Þjóðviljinn - 21.06.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNj Þriðjudagur 21. júní 1983
Bridge
Það er einkenni á góðum fórnum að þær
kosfa minna en „game" andstæðinganna,
en besta „fórnin" er samt sú sem færir
vinning í búið.
Frá sumarbridginu í Domus, 9. júni. D-
riðill:
Vestur
S D842
H 8543
T 6
LG1093
S gefur, N/S á hættu. Á allflestum
borðum varð A sagnhafi í 4-hjörtum. Eitt
borð skar sig úr. Þar fórnuðu N/S í 5-tígla,
þrátt fyrir óhagstæðar hættur. Suður vakti
á 3-tiglum, norður (Lárus Hermansson)
lyfti í 4-tígla. Austur meldaði sitt „game“ og
tvö pöss til Lárusar, sem hélt sér fast á
baki; 5-tíglar; og austur flaggaði rauðu.
Út kom lauf-gosi og heldur kætti það
sagnhafa, því sýnt var nú að hjarta-úttektin
stæði.
200 yrði áreiðanlega prýðisskor.
En fyrst var nú að kanna hvort ekki væri
unnt að drösla fórninni í mark. Útspilið
tekið á ás og lauf trompað. Hjarta á tromp.
Lauf á tromp, og birtist þá blessaöur kóng-
urinn.
Nú var bara að ákveða tromp-lengd
austurs. Ef hann á kóng, stakan, er nauð-
synlegt að leggja nú niður ás. En sagnhafi
afréð að spila austur upp á kóng annan;
Hjarta tromp Lauf drottningu húrrað út.
Austur trompaði með gosa, yfirtrompað.
Tígulás og hjarta á síðasta tromp blinds.
Lauf-sjö sá síðan fyrir einu spaða niður-
kasti.
Austur var hneykslaður: ÉG átti 21
punkt...!“
Norður
SG1063
H -
T 9872
L AD754
Austur
S AK
HAK10762
TKG
LK82
Suður
S975
H DG9
TAD10543
L 6
Skák
j | m
W J U lx K0 ^ •\ M' U Kí F
' ' ' ^
íc4 * | É . UÆ
Fulltrúar Reykjavíkurborgar og gestgjafarnir á Grænlandi, talið frá vinstri: Jörgen Sten Larsen, bæjarritari í NUUK, Markús Örn Antons-
son, forseti borgarstjórnar, Peter Th. Högh, bæjarstjóri í NUUK, Sigurjón Fjeldsted, borgarfulltrúi, Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi,
Vilhjálntur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, Gunnar Eydal, skrifstofu- stjóri borgarstjórnar, Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi, Jón G.
Kristjánsson, starfsmannastjóri.
Nýtt vinabæjasamband
Reykjavík — Nuuk
Dagana 29. maí - 5. júní dvöld-
ust 7 fulltrúar frá Reykjavíkur-
borgar í Nuuk höfuðstað Græn-
lands í boði bæjarstjórnarinnar
þar. Var með þessu verið að
endurgjaida heimsókn fulltrúa
bæjarstjórnarinnar í Nuuk, sem
komu til Reykjavíkur s.l. sumar í
boði borgarstjórnar.
Hér er unt að ræða fyrstu form-
legu heimsóknirnar af þessu tagi
milli höfuðstaða landsins.
í íslensku sendinefndinni áttu
sæti Markús Örn Antonsson, for-
seti borgarstjórnar, borgarfull-
trúarnir Guðrún Ágústsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Sigurjón
Fjeldsted og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson ásamt tveimur emb-.
ættismönnum, Gunnari Eydal,
skrifstofustjóra borgarstjórnar,
og Jóni G. Kristjánssyni, starfs-
mannastjóra.
Á fundi sem haldinn var með
fulltrúum bæjarstjórnarinnar í
Nuuk var ákveðið að taka upp
formleg samskipti ntilli höf-
uðstaðanna með því m.a. að
skiptast á heimsóknum. Jafn-
framt var um það rætt, að taka
upp samvinnu varðandi atvinnu-
mál á þann hátt, að nokkrum
ungum Grænlendingum verði
gefinn kostur á að dveljast í
Reykjavík um nokkurra mánaða
skeið til þess að kynnast íslensk-
um atvinnuháttum og myndi
Reykjavíkurborg hafa forgöngu
um að útvega þeim störf við hæfi
hvers og eins. Af hálfu Græn-
lendinga komu fram sérstakar
óskir um sjávarútveg og fisk-
iðnað í þessu sambandi. Einnig
var lögð áhersla á samskipti á
sviði menningarmála. Af hálfu
bæjarstjórnarinnar í Nuuk var
ráðgerð sams konar fyrirgreiðsla
gagnvart íslendingum.
Þá bauð Reykjavíkurborg
tveimur grænlenskum unglingum
til hálfs mánaðar dvalar í Reykja-
vík og mun framkvæmdastjóri
æskulýðsráðs skipuleggja dvöl
þeirra. Þeir eru væntanlegir í júlí-
mánuði n.k. og munu m.a. taka
þátt í æskulýðsstarfi því sem rek-
ið er á vegum æskulýðsráðs.
Karpov að tafli — 155
Karpov komst í snertingu við toppinn á
Sovétmeistaramótinu 1976 meö þvi að
vinna efsta mann Dorfman í 7. umferð
mótsins. Sú skák var geipilega flókin og
skemmtilega tefld af beggja hálfu. Karpov
fórnaði manni þegar i 14. leik, fékk þrjú peð
en svartur náði gagnsókn. Á mikilvægu
augnabliki gaf hann ettir og Karpov náði
yfirhöndinni. I þessari stöðu fór skákin í
bið:
Karpov - Dorfman
Liðsafli er jafn en kóngsstaða svarts opin
upp á gátt og því hefur hvítur mikla vinn-
ingsmöguleika. En mikillar nákvæmni er
þörf...
41. Hg8+
(Biðleikur Karpovs)
41. ... Ke7
42. Dh4 Kd7
43. D16! He7
(Ekki 43. - Dc7 44. Dxf7+ Kc6 45. Df6+
Kc5 46. Df1 De7 47. Dc4+ Kd6 48. Da6+
Kd7 49. Dc8+ o.s.frv.)
44. Df5 fd6
(Eða 44. - Kc6 45. Da5)
45. Dxa5
(Peð yfir og kóngssókn. Það nægir.)
45. ... He5
46. Dd8+ Ke6
47. Kb2 f6
48. Hf8 Dg7
49. Dc8 Kd5
50. Dc4+
- Svartur gafst upp.
Eiðfaxi
Út er komið 5.-6. tbl. Eiðfaxa
og hefst það á forystugrein eftir
Kára Arnórsson, þar sem hann
ræðir um ræktunarmálin.
Rætt er við Björn Jónsson,
stjórnarformann „Melgerðis-
mela“ en þar er fyrirhugað
fjórðungsmót í sumar. Sigurður
Sigmundsson spjallar við Jóhann
Þorsteinsson á Miðsitju í Blöndu-
hlíð, kunnan hestamann. Sveinn
Runólfsson, landgræðslustjóri
skrifar greinina „Ferðalög, beit
og umgengni um landið“. Björn
Steinbjörnsson fjallar um sumar-
exemið og íslensk hross erlendis.
Sagt er frá afkvæmaprófun stóð-
hesta 1983. Eiríkur Jónsson skrif-
ar um ljósmyndun á hesta-
mótum. Hjalti Jón Sveinsson
ræðir við Þorvald Árnason um
rannsóknir hans á íslenskum
stóðhestum og Ingimar Ingimars-
son tamningamann og reiðkenn-
ara á Hólum í Hjaltadal.
Eru þá upptaldir viðamestu
greinarnar en auk þeirra er mikill
mýgrútur af fréttum og ágætum
myndum í ritinu.
- mhg
Prentvilla í blaði var á þessa
leið: Hann hlaut hvorttveggju
verðlaunin.
Þar átti að standa: Hann hlaut
hvortveggju verðlaunin.