Þjóðviljinn - 10.06.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.06.1983, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA9 Leiðtogafundurinn í Williamsburg ,4?oðskapur vonarmnar” Hjökkuðu í sama farinu „Boðskapur vonarinnar“, var á- lyktun toppmanna hinna sjö stærstu iðnríkja á Vesturlöndum kölluð, en þeir luku fundi sínum í Williamsburg í sl. viku. Þegar öllu bramboltinu var lokið með lúðraþyt og trumbuslætti í bókstaflegum skilningi þar vestra, gat einn leiðtoganna brosað öðrum breiðar, nefnilega Ronald gamli Reagan sjálfur. Fréttaskýrandi Spiegel segir að „boðskapur vonar- innar“ hafi ekki verið annað en staðfesting á því að hinar sjö vold- ugu þjóðir vilja hvergi hvika frá afstöðu sinni í mikilvægum máium einsog öryggis og efnahagsmálum. Ronald Reagan þótti takast sér- lega vel upp á fundinum og hags- munum Bandaríkjamanna var í engu haggað. Evrópumenn, Kana- dastjórn og Japanir gátu ekki einu sinni fengið vilyrði frá ráða- mönnum í Washington um að vext- ir yrðu lækkaðir af dollar. Þvert á móti, gestir voru varla komnir frá Bandaríkjunum þegar tilkynnt var um vaxtahækkun á alþjóðlegum peningamarkaði. Sumir fréttaskýrendur telja að Japan sé orðið aðili að vopna- væðingu Nató, þó svo að Japan eigi þar enga formlega aðild. Og á fundinum var mikið fjallað um vopnavæðinguna. „Við erum þjóð- ir sem hafa barist saman og gegn hver annarri", sagði Reagan þegar kjarnorkueldflaugarnar voru ræddar. - „Nú verðum við að standa saman“, - og átti þar við að þjóðímar stæðu saman gegn Rússum. Ekki gengu allir jafn lukkulegir frá þessu borði. Trudeau forsætis- ráðherra Kanada, stakk uppá því að kjarnorkuvopnaflaugar Frakka og Breta yrðu taldar með við samn- ingaborðið í Genf, en sú tillaga hlaut engan hljómgrunn. Reagan er „þakkað" fyrir að hafa barið nið- ur hvers kyns efasemdir og mót- þróa við ályktunina í lokin, og haft er eftir Michael Dever ráðgjafa forsetans, að ef Reagan hefði ekki verið jafn sannfærandi og harður í horn að taka á fundinum, hefði ekkert orðið úr sameiginlegri yfir- lýsingu. Mikið var þráttað um yfir- lýsingu um efnahagsmál áður en hún var birt sl. mánudag. Margir fréttaskýrendur hafa orð á að yfirlýsingarnar séu máske merkilegastar fyrir þá sök hvað standi í þeim og ráðstefnan merki- leg fyrir sömu sök. Þannig er atvinnuleysi alvarlegasta vanda- málið í flestum þessara landa (eða samtals 22 miljónir atvinnulausra). Um það var ékkert fjallað á ráðstefnunni og þótti það til vitnis um íhaldsemi fundarmanna. Á sama veg túlkuðu menn frávísun á tillögu um að létta af skuldum ríkja þriðja heimsins. Á fundinum var fallist á tillögu Frakka um fjölþjóðlega ráðstefnu „á háu plani“ um gjaldeyrismál ásamt með stjórn Alþjóða gjald- eyrissjóðsins. Nokkuð var fjallað um „verndarstefnu" og skylduðu toppmennirnir sig til að stöðva verndarstefnu og létta af innflutn- ingstakmörkunum. En embættis- menn sem voru ráðamönnunum í Williamsburg til ráðuneytis, viðurkenndu að lítið hald væri í þessari yfirlýsingu. Nokkuð hafði verið ritað og rætt fyrir ráðstefnuna um hvort kæmi sameiginleg yfirlýsing um verslun ýmissa Vesturlanda við Sovétríkin og Austur-Evrópu. í yfirlýsingu um þetta atriði segir ekkert beint um þá pólitík Bandaríkjastjórnar að takmarka útflutning til Sovét- ríkjanna frá Vesturlöndum. Em- bættismenn voru spurðir um það hvort hér með væri öllum á- greiningi rutt úr vegi í sambandi við verslun við Austur Evrópu? Svarið var einfalt; nei. Moskvuferð Kohls í júlí í Bandaríkjunum er nokkuð rætt um það hvort forsetinn muni ætla að bjóða sig fram að nýju til for- seta. Eftir toppfundinn í Williams- burg þykir hann enn líklegri til þess enda hafi hann þar bætt við skrautfjöður í hatt sinn. Áður hefur honum tekist að fá þingið til að samþykkja stóraukin fjárútlát fyrir langdrægar MX-eldflaugar og skoðanakannanir sýna fram á fylg- isaukningu. Sjálfur hefur hann haft VIB SKOLUrn VtRA SAjríMÁlA VIA AD ALVKXA ÖCJ<H U^V€RSLOKJ vin aostoR. fev/RÓPO V .JfVQ SlCOUJKA SNMÍAkA VJM . Á.CVK.TA fefcJtj v€KTt.... Williamskig OóVlf) SKULUM SAíMrWUA UM AD ^ ^ ' Leiðtogar hinna sjö ríku landa. á orði að „hreinsunin" þurfi lengri tíma. Á fundinum þótti sannast (áróður Reagans-manna), að for- setinn væri fær um að halda langar ræður og halda uppi samræðum um flókin pólitísk mál, en á það hafa verið bornar brigður undanfarið í Bandaríkjunum. Hefur verið talað og skrifað um að gamla manninum væri farið að förlast og veruleg elli- merki hafi gert vart við sig á blaða- mannafundum, þarsem hann hefur tapað þræði og gleymt nöfnum og sjálfsögðum hlutum. En vegna fundarins í Williams- burg breyttist þetta álit að ein- hverju leyti í bandarískum fjöl- miðlum. Richard Cohen dálkahöf- undur í Washington Post skrifar í hæðnistón af þessu tilefni: „Þessi forseti er meðhöndlaður eins og barn bæði af fjölmiðlum og út- lendum leiðtogum. Það verða allir mállausir af hrifningu þegar hon- um tekst að koma á fund og ræða málin við jafningja sína“. Helmuth Kohl kanslari Vestur- Þýskalands lýsti yfir sérstökum stuðningi við hina hörðu línu Reag- ans í vopnvæðingarmálum, en hann reyndi einnig að fá grænt ljós á vilja til afvopnunar í Genfar- viðræðum stórveldanna. Það gekk eins og vænta mátti, því ekkert bendir til annars en Bandaríkja- stjórn vilji ólm fá meðaldrægu eld- flaugarnar staðsettar á meginlandi Evrópu. Kohl kanslari óttast mjög mótmæli friðarsinna í V- Þýskalandi í haust þegar á að fara að koma þessum dauðans tólum fyrir. í júlí ætlar hann til Moskvu til móts við Jurij Andropov og von- aðist til að geta lagt eitthvað fram í friðarátt í þeim viðræðum. Því var ekki að heilsa, en Bandaríkjamenn fengu loforð um að Genscher utan- ríkisráðherra V-Þýskalands kæmi til Washington þegar að Kohl heimkomnum, til að gefa skýrslu um viðræðurnar í Moskvu. (Byggt á Information og Spiegel) -óg Hampton í Háskólabíói: Ógleymanleg skemmtun Miðvikudaginn 1. júní kynnti Jazzvakning einn af risum djassins, Lionel Hampton. Meistarinn var mættur í eigin persónu ásamt 16 manna liði, í Háskólabíói, þar sem húsfyllir var og gott betur. Það sem setti mark sitt á hljómleikana var stemmningin. Segja má að strax frá byrjun hljómleikanna hafi Hamp- ton og félagar átt hug og hjörtu áheyrenda. Þurftu menn þó að bíða nokkuð lengi eftir að hleypt væri í saiinn, sennilega vegna tækni- manna sjónvarps og stillingafræð- inga. Oft hefur slík töf slegið spenn- una yflr markið og fellt hana um nokkur hundruð volt. En með traustvekjandi kynn- ingu Vernharðar Linnet, sem fæddur virðist „impressario“ og það af guðs náð, tókst að bægja burt óþoli og ergi. Vart hafði hljómsveitin hitað upp fyrr en sjálf- ur kappinn Hampton var mættur, nýlega orðinn sjötugur. Tónleik- arnir hófust á fullu tempói og hélst það sleitulaust fram að hléi. Eg býst við að menn hafi verið nokkuð uggandi um þessa óskabyrjun, að hún myndi ekki vara og það kæmi afturkippur í galskapinn. En bæði var að úthaid Hamptons virtist ótakmarkað og tilfinning hljómsveitarinnar fyrir lifandi flutningi ómæld, svo aldrei varð dauður punktur, endurtekning eða tilbreytingarleysi, jafnvel ekki'þeg- ar þeir endurtóku góðar rispur. Enda mátti finna hvernig hrifning áheyrenda stigmagnaðist og efldi kempuna sem lét sér ekki nægja víbrafóninn heldur settist við trommusett og hjálpaði trymblin- um Frankie Dunlop að lemja húðirnar. Þess í millum dansaði Hampton og söng. Hér er ekki vert að telja upp allt repertorium meistarans, en flestir klassísku sveiflusöngvarnir voru fluttir ásamt nýrri lögum og óvenj- ulegri. T.d. var flutningur Hamp- tons og félaga á japanska þjóð- laginu Sakura merkilegur, og tékk ég ekki betur heyrt en hann brigði því saman við Salt peanuts á einum stað. Er það ágætt dæmi um það hvernig þessi galdramaður spann af fingrum fram hvert gullkornið á fætur öðru. Er komið var að hléi, héldu menn að konsertnum væri lokið, enda voru hamrarnir farnir að spila sjálfir á vfbrafóninn að því er mönnum fannst og vart hægt að gera betur. En Hampton var ekki hættur, hafði bara verið að „hita upp“, eins og hann sagði sjálfur og framhaldið Halldór Runólfsson skrifar lét ekki á sér standa. Fagnaðar- lætin náðu hámarki á öðrum tíma nætur, þegar sveitin þrammaði í röð um ganga Háskólabíós og lék When the Saints undir dynjandi lófataki. Það er erfitt að nefna aðra eins hátíðarstemmningu og ríkti þetta kvöld. Það var ekki Hampton einvörðungu, heldur hljómsveitin öll sem átti sinn þátt í henni. Þar var valinn maður í hverju sæti. Hér var með öðrum orðum boðið upp á fyrsta flokks skemmt- un, um leið og menn fengu að heyra gömlu góðu sveifluna undan kjuðum mikils meistara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.