Þjóðviljinn - 21.06.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ÞríSjudagur 21. júní 1983
Merkur áfangi í
heilbrigðisþjónustu landsmanna:
Á innfelldu myndinni sést hvernig
byggingin stóð óhreyfð þar til á ár-
inu 1980 og á þeirri stóru er B-álm-
an fullreist. Ljósm. -eik.
0
Rétt aðeins að þurrka af borðinu og þá er allt tilbúið. Ljósm.: -eik.
í gærdag var merkum áfanga
náð í heilbrigðisþjónustu lands-
manna, - fyrsti sjúklingurinn var
lagður inná B-álmu Borgarspítal-
ans og í dag verður þessi veglega 7
hæða bygging formlega tekin í
notkun. Það er 6. hæðin sem nú er
fullgerð og mun rúma 29 sjúklinga
en síðar á þessu ári verður 5. hæðin
sem er jafnstór, væntanlega einnig
tekin í gagnið.
B-álman er reist af Reykjavíkur-
borg og ríkinu og fékkst til hennar
fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra,
sem stofnaður var 1980. Á árinu
1980 var staðfest að B-álman skyldi
þjóna öldruðum langlegusjúk-
lingum eingöngu og hefur Ársæll
Jónsson, sérfræðingur í öldrunar-
hverjum tveimur stofum er snyrti-
herbergi og handlaug og skápar í
hverri stofu. Á hæðinni er einnig
stórt baðherbergi með sturtu og
baðkeri sem hægt er að stilla í mis-
munandi hæð og einnig annað bað-
herbergi minna. Hægt er að fara
um alla hæðina í hjólastól og er
ekki að efa að svalirnar sunnan
megin með sínu dýrlega útsýni
munu njóta mikilla vinsælda þeirra
sem eiga eftir að dvelja í B-
álmunni.
- AI
10 ára saga
En B-álman á sér sannarlega
lengri sögu en ætla mætti af þessum
ártölum. Þörfin fyrir stóra og vel
búna sjúkrastofnun fyrir 'aldraða
hefur verið viðurkennd frá því um
1970 en því miður var það meira í
orði en á borði lengst framan af.
Farið var að huga að byggingunni
1973 en framkvæmdir hófust þó
ekki fyrr en síðla árs 1977. Vorið
1978 var fyrsta verkþættinum lok-
ið, komnir voru sökklar og botn-
plata en þá hafði ekki verið séð
fyrir fjármagni í framhaldið. Eftir
kosningar 1978 ákvað stjórn Borg-
arspítaians að einbeita sér við að
ljúka nýju slysadeildinni, sem
einnig stóð hálfköruð og tekið var
til við að breyta teikningUm af B-
álmunni og var hún m.a. stækkuð
um tæplega 1000 fermetra. Pað var
svo á árinu 1980 þegar slysa-
deildinni var lokið að aftur var haf-
ist handa við B-álmuna og hún
rauk upp á árinu 1981 m.a. vegna
tilkomu Framkvæmdasjóðs aldr-
aðra. Húsið varð fokhelt í mars
1982 og til stóð að opna fyrstu
hæðina í september sama ár. Það
tókst hins vegar ekki en hálfs árs
töf á lokasprettinum er nú kannski
ekki mesta málið eftir allan þennan
tíma.
í för okkar Þjóðviljamanna slógust Adda Bára Sigfúsdóttir og Svavar
Gestsson en þau hafa á undanförnum árum unnið markvisst að því að
tryggja fé og framkvæmdir við B-álmuna. Hér eru þau á tali við Önnu
Birnu Jensdóttur aðstoðardeildarstjóra og Brynjólf Jónsson viðskipta-
fræðing. Ljósm. -eik.
Uppbúin rúm fyrir 29 sjúklinga, fullgerð
rúmar álman 174 sjúklinga
Byggingarfulltrúi og eldvarnareftirlitsmenn huga að teikningum og örygg-
isútbúnaði 6. hæðarinnar. Ljósm.: -eik.
Sérhannað lyftibaðkar og stóll sem lyfta má sjúklingum úr rúmi með og
keyra síðan beint inn í sturtuna, - betri hjálpartæki eru ekki á boðstólum.
Anna Birna Jensdóttir aðstoðardcildarstjóri sýnir þeim Svavari og Öddu
Báru baðherbergi deildarinnar.
B-álman verður björt og falleg
og á þeirri hæð sem nú er verið að
opna er aðstaða öll mjög góð og
betri en á eldri deildum spítalans,
bæði fyrir starfsmenn og sjúklinga.
Á hæðinni eru 29 rúm, 6 þriggja
rúma stofur, 4 tveggja rúma stofur
og 3 stofur með einu rúmi. Með
lækningum, verið ráðinn að
deildinni. Fullbúin mun álman
rúma 174 sjúkrarúm á 2.-7. hæð en
kjallari og 1. hæð verða þjónustu-
og geymslurými. Vistun verður á-
kveðin í samvinnu við þjónustu-
miðstöð aldraðra og er ætlunin að
sjúklingar komi jöfnum höndum af
heimilum úti í bæ og af sjúkrastofn-
unum.
í tilefni af þessum tímamótum
litu Þjóðviljamenn inn í B-álmuna í
síðustu viku, þar sem múgur og
margmenni voru að leggja síðustu
hönd á verk sín. Á staðnum voru
byggingarfræðingar,
eldvarnareftirlitsmenn og iðnaðar-
menn en auk þess starfslið sjúkra-
hússins, hjúkrunarfræðingar, ræst-
ingarkonur og starfsmenn skrifsto-
funnar. Allt skyldi klappað og klárt
fyrir fyrsta sjúklinginn sem vænt-
anlegur var á mánudag, þ.e. í gær.
Með í för okkar Þjóðviljamanna
voru þau Adda Bára Sigfúsdóttir
og Svavar Gestsson, en bygging B-
álmunnar hefur verið þeim mikið
metnaðarmál og á undanförnum
árum hafa þau, að öllum öðrum
ólöstuðum átt drjúgan hlut í að hún
er nú orðin að veruleika: Adda sem
formaður stjórnar Borgarspítalans
1978-1982 og sem stjórnarmaður í
Framkvæmdasjóði aldraðra frá
stofnun hans 1980 og Svavar sem
heilbrigðisráðherra 1980-1983.
B-álman tekin í notkun