Þjóðviljinn - 19.05.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.05.1983, Blaðsíða 4
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Firamtudagur 19. maí 1983 BLAÐAUKI sumar- blómum Nú má byrja að huga að Eftirgróðraskúrina sunnanlands um síðustu helgi breytti skjótt um svip á ásýnd móðurjarðar. Engu líkaraen rignt hefði grænni málningu eins og einhver komst að orði. Og þar sem landsmenn eru almennt búnir að taka til í görðum sínum, tína ruslið burt og stinga upp beðin, þá er kominn tími til að huga að sumarblómunum sem eiga að skrýða garðana í sumar. í gróðrastöðvunum búa menn sigaffullu kappi undir sumarblómasöluna og á dögunum litum við inní gróðrastöðina Grænuhlíð við Bústaðaveg og ræddum við Vernharð Gunnarsson garðyrkjumann. Hefst um hvítasunnuna „Þetta fer allt í fullan gang uppúr hvítasunnunni. Þá eru fyrstu sumarblómin yfirleitt sett niöur, þau harðgerðustu, en önnur er ekki óhætt að setja niður fyrr en uppúr mánaðamótum." Inni í gróðurhúsunum í Grænuhlíð stóðu sumarblómin í pottum í stórum breiðunK clalíur og petóníur sem áttu stutt í að komast í blóma- skrúða. Útifyrir í stórum vermireit- um voru stjúpur í tugþúsunda tali að byrja að springa út í fegurstu litum. „Stjúpurnar eru alltaf vinsælast- ar,“ segir Vernharður. „Það hefur verið svo frá því að almenningur fór að planta úr sumarblómum hér- lendis. Þær eru sterkastar og þola best íslenska veðráttu." „Jú það er rétt, áhuginn fyrir garðrækt hefur aukist mikið á síð- ustu árum. Fólk hefur einnig í auknum mæli verið að koma upp garðhúsum. Vill þá prófa nýjar og nýjar tegundir. Stærri blóm og rós- ir. Þá er fólk einnig farið að setja blóm mikið út í svalarkassa á blokkum. Þaðverða þá aðveralág- vaxin sumarblóm, stjúpur petó- góníur og ýmiss önnur skrautblóm." Er mikið af nýjum tegundum sumarblóma sem bætast við ár- lega? „Nei, það er ekki, heldur hafa menn verið að betrumbæta þær tegundir sem fyrir eru. Fá fram nýja liti, og gerf plönturnar harðgerari." Höfum fyrirliggjandi úrvals sand, malar- og fylliefni í garða, grunna, bílastæði, undir hell- ur og fleira til að kæfa mosa í grasi og arfa í Björgun hf. sand- og malarsala Sævarhöfða 13. - Sími 81833. Opið 7.30 -12 og 13 -_18. Mánudaga til föstudaga. Lokað laugardaga. Áhugi á kálrækt hefur aukist mlkið á síðustu árum og sífellt fleiri tegundir eru ræktaðar hér. Vernharður Gunnarsson garðyrkjumaður hugar að kálplöntunum. Myndir - Atli. Það var nóg að gera við að grisja og setja í potta. Hér eru þær Lára og Þorbjörg Guðjónsdóttir móðir Vernharðs í önnum. I bakgrunni sér á Bústaðaveginn og niður í Fossvogshverfi. Fimmtudagur 19. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SŒ)A 11 En það eru ekki bara sumarblóm sem eru ræktuð í gróðrastöðinni heldur einnig runnar, rósir og kál- plöntur. Við gengum með Vern- harði yfir í suðurenda gróður- stöðvarinttar og litum á kálplönt- urnar sem búið var að planta út í stóra vermireiti. „Við byrjum að selja þessar kál- plöntur uppúr mánaðamótum. Þær eru aðallega seldar í heimagarða, og fólki hefur gengið vel að koma þessum plöntum upp.“ Hvaða kálplöntur eruð þið með? „Úrvaiið hefur aukist mikið á síðustu árum. Nú ræktum við hvítkál, blómkál, grænkál, rauðkál, spergilkál, rósakál og að sjálfsögðu röfuplöntur. Það er að- aliega á síðustu árum sem fólk hef- ur byrjað að rækta hérlendis sperg- ilkál og rósakál og sumir eru jafn- vel farnir að fikta við kínakál." Hvað þarf helst að huga að varð- andi kálræktina? „Kálflugan er versti óvinurinn. Það þarf að sprauta kálið á réttum tíma, venjulega fyrri partinn í júní, rétt eftir niðursetningu. Varðandi eiturefni er réttast að vísa fólki til Sölufélags garðyrkjumanna." Inni í gróðurhúsinu voru dalíur og petóníur i stórum breiðum. Blómarósin sem hugar að plöntunum heitir Lára Baidursdóttir. Myndir - Atli. GARÐLAUGAR HEITIR POTTAR ■ M . J5' MARGAR STÆRÐ/R Smíðað eftir óskum kaupenda Efni: hitaþoliö og glertrefjastyrktur polyester Framleiðandi: FOSSPLAST H/F Gagnheiði 19 — Selfossi — Sími99-1760. Nú eru sumarblómin nær ein- göngu fjölærar plöntur. Hvað duga þær lengi í görðum hérlendis? „Þær eiga að geta enst í áraraðir, en það er betra að skipta þeim upp á nokkurra ára fresti. Þá yngjast þær upp og blómgunin eykst að sama skapi." Hvenær á fólk að setja sumar- blómin niður? „Harðgerðari plöntur má setja niður nú uppúr hvítasunnu, en flauelsblóm og dalíur eru varla tilbúnar til niðursetningar fyrr en uppúr mánaðamótum. Hápun- kturinn í sumarblómasölunni er yfirleitt í kringum 17. júní, annars er fólk að setja niður sumarblóm út allan júnímánuð.“ Góð jarðvegs-skilyrði Hverju þarf helst að gæta að þeg- ar sett eru niður sumarblóm? „Jarðvegurinn þarf að vera góð- ur, einhver áburður og skjól, Síðan þarf að vökva vel eftir að búið er að setja blómin niður. Það er mikil- vægt atriði sem margir flaska á. Varðandi áburð, þá er hættulegt að setja of mikið og eins verður að passa að setja ekki of lítið. Ef of mikið er sett, þá fer vöxtur plönt- unnar allur í blöðin en ekki til blómgunar." Hvaða áburður er hentugastur fyrir sumarblóm og hvað er hæfi- lega mikill áburður? „Blákorni er heppilegastur. 2 lúkur ættu að duga á hvern fer- metra. I grænmetisrækt þá er mið- að við að setja 15-17 kg. á 100 fer- metra.“ Hver eru hclstu slys scm fólk hendir þcgar það setur niður sumarblómin? „Margir átta sig ekki á því að plöntunar þurfa að fá góða nær- ingu. Halda að það sé sama hvernig jarðveg þær eru settar niður í. Einnig eru þær oft settar of þétt niður. Þær þurfa gott rými til að vaxa og verða fallegar." Hvernig jarðvegur er bestur fyrir sumarplönturnar? „Ef menn eru með mómold þá þarf að kalka hana. Ef leirmold, þá er ágætt að blanda mórnold saman . við hana. Það er mjög góð blanda. Einnig er gott að hafa moldina sendna, blanda vikri eða sandi saman við. Þá verður hún loft- meiri. Fólk verður að gæta að því að sandurinn má alls ekki vera saltur.“ Leitað ráða hjá Vernharði Gunnars- syni í gróðra- stöðinni Grænuhlíð Fjölbreyttar kálplöntur Tilraun#- starfsemi „Hérna erum við að gera til- raunir með fjölærar plöntur", segir Vernharður og sýnir blm. nokkra stóra vermireiti sem bogaþak úr plasti er yfir. Undir má sjá prímórí- ur og fleiri fjölær blóm í blóma- skrúða. Þessar plöntur eru búnar að vera í pottum hérna úti í allan vetur. Þetta er annað árið sem við prófum að geyma þær svona yfir veturinn. Þær eru ræktaðar upp inni í gróðurhúsum og síðan settar hér út í ágúst-september. Þettá hef- ur komið alveg þokkalega út, ein og ein tegund sem þolir ekki vetur- inn vel. Annars er það regla hjá okkur að selja ekki fjölærar plönt- ur nenia þær hafi lifað af einn vet- ur“, segir Vernharður og við virðunr fyrir okkur blómaskrúðið undir plasthimninum. Við tefjum ekki mikið lengur í gróðrastöðinni, það þarf að vökva stjúpurnar, grisja og planta út. Um helgina fer sumarblómasalan í full- an gang og þá verður nóg að gera hjá garðyrkjubændum og ekki síð- ur okkur hinum sem ætlumað fegra í kringum híbýli okkar í sumar. - lg- Ásgeir Svanbeigsson TRt Il\L OG RIMMR ÁISLAIVDI Gefin út aö frumkvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur ISLI XSK WITUiV I Tréog runnará íslandieftirÁsgeir Svanbergsson. Uppsláttar- rit ræktunarmannsins gefið út að frumkvæði Skógræktarfé- lags Reykjavíkur. Þessi bók er um tré og runna á íslandi, sögu þeirra og heimkynni ásamt leiðbeiningum um ræktun og hirð- ingu. Höfundurinn hefur verið græðireitisstjóri Skógræktarfé- lags Reykjavíkur í mörg ár og kynnst vandkvæðum garðeig- enda. Hann er einnig kunnur fyrir mjög vandaða sjónvarps- þætti um skógrækt. Á þriðja hundrað myndir og teikningar prýða bókina, þar á meðal fjöldi litmynda teknar af Vilhjálmi Sigtryggssyni framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykja- víkur. Bók þessi, sem er hin fyrsta í bókaflokknum íslensk náttúra, á erindi við alia sem unna gróðri og ræktun. /lokdútyafdn ()/'// &(.)/ /\<iu/' Siðumúla 11. simi 8 4 8 66.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.