsi ekki síður hversu rysjótt og vætusöm sumartíöin oftast reynist. Því hafa menn brugðið á það ráð að sækja sér sumarauka með ferðalögum á suðrænar slóðir. Á síðustu árum hafa margir landar leitað annarra leiða til að lengja sumartíðina og það á heimaslóðum. Þær ráðstafanir hafa ekki kostað lengri ferðalög en út í garð eða jafnvel út á svalir þar sem slegið hefur verið upp skjólhýsi úr gleri. í fyrstu voru skýli þessi bæði lítil og veikburða, svo að oft var lítið eftir af þeim eftir fyrstu vetraráhlaup. í stað þess að gefast upp fyrir veðurguðunum og leggja árar í bát, gerðust menn stórhuga. Spekúlerað og teiknað í skamm- degiskuldanum og strax í vorbyrj- un farið að grafa fyrir rammgerðu gróðurhúsi á baklóðinni. Slík hús má orðið sjá víða um borg og bæ, hina reisulegustu bústaði þar sem gróðurinn dafnar vonum framar. Við fréttum af einum áhugasömum gróðurunnanda í nágrenni Reykja- víkur sem vinnur nú af fullum krafti við að koma upp ramm- byggðu sumarhúsi á baklóðinni. Leifur Vilhelmsson heitir hann og við litum heim til hans á dögunum og forvitnuðumst um byggingar- framkvæmdir og fyrirhugaðar hug- myndir um nýtingu og notagildi sumarhússins. Fengum ekki nóg skjól „Upphaflega átti þetta að vera skjóiveggur, en við fengum ekki nógu mikið skjól. Þá kviknaði hug- myndin að þessu. Það er ekki hægt að segja annað en að traustlega sé byggt. Reknir niður raftar 5x5 með um metersmillibili. Vegghæðin verður 2.40 m og á milli raftanna verður sett 5 mm gler 1.99x80. Þak- ið verður síðan með risi, sama brot og á íbúðarhúsinu", segir Leifur þegar við biðjum hann að lýsa því hvernig húsið mun líta út í full- gerðri mynd. Sjálfvirk áveita En þar með er sagan ekki sögð, því að Leifur hefur lagt drög að sjálfvirku áveitukerfi í húsinu. „Allt rigningarvatn af þakinu verð- ur nýtt og safnað saman í 120 1 plasttunnu. Úr henni verður síðan sjálfvökvun í jarðveginn innan- húss.“ Er ekki hætta á að þú drekkir öllu í húsinu? - Að sjálfsögðu er yfirfall á tunn- unni þannig að engin hætta er á að plöntunum verði drekkt. Jarðveg- urinn þarf hins vegar miklu meiri vökvun en menn halda. Danir gera ráð fyrir allt að 10 1 á hvern fer- metra á sólarhring yfir sumartím- ann. Inni í húsi sem þessu veitir alls ekki af mikilli vökvun." Hvað á að rækta í húsinu? „Vínber, alparósir, peligóníur, prímoríur...þetta er allt á dagskrá. Ég veit ekki hvort ég ræð við ferskjur, en tómatar og gúrkur verða ekki hér í ræktun. Og Leifur flettir upp í erlendunt og innlendum garðyrkjuritum sem hann hefur á borðinu hjá sér og sýnir blaðamönnum áhugaverða hluti og nytsamar upplýsingar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.