Þjóðviljinn - 19.05.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.05.1983, Blaðsíða 8
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. maí 1983 Kveðjuorð frá Þjóðviljanum Sigurey Júlíusdóttir Dáin 13. 5. 1983 frá Drangsnesi Fœdd 24. 11. 1901 Gömul og góö vinkona Þjóð- viljans, Sigurey Júlíusdóttir frá Drangsnesi er látin. Minningar- athöfn um hana fer fram á Akra- nesi klukkan 14:30 í dag, en á Akranesi dvaldi Sigurey að mestu síðustu árin í skjóli dætra sinna. Jarðsett verður eftir hvíta- sunnu norður á Drangsnesi. Sigurey var ein í hópi þess al- þýðufólks af sinni kynslóð sem hreifst af jafnréttishugsjónum rísandi verkalýðshreyfingar. Þeim hugsjónum var hún trú til hinstu stundar og hugurinn heitur sem forðum. Þjóðviljinn átti löngum góðan hauk í horni þar sem Sigurey var og tregum við hana nú. Viö leyfum okkur að vitna hér í viðtal, sem Þjóðviljinn birti við Hinn 26. apríl s.l. ræddumst við undirritaðir við í útvarpsþættinum „Spor frá Gautaborg". Tókum við þar fyrir öryggismál Islands og ann- arra Norðurlanda. Við gerðum því nokkur skil hvernig forsendur ör- yggismála á Norðurlöndum hafa breyst á þeim áratugum sem liðnir eru síðan núverandi öryggisfyrir- komulag var ákveðiö í lok 5. ára- tugarins. í lýöræöislöndum þykir það sjálfsagt að mismunandi skoð- anir á slíkum efnum komi fram í fjölmiölum. En leiöarahöfundum Morgunblaðsins þykir það greini- lega óþarfi. í önugum leiöara þann 30. apríl var ráðist harölega á Ríkisútvarpið fyrir að samtali sem þessu skyldi hleypt fram í útvarp- inu. Það er athyglisvert aó í leiðar- anum er ekki tekið fyrir neitt af þeim málsatriöum sem við höfðum til umræðu, heldur er bara hrópaö á ritskoðun. Er hér kannski komin aftur- gengin hin gamla stefna Morgun- blaðsins að öryggismálin skuli vera sameiginlegt pukurmál Banda- rískra yfirvalda og þeirra stjórn- málamarina íslenskra sem mest eru hlyntir NATO - stefnunni? Ástæöa er til aö benda leiöara- höfundi Morgunblaðsins á að þeir Sigurey þegar hún varð 75 ára fyrir nokkrum árum. Hún var spurð hvers vegna hún hefði á ungum aldri gerst sósíalisti þar norður á Ströndum, og h vort slíkt hafi verið algengt. Svar Sigur- eyjar var þetta: „Nei. það kusu allir íhaldið í mínum bæ. Auðvit- að er ég syndug manneskja eins og allir, en eina synd hef ég aldrei drýgt, ég hef aldrei kosið íhaldið. Ég hafði aldrei heyrt orðin sósía- listi eða kommúnisti, þegar ég hafði myndað mér þá lífsskoðun, sem ég hef lifað eftir. Þau orð hafði ég til að mynda aldrei heyrt nefnd þegar ég var að basia í því að fá fólkið á Kambi til aö hætta að kjósa íhaldið. Það sem mótaði lífsskoðun mína Var óréttlætið sem maður sá alls staðar í kring- um sig. Sumir voru svo ríkir að tímar eru liönir þegar bandaríska sendiráðinu hélst uppi að hafa bein afskipti af því hverjir skyldu ráðnir í ýmis opinber störf á íslandi, þar á meöal hjá Ríkisútvarpinu. Á árun- um þegar Island gekk í Atlants- hafsbandalagið voru íslensk örygg- ismál gerð upp í einrúmi milli bandaríska sendiherrans og ís- lenska utanríkisráðherrans. Morg- unblaðið var þá fremsta málgagn þessarar ósjálfstæðu og ólýðræðis- legu utanríldsstefnu. Fyrirkomulag varnarmála á Norðurlöndum hefur verið fáum breytingum háð um áratuga bil. Þó hafa á síðustu árum gerst mikilvægar breytingar hvað varðar ýmis grundvallarskilyrði ör- yggismála. Þetta hefur vakið mikla umræðu um öryggismál í flestum nágrannalöndum okkar - umræðu sem tekur tillit til breyttra aðstæöna. I slíkri umræðu er Morg- unblaðið eins og náttstaðið tröll - hefur ekkert til málanna að leggja, en vill koma í veg fyrir að þær staðreyndir komi fram sem ritstjór- unum falla ekki í geð. Með þökk fyrir birtinguna. Gautaborg 11. maí, Adolf H. Emilsson, Elfar Loftsson. þeir gátu keypt allar bestu jarðirnar, haldið hjú fyrir ekkert kaup, aðeins fæði og klæði. Svo lá við sulti hjá öðrum, sem urðu að hokra á kotum. Heldurðu að þetta hafi farið fram hjá manni. Sumir hafa haldið að Magnús Guömundsson, tengdafaðir minn á Isafirði hafi gert mig svona rót- tæka, en þess þurfti hann ekki, ég var orðin það ung stúlka heima á Kambi. Hann kynnti mér hins vegar Þjóðviljann og hvatti okk- ur til að lesa hann, og það hef ég alltaf gert síðan með mikilli ánægju." Þettá voru orð þeirrar öldnu konu, sem við kveðjum í dag. Hún var góður fulltrúi sinnar stéttar, þeirrar kynslóðar al- þýðufólks sem ruddi okkur braut frá örbirgð til velsældar og átti sér dýrastan draum um jafnréttis- þjóðfélag þar sem einskis manns velferð er volæði hins. Sigurey Júlíusdóttir var fædd á bænum Kjós í Árneshreppi í Strandasýslu þann 24. nóv. 1901. Foreldarar hennar voru Júlíus Hjaltason og Jóhanna Péturs- dóttir. Sex mánaða gömul var hún tekin í fóstur af hjónunum Kristni Magnússyni og Höllu Sveinbjörnsdóttir, sem bjuggu á Kambi í Veiðileysufirði þar í sama hrepp. Á Kambi ólst Sigur- ey upp. Þau hjónin Kristinn og Halla ólu upp 10 fósturbörn og bar Sigurey mjög hlýjan hug til þessara fósturforeldra sinna. Sigurey Júlíusdóttir giftist Sóf- usi Magnússyni og bjuggu þau ■ löngum á Drangsnesi. Dætur þeirra eru fjórar. Sigurey andaðist á Akranesi aðfaranótt 13. maí. Þjóðviljinn vottar eftirlifandi eiginmanni hennar, dætrum þeirra og öðrum aðstandendum einlæga samúð vegna andláts Sig- ureyjar og þakkar henni að leiðarlokum þann styrk sem hún veitti okkur til að stríða fyrir þau málefni, sem Þjóðviljinn vill standa fyrir, og henni voru svo hugstæð, - fyrir jafnrétti, og fyrir þjóðfrelsi Rokkí „Nýló” Athyglisverðir rokktónleikar verða í kvöld og annað kvöld í Ný- listasafninu við Vatnsstíg. Dag- skráin fyrra kvöldið, sem er fimmtudaginn 19. maí, saman- stendur af 4-5 atriðum! Þorvar (úr JONEE-JONEE) mun koma fram í fyrsta skipti eftir langt hlé. Þorvar hefur dvalist við listnám í New York síðastliðinn vetur og hefur hann ákveðið að hrella fólk með „videoperformance". Finnbogi og Koinmi koma fjam sem dúett. Hljómsveitin OXZMá leikur. Jói á Hakanum spilar allt sitt prógram, sem „hann" hefur komið saman á undanförnum 3 árum. Síðastur er talinn til sögunnar þetta kvöld Guðlaugur Ottarson (gítarleikari ÞEYS). Hann hefur fengið til liðs við sig nokkra einstaklinga sem áhugavert veröur að hlýða á(?). Áfram verður haldið á vit nýrra tilrauna í rokktónlist á íslandi föstudagskvöldið 20. maí. Þá koma fram SEM INNFÆDDIR undir stjórn Einars Pálssonar (HAUGNUM). Hljómsveitin Svart-hvítur draumur mun koma fram. Sigtryggur Baldursson Ritskoðunar- draumur Morgunblaðsins svar við leiðara Morgunblaðsins Erindi um r Israel Jóhanna Kristjónsdóttir, blaða- maður, flytur erindi og svarar fyrir- spurnum um nýafstaðna för sína til Israels, á opnum fundi sem félagið ísland-ísrael gengst fyrir í Safn- aðarheimili Langholtskirkju (uppi) í dag fimmtudaginn 19. maí kl. 20.30. Jóhanna var í hópi blaða- manna, víðsvegar að úr heiminum, sem ísraelska utanríkisráðuneytið bauð til landsins, til að kynna sér ástand og horfur, eftir stríðið í Líb- anon. Síðar á fundinum verða veittar upplýsingar um dvöl á sam- yrkjubúum, í ísrael. Aðalfundur féiagsins ísland- ísrael var haldinn nýlega og var Ei- rika A. Friðriksdóttir kjörin for- maður. Fyrirlestur í Norræna húsinu í dag: Endurbygging gamalla húsa í dag kl. 17:00 flytur Curt von Jessen, arkitekt, fyrirlestur í Nor- ræna p húsinu og nefnir hann: „Endurbygging sóknarkirkjunnar í Kirkjubæ (Færeyjum) - nokkrar meginreglur við endurbyggingu gamalla húsa.“ Sýndar verða lit- skyggnur og dæmi tekin m.a. frá Magnúsardómkirkju á Orkn- eyjum. Fyrirlesturinn eropinn öllu áhugafólki. Curt von Jessen starfar sem arki- tekt við endurbyggingardeild (rest- aureríngsafdeling) Arkitekta- skólans í Kaupmannahöfn, þar sem hann hefur m.a. umsjón með rannsóknarstofu deildarinnar. Hann hafði umsjón með flutningi og endurbyggingu færeysku hús- anna á Frilandsmuseet í Kaup- mannahöfn. Ennfremur sá hann um flutning leikhússins í Helsingja- eyri, sem endurreist var í „Den gamle By“ í Árósum, svo nefndir séu nokkrir staðir, sem íslendingar þekkja. Aukasýning meö Borge Svo sem áður hefur verið greint frá, þá mun Victor Borge, sá skemmtikraftur sem á engan sinn líka í veröldinni, skemmta í Þjóð- leikhúsinu sunnudaginn 29. maí nk. Nú er uppselt á þessa skemm- tun og hefur náðst samkomulag um að Borge hafi aukasýningu mánu- daginn 30. maí, kl. 20.00. Dagskráin tekur u.þ.b. tvær klukkustundir og byggist á hinnj sérstæðu og heimsfrægu blöndu af fyrsta flokks píanótónlist og því glensi sem Borge er frægur fyrir. Miðasala á þessa aukasýningu hefst í Þjóðleikhúsinu miðviicudag- inn 18. maí, kl. 13.15. Borge er nánast óstöðvandi í dugnaði sinum við að skemmta fólki, þrátt fyrir aldurinn og á síð- asta ári sýndi hann 200 sinnum, en áhorfendur hans eru nú orðnir fleiri en 8.500.000 á hátt í 5000 sýn- ingum. En þá eru ekki taldar með þær milljónir sem notið hafa snilli- gáfu þessa grínpíanista í sjónvarpi og í útvarpi. Tveir núvcrandi Þeysarar og einn fyrrverandi munu koma fram hver í sínu lagi og sitthvert kvöldið allt frá Nýlistasafni til Tjarnarbíós. Á þessari mynd -gel- er Þorstcinn lengst til hægri, Sigtryggur við hlið hans í speglin- um og þar næstur er Guðlaugur. trommuleikari ÞEYS verður með „sólóuppákomu" þar sem gefur að heyra hljóð frá hinum ólíklegustu ásláttarhljóðfærum. Einnig mun DIDDA flytja ljóð með tónlist sem þeir bræður Árni og Tóti úr Von- brigðum framkalla. I tengslum við þetta tveggja kvölda festival í Nýlistasafninu verða síðan sólótónleikar Davids Thomas, söngvara Pere Ubu, í Tjarnarbíói þriðjudagskvöldið 24. maí. David Thoinas er tvímæla- laust einn sérstæðasti rokksöngv- ari, sem fram hefur komið hin síð- ustu ár. Þorsteinn Magnússon fyrr- um Þeysari kemur fram á tón- leikum Davids Thomas og eru það fyrstu tónleikar Steina í rúmt hálft ár eða síðan hann yfirgaf Þeysara. Verð aðgöngumiða mun verða 70 kr. á kvöldin í Nýlistasafninu en 150 kr. á tónleika Davids Thomas.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.