Þjóðviljinn - 05.06.1983, Síða 3

Þjóðviljinn - 05.06.1983, Síða 3
Helgin 4. - 5. júní 1983. ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 3 Helðar Jónsson og Arnfrið Björnsson, tveir af starfsmönnum skipalyftunnar. Rúmlega eitt skip á viku Yfir 80 manns vinna við lyftuna á annatímum 27. júní n.k. er liðið eitt ár frá því að skipaiyftan í Vestmannaeyjum var tekin í notkun. Fyrsta skipið sem tekið var upp, var BV Sindri og siðan hafa 60 skip verið tekin upp eða rúmlega eitt fyrir hverja viku ársins. Lyftan getur tekið upp allan Vestmannaeyjaflotann og Herjólf að auki en það eru ekki aðeins Eyjamenn sem njóta þjónustu hennar heldur allt landið. Þegar Þjóðviljamenn voru á ferð í Vest- mannaeyjum fyrir skemmstu, lögðum við leið okkar á fund ann- ars tveggja framkvæmdastjóra Skipalyftunnar hf, Kristjáns Ólafs- sonar, til að kynnast rekstrinum nánar. Þá stóð Suðurey uppi en daginn áður höfðu þrjú skip verið uppi í einu. Erkifjendur sameinuðust „Það sem er sérstakt við þetta hlutafélag, Skipalyftuna hf“, sagði Kristján, „er að hér tókst það sem hefur reynst erfitt annars staðar, - tvö gamalgróin fyrirtæki í vélsmíði, sem keppt höfðu hvort við annað í áratugi sameinuðust um það mark- mið að leigja skipalyftuna af Vest- mannaeyjabæ og Hafnarsjóði. Þetta eru fyrirtækin Vélsmiðjan Magni og Vélsmiðjan Völundur, og þau eru hluthafar í nýja fyrir- tækinu. Eftir að það var komið á hreint gekk þetta hratt fyrir sig, skóflustunga vartekin20. nóvemb- er 1981 og við byrjuðum að flytja inn í húsin í apní 1982.“ - Hvað starfa margir hjá fyrir- tækinu? „Nú eru starfsmenn 64, en á mestu annatímum í fyrrasumar voru þeir yfir 80. Við erum bara fjögur á skrifstofunni, tveir fram- kvæmdastjórar, sem koma sinn frá hvorri verksmiðjunni, ég og Gunn- laugur Axelsson og tveir skrifstofú- menn, Alda Harðardóttir og Anna Karlsdóttir." Hvernig hefur lyftan reynst? „Frá 27. júní s.l. árs erum við búnir að taka upp 60 skip og það verður að segjast eins og er að lyft- an hefur reynst mjög vel og ekkert bilað í henni. Auðvitað urðum við fyrir nokkrum byrjunarörðug- leikum sem vissulega sýndust stórir á þeim augnablikum, en við hlæj- um að þeim núna“, sagði Kristján. „Mannskapurinn hafði ekki starf- að við upptöku skipa áður, svo allt hlaut þetta að taka sinn tíma.“ Víðförul lyfta „Þessi lyfta á sér annars nokkuð sérstaka sögu, sagði Kristján. „Hún var upphaflega keypt árið 1968 til Hafnarfjarðar, en þar framhald á 5. Þeir voru að hreinsa málningarbakka, - skólinn búinn og sumarvinnan tekin við. Til vinstri: Gunnar Hreinsson og Bjartmar Jónsson til hægri. Ljósm. -eik. »rr i v* í- — Þó sjálf lyftan sé á fimmtánda ári er stýribúnaðurinn nýr og einn sá fullkomnasti sem völ er á. Lyftustjórinn heitir Jón dlafur. Ljósm! -eik.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.