Þjóðviljinn - 20.05.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.05.1983, Blaðsíða 11
Umsjón: Víðir Sigurðsson íþróttir ur 20. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Sigurþór sá um að af- greiða Þórsara Heimavöllurinn dugði nýliðum Þórs ekki í gærkvöldi þegar þeir léku við bikarmeistara Akurnes- inga í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu fyrir norðan. Leikur- inn fór fram á malarvelli þeirra Þórsara við Glerárskóla á Akurcyri og lauk með sigri Akurnesinga sem skoruðu eina markið í leiknum, 0- 1. Talsvert jafnræði var með liðun- um í fyrri hálfleik og léku þau bæði oft á tíðum ágætis knattspyrnu. Sveinbjörn Hákonarson komst einn innfyrir Þórsvörnina strax á tíundu mínútu en Þorsteinn Ólafs- son, fyrrum landsliðsmarkvörður úr Keflavík sem þarna lék sinn fyrsta deildaleik með Þórsurum, bjargaði á glæsilegan hátt. Skömmu síðar. komst Helgi Bents- son í dauðafæri við Akranesmarkið en Bjarni Sigurðsson átti ekki í erf- iðleikum með að verja laust skot hans. Á 37. mínútu kom markið sem réði úrslitum þegar upp var staðið. Hörður Jóhannesson fékkstungu- sendingu innfyrir vörn Þórs og skaut, Þorsteinn náði að verja en hélt ekki knettinum, Sigþór Óm- arsson fyldi vel á eftir og skoraði af stuttu færi. Síðari hálfleikurinn var daprari ásýndum en sá fyrri. Þórsarar sóttu meira en leikurinn þróaðist upp í háspörk og annað sem þeim fylgir. Hvort lið fékk eitt ágætt færi; Sig- þór komst frír inná markteig Þórs- ara .en skaut framhjá og hinum megin fékk Óskar Gunnarsson á- þekktfæri semhannsólundaði með því að senda knöttinn í hliðarnetið að utanverðu. Rétt fyrir leikslok skoraði Sigþór aftur, með gullfal- legu skoti, en markið var dæmt af. Það kom Skagamönnum þó ekki að sök, þeirra var sigurinn þegar upp var staðið, tvö stig á útivelli í fyrsta leik. Eftir þetta gerðist fátt markvert í. vítateigum liðanna. Baráttan sat í fyrirrúmi hjá báðum en lítið var spilaö, dæmigerð malarknatt- spyrna á boðstólum. Mark var dæmt af Valsmönnum vegna rang- stöðu um miðjan síðari hálfleik en markið sent úrslitum réði kom þeg- ar aðeins sex mínútur voru til leiks- loka. Magni Pétursson fékk knött- inn unt tuttugu rnetra frá marki, skaut þegar að marki og knötturinn sveit' í boga yfir Þorstein Bjarnason markvörð og í netið. Björgvin Björgvinsson fékk síðan gullið tæk- ifæri til að jafna á lokamínútunni, en skallaði naumlega yfir af stuttu færi. Valsmenn höfðu sigrað og óku Reykjanesbrautina heim með tvö stig upp á vasann. og Valur hafði tekið forystuna. Krafturinn var mikill í Vals- mönnum framan af og þeir réðu lögum og lofum á vellinum fyrstu tuttugu mínúturnar. Þá fór leikur- inn að jafnast og það gerði hann í orðsins fyllstu inerkingu. Á 18. mínútu fékk Óli Þór Magnússon sendingu frá Óskari Færseth en skaut framhjá Valsmanninum og tveimur mínútum síðar jöfnuðu Keflvíkingar. Björn Ingólfsson skaut í þverslá af stuttu færi, Sig- urður Björgvinsson fylgdi vel á eftir og skallaði í netið,l-l. Dæmigerð mynd fyrir lcik Víkings og Breiðabliks í gærkvöldi. Sævar Geir Gunnleifsson, Sigurður Grétars- son og Sigurjón Kristjánsson sækja að Víkingunum Jóhanni Þorvarðarsyni og Stefáni Halldórssyni. Mynd: - eik Lítið var af fallegum tilþrifum hjá einstaka leikmönnum og þeir sem mest bar á vofu þeir sem mest börðust. Helst var það þó Ingi Björn Albertsson sem var Kefla- víkurvörninni hættulegur. Sigurð- ur Björgvinsson og Einar Ásbjörn Ólafsson lögðu sig einna harðast fram af hálfu Keflvíkinga en hinum megin voru það Magni Pétursson og 1 lilmar Sighvatsson sem héldu baráttumerkinu á lofti. -BÁ/VS Valsmenn fengu sannkallaða óskabyrjun í Keflavík í gærkvöldi er þeir léku þar við hcimamcnn í 1. deildinni í knattspyrnu. Eftir aðcins eina mínútu og tuttugu sek- úndur lá knötturinn í marki Kell- víkinga og Valsmönnum tókst að fylgja því eftir og sigra, 2-1. Góður sigur Valsmanna og ekki síst eftir- tektarverður eftir frammistöðu Keflvíkinga í vorleikjunum til þessa. Það var Ólafsvíkingurinn há- vaxni, Þorgríntur Þráinsson, sem kom Valsmönnum á bragöiö. Eftir að þvága hafði myndast í vítateig Keflvíkinga uppúr innkasti náði Þorgrímur að skjóta af stuttu færi Hart barist í Laugardal en mörkln lítt í hættu A Oskabyrjun Vals og tvö stig í Keflavík Nýju mennirnir tveir í Þórslið- inu, Helgi Bentsson og Þorsteinn Ólafsson sýndu bestan leik heima- manna að þessu sinni ásamt Guðjóni Guðmundssyni. Hjá Skagamönnum voru hins vegar nafnarnir, Sigurður Lárusson og Sigurður Jónsson, bestu menn. -VS Einhvern veginn átti maður nú von á meiru og betra frá Víkingi og Brciðabliki en félögin sýndu á Hall- arflötinni í Laugardal í 1. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu í gær- kvöldi. Leikur liðanna var frekar tilþrifalítill, baráttan þó í hámarki, og þegar upp var staðið hafði hvor- ugu liði tekist að skora mark, nið- urstaðan markalaust jafntcfli. Víkingar voru heldur meira með knöttinn í leiknum og áttu fleiri af umtalsverðum marktækifærum sem gáfust. Frá þeirra hendi komu líka flestar þær tilraunir til samleiks sem heppnuðust að einhverju marki. Brelðabliksliðið hefur breyst mjög frá því í fyrra, nú er baráttan og krafturinn í fyrirrúmi, á kostnað léttleikans sem einkennt hefur þá Kópavogsbúa undanfarin ár. Það var hinn ungi Andri Mart- einsson hjá Víkingi sem fékk flest tækifæri til að skora í leiknum. Tví- vegis náði hann góðurn skotutn í fyrri hálfleik, lyfti yfir Guðmund markvörð Ásgeirsson og þverslána í fyrra skiptið en Guðmundur varði vel frá honum. Sextán mínútum fyrir leikslok hirti svo Andri knött- inn af Órnari Rafnssyni, sendi knöttinn framhjá Guðmundi en Vignir Baldursson forðaði marki. Hættulegasta færi Blikanna kom strax á tíundu mínútu, Sævar Geir Gunnleifsson, eldfljótur nýliði, komst frír inná markteig en Ög- mundur Kristinsson varði naurn- lega í horn. Víkingsliðið var mjög jafnt og sama er hægt að segja unt Blikana. Miðverðirnir, Stefán Halldórsson hjá Víkingi og Ólafur Björnsson hjá Breiðabliki voru traustir að vanda og varnirnar voru sterkustu hlutar liðsins. Víkingsvörnin hefur þó það framyfir að frá henni mynd- ast meira spil, hjá Breiðabliki er einum of mikið gert af því að kýla hátt og langt fram á völl. Baldur Scheving dæmdi og var ekki nógu sannfærandi, einkum hjó í augun að hvað eftir annað flautaði hann of snemma, leyfði leiknunt ekki að ganga eðlilega þegar liðið sem brotið var á hélt knettinum. . - VS Swansea í Evrópu- keppnina Swansea City varð velskur bikarmcistari í knattspyrnu í fyrrakvöld með því að sigra Wrexham 2-0 í síðari úrslitaleik liðanna. Swansea vann fyrri lcikinn 2-1 og þar með saman- lagt 4-1. Félagið leikur því í Evrópukcppni bikarhafa næsta vetur, þrátt fyrir að hafa misst sæti sitt í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar. Leikið í Eyjum og öllum neðri deildunum í kvöld Lokaleikurinn í 1. umferð 1. dcildarkcppninnar í knattspyrnu fer fram á grasvellinum við Há- stein í Vestmannaeyjum í kvöld. Þar taka heimamenn á móti ís- firðingum og hefst leikur liðanna kl. 20. Verðandi þjálfari ís- firðinga, Martin Wilkinson, lítur þar á sína menn í fyrsta skipti. Keppni í 2., 3. og4. deild hefst í kvöld. I 2. deild mætast Völsungur-Víðir á Húsavík, Reynir-KA í Sandgerði, KS-FH á Siglufirði og Reykjavíkurfélögin Fylkir og Fram mætast í fyrsta skipti í deildakeppninni, en sá leikur fer fram á Arbæjarvelli þar sem 2. deildarliðunum verður ekki hleypt á grasið í Laugardaln- um fyrr en um mánaðamót. Lokaleikur I. umferðar verður síðan í Njarðvfk á morgun, laugardag, kl. 17 en þar leika heimamenn við Einherja. í 3. deild mætast Skallagrím- ur-Grindavík, Víkingur Ó.-ÍK, Seltoss-HV og Magni-HSÞ í kvöld og Sindri-Tindastóll síðan á mánudag en leikjum Snæ- fells-Ármanns, Austra-Þróttar N, og Vals Rf.-Hugins hefur ver- ið frestað. í 4. deild verða síðan sex leikir í kvöld og tveir á morgun. Leikir á mánudag Á mánudaginn. annan í hvíta- sunnu, verða síðan fjórir leikir í 2. umferð 1. deildar. ísfirðingar leika við Þrótt og Keflvíkingar gegn Vestmannaeyingum kl. 14, leikur Akraness og Víkings hefst kl. 14.30 og loks viðureign Vals og Breiðabliks kl. 20 unt kvöldið. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.