Þjóðviljinn - 10.06.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.06.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. júní 1983. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði, Gönguferð á Keili Laugardaginn 11. júnínk. efnir ABH til gönguferðar á Keili. Lagtverðuraf stað frá Strandgötu 41 (Skálanum) kl. 13.00. Ekið verður með rútu að heppilegum upphafsgöngustað. Gangan á fjaliið er ekki erfið og er allt í lagi að taka börn með allt niður í 8 ára aldur. Ef einhverjir vilja fara í minni göngu geta þeir gengið við rætur Keilis meðan hinir klöngrast upp. Heim verður haldið kl. 17.30. Göngustjóri er Kristján Bersi Ólafsson skólameistari. Komið vel skóuð og nestuð. Munið eftir söngbók MFA. Stjórn ABH. Alþýðubanda- lagiö Austurlandi__________________________ Ráðstefna á Hallormsstað 2.-3. júlí 1983 Meðal málaflokka sem fyrirhugað er að ræða á ráðstefn- unni eru: Störf og stefna AB. - Skipulagsbreytingar AB. - Jafnréttismál. - Sveitarstjórnarmál. - Umhverfismál - Æskulýðs- og íþróttamál. Dagskrá (drög): 2. júlí: Skógarganga fyrir hádegi - Framsöguerindi eftir hádegi. - Kvöldvaka. 3. júlí: Starfshópar-Umræður.-Ráðstefnuslit kl. 16.00. Gisting á hóteli og í skóla. Takið fjölskylduna með í fagurt umhverfi. Tilkynnið-þátttöku sem fyrst til framkvæmdastjórnar: Einars Más Sigurðarsonar, Neskaupstað, sími 7468. Jórunnar Bjarnadóttur, Eskifirði, sími 6298. Kristins Árnasonar, Egilsstöðum, sími 1286. Þau veita nánari upplýsingar. Hittumst á Hallormsstað. Stjórn Kjördæmisráðs. Fóstrur - atvinna Staða forstöðukonu og staða fóstru við leikskólann Hveragerði eru lausar til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júní n.k. og skulu umsóknir berast undirrituðum. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 99-4150 eða forstöðukona í síma 99^ 4234 Hveragerði 10. júní 1983. Sveitarstjórinn í Hveragerði. jgjfe LAUS STAÐA JljgjjÍ Hlutastaða lektors (37%) í háls-, nef- og eyrnasjúkdóma- fræði viö læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- enda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 5. júlí nk. Menntamálaráðuneytlð, 7. júní 1983. Undirbúningsnefnd vegna rútudagsins. Frá vinstri: Þorvarður Guðjónsson, Gunnar Guðmundsson, Agúst Hafberg, Jóhannes Ellertsson og Gunnar Sveinsson. Á myndina vantar Hauk Helgason. - Ljósm.: -Atli. Rútudagurinn er á morgun Langferðabílstjórar um land allt efna til sérstaks dags er þeir nefna „Rútudaginn" á morgun. Bif- reiðastjórarnir standa fyrir sérs- takri ferðakynningu í Umferðarmiðstöðinni við Hringb- raut í samvinnu við fjölmarga aðila sem skipuleggja ferðalög innan- lands. Kjörorð þessarar kynningar eru Ferðist ódýrt um Island. Með kynningunni verður sýning á hópferðabifreiðum. Þar verða til sýnis ekki einasta nýjustu og full- komnustu rútur landsins, heldur einnig rútur af gömlu gerðunum sem og fjallabílar þeir er þvældust eftir vegleysum hér á árum áður og gera enn. Sérleyfishafar um land allt veita 40-50% afslátt af fargjöld- um hjá þeim sem vilja ferðast um á morgun, skipulagðar verða kynnis- ferðir um Reykjavík undir leiðsögn fróðra manna. Þeir sem taka þátt í Rútudeginum eru auk Félags sérl- eyfishafa: Eddu-hótel, Farfuglar, Félag íslenskra ferðaskrifstofa, Ferðafélag íslands, Ferðamála- nefnd Reykjavíkur, Ferðamálaráð íslands, Samtök ferðabænda, Samtök veitinga- og gistihúsa- eigenda, Tímaritið Áfangar, Ice- land Review, Örn og Örlygur og Útivist. Ferðakynningin hefst kl. 10 á laugardagsmorguninn og stendur til kl. 17. Allan þann tíma verða fulltrúar þeirra fjölmörgu aðila sem tekið hafa höndum saman við Félag Sérleyfishafa í Umferðar- miðstöðinni og gefa upplýsingar um ferðalög innan lands. - hól. Hreinsunardagiir í Arbæ og Selási Á laugardaginn, 11. þessa mán- aðar, verður almennur lóða- hreinsunardagur í Selási og Ár- bæjarhverfi. Það eru stjórnir Framfarafélagsins, Fylkis, Kvenfé- lags Árbæjar og Foreldra og kenn- arafélags Árbæjarskóla sem gang- ást fyrir hreinsuninni með stuðningi hreinsunardeildar borg- arinnar. Á laugardaginn á að hreinsa allt rusl frá húsum og koma því í poka sem úthlutað verður ókeypis í Félagsmiðstöðinni Árseli. Bifreið frá hreinsunardeildinni mun aka um hverfið og safna fylltum pokum. Fyrirlestur í Norræna húsinu Finnland í tíð Koivisto ferðir Neskirkju í júní og júlí eru ráðgerðar þrjár ferðir á vegum Neskirkjusafnaðar. Hálfsdagsferð að Nesjavöllum 19. þessa mánaðar, 5 daga ferð austur að Egilsstöðum 2. júlí með viðkomu á Kirkjubæjarklaustri, Skaftafelli ofl. stöðum. Þriðjaferð- in er líka 5 daga og er þá flogið til Egilsstaða og síðan ekið suður með fjörðum til Reykjavíkur. Fullbók- að er í síðari ferðina, en upplýsing- ar eru veittar í viðtalstímum kirkj- unnar milli 5-6 daglega. 100 ára Alþýðu- og heimavistarskólinn á Eiðum er 100 ára á þessu ári. Verð- ur þeirra tímamóta minnst með hátíðardagskrá við skólann um helgina. Dagskráin samanstendur af tónlistarflutningi, upprifjun frá atburðum í 100 ára sögu skólans, íþróttakappleikjum, ljósmynda- sýningu og sögusýningu. Dagskrá- in hefst kl. 14 á laugardag og verð- ur fram haldið um kvöldið að Vala- skjálf á Egilsstöðum en þar mun ungmennafélag Eiðaskóla halda sérstaka samkomu þar sem m.a. munu koma fram gamlar hljóm- sveitir skólans. Eiðaskóli var í upphafi búnaðar- skóli sem Múlasýslur ráku, en var síðan breytt í það horf sem nú er. í vetur voru 120 nemendur við skólann, 54 í 9. bekk og 66 í fram- haldsnámi. -hól. „Finnland í tíð Koivisto" nefnist fyrirlestur sem Par Stenback held- ur í Norræna húsinu nk. mánudag, 13. júní kl. 20.30. Stenbáck var utanríkis- og menntamálaráðherra Finna á árunum ’79-82, hefur verið mikill áhugamaður um norræna samvinnu, og er nú aftur í sínu fyrra starfi sem forstjóri sænsk- finnska menmngarsetursins Hana- holmen í Esbo í útjaðri Helsing- fors. í fyrirlestri sínum ræðir Sten- báck um stjórnmálaástandið í Finnlandi og einkum og sér í lagi nýafstaðnar þingkosningar þar og stj órnarmyndunina. -ekh Átvinna Atvinna VERKAMANNASAM- BAND ÍSLANDS hyggst ráöa starfsmann (karl eöa konu) frá miðjum ágúst eða byrjun september nk. Verkefni veröa aðallega hverskonar aöstoð við sambandsfélögin, þar með talin samn- ingsgerð, fræðslustarfsemi, ákvæðisvinna (bónus) og almennt félagsstarf. Ennfremur hverskonar störf, sem til falla á skrifstofu sambandsins. Umsóknir, sem tilgreini auk nafns, nafn- númers og heimilisfangs, aldur, fyrri störf oa menntun, skulu hafa borist skrifstofu VMSI að Suðurlandsbraut 30, 105 Reykjavík fyrir 15. júlí nk. Skrifstofa VMSÍ veitir allar nánari upplýsing- ar. Sími 8 64 10. Verkamannasamband íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.