Þjóðviljinn - 19.05.1983, Blaðsíða 7
BLAÐAUKI
Fimmtudagur 19. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN
i C'i' '.i i
SÍÐA 13
Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur svarar spurningum lesenda
Spurt um garða og gróður
Leiftursókn
gegn mosa
Halla Guðmundsdóttir
Kópavogi og
Örn Karlsson spyrja:
Hvenær, hve oft og hvað á að bera
á: a) grasflötina, b) birkihekk,
gljávíði og birkikvist?
Svar: Á grasflöt í góöri rækt er
best að bera á: 1.-15. maí túná-
burð, NPK 17-17-17 (græðir 5),
ca. 5 kg á 100 fermetra. 1 .—10.
júní túnáburð NPK 17-17-17
(græðir 5), 2,5 kg á 100 fermetra.
1.-10. júlí, Blákorn NPK 12-12-
17, 2,5 kg á 100 fermetra.
Til að slá á mosavöxt er gott að
gefa 2,5 kg kalksaltpétur á hverja
100 fermetra með fyrstu áburðar-
gjöf. Þetta er bráðabirgðalausn
sem ekki borgar sig að grípa oft
til. Með öðrum orðum eins konar
leiftursókn. Betra er að viðhalda
stinnum og slitsterkum grasf-
lötum með því að bera á húsdýra-
áburð og sjávarsand, blandað til
helminga annan hvern vetur, en
hreinan sand og rúmlega 10 kg af
kornuðu skeljakalki á hverja 100
fermeta hinn veturinn. Auk þess
svo tilbúinn áburð á sumrin. Á
grónar og góðar flatir dugir hálfs
sentimetra lag í svörðinn. Á ný-
þaktar eða mjög dældóttar grasf-
latir má reikna með allt að
þriggja sentimetra sandlagi því
megnið af sandinum sópast ofan í
samskeyti og misfellur.
Til að vinna sandinn vel niður í
svörðinn er best að nota
fjaðrandi laufhrífu. Sé hún ekki
fyrir hendi er hægt að nota strák-
úst eða fína heyhrífu.
Að sjálfsögðu koma þörung-
amjöl og fiskimjöl að svipuðu
gagni og húsdýraáburðurinn og
þeim fylgir enginn arfi. Hvorttve-
ggja má nota svo ríflega sem
sýnist.
En eitt ber að athuga til að
halda aftur af mosanum. Sláið
aldrei sneggra en svo að rétt
skipti til þegar sláttuvélin fer yfir.
Stillið sláttuvélina á þriggja senti-
metra hæð og sláið þegar grasið
er orðið 4—5 sentimetra hátt.
Rakið svo eftir hvern slátt. Setjið
síðan afrakið í safnhauginn. Þeim
sem verður það á að setja afrakið
í öskutunnurnar ætti að refsa með
hjóli og steglu! Afrakið og allur
gróðurúrgangur verður að frjó-
mold sem hænir blómálfana að
með tímanum. Safnhaugurinn er
stolt þess sem hafnar stundarhag
og sýnir fyrirhyggju. Ef til vill
væru kosningaúrslit á því væna
íslandi vandræðalausari ef fleiri
landar hirtu um safnhauga í sín-
um eigin garði.
En snúum okkur að b) lið
spurningarinnar.
Um allan trjágróður í opnum
beðum gildir sú meginregla að
skipta áburðargjöf í tvennt. Bera
um 4—6 kg af Blákorni (12-12-17)
á hverja 100 fermetra í byrjun
maí. Síðari gjöf er svo fyrstu dag-
ana í júlí. Þá er gefið 2,5-3 kg
brennisteinssúrt kalí ásamt 1-2
kg af Blákorni á hverja 100 fer-
metra.
Tré í grónu landi þurfa meira
köfnunareefni í upphafi vaxtart-
ímans því að þá eiga þau í harðri
samkeppni við grasið. Þar er því
betra að nota túnáburð (17-17-
17) í vorgjöf í stað Blákornsins.
Ekki er ráðlegt að bera köfn-
unarefnisáburð á trjágróður eftir
15. júlí vegna þess að þá eru líkur
á að vetrarundirbúningur trjá-
gróðursins tefjist og því fylgir
aukin kalhætta.
Blómarunnar, berjarunnar og
raunar allur blómagróður notar
mikið kalí. Við megum reikna
með að runnar eins og rifs og rós-
ir noti upp undir 5-7 kg af kalí á
hverja 100 fermetra árlega. Þeim
kemur oft betur að fá þetta magn
í smærri skömmtum með hæfi-
legu millibili allan vaxtartímann,
frá vori til hausts. Berjaleysi á
rifsi, þrátt fyrir góða glómgun og
blítt veðurfar stafar sennilega af
kalískorti. Kalí eykur mjölvis-
myndun í plöntunum og eflir
mótstöðuafl þeirra gegn kvillum
og umhleypingum.
Fjörutíu sm
er lágmark!
________________k
Unnur Hjaltadóttir
Reykjavík spyr
um gróður á svölum.
Svalirnar hjá henni eru ca. 20 nP
og vita í suður inn í sund milli
húsa, þannig að opið er í austur
og vestur. Þær eru á 2. hæð yfir
viðbyggingu og ca. 4 inetrar yfir í
gaflinn á næsta húsi (til suðurs).
A svölunum öllum er sól fram
undir kl. 13 á daginn og eftir það
á mismunandi stöðum.
Geturðu bent á runna sem getur
myndað þétt skjól á svölunum, -
er einhver tcgund heppilegri en
önnur. Hún á kassa sem eru 1.50
á lengd, 20 cm djúpir og 25 cm
breiðir. Geta þeir dugað og hvaða
moldáað nota.
Unni langar til að setja bergfléttu
á suðurþilið af svölunum. Hún er
búin að koma til plöntu í vetur og
er hún orðin um 80 cm á hæð. I
hvernig jarðveg á að setja hana og
í hvernig ílát? Hvað djúpt?
Svar: Plöntuval á svölum og
þakgörðum takmarkast mjög al
veðurfarsþáttum. Venjulega
mæðir þar meira á plöntunum.
Þær eru líka háðar því að vaxa í
kerjum og þess vegna reynir
meira á rætur þeirra en annarra
plantna sem vaxa fast á sinni rót
úti í garðinum.
Til þess að draga úr hita-
sveiflum í kerjum þurfa þau að
vera nokkuð stór og eins verðum
við að reyna að fóðra þau með
einangrandi efnum. Hér á rnark-
aði eru engin ker ætluð til þessara
nota svo við verðum að vinna eða
láta útbúa ker sem henta okkur í
hvertsinn. Af tilbúnum einingum
eru brunnhringir úr steinsteypu,
fóðraðir með 1 tommu frauð-.
plasteinangrun, mjög góðir til
þessara nota. Tvöföld timburker,
þar sem ytra byrðið getur verið
klæðning úr furu eða öðrum upp-
Hringið
í dag!
Hringið í síma Þjóðviljans
81333 milli kl. 16 og 19 i dag,
fimmtudag, og leggið
spurningar fyrir Hafstein
Hafliðason
garðyrkjufræðing.
Blaðamenn munu skrá þær
niður, Hafsteinn leggur á
ráðinogleysirúr
spurningumog svörin
birtast siðan á f immtudag i
næstu viku.
áhaldsviði - og einangrun á miíli
- eru líka traust gróðurker sem
hægt er að útfæra á ýmsa vegu.
Aðalatriðið við öll svona ker er
að hafaþau ekki of lítil, innanmál
50x50 sm og dýpt um 40 sm er
algert lágmark. Þá verður að sjá
til þess að þau geti ekki safnað í
sig vatni. Heil ker þarf því að
bora út í botninn og hafa svo um
10 sm lag af grófri möl í botninum
áður en moldin er sett í kerin,
Við alla potta- og kerjaræktun
borgar sig að kaupa malaða og
tilbúna pottablómamold. Þessi
kerjaræktun er því lítið frá-
brugðin venjulegri pottaræktun,
þótt utandyra sé. Við þurfum að
umpotta trjánum og runnunum á
nokkurra ára fresti alveg eins og
við geruni við stofublómin okkar
og af sömu orsökum.
Unt sjálft gróðurvalið er lítið
hægt að fjölyrða. Einfaldast er að
fara í næstu gróðrarstöð og velja
það sem manni finnst konta til
greina. Hafa verður þó á bak við
eyrað að best er að velja það er
harðgerðast er. Úrvalið af fjölær-
,um blómum og steinhæðaplönt-
unt sem koma til greina er líka
rnikið. Sömuleiðis gerir það oft-
ast lukku að pota nokkrunt
laukunt niður í ker á haustin og úr
þeirri fylkingu er um nrargt að
velja. Svo kemur veturinn. Þá er
affarasælast að reyna að skýla
kerjunum sent best - binda
steinullarmottur og göntul ullar-
teppi utan unt þau. Það hlífir
þeim gegn umhleypingum og
vætu án þess að kæfa plönturnar.
Nú, Unnur spyr um bergflétt-
una sín.a. Ég held að hún ætti aö
láta reyna á það hvort hún dafnar
ekki þarna á svölunum, sé hún
gróðursett með öðru í stóran
steinhring. Unnur þarf að hjálpa
bergfléttunni við að komast upp
vegginn með því að íesta, hana
þar með límbandi (eins og málar-
ar nota) þangað til bergfléttan
bítur sig í vegginn sjálf.
Allar lagnir
utaná!
Hörður Geirsson
Hafnarfirði spyr:
Gras þrífst illa á lóðinni hjá mér
vegna þcss að rætur hávaxinna
trjáa hafa vaxið upp úr lóðinni.
Hvaðertil ráða? Má saga afþær
rætur sem standa uppúr eða sér í?
Ég vildi helst koniast hjá því að
þurfa að hækka lóðina til að hylja
ræturnar og rækta nýtt gras.
Svar: Þú býrð í Hafnarfirði og
þar er víðast hvar grunnt oían á
hrauniö. Rætur trjánna verða því
að nýta þennan jarðveg sem best
með því að hafa „allar lagnir utan
á“.
Reyndar er birkirótum eðli-
legast að mara í hálfu kafi í
sverðinum. Reynir og Sitkagreni
eiga þetta líka til við þessar að-
stæður, en fyrir aspir aörar en
blæösp er þetta nauðvörn. Þær
lýsa frati sínu á ástandinu með því
að senda upp laufgaða sprota
hvar sent þeim sýnist um víðan
völlinn, þrátt fyrir harkalegar
aðgeröir stjórnvalda. Eins og þrí-
höfða þursanum sprettur þeim
tvö höfuð ný fyrir hvert höfuð af-
hoggið.
Eg held að það eina sent þú
getur gert sé að hækka grasrótina
svo að þú komist klakklaust yfir
með sláttuvélina. Þú þarft ekki
að gera þetta í einu stökki, heldur
mjatla á þunnum lögum af sand-
blandaðri ntold, bera á og láta
grasið vaxa vel uppúr á milli.
Sandlögin þurfa að vera þykkust
við og í kringum trjáræturnar, þá
hætta þær lljótt að vera til trafala,
grasflatir þurfa ekki endilega að
vera marflatar eins og parketgólf,
það eru einmitt hæðirnar og þessi
úfni ávali sem gefur Hafnarfirði
sinn sjarma. Lestu svarið við 1.
spurningunni hér að framan, og
umfram allt reiddu ekki öxina að
rótum trjánna, faröu heldur
santningsleiðina og bjóddu upp á
ofurlitla hækkun.
HEITIR POTTAR
frá 1000—15000 lítra við sund-
laugina, heimahús og sumarbú-
staðinn
Pottarnir kosta frá kr.
20.000,-upp íkr. 79.000.-
með söluskatti.
Þetta eru fallegir krakkar í 15000
litra potti frá okkur. En athugið að
þeir fylgja ekki með. Þið eigið sjálf
að vera í pottinum og skapa um-
hverfið.
Ve/fum ís/enzkt
TREFJAPLAST HF.
Blönduósi,
Sími 95-4254.