Þjóðviljinn - 20.05.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.05.1983, Blaðsíða 1
DiomiuiNNl rfiðlega gengur að ná samkomulagi um brottflutning erlendra herja frá Líbanon, og eins víst að uppúr sjóði innan skamms. maí 1983 föstudagur 108. tölublað | 48. árgangur Alllr flokkar nema íhaldið hefja í dag tilraun til stjórnarmyndunar undir forystu Svavars Gestssonar Þessar viðræður hafa verið afskaplega liprar og gagnlegar og þær hafa Ieitt til þess að í dag verður fundur með fulltrúum allra flokkanna á Alþingi nema Sjálfstæðisflokksins, þar sem gerð verður tilraun til stjórnarmyndunar, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðbandalagsins, en hann hefur nú á hendi forystu um tilraun til stjórnarmyndunar. Svavar ræddi í gær við fulltrúa kvennalista og Fram- sóknarflokksins og hafði þar með rætt við fulltrúa allra flokkanna frá því að hann fékk umboðið til stjórnar- myndunar. Þessar viðræður hafa leitt til þess að í dag klukkan 9.30 koma fulltrúar allra flokkanna nema íhaldsins saman til fundar undir stjórn Svavars, og hefj- ast þar með formlegar tilraunir til myndunar meiri- hlutastjórnar. Menn hafa almennt ekki verið trúaðir á að það tækist að fá þessa fimm flokka til að koma saman og ræða myndun meirihlutastjórnar, en nú hefur sú kenning verið afsönnuð, hvernig svo sem til tekst. í fréttum ríkisútvarpsins í gærkvöld var það haft eftir Steingrími Hermannssyni, formanni Framsóknar- flokksins og Magnúsi H. Magnússyni, varaformanni Alþýðuflokksins að þeir væru sammála mörgum atr- iðum í tillögum Alþýðubandalagsins, en teldu að öðru þyrfti að breyta og fella sumt niður. S.-dór Fulltrúar Alþýðubandalags og Framsóknarflokks ræddust við í gær undir stjórn Svavars Gestssonar formanns Alþýðubandalagsins. Eftir þennan fund var ákveðið að aðilar frá öllum flokkum nema Sjálfstæð- isflokknum kæmu saman til fundar í dag til viðræðna um myndun meirihlutastjórnar undir forystu Svavars Gestssonar. (Ljósm-eik-) í sérstökum blaðauka um bíla og umferð sem fylgir blaðinu í dag er m.a. rætt við Helga Hallgrímsson yfirverkfræðing Vegágerðarinnar um framkvæmdir sumarsins í vegamálum. Því stífar sem unglingar sækja leiktækjasali, þeim mun meiri líkur eru áþvíað þaureyki, drekki og sniffi. Sjá frásögn af málþingi Barnaverndarráðs Islands um leiktækjasali og tölvuspil. Get ekki myndað meiri- hlutastjórn eins og er sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins var spurður að því í gær að loknum þingflokks- fundi Sjálfstæðisflokksins, hvort hann gæti farið til forseta á morgun (í dag) og tjáð honum að hann gæti myndað meirihlutastjórn, ef Svav- ar Getsson formaður Alþýðu- bandalagsins skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar. Nei, ég á ekki von á því að geta það. En þá á laugardag eða sunn- udag? Nei, ekki heldur, ekki eins og málin standa í dag, sagði Geir Hall- grímsson. Hann sagði að á þingflokksfund- inum hefðu menn verið að ræða stöðuna og það hvaða kostir væru fyrir hendi hjá Sjálfstæðisflokkn- um að mynda stjórn. Hanrr var þá spurður hvort Sjálfstæðisflokkur- inn teldi einn kost betri en annan í þeim efnum í Ijósi þess að hann er eini flokkurinn sem formlega séð á allra kosta völ í sambandi við stjórnarmyndun. Geir svaraði því til að svo væri í raun ekki, það væri ekki hægt að segja að einhver óskakostur væri inní myndinni hjá Sjálfstæðisflokki í þeim efnum. -S.dór Agreiningurmn í þingflokki Sjálfstæðisflokks: Þora enn ekki í atkvæðagreiðslu Eins og skýrt hefur verið frá í Þjóðviljanum er mjög mikill á- greiningur innan þingflokks Sjálf- stæðisflokksins um flest það sem viðkemur tilraunum til stjórnar- myndunar. Enn er mikil andstaða gegn stjórnarmyndun með Fram- sóknarflokki og hefur staðið til að skera úr um hann innan þingflokksins með atkvæða- greiðslu, eða skoðunarkönnun eins og einn þingmanna Sjálfstæðis- flokksins orðaði það í gær. Geir Hallgrímsson hefur enn ekki lagt í að láta atkvæði ráða, þar sem hann er alls ekki viss um að hafa meirihluta til stjórnarmynd- unar með Framsóknarflokki. Geir Hallgrímsson og hluti þingflokks Sjálfstæðismanna. - Hvernig eiga 23 flokksbrot að koma sér saman? Hann tók það til bragðs að bíða átekta og sjá hvort öldurnar lægði ekki, en ennþá er stormur í vatns- glasinu og meðan svo er fer at- kvæðagreiðsla ekki fram. Að sögn Dagblaðsins í gær átti þessi atkvæðagreiðsla að fara fram í gær en af henni varð þó ekki og spurningin er hvort hún verður látin fara fram á morgun, laugar- dag, en þá er þingflokksfundur. Það bendir til þess að atkvæða- greiðslan verði enn látin bíða að Geir Hallgrímsson sagði í gær að hann teldi sig ekki eiga möguleika á myndun meirihlutastjórnar nú um helgina. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.