Þjóðviljinn - 19.05.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.05.1983, Blaðsíða 1
Allt í einu var þriggja ára gömul mynd úr Ijósmyndasafni Þjóðviljans komin upp á borð. Hún er tekin í maí 1980 og sýnir ófrágengna lóð hússins nr. 20 við Strýtusel í Breiðholti og stærðeflistré með rótarhnyðju. Tréð er greinilega aðflutt og fyrsti vísir að garði við húsið. - Hvernig skyldi trénu hafa vegnað? Ætli það hafi lifað af? Hvaðan var það komið og hver á það? Til að leita svara við þessum spurningum brugðum við okkur í Strýtusel 20 nú í vikunni og viti menn, - þar er tréð nú aðalprýði garðsins, og greinilega í fullu fjöri. Þar hittum við fyrir Þorbjörgu Einarsdóttur en þau Páll Þórðarson búa í Strýtuseli 20 með dætrum sínumþremur. „Það er nú svolítið skrýtin saga af þessu tré“, sagði Þorbjörg, „og reyndar furðulegt að það skuli hafa lifað af allt hnjaskið. Skýringin er væntanlega sú að þetta er viðj a og húner mjögseig." Kom öllum að óvörum „Ég átti engan veginn von á trénu“, segir Þorbjörg. „Það var að haust- lagi 1979 að ég skrapp að heiman ogvarumhálftímaíburtu. Á Breiðholtsbrautinni mætti ég bíl sem ég tók eftir að var með kerru ogstórt tré í eftirdragi. Ekki datt mér í hug að bíllinn væri á leið heim til mín, en þegar ég kom heim var tréð komið þar sem það er á gömlu myndinni. Sá sem kom með það heitir Jens og hann tók grunninn að húsinu okkar. í heiðursskyni er viðjan aldrei kölluð annað en Jens- ína á þessu heimili. Hann hafði ver- ið að vjnna niðri í Blesugróf þar sem verið var að grisja gamlan trjá- garð og þegar til stóð að henda trénu ákvað hann að hirða það og flytjahingað. Þetta var rétt fyrir frost og garðurinn ófrágenginn og þannig þurfti tréð að standa allan veturinn og fram á næsta vor, þegar við byrj- uðum að laga lóðina. Aftur hafði ég brugðið mér af bæ og þegar ég kom heim var verktakinn búinn að færa tréð til að komast betur að og hann rak það einfaldlega á undan sér í vélskóflunni. Mér leist satt best að segja ekki á blikuna og hugsaði með mér að ef þetta gengi eftir allt þetta, væri nú ekki mikill vandi að flytja tré!“ Þorbjörg og Kristín dóttir hennar við viðjuna góðu. Ljósm. -Ál Furðulegt að hún skyldi þola hnjaskið Gömlu trén vinsæl í Strýtuseli „Þegar viðjan var loksins komin niður og á sinn stað, tók hún strax við sér“, sagði Þorbjörg. „Ég gerði nánast ekkert, fékk lánaðan skít í næsta húsi og passaði reyndar upp á að vökva hana. Hún hefur vaxið heilmikið og veitir skjól í garðin- um, en varpar reyndar skugga líka.“ Flutningsviðjan við númer 20 við Strýtusel er aðeins ein margra stórra trjáa við þá götu, sem öll eru mun eldri en húsin sem þau standa segir eigandinn, Þorbjörg Einarsdóttir. -----s/á næstu síðu Þetta er gamla myndin, tekin í maí 1980 og þannig beið viðjan gróðursetningar allan veturinn. Ljósm. -eik. Nú er hún prýði garðsins, vel yfir 4 metra á hæð og í fullu f jöri. Ljósm. —Ál

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.