Þjóðviljinn - 05.06.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.06.1983, Blaðsíða 1
121. tölublað - 48. árgangur Sunnudagur 5. júní 1983 Sjómannadagurinn UOÐVIUINN Elías Björnsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns í Eyjum: „Kjör sjómanna hafa skerst mjög frá því sem var fyrir nokkrum árum, einkum hjá loðnusjómönnum og áhöfnum á skuttogurunum. Ég er núeinnaf þessum bjartsýnu mönnum, - ég er búinnað lifasvo margar „dán“ vertíðir að ég er farinn að læra að það birtir upp, þótt síðar verði. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn að maður heyrir að allt sé að fara til andskotans! Hver manekki 1968 þegar síldin hvarf?“ Það er Elías Björnsson, formaður Sómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum sem þannigtalar. Blaðamenn Þjóðviljans heimsóttu hann á skrifstofu félagsins fyrir skömmu í tilefni sjómannadagsins og ræddu við hann um hag sjómanna, aflabrestinn og pólitíkusa. „Beint í humarinn þegar búið er að lagfæra spif ið.“ Gunnar Kristins- son skipstjóri, Gunnar Kristjánsson og Georg Skæringsson á Guð- mundi Þór VE inni í Friðarhöfn. Ljósm. - eik. „Já, minnstu nú ekki á það. Það skilur nú enginn. Sú ákvörðun var alveg sér á parti og menn bara stóðu og góndu hver á annan þegar þetta var tilkynnt. Þetta var alveg ferlegt og getur ekki átt sér neina skynsamlega skýringu er ég hrædd- urum.“ - Nú gekk vertíðin betur hér í Eyjum en víðast hvar á landinu. Kanntu skýringar á því? „Nei, það er engin einhlýt skýring á því, held ég. Það var meiri ýsugengd en verið hefur og virðist ekkert lát þar á. “ 10tímahvíld erekkert fyrirsjómenn! - Hverjar eru svo kröfur sjó- manna núna? „Kröfurnar eru nú ætíð þær sömu: að sjómenn sitji við sama borð og aðrir landsmenn, en það er svo langt í frá að svo sé nú. Tökum til dæmis hvíldarlögin nýju og frí um hátíðar. Nú er nýbúið að lög- skipa 10 tíma lágmarks hvfld. Það er ekki nokkur sjómaður sem fær svoleiðis hvfld. Það er kannski hægt að finna það, ef ekkert fiskerí er að menn séu hangandi í þennan tíma, en það er alger undan- tekning. Það er erfitt að koma þessu við og nánast ekki hægt, það veit ég, en þá verður bara annað að koma á móti þ.e. sjómenn beri þá meira úr býtum. Menn eru alltaf að bera saman laun sjómanna og manna í landi en vinnutíminn er allur ann- ar. Það sést líka vel á því að menn sem eru búnir að vera til sjós frá unglingsaldri koma í land á miðjum „Ekki hlustað á sjómenn“ nema þá kannski á Sjómannadaginn! Menn eyöa öllu semaflast oghelstmeir „Frá því ég kom fyrst hér til Eyja, árið 1956, hafa verið margar „dán“-vertíðir“, hélt Elías áfram. „Og mér finnst stjórnmálamenn- irnir gera ansi mikið úr þessu núna. Auðvitað er ástandið slæmt, en menn verða bara að læra að lifa í landinu og hætta að eyða umfram það sem aflast. Lítum yfír áratug- inn á undan, þegar aflabrestur var tíður á vetrarvertíðum og sfldin lét ekkisjásig. Innámilli komu svo góðu árin, þegar allt ætlaði að yfír- fyllast en þá eru hin slæmu fljót að gleymast. Menn eyða öllu sem aflast og helst meir! Svona er þetta enn, og svona lif a allir, j afnt atvinnurekendur sem launamenn. Og stjórnmálamennirnir komast ekki fyrir meinið með því að skerða kaupið eitt. Menn verða að líta sér nær. Sumirvirðasta.m.k. eigapen- inga í þessu þjóðfélagi, eins og t.d. ferðaskrifstofurnar sem eru eins og góður banki; lána allt með góðum kjörum út á væntanlegar tekjur manna!“ Smáfiskadrápiö - Nú hefur sjómönnum verið kennt að nokkru um aflabrestinn og gegndarlaust smáfiskadráp bor- iðáþá? „Eg er nú sjálfur sjómaður og það er eflaust hægt að kenna sjó- mönnum um einhvern hluta af þessu. Þeir hafa eflaust einhverjir tekið þátt í smáfiskadrápi og ég veit það reyndar, en þama kemur fleira til. Hver eru svo viðbrögðin, þegar sagt er frá því í útvarpsfréttum að togari hafi komið að landi með góðan þorskafla, þetta 150-200 tonn, en að fiskurinn hafi vegið 1,2-1,6 kíló? Það gerir enginn neitt! Þetta er púra smáfiskadráp og þegar slíkir hlutir eru gerðir op- inberir hefði maður haldið að yfir- völd myndu hreyfa sig, en nei takk! Hins vegar vil ég helst ekki trúa því að fleiri fleiri tonnum úr hali sé hent í sjóinn. Ég held að menn myndu ekki þegj a yfir slíku. Ef tog- ari kemur hér inn með smáfisk, þá fréttist það eins og skot. Ég trúi því ekki að sjómenn taki þátt í því að moka út fleiri tonnum úr hali. Það myndi strax vera komið á kreik. En hvað aflabrestinn annars varðar, þá vitum við ekki nógu mikið um þetta. Það er staðreynd að það er minni fiskur nú en var fyrir 20-30 árum og einnig að sókn- in hefur aukist gífurlega. Þáttur stjórnmálamannanna er geysilega mikill í ofveiðinni. Þeir hafa aldrei viljað taka á þessum málum eins og sjómenn hafa lagt til! Það er t.a.m. langt síðan við lögðum fram sam- eiginlegar tillögur, sjómenn, um að ákveðinn yrði hámarksafli á skip. En á þeim tíma sem skuttogararnir fiskuðu sem mest af þorski, féll þessi tillaga ekki í góðan jarðveg. Nú þegar herðir að, eru menn hins vegar farnir að tala um að það mætti setjakvóta. Dúsín afbátum frá Halldóri Og menn skyldu gæta að þvt að ábyrgðin er fyrst og fremst þeirra sem ákveða kaupin áskuttogurun- um, - þeir komast auðvitað ekki allir í stóra fiskinn, einhverjir hljóta að lenda á þeim smáa! Það hefur verið uppi röng stefna hér í áraraðir að fækka hefðbundnum vertíðarbátum, sem alltaf skila sínu og kaupa skuttogara í staðinn. Menn skyldu hugsa það mál betur. Vertíðarbátarnir skila flest allir mjög góðum afla eftir vertíðina. Þeir eru með hátt í eins og skuttog- ari og hér í Vestmannaeyjum verð- ur aldrei sú þróun að hægt verði að lifa algerlega á skuttogaraveiðum. Þeir verða ekki samkeppnishæfir við Austurlaridið, Vestfirðina og Norðurlandið, það er svo miklu lengra á miðin. Það má enginn skilj a orð mín svo að ég sé á móti þeim skuttogurum sem fyrir eru, við höfum bara ekk- ert að gera við fleiri! Hins vegar væri nær að panta eins og eitt dúsín af bátum hjá Halldóri Ásgríms- syni! En eitt um ábyrgðina, - það er þetta voðalega skipulagsleysi í veiðum og vinnslu. Það þurfa allir sitt eigið skip. Tökum til dæmis Raufarhöfn, Þórshöfn og Vopna- fjörð. Þaðeroflítiðfyrir Vopnafj- örð að hafa einn togara, - þeir þurfa frekar einn og hálfan þar, en það er of mikið fyrir Raufarhöfn og Þórshöfn að hafa heilt skip hvora. Hér kemur hrepparígurinn inn í „Þeir komast ekki fyrir meinið með því að skerða kaupið eitt!“ Elías Björnsson á skrifstofu Jöt- uns í Vestmannaeyjum. Ljósm. -eik. dæmið, - hann er svo mikill að menn.koma sér ekki saman og allir verða að fá sitt eigið skip. En það er heldur ekki nóg að setja reglur. Það verður líka að framfylgja þeim, eins og með smá- fiskadrápið. Þar er líka á neta- veiðina að líta. Á síðasta áratug hafa komið ýmsar nýjungar þannig að það er hægt að vera með mikinn fjölda af netum í hverjum bát og þetta eru orðnar svo fínar græjur að drepa allt sem fyrir verður. Svarið við þessu er auðvitað að tak- marka netafjöldann og reglurnar þar um eru til. Þeim er bara ekki framfylgt, þótt sjómenn hafi lagt á það mikla áherslu. Það er bara ekkert hlustað á sjómenn!" - Og svo voru möskvarnir minnkaðir? aldri, útslitnir. Það hafa verið gerðar rannsóknir á þessu og ég man eftir þegar Tómas Helgason læknir flutti erindi á Sjómannaþ- ingi um orkueyðslu manna á sjó og í landi. Hann sagði m. a. að það kostaði sjómanninn 30% meiri orkuútlát að standa upp á endann án þess að gera nokkurn hlut, held- ur en ræðumann í púlti eins og hann þá sjálfur var. Starfsorkan endist miklu skemur. Eins og launakjörum sjómanna er nú háttað þá neyðást menn til að vera óhóflega lengi í einu úti á sj ó, þeir beinlínis verða að gera það til að afla tekna í stað þess að geta tekið reglulega hvfld og jafnvel frí eins og verkamenn í landi gera. Þessar staðreyndir eru aðeins við- urkenndar einn dag á ári, - það er á sjómannadaginn. Þá halda menn langar ræður um það hvað sjó- mannastarfið sé erfitt og hættulegt og þá falla mörg fögur orð um ís- lenska sjómannastétt. Hins vegar eru þau oft fljót að gleymast fögru orðin þegar frá líður þessum degi. Sjómannadagurinn verðilög- bundinn frídagur Tökum eitt til viðbótar, - íslend- ingar hafa ekki enn séð sér sfært að allir sjómenn geti verið í landi á sjómannadaginn. Erum við virki- lega svo hart keyrðir að við getum ekki gert sjómannadaginn að lög- skipuðum frídegi sjómanna? Ég er nú hræddur um að það sé fremur viljaleysi en getuleysi um að kenna. Ég get undanskilið far- mennina, það yrði erfitt að koma því við, en ekki einn einasta sjóm- ann annan. Þeir eiga allir að eiga frí þennan eina dag á árinu. “ ♦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.