Þjóðviljinn - 05.06.1983, Blaðsíða 9
Helgin 4. - 5. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur, Harald
S. HolsvikloftskeytamaðurogJóhannE.
Kúldfyrrv. fiskmatsmaðurí
hringborðsumræðum Þjóðviljans
á íslandi?
Fiskeldismál hafa mikið verið til umræðu hérlendis á
undanförnum árum og fjölmargar laxeldisstöðvar hafa risið
víðsvegar um landið. Samt er mörgum sem þykir við íslendingar
nokkuð aftarlega á merinni í þessum efnum, miðað við þá möguleika
sem hér eru til fiskeldis. Þá hafa einnig á síðustu misserum vaknað
þær spurningar hvort ekki sé tími til þess kominn áð farið sé að huga
af alvöru að eldi nytjafíska hérlendis, en eins og skýrt hefur verið frá
í Þjóðviljanum, hafa Norðmenn nýlega náð umtalsverðum árangri í
eldi þorskfíska.
Til að ræða þessi mál fékk Þjóðviljinn þá Eyjólf Friðgeirsson
fískifræðing hjá Hafrannsóknastofnun, Harald S. Holsvik
loftskeytamann og mikinn áhugamann um fískeldi og Jóhann E.
Kúld sem löngum er þekktur fyrir störf sín að sjávarútvegsmálum og
skrif í Þjóðviljann um fískimál. Hér á eftir verður rakið það helsta úr
fróðlegum umræðum þeirra þremenninga um stöðu fískeldis
hérlendis og framtíðarmöguleika þeirrar greinar.
Það var Eyjólfur sem reið á vaðið og lýsti stöðu mála í þessum
efnum eins og hún er hérlendis í dag.
Hver er
staða fiskeldis
Hálfgert miðtafl
Eyjólfur: Hún er flókin og óljós. Hálfgert
miðtafl. Við höfum náð vissum árangri í
þessum efnum en þetta hefur ekki náð að
blómstra, en vissulega náðst árangur í eld-
inu og eins hafbeitinni. Mjög þokkaleg
byrjun á þessu hjá okkur. Annars tekur allt
svona langan tíma. Norðmenn byrjuðu
ekki verulega að þreifa sig áfram í laxeldi
fyrr en 1955 og það varð ekki fyrr en eftir 25
ára þróun sem kom verulegur skriður á
málin hjá þeim.
Jóhann: Ég held að þróunin hérna sé komin
á það stig að svo framarlega sem það er vilji
stjórnvalda að hefja skipulegt fiskeldi, þá
stæðum við afskaplega vel að vígi núna,
vegna þess að það eru komnar margar klak-
stöðvar hér og framboð af seiðum mikið. Ef
vilji er fyrir hendi að hefja þetta upp sem
atvinnuveg eins og Norðmenn hafa gert þá
held ég að við stæðum ágætlega að vígi
núna. En þessi mál hafa bara alls ekki verið
á hreinu hérna. Eldismálin skilst mér að
heyri undir landbúnaðarráðuneytið, en
Norðmenn segja mér að það sem þeir telja
að hafi ráðið úrslitum um hvað þróunin var
jákvæð var að eldið var strax tekið undir
norska sjávarútvegsráðuneytið.
Þeir í Noregi eru komnir á fuila ferð, en
hvað heldur þú Harald að hafl staðið okkur
fyrir þrifum í þessum efnum?
Harald: Fiskifélag íslands hefur haft geysi-
legan áhuga á fiskræktarmálum sem sést ef
blaðað er í gegnum ályktanir frá þeim í
gegnum árin. En það virðist vera svo að
ályktanirnar ná ekki fram að ganga.
Uppúr 76-77 og 78 voru þessi mál mér
mjög hugleikin. Þetta var um það leyti sem
mér fannst farið nokkuð harkalega að
bóndanum að Laxalóni. Upp frá þeim
ósköpum fór ég að hugsa um þessi mál
gagnvart þorskinum, og aflaði mér upplýs-
inga m.a. frá fiskifræðingum hvað þeir
teldu að mörg prósent af hrognum hrygn-
unnar kæmust til kynþroskaskeiðs í 6-7 ára
aldur. Þegar ég heyrði þá tölu nefnda sem
þó var ekki viss, að þetta væri 0.5%, þá datt
mér í hug ýmsar tæknilegar leiðir til úrbóta.
Við sem lifum svo til eingöngu á þessari
afurð og framleiðslu, ættum að gera
eitthvað virkilega róttækt sama hvað það
kostaði til að stíga einhver spor í þessa átt,
hvernig svo sem þau yrðu stigin. Mér datt í
hug fljótandi klakstöð til að komast út í
hæfilegan hita og hæfileg skilyrði og að
forðast kalda strandsjóinn og ýmislegt sem
maður veit að er fráhrindandi fyrir þetta
örsmáa líf þegar að það er viðkvæmast.
Hverjir heldur þú Eyjólfur að séu tækni-
legir möguleikar hérlendis á nytjafískeldi?
Eyjólfur: Það eru ótal möguleikar, en ég
held að það væri rétt eins og málin standa í
dag að snúa sér af fullum krafti að þessu
laxeldi án þess kannski að leggja annað á
hilluna endilega. Það hefur safnast talsverð
reynsla og þekking á þessu sviði. Menn hafa
verið að vinna að þessu á undanförnum
árum, en til þess að það komist einhver
verulegur skriður á þetta þá þarf að taka
þessi mál svolítið föstum tökum.
Ferskvatnsfiskar og lax heyrir undir land-
búnaðarráðuneytið og það hefur m.a. orðið
til þess að Hafrannsóknastofnunin hefur
ekki snúið sér neitt að þessum laxeldismál-
um og virðist ekki vera á verkefnisskrá
hennar. Það þarf að skipa þessu fiskeldi á
bás hérna innanlands og síðan að útvega fé
'til að tryggja greininni eðlilegan aðgang að
fjármagni. Þá er nokkuð víst að kæmist ver-
ulegur skriður á þessi laxeldismál á bara
nokkrum árum.
Hvað með kunnáttuna hér innanlands?
Eyjólfur: Hún er fyrir hendi. Það hafa
menn verið að starfa að þessu undanfarin
ár. Á sviði hafbeitar hefur verið unnið mik-
ið starf í Kollafjarðarstöðinni og þar liggja
fyrir mjög ^óðar upplýsingar hvernig
standa ber að þessu og það hefur þegar
safnast nokkur reynsla í smbandi við haf-
beitina bæði í Kollafjarðarstöðinni, í Lárós-
stöðinni og í laxeldi suður í Höfnum sem er
Framhald bls. 11.