Þjóðviljinn - 10.06.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. júní 1983.1 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐÁ 5
Bílakostnaður borgarinnar 1982:
4 miliónír
í leigubfla
Tæpar 6 í bílastyrki
Á árinu 1982 nam aksturskostn-
aður Reykjavíkurborgar tæpum
10 miljónum króna og í ár er áætlað
að hann nemi 13,5 miljónum. 4
miijónir fóru í leigubfla 1982, mest
tæpar tvær á gjaldaliðnum „Fé-
lagsmál" og 5,8 miljónir voru
greiddar í bflastyrki, þar af tæpar 2
vegna „Heilbrigðis- og hreiniætis-
mála“ og 1,5 vegna „Stjórnar borg-
arinnar".
Davíð Oddsson borgarstjóri,
gerði þessar tölur að umtalsefni á
síðasta borgarstjórnarfundi í tilefni
af fyrirspurn Kvennaframboðs fyrr
í vetur. Hann gerði einnig grein
fyrir kostnaði borgarinnar vegna
bifreiða í hennar eigu, en hann
nam á árinu 1982 18,4 miljónum.
Liðurinn „Heilbrigðis- og hrein-
lætismál“ vegur þar þyngst, eða
15,5 miljónir vegna gatnahreiiis-
unar, snjómoksturs og öskubíla,
og 2 miljónir á liðnum „Listir, í-
þróttir og útivera“ er einkum vegna
skrúðgarða og leikvalla. Slökkvi-
liðið, SVR, Bókabflar, Bæjarút-
gerðarbflar og bílar hafnarinnar
eru ekki inni í þessum upphæðum.
-ÁI
Samningurinn um fræðsluskrifstofuna í Reykjavík:____
Aðför að starfi fræðslustjóra
Áskil mér allan rétt til að snúast gegn henni, segir
Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri í bókun
Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslu-
stjóri í Reykjavík hefur áskilið sér
allan rétt „til að snúast gegn þeirri
aðför að starfi fræðslustjóra í
Reykjavík“ sem feist í samkomu-
lagi menntamálaráðuneytis og full-
trúa borgarinnar um nýskipan
fræðslumála í höfuðborginni.
Kemur þetta fram í ý tarlegri bókun
sem fræðslustjóri lagði fram á
mánudag í tilefni þess, að meirihluti
borgarstjórnar ákvað að fela borg-
arstjóra framkvæmd samningsins,
sem fráfarandi menntamálaráð-
herra, Ingvar Gíslason hafði þó
hafnað.
í bókun fræðslustjóra er það
hrakið að með samningnum sé
stefnt að hliðstæðri skipan fræðslu-
mála í Reykjavík og gerist í öðrum
fræðsluumdæmum landsins.
f bókuninni er að finna yfirlit yfir
annnars vegar þau verkefni sem
fræðslustjóra er ætlað að annast
skv. samkomulaginu og hins vegar
það starfsfólk sem embættið hefur
á að skipa. Segir fræðslustjóri ljóst
að á Fræðsluskrifstofu Reykjavík-
urumdæmis verði skv. samkomu-
laginu engir starfsmenn til að ann-
ast mörg þeira verkefna sem þar
um ræðir.
Ástæðan til þessa misræmis milli
mannafla og verkefna Fræðslu-
skrifstofu skv. grunnskólalögum,
segir fræðslustjóri að sé sú, að
skrifstofan eigi ekki að fá til
ráðstöfunar aðaltekjustofn
fræðsluskrifstofanna skv. 85. gr.
grunnskólalaga, en í Reykjavík
jafngildir það 8-9 starfsgildum.
í bókuninni segir fræðslustjóri
Ijóst að þeir sem stóðu að tillögu
um breytta skipan á fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkur „hafi fremur
haft í huga aðra hagsmuni en þá er
varða Fræðsluskrifstofu Reykja-
víkurembættis og embætti fræðslu-
stjóra í Reykjavík.“ Meginatriði
málsins sé að með tillögunni sé
„alls ekki stefnt að því að væntan-
leg Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur-
umdæmis hafi sömu starfsskilyrði
og hlutfallslegt starfsfólk miðað við
grunnskólalög og fræðsluskrifstof-
ur í öðrum fræðsluumdæmum
landsins.“
Að lokum segir í bókun fræðslu-
stjóra að samkomulag sem gert
kynni að verða milli ríkis og borgar
um yfirstjórn fræðslumála í
Reykjavík verði að sínu áliti að
vera I samræmi við grunnskólalög,
- að stjórnun vegna kostnaðarþátta
sem borgin hefur yfirstjórn á og
greiðir sjálf verði að öllu leyti
greidd úr borgarsjóði og - að hugs-
anieg Fræðsluskrifstofa Reykjavík-
urumdæmis fái fjárframlög frá ríki
og borg í samræmi við ákvæði
grunnskólalaga og mannafla sam-
kvæmt því.
-ÁI
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur eru alls ekki ætluð sömu starfsskilyrði og í
öðrum umdæmum, segir Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri um samn-
inginn.
Stjórn
Landssambands
iðnverkafólks um
kjaraskerðingarlögin
Rothögg
fyrir
afkomu
heimilaima
„Kjaraskerðing sú sem hér um
ræðir er rothögg fyrir afkomu
heimilanna í landinu, haldi stjórn-
völd stefnu sinni til streitu. Verka-
lýðshreyfingin verður sameinuð að
beita afli sínu gegn þessum ráðum,
sem ekki verður ætlað að uppiýstir
menn hafi bruggað“, segir m.a. í
ályktun sem stjórn Landssambands
iðnverkafólks hefur sent frá sér
vegna kjaraskerðingarlaga ríkis-
stjórnarinnar.
í ályktuninni segir enn fremur,
að lagasetning þessi sé með þeim
fádæmum, að leita verður aftur til
ársins 1942 til samjöfnuðar. Þrátt
fyrir endurtekna íhlutun stjórn-
valda í gerða kjarasamninga hafa
þau ekki áður gengið það langt að
svipta verkafólk réttindum til þess
að semja um kaup og kjör. Stjórn
Landssambands iðnverkafólks
fordæmir sérstaklega þá aðför að
lýðréttindum sem í þessum
aðgerðum felst.
Verkafólk í Landssambandi
iðnverkafólks telst flest til þeirra
tekjulægstu í þjóðfélaginu. Flestir
félagsmenn búa nú við mánaðar-
tekjur á bilinu 10-14 þúsund krón-
ur. Öllum er ljóst að þessar tekjur
duga vart fyrir nauðþurftum. Þær
aðgerðir, sem stjórnvöld hafa nú
kynnt snúast fyrst og fremst um
kaupmáttarskerðingu. Með
kaupmáttarskerðingu á að berja á
verðbólgunni, engin önnur úrræði
virðast á færi stjórnvalda. Sú
kaupmáttarskerðing sem nú er
stefnt að svarar til þess, að sá sem
nú hefur 10 þúsund á mánuði lækki
um 2.300 krónur fram til áramóta.
Sá sem nú hefur 14 þúsund á mán-
uði lækkar um tæplega 3000 krón-
ur. Þegar kaupskerðingin verður
öll komin fram verður hún þreföld
á við samdrátt þjóðartekna sl. 2 ár.
Þá verður verkafólk að sækja 40%
kaupmáttaraukningu til þess að ná
aftur kaupmætti ársins 1982.
Stjórn Landssambands iðnverk-
afólks mótmælir harðlega þeirri
aðför sem nú er hafin að kjörum
verkafólks og skorar á félagsmenn
sína að skipa sér þétt saman til and-
stöðu við ráðstafanir ríkisstjórnar-
innar.
Ji -p-1 -------
fJDauðadómiir yflr risavillum
Grafarvogsskipulagið hentar ekki þörfum borgarbúa
Fjölskyldustærðin á íslandi
minnkar sffellt, húsnæði sem byggt
hefur verið á undanförnum árum
er alltof stórt, aldurshóparnir sem
eru að koma á húsnæðismarkaðinn
eru stórir, verðtrygging lána hefur
haft það í för með sér, að fólk fer
varlegar en áður í fjárfestingar í
húsnæði, fjármagn til húsnæðis-
mála er af skornum skammti í
landinu.
Þessir þættir, og fleiri, komu
fram í húsnæðiskönnun, sem Ingi
Valur Jóhannsson og Jón Rúnar
Sveinsson gerðu á höfuðborgar-
svæðinu árið 1979. Þjóðviljinn birti
frásögn af þessari ícönnun þeirra
22. febrúar síðastliðinn og var
dregin sú ályktun af upplýsingum
þeirra, að skipulagið í Grafarvogi
þjónaði ekki þörfum almennings í
Reykjavík. Þörfin ermestfyrirlítið
húsnæði. -ekki einbýlis- og raðhús
eins og Grafarvogurinn er skipu-
lagður.
Þessi ályktun hefur heldur betur
átt við rök að styðjast: sárafáar um-
sóknir bárust um einbýli þau og
raðhús, sem borgin auglýsti á dög-
unum, eða 600 um tæplega 1000
lóðir. Ékki er farið að auglýsa fjöl-
býlishúsalóðirnar á þessu svæði
ennþá, því skipulag fyrir þær er
ekki frágengið. En með framan-
greindar upplýsingar í huga má bú-
ast við, að umsóknir um þær verði
heldur fleiri en um einbýlis- og rað-
húsalóðirnar.
Grafarvogurinn var ekki skipu-
lagður með þarfir borgarbúa í huga
og er umsækjendaleysið gleggsta
vitnið þar um. En hér kemur fleira
til: verðtrygging lána gerir það að
verkum, að hér eftir verður fólk að
sníða sér stakk eftir vexti, og þá
dugir ekki að ætla að reisa einbýli
þegar innihald buddunnar dugir
aðeins fyrir blokkaríbúð. Stóru
einbýlishúsin, sem litlu íslensku
fjölskyldurnar hafa reist á um-
liðnum árum, munu brátt heyra
sögunni til og þjóna þar sem minni-
svarði um verðbólguhugsunarhátt-
inn, þegar það eitt gilti að ná í sem
mest fé á sem skemmstum tíma -
og eyða því öllu strax. Fasteigna-
sölum ber saman um, að ákaflega
erfitt sé að selja einbýlishús nú -
þau eru einfaldlega of dýr og henta
ekki þörfum íslenskra fjölskyldna.
Best gengur að selja litlar blokkarí-
búðir, enda er þörfin mest fyrir
þær.
Skipulagið í Grafarvogi verður
væntanlega tekið til endurskoðun-
ar nú er það hefur hlotið þennan
dóm borgarbúa - og væntanlega
verður þá tekið mið af þörfum
borgarbúa.
ast
f Grafarvogi var ætlunin að reisa einbýlis- og raðhúsahverfi með
nokkrum fjölbýlishúsum. Borgarbúar hafa nú kveðið upp dauða-
dóm yfir skipulaginu.