Þjóðviljinn - 20.05.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.05.1983, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Hluti málþingsgesta að störfum. - (Ljósm. eik). Þórólfur Þórlindsson, prófessor, flytur framsöguerindi sitt. Aðrir á mynd- inni eru: Guðjón Bjarnason, frkvstj. Barnaverndarráðs, Mikael Karls- son, lektor, og Edda Ólafsdóttir, starfskona Útidcildar. Á myndina vantar Guðríði Ragnarsdóttur, sálfræðing, en hún var einnig í hópi framsögu- manna. (Ljósm. -eik) um leiktækjasalina og lýsti þeim kerfum, sem kassarnir eru í flestum tilvikum mataðir með. Allir þeir kassar og tölvuspil, sem hér eru í notkun, hafa sameiginlegar áhrifa- breytur, sem auka og viðhalda spilafíkn. Áhrifabrey.turnar eru þessar: Nýjabrumið er mikið; aðstæðurnar sem spilað er við eru afar sértækar; tækin bjóða upp á félagsskap; styrkingin er ákveðinn- ar gerðar, þ.e. þarna eru áhrifa- mikil ljós- og hljóðmerki, krakkar fá athygli og aðdáun félaga ef vel er spilað og umbun hljóta þeir í stiga- gjöfum; tíminn sem líður á milli atferlis og styrkingar er ákveðinn á sérstakan hátt og er hér um að ræða svokallaða óreglulega hlutfalls- styrkingu. Guðríður ræddi síðan um þessa sérstöku tegund styrkingar, ó- reglulega hlutfallsstyrkingu, sem hún sagði kalla fram mjög öra svör- un. Kvað hún kosti slíkrar styrk- ingar (fyrir spilakassaeigandann) mjög mikla. Hún væri mjög auðveld í notkun, hún ákvarðaði öra svörunartíðni og hún viðhéldi svörun lengi eftir að styrking hætti. Líkti hún þessari tegund styrkingar við eiturlyfjaneyslu, þar sem sífellt þyrfti meira magn til að finna sömu áhrifin. Látum unglingana skilgreina þarfir sínar Edda Ólafsdóttir, starfskona Útideildar, kvaðst vera nýtekin þar til starfa eftir u.þ.b. sex ára fjar- veru. Sagði hún áberandi hvað sér veittist erfiðara að ná sambandi við unglinga núna en var fyrir sex árum. Árið 1981 fóru leiktækja- kassarnir að spretta hér upp og þeir væru nú helstu samkomustaðir unglinganna. I máli Eddu kom fram að nú væru um 170 leiktæki víðs vegar um borgina, allt frá einum kassa í sjoppu upp í fleiri tæki í sérstökum sölum. f>á eru um 140 Rauða kross kassar í Reykjavík, en Rauða kross-kassarnir eru einu tækin þar sem spilað er um peninga. Bætti Edda því við, að slíkir kassar væru bannaðir í Svíþjóð. Eigendur staðanna, sem hafa slíka kassa innanhúss fá 15 prósent af ágóða kassanna og því er augljóst, að gróði þeirra eru verulegur. Þess má geta, að í ársskýrslu Rauða kross- ins 1982 kemur fram, að það ár var hagnaðurinn af kössunum „litlar" 8 milljónir og 8 hundruð þúsund. Edda kvað unglingana mun lok- aðri nú en áður vegna þess að þeir væru límdir við tækin og gæfu öðru lítinn gaum. Komiðhefði fram,aðí a.m.k. einumsal voruafbrotskipu- lögð af unglingum og svo virtist sem ýmsir unglingar leiddust út í afbrot vegna komu sinna í þessa sali. Þá hefði einnig komið fram hjá rannsóknarlögreglunni, að unglingar hefðu notað þýfi til þess að spila á leiktæki. Pá hefðu skóla- stjórar tjáð sér, að svo virtist sent skróp í skóla tengdist að einhverju leyti spilafíkn. Félagsmiðstöðvarnar höfða ekki til allra unglinga, sagði Edda, og það er kominn tími til, að ungling- arnir fái að segja sitt álit á því, hvernig þeir vilja eyða sínum frí- stundum, og að við hættum að skil- greina þarfir þeirra. Verðlagshömlur æskilegar Mikacl Karlsson (Mike Marlies) kvaðst kalla sitt framsöguerindi: Æsitæki - hvað ber að gera? Hann greindi æsitækin í þrennt: lítil tæki, eða tölvuspil, heimilistæki, eða ví- deóspil og sjopputæki. Umtals- verður munur væri á þessum þrem- ur tegundum, en þær ættu það allar sameiginlegt, að fólk bindist tækj- unum sterkum böndum. Þau hefðu ákveðið styrkingarkerfi og væru ómerkileg, þ.e. hefðu akkúrat ekk- ert gildi og enginn yrði betri af. Tækin gefa tilefni til misnotkun- ar, sagði Mikael, og er sú misnotk- un mismunandi eftir gerð tækj- anna. Tölvuspílin má taka með sér í skólann og spila á þau undir borðurn. Hér þyrfti að koma til að- hald foreldra og skólayfirvalda - opinberar reglur hefðu engan til- gagn og Iöggjöf væri ónauðsynleg. Heimilistækin valda meiri fíkn en litlu tölvuspilin að mati Mikaels, þar eð þaueru sýnu margbrotnari. Foreldrar ættu að íhuga vel eðli og tilgang slíkra tækja áður en þau væru keypt inn á heimilin og fylgj- ast vel með notkun þeirra. Þá eru það sjoppuspilin, en áhrifavald foreldra nær tæpast til þeirra. Mikael sagði, að þau spil væru í eðli sínu hrein gróðatæki. Vel staðsett vél hlýtur að mala eigandanum gull. Þetta væru tæki sem nýttu sér veikleika fólks og því væru þau óæskileg. Verðið fyrir spilin á sér enga skynsámlega viðmiðun, heldur er hér eingöngu verið að nota neytandann og svína á honum. Þá kvað Mikael möguleika til skatt- svika eigenda tækjanna umtals- verðan og íhugunarefni fyrir skatt- ayfirvöld. Þá ræddi Mikael þær leiðir, sem mætti fara til að bæta núverandi ástand. Hann kvað bann ekki myndu koma að gagni, því það myndi skapa verulega óánægju. Athugandi væri, hvort einhver stofnun skyldi fá ágóðann af tækj- unum, en gallinn væri þá sá, að ekki drægi úr því að notandinn væri hafður að féþúfu. Loks væri um það að ræða að koma á verðlagseft- irliti með tækjunum og sér sýndist það í fljótu bragði vera skynsam- legasta leiðin. íslendingar væru vanir verðlagshömlum og því væri þetta möguleg leið. ast Reykingar unglinga og íþróttaiðkun FJÖLDI UNGLINGA 69,5 prósent unglinga á aldrinum 12-15áraá höfuöborgarsvæðinu hafa tekiö þátt í íþróttastarfi af einhverju tagi og um 30 prósent þeirra taka enn þátt í slíku starfi viö 15 ára aldur. I viðtölum við unglinganakemurfram.að mikill meirihluti þeirra vill fyrst og fremst fá betri íþróttaaðstöðu - mjög fáir þeirra, eða rétt3 prósent, nefna leiktæki sem sinn fyrsta valkost, þegar spurt er um tóm- stundaaðstöðu. IOKA i'ÞRÓTTIR 3 SINNUM í MÁN. EÐA SJALDNAR IÐKA ÍÞRÓTTIR 1-3 í VIKU ijií|ll|j|!"8 IJiilullliiiTi....m IÐKA ÍPRÓTim 4 SINNUM I VIKU EÐA OFTAR 157 19 REYKJA EKKI REYKJA 1 PAKKA Á VIKU EÐA MINNA REYKJA 1 PAKKA Á VIKU EÐA MEIRA Reykja meira, drekka meira og sniffa meira enjafnaldrar þeirra sem ekki stunda leiktækjasali Þetta kemurm.a. fram í könnun- um, sem Þórólfur Þórlindsson, prófessor við Háskóla íslands, hef- ur gert á tómstundastarfi og við- horfum unglinga í Reykjavík og nágrenni. Nýjasta könnun hans er aðeins þriggja mánaða gömul, en öllum ber þeint saman að því leyti, að unglingar vilja fá að iðka íþróttir á þeint tírna og þar seni þeint hent- ar. íþróttafélögin bjóða upp á margs konar íþróttaiðkun, en sú iðkun er yfirgnæfandi þannig, að unglingar æfa með þjálfara. Þau sem ekki komast í keppnislið detta útúr starfinu, en áhuginn er engu að síður fyrir hendi. Aðstöðuna vantar hins vegar með öllu. Sterkt neikvætt samband milli íþróttaiðkunar og reykinga Miklu minni líkur eru á því, að unglingar sem iðka íþróttir reyki heldur en þeir unglingar, sem ekki iðka íþróttir. Myndritið, sem fylgir hér með, sýnir þetta samband glögglega. Af þeim sem iðka íþr- óttir 3 sinnum í mánuði eða sjald- nar reykja 14,6 prósent 1 pakka á viku eða meira, en af þeim sem iðka íþróttir 4 sinnum í viku eða oftar reykja aðeins 6,3 prósent 1 pakka á viku eða meira. Reykinga- varnarnefnd ætti að gefa þessum niðurstöðum gaum - svo og æskul- ýðsfrömuðir. Leiktækjakrakkar reykja meira, sniffa meira o.s.frv. í tveimur nýjustu könnunum Þórólfs Þórlindssonar kcmur fram mjög ákveðin fylgni milli þess hvort krakkar stunda leiktækjasali eða ekki og hvort þau reykja eða reykja ekki, sniffa, hvort þeim lík- ar vel í skóla og fleira í þeim dúr. Kannanirnar voru gerðar fyrir einu Þórólfur Þórlindsson. ári og fyrir þrcmur mánuðum. Fyrri könnunin sýndi, að 1,2 prós- ent unglinganna i úrtakinu stund- uðu leiktækjasali 4 sinnum og oftar í viku, en í síðari könnuninni var talan 1,7 próscnt, þannig að nokk- ur vöxtur hefur orðið þar. Fyrri könnunin sýndi einnig, að 7,3 prós- ent unglinganna komu í leiktækja- sali 1 sinni í viku eða oftar, en í síðari könnuninni komu um 13 prósent unglinganna 1 sinni í viku eða oftar í leiktækjasali. Reykingar: 4,7 prósent af þeim krökkum, sem stunda ckki leik- tækjasali, reykja hálfan pakka af sígarettum eða meira á dag. Fljá þeim, sem stunda salina 1 sinni í viku eða oftar er talan 25,6 prósent. Um 12 prósent þeirra, setn aldrei sækja salina, reykja 1-3 pakka á viku, en 18 prósent þeirra, sem sækja salina 1 sinni í vikti eða oftar reykja 1-3 pakka á viku. Sniff: 6,5 prósent þeirra unglinga, seni ekki stunda leiktækjasa- lina, hafa prófað að sniffa. 25 prósent þeirra seni sækja salina 1 sinni f viku eða oftar hafa prófað að sniffa. Skólinn: 3,1 prósent þeirra ung- linga, sem aldrei koma í leik- tækjasali, segja að þeim líki illa f skóla. 24 prósent þeirra sem sækja leiktækjasali 1 sinni í viku eða oftar, segja að þeim líki illa í skóla. í heildina líkar 63 pró- sgntum unglinga í Reykjavík vel í skólanum sfnum. Áfengi: 3,8 prósent þeirra, sem ekki stunda leiktækjasali, segj- ast hafa áfengi um hönd um hverja helgi. 32 prósent þeirra sem stunda salina 1 sinni í viku eða oftar segja hið sama. Þórólfur Þórlindsson sagði á málþingi Barnaverndarráðs og í samtali við undirritaða, að augljóst væri, að bæta þyrfti aðstöðu ung- linga á höfuðborgarsvæðinu veru- lega. Leiktækin væru að sínu mati nokkuð sem ekki yrði útrýmt, en spurningin væri hvernig menn vildu bregðast við augljósum þörf- um og óskum unglinganna. Sér virtist sent mest' vantaði fþrótta- aðstöðu þar sem unglingar gætu komið þegar þeim hentaði og stundað sína leiki án þjálfara eða mikillar afskiptasemi. „Málið er, að krakkar geta ekkert farið. Aðeins lítill hluti þeirra virðist sækja í salina, en búast má við að sá hluti fari nokkuð stækkandi. Ef fólk endilega vill að unglingar bæjarins snúi sér að leiktækjasöl- unum þá er um að gera að gera ekki neitt.“ ast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.