Þjóðviljinn - 10.06.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.06.1983, Blaðsíða 1
júní 1983 föstudagur 425 tölublað 48. árgangur „Það er full samstaða meðal starfsmanna í þessum aðgerðum“, sagði Baldur Baldursson (fyrir miðri mynd) trúnaðarmaður starfsmanna í kersmiðju Alversins. Sjá frekari fréttir úr Álverinu á bls. 3. Mynd -eik. Tveggja tíma verkfall í gær Allir verkamenn í Álverinu í Straumsvík lögðu niður vinnu í tvær klukkustundir eftir hádegið í gær, til að leggja áherslu á kröfur sínar um að yfirmenn Álversins taki til endurskoðunar fjöldauppsagnir starfs- manna sem taka eigá gildi nú I haust. Öll vinna lagðist niður í Straumsvík meðan á aðgerðum starfsmanna stóð og var full samstaða meðal verkamanna. Tómas Ámason um leynisamninginn ,,Ekki á neinn hátt bindandi” „Ég lít svo á að stjórnar- samningurinn sé sá samningur sem gerður var milli flokk- anna. Hitt séu atriði, sem menn voru sammála um að ekki ætti að hafa inni í stjórn- arsáttmála, heldur athuga nánar. Þau eru ekki á neinn hátt bindandi“, sagði Tómas Árnason, forstjóri Fram- kvæmdastofnunar, í gær. Friðrik Sófusson varafor- maður Sjálfstæðisflokksins hefur á hinn bóginn lýst því yfir að Tómas geti aðeins setið í forstjórastólnum til haustsins, því í „leynisamn- ingnum" svokallaða sé ákvæði um að leggja kommissara- kerfið í Framkvæmdastofnun niður. „Ég hef ekki tekið neina á- kvörðun um að hætta hér“, sagði Tómas. „Ég fékk leyfi frá störfum þegar ég varð ráð- herra og tók svo upp störf að riýju þegar því lauk. Ég lít ekki á þennan lista sem neitt bindandi. Ég lýsti því líka yfir í samningaviðræðum flokk- anna sem ég tók þátt í nær öllum“. ' -ÁI Til þessara aðgerða var gripið eftir að trúnaðarmannaráð verka- lýðsfélaganna í Straumsvík hafði kynnt starfsmönnum niðurstöður af öðrum fundi þeirra með forráða- mönnum Álversins síðdegis á miðvikudag. Þar fengu trúnaðar- menn þvert nei við óskum um endurskoðun og afturköllun á fjöldauppsögnum starfsmanna í haust. Ragnar Halldórsson for- stjóri Álversins sá ekki ástæðu til að sitja þennan fund með fulltrúum verkalýðsfélaganna sem forráða- menn Álversins höfðu óskað eftir. Var mikill kurr í starfsmönnum vegna þeirrar lítilsvirðingar sem þeir töldu Ragnar sýna um- bjóðendum sínum með því að mæta ekki á fundinn. Örn Friðriksson aðaltrúnaðar- maður starfsmanna í Straumsvík sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að með þessum aðgerðum væri ver- ið að sýna þá samstöðu sem ríkti á meðal starfsmanna á þessum stóra vinnustað. „Við höfum verið að funda með starfsfólki og ræða þessi mál. Það er ekki á stefnu okkar að vera með aðgerðir heldur að bera fram mál. En þau viðbrögð og svör sem við höfum fengið við mála- leitan okkar hjá forráðamönnum fyrirtækisins eru á þann veg að við vil jum kynna þau og vekj a athy gli á þeim meðal starfsmanna. Sjá fréttir og viðtöl við starfs- menn í ÍSAL á bls. 3. -lg- 4- mmi/m Breska íhaldið tapar fylgi en eykur ’y þingstyrk sinn. Sjá 3 Vegagjald ekki lagt á, segir Albert Erlend lántaka kemur til greina „Þungaskattur verður ekki lagður á, og framkvæmdum verður ekki frestað“, sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra í gær um vegagjaldið svokallaða sem fyr- ri ríkisstjórn lagði ekki á, en gerði ráð fyrir tekjum af í framkvæmda- áætlun sumarsins í vegamálum. ,4»að má því sjóða þetta niður í spurninguna um hvort brúa eigi bilið með erlendum eða innlendum lántökum. Það eru engar hókus- pókus aðgerðir til í þessu máli, en vegna fjarveru Matthíasar Bjarna- sonar samgönguráðherra hefur ekki verið hægt að ganga frá því endanlega.“ Fjármálaráðherra kvaðst í prins- ipinu vera á móti erlendum lán- tökum, en á hinn bóginn hefði hann ávallt litið á vegagerð sem arðbæra fjárfestingu eins og raf- væðingu. „Það á að vegavæða landið eins og við rafvæðum, og mér finnst að erlend lántaka komi til greina vegna þess að um arð- bæra fjárfestingu er að ræða. Framkvæmdum verður ekki frest- að og ég er næst þvf nú í augnablik- inu að þegar líða tekur á árið og ríkissjóður kemst í meiri vandræði muni verða tekið erlent lán til þess að brúa gatið í fjárlögum, sem skilið var eftir handa okkur“. Aðspurður kvaðst ráðherrann áætla að 109 miljónir króna vantaði til þess að brúa bilið í augnablik- inu, en 230 miljónir króna til þess að fylla gatið í heild. -ekh Frestun vegaframkvæmda Annars verður ríkissjóður að brúa bilið, segir Steingrímur „Vegagjald verður ekki lagt á. Það verður annaðhvort að greiða þennan mismun úr ríkissjóði eða þá minnka framkvæmdir á veg- um“, sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra á fundi með fréttamönnum. Samkvæmt nýrri vegaáætlun sem afgreidd var í lok síðasta þings, vantar nú um 130 miljónir í tekju- hlið áætlunarinnar svo hægt verði að framkvæma áætlunina, þar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja vegagjaldið ekki á, þrátt fyr- ir yfirlýsingu Steingríms fyrir kosn- ingar að slíkt bæri að gera. Nú vill hann láta ríkissjóð borga mismun- inn eða þá skera niður fram- kvæmdir í vegamálum. -Ig. Málm- og skipasmíðasambandið um bráðabirgðalögin: Grófasta árásin á kiör og réttindi Miðstjórn Málm- og skipasmiða- sambands íslands hefur mótmælt bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar harðlega. Telur miðstjórn að samtökum launafólks beri að upp- lýsa launþega um áhrif lagasetning- arinnar og undirbúa að kjara- og réttindaskerðingunni sem lögin fela í sér verði hnekkt fyrr en síðar. . í ályktuninni er bent á að með lögunum eru fyrri laga- og kjara- samningsákvæði um greiðslur verðbóta á Iaun felld úr gildi og bann lagt við greiðslu verðbóta á laun samkvæmt vísitölu frá 1. júní 1983 til 31. janúar 1984. Jafnframt að lagt sé bann við hækkun launa og gildandi kjarasamningar fram- lengdir til 31. janúar 1984. Mesta kaupmáttar- skerðing í áratugi í ályktuninni segir síðan: „Með setningu bráðabirgðalaga er réttur verkalýðsfélaga til frjálsra kjara- samninga afnuminn um ákveðið tímabil og stefnt að einni mestu kaupmáttarskerðingu í áratugi“. Bent er á að á tímabilinu desember 1982 til desember 1983 muni kaup- máttarskerðingin nema um 25- 30% eða þrefalt meira en rýrnun þjóðartekna undanfarið. Þá segir: „Setning bráðabirgða- laga um launamál frá 27. maí 1983 er grófasta árás á kjör og réttindi launafólks er stjórnvöld hafa fram- kvæmt og mun orsaka samdrátt í framleiðslu og minnkandi atvinnu. Verðbótaskerðingar, sem áður hafa verið framkvæmdar hafa ekki stöðvað verðbólguþróun eða leyst efnahagsvandamál. MiðstjórnMSÍ mótmælir harðlega setningu bráða- birgðalaga um launamái frá 27. maí sl. og skerðingu kaupmáttar og af- námi frjálsra samninga, sem af framkvæmd laganna leiðir. Mið- stjórnin telur að samtökum launa- fólks beri að upplýsa launþega um áhrif bráðabirgðalaganna og að undirbúa að kjara- og réttinda- skerðingin sem lögin fela í sér verði hnekkt fyrr en síðar“. Érindi Guðmundar Georgssonar læknis um kjarorkuvopna- laus svæði var synj- að af úrvarpsráði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.